Mynd: EPA Ever Given þversum í skurðinum. Mynd tekin um borð í flutningaskipi Maersk, sem bíður þess að komast leiðar sinnar. Mynd: EPA
Mynd: EPA

Stífla í Súes

Eitt stærsta flutningaskip í heimi virðist hafa lotið í lægra haldi fyrir vindhviðu á för sinni um Súes-skipaskurðinn í Egyptalandi á þriðjudagsmorgun. Þrátt fyrir tilraunir hefur fleyið, sem er lengra en Eiffel-turninn í París, ekki náðst á flot.

Flutn­inga­skipið Ever Given, í eigu Evergreen, skipa­fé­lags í Taí­van sem er það fjórða stærsta í heimi, strand­aði sunn­ar­lega í Súes-­skipa­skurð­inum í Egypta­landi snemma á þriðju­dags­morg­un, um kl. 5:40 að íslenskum tíma.

Síðan sat skipið þar pikk­fast, þversum í skurð­in­um, umkringt drátt­ar­bátum sem gerðu sitt besta til að losa það. Vinnu­vélar hafa mokað sandi frá stefni skips­ins, en ekki hefur enn náðst að koma ris­anum á flot þegar þetta er skrif­að.

Sam­kvæmt frétt BBC var byrjað teikna upp áætl­anir um að færa gáma frá borði til þess að létta skipið ef ekki næð­ist að koma því á rétt ról á háflóði í dag. Flutn­inga­skip­ið, sem er eitt það stærsta sem siglir um heims­höf­in, var á leið til Rott­er­dam í Hollandi frá kín­versku hafn­ar­borg­inni Yant­i­an, drekk­hlaðið varn­ingi, er óhappið átti sér stað. Það tekur um 20 þús­und gáma.

Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu skipa­fé­lags­ins Evergreen er grunur um að skip­stjórn­ar­menn þessa 400 metra langa og tæp­lega 60 metra breiða flutn­inga­skips hafi misst skipið af réttri leið vegna sterkrar vind­kviðu. Skipið rakst í botn­inn og fór síðan þversum í skurð­inum og lokar allri umferð.

Súes-­skurð­ur­inn tengir saman Rauða­hafið og Mið­jarð­ar­hafið og hefur verið ein mik­il­væg­asta sigl­inga­leið heims­ins frá því hann var opn­aður árið 1869, eftir ára­tuga mokst­ur. Um 18 þús­und flutn­inga­skip sigla þessa leið 190 kíló­metra löngu leið árlega, eða um 50 skip á dag.

Ever Given þversum í skurðinum. Mynd tekin um borð í flutningaskipi Maersk, sem bíður þess að komast leiðar sinnar. Mynd: EPA
Mynd: Instagram
Fjölmargir dráttarbátar hafa reynt að toga skipið til. Til þessa hafa þeir mátt sín lítils.
Skjáskot af vefnum Vessel Finder

Að fara um Súes-­skurð­inn á milli Asíu og Evr­ópu sparar um eina viku á sigl­ingu miðað við að fara suður fyrir horn Afr­íku. Sam­kvæmt frétt Reuters eru skipa­fé­lögin byrjuð að hugsa sig um hvort snúa skuli skipum við og fara þá leið til Evr­ópu.

Talið er að um 12 pró­sent af öllum flutn­ingum á hafi fari um Súes-­skurð­inn og um 9 pró­sent af allri olíu sem fram­leidd er í heim­inum sömu­leið­is. Það væri því tölu­vert rask fyrir flutn­inga­kerfið á heims­vísu ef skipið myndi liggja fast í skurð­inum um lengri tíma.

Sam­kvæmt því sem banda­ríska blaðið Was­hington Post hefur eftir Fla­vio Macau, sér­fræð­ingi í virð­is­keðju­stjórn­un, eru það aðal­lega olíu­skip sem bíða þess að kom­ast í gegnum skipa­skurð­inn og hafa sum þurft að sætta sig við að för þeirra tefj­ist um hátt í tvo sól­ar­hringa nú þeg­ar.

Olíu­birgðir eru hins vegar miklar um heim allan, að sögn Macau og því ætti þetta ekki að koma að sök til skemmri tíma. „Þetta er ekki sá tími árs þar sem mest er að gera í skurð­in­um. Ef það væri haust eða sumar á norð­ur­hveli jarðar værum við í meiri vand­ræð­u­m,“ segir Macau.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur þó farið hækk­andi í dag.

Hökt í kerf­inu vegna áhrifa far­ald­urs­ins

Að und­an­förnu hefur þó flutn­inga­kerfið á heims­vísu verið hálf­hökt­andi, vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins. Og þetta nýjasta óhapp í Súes-­skurð­inum er ekki til þess fallið að bæta stöð­una.

Í umfjöllun New York Times um vand­ræðin sem skipa­flutn­ing­arnir á heims­vísu hafa verið í að und­an­förnu er haft eftir stjórn­anda á Maersk-­skipa­fé­lag­inu að hann hafi aldrei upp­lifað annað eins ástand.

Stór­aukin spurn banda­rískra neyt­enda eftir ýmsum vörum sem fram­leiddar eru í Asíu, til dæmis æfinga­hjólum og skrif­stofustólum til að hafa við heima­skrif­boð­ið, hafa orðið til þess að jafn­væg­inu í flutn­inga­kerf­inu er rask­að.

Ever Given virðist pikkfast í skipaskurðinum mikla um Egyptaland sem hefur verið lífæð skipaflutninga á milli Asíu og Evrópu í rúm 130 ár.
EPA

Tómir gámar hafa safn­ast upp í höfnum í Banda­ríkj­unum og víðar á meðan flutn­ingagáma skortir í Asíu sem lengir leið varn­ings á mark­að. Í ofaná­lag hefur reynst erfitt að koma vörum frá Banda­ríkj­unum til Asíu, þar sem flutn­inga­skipin hafa verið að flytja tóma gáma beint til baka. Enda gríð­ar­leg þörf fyrir gáma á hinum end­an­um.

Flutningaskip bíða þess að fá afgreiðslu við höfnina í Oakland í Kaliforníu, í upphafi marsmánaðar.
EPA

Far­ald­ur­inn og með­fylgj­andi sótt­varna­ráð­staf­anir hafa einnig gert það að verkum að erfitt hefur verið að fá nægi­lega marga hafn­ar­starfs­menn og bíl­stjóra til starfa, sem hefur leitt til keðju­verk­andi tafa í höfnum heims­ins.

Í frétt Reuters er haft eftir sér­fræð­ingi að birgða­keðjan á milli Asíu og Evr­ópu sé þegar við þol­mörk og stíflan í Súes-­skurð­inum komi á einkar slæmum tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent