Svíar íhuga aðgerðir gegn skipulögðu betli

h_50644346-1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nýjum könn­unum styður um helm­ingur Svía bann við betli og hefur stuðn­ing­ur­inn auk­ist mikið síð­ustu mán­uði. Ástæð­una má rekja til mik­illar fjölg­unar betl­ara sem flestir koma frá Rúm­eníu og til­heyra hópi Róma-­fólks. Sam­kvæmt tölum sænska rík­is­sjón­varps­ins eru á bil­inu 3.900 til 4.700 í þessum hópi og hefur talan tvö­fald­ast á einu ári. Þessar tölur eru þó óná­kvæmar því þær byggja á taln­ingu og upp­lýs­ingum frá sveit­ar­fé­lögum og lög­reglu.

Hægri­flokk­ur­inn Modera­terna hefur lýst því yfir að hann vilji banna skipu­lagða starf­semi í kringum betl, þótt hann legg­ist ekki gegn því að ein­stak­lingar betli. Við­brögð hinna flokk­anna eru blendin en þó virð­ist stuðn­ing­ur­inn vera nokkuð útbreidd­ur. Vanda­málið er hins vegar að erfitt er að skil­greina hvað telj­ist vera skipu­lagt betl og hverjum eigi að refsa kom­ist upp um það.

Sögur af ofbeldi og vændi



Frá því að betl­urum tók að fjölga á götum Sví­þjóðar fyrir um þremur árum hefur reglu­lega verið fjallað um það hvernig glæpa­sam­tök nýta sér neyð þess. Frétt­irnar eru þó oft óljósar og bera þess merki að vera flökku­sögur frekar en endi­lega stað­reynd­ir. Í skýrslu sem gefin var út af borg­ar­yf­ir­völdum í Stokk­hólmi í fyrra kom fram að árið 2013 hefðu á milli 300 til 500 ein­stak­lingar verið þving­aðir til að betla. Upp­lýs­ing­arnar koma frá lög­reglu, sveit­ar­fé­lögum og hjálp­ar­sam­tökum og byggja yfir­leitt á sam­tölum eða jafn­vel yfir­heyrsl­um. Martin Val­frids­son var í jan­úar skip­aður af rík­is­stjórn­inni sem umsjón­ar­maður verk­efna sem snúa að betl­ur­um. Hann seg­ist vita til þess að vændi og ofbeldi þrí­fist innan hóps­ins en getur þó ekki sagt hversu algengt það sé.

Hún segir að frum­skóg­ar­lög­málið ráði á göt­unum og að hún þekki dæmi þess að fólk hafi borgað fyrir bestu stað­ina til að betla á.

Auglýsing

Í við­tali við Dag­ens Nyheter segir Geta Iorgu frá Rúm­eníu að glæpa­menn nýti sér neyð fólks­ins. Hún styður því að lög verði sett sem eigi að taka á vanda­mál­inu. Geta betl­aði fyrst eftir að hún kom til Stokk­hólms en í dag selur hún hann­yrða­vörur sem hún bæði býr til sjálf og flytur inn frá Rúm­en­íu. Hún segir að frum­skóg­ar­lög­málið ráði á göt­unum og að hún þekki dæmi þess að fólk hafi borgað fyrir bestu stað­ina til að betla á. Sjálf gerði hún það ekki og hún segir að þeir sem borgi öðrum geti sjálfum sér um kennt, fólk verði að þora að mót­mæla slíkum kröf­um.

Hvað telst vera skipu­lagt betl?



Geta segir að hún hafi komið til Sví­þjóðar með fjöl­skyldu sinni og veltir því fyrir sér hvort þau telj­ist því hafa stundað skipu­lagt betl. Það er nefni­lega ekki ljóst hvar eigi að draga mörkin á milli þess að fólk styðji hvert annað og að starf­semin sé orðin skipu­lögð. Þetta er heldur ekki vel skil­greint í til­lögum Modera­terna sem enn eru á vinnslu­stigi. Í grein í Dag­ens Nyheter leggja tveir þing­menn flokks­ins fram nokkrar til­lögur til þess að taka á ástand­inu. Ein þeirra snýr að skipu­lagðri starf­semi en hinar snú­ast um heim­ildir sveit­ar­fé­laga til að bregð­ast við ástand­inu. Á meðal þess sem lagt er til er að örygg­is­verðir megi banna fólki að gista á opin­berum stöðum og einka­lóð­um, en hingað til hefur ekki verið hægt að vísa fólki frá nema með til­stuðlan lög­reglu.

Önnur til­laga Modera­terna virð­ist þó vera hönnuð til þess að sveit­ar­fé­lög geti bannað betl án þess að laga­breyt­ingu þurfi. Sum sveit­ar­fé­lög krefj­ast þess að fólk fái opin­bert leyfi áður en það safnar pen­ingum á opin­berum stöð­um. Ef betl verður fellt undir þessa skil­grein­ingu geta sveti­ar­fé­lögin ein­fald­lega vísað til þess að betl­arar hafi ekki leyfi til að safna pen­ing­um. Aug­ljós­lega er nær engar líkur á því að betl­ari muni sækja um leyfi í þrí­riti og því er betli nær sjálf­hætt í þessum sveit­ar­fé­lög­um.

Ung stúlka við byggð Róma-fólks í Rúmeníu. Mynd: EPA Ung stúlka við byggð Róma-­fólks í Rúm­en­íu. Mynd: EPA

Blendin viðbrögð hinna flokk­anna



Flokkur Jafn­að­ar­manna brást nokkuð vel við til­lög­unni og sagði að nauð­syn­legt væri að stöðva þá sem högn­uð­ust á eymd ann­arra. Til­lagan var sögð áhuga­verð þótt ekki væri nánar farið út í hvað átt var við. Umhverf­is­flokk­ur­inn og VInstri flokk­ur­inn gagn­rýndu hins vegar til­lög­una og sögðu að glæpa­væð­ing væri ekki lausnin við því sem í grunn­inn væri fátækt­ar­vanda­mál.

Hjá minni flokk­unum á hægri vængnum voru menn var­kár­ir, sögðu að vissu­lega þyrfti að bregð­ast við vanda­mál­inu en stíga þyrfti var­lega til jarð­ar. Til dæmis mætti ekki haga laga­setn­ingu þannig að fjöl­skyldur sem betl­uðu saman féllu undir skil­grein­ingu á skipu­lagðri starf­semi. Allir virð­ast vera sam­mála um að bregð­ast þurfi við sívax­andi hópi betl­ara í Sví­þjóð, en flokk­ana greinir á um hvar áherslan eigi að vera.

Ráðleggur fólki að gefa ekki pen­inga, heldur mat eða föt



Reyndar eru það ekki bara stjórn­mála­menn sem glíma við þetta vanda­mál því Svíar eru mjög upp­teknir af því hvernig þeir eigi að hegða sér gagn­vart betl­ur­um. Er til dæmis í lagi að gefa þeim pen­inga, eða eykur það ef til vill bara vanda­mál­ið. Í sænskum miðlum má lesa fjöl­margar greinar um það hvaða áhrif það hefur á fólk að sjá betl­ara á götum úti. Rann­sóknir benda til dæmis til þess að þegar fleiri betl­arar eru á göt­unum minnkar samúð fólks umtals­vert. Fólk hættir að hugsa um þetta sem ein­stak­linga og sér bara hóp­inn. Betl­arar ógna líka þeirri sjálfs­mynd Svía að þeir séu mann­vinir sem berj­ist gegn órétt­læti hvar sem það þrífst. Þegar fátækt er sjá­an­leg á götum úti brestur goð­sögnin um hið góða sam­fé­lag.

For­stöðu­maður rúm­enskra sam­taka sem berst fyrir rétt­indum Róma-­fólks segir að fólk ætti ekki að gefa pen­inga. Það sé þó ekki þar með sagt að fólk eigi ekki að hjálpa. Hann mælir með því að fólk tali við betlar­ana, spyrji hvað þeir þurfi og aðstoði þá við til dæmis mat eða klæðn­að. Pen­inga­gjafir hvetji fólk hins vegar til að flytja til ann­arra landa og gera betl að iðju.

Florin Ivanovici fór til Stokk­hólms í vor og tók við­töl við fjöl­marga betl­ara. Hann sagði að flestir hefðu viljað vera áfram í Rúm­eníu en þar biði þeirra ekk­ert nema fátækt og atvinnu­leysi. Florin hefur enga trú á því að fjölgun betl­ara í Sví­þjóð megi rekja til skipu­lagðar glæp­a­starf­semi eða þess að fólk sé þvingað til að betla. Stað­reyndin sé ein­fald­lega sú að vel hafi gengið hjá þeim sem fyrst fóru og þess vegna hafi fleiri fylgt í kjöl­far­ið. Hann seg­ist vita dæmi þess að fjöl­skyldur hafi snúið aftur frá Sví­þjóð vegna þess að það borgi sig ekki lengur að betla í land­inu. Sam­keppnin sé ein­fald­lega orðin það mik­il.

Sænska rík­is­sjón­varpið heim­sótti fjöl­skyldu í Rúm­eníu sem fer reglu­lega til Stokk­hólms til að betla. Þau hafa farið fimm sinnum og dvelja í þrjá mán­uði í hvert sinn. Upp úr krafs­inu hafa þau um 4.000 sænskar krónur á mán­uði, en þá á eftir að greiða ferðir og uppi­hald. Þetta er engu að síður mun hærri upp­hæð en þau gætu nokkurn tím­ann fengið í rúm­enska bænum þar sem búa enda atvinnu­leysi mikið og fá tæki­færi fyrir ómenntað Róma-­fólk. Þau skipu­leggja nú enn eina ferð­ina til Stokk­hólms en segj­ast eiga þá ósk að þau geti lifað og starfað í heima­land­inu þar sem þau eru nálægt fjöl­skyldu og vin­um. Þar til ástandið í Rúm­eníu lag­ast og Róma-­fólk nýtur fullra rétt­inda eru þó litlar líkur á að það ger­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None