Svíar íhuga aðgerðir gegn skipulögðu betli

h_50644346-1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nýjum könn­unum styður um helm­ingur Svía bann við betli og hefur stuðn­ing­ur­inn auk­ist mikið síð­ustu mán­uði. Ástæð­una má rekja til mik­illar fjölg­unar betl­ara sem flestir koma frá Rúm­eníu og til­heyra hópi Róma-­fólks. Sam­kvæmt tölum sænska rík­is­sjón­varps­ins eru á bil­inu 3.900 til 4.700 í þessum hópi og hefur talan tvö­fald­ast á einu ári. Þessar tölur eru þó óná­kvæmar því þær byggja á taln­ingu og upp­lýs­ingum frá sveit­ar­fé­lögum og lög­reglu.

Hægri­flokk­ur­inn Modera­terna hefur lýst því yfir að hann vilji banna skipu­lagða starf­semi í kringum betl, þótt hann legg­ist ekki gegn því að ein­stak­lingar betli. Við­brögð hinna flokk­anna eru blendin en þó virð­ist stuðn­ing­ur­inn vera nokkuð útbreidd­ur. Vanda­málið er hins vegar að erfitt er að skil­greina hvað telj­ist vera skipu­lagt betl og hverjum eigi að refsa kom­ist upp um það.

Sögur af ofbeldi og vændiFrá því að betl­urum tók að fjölga á götum Sví­þjóðar fyrir um þremur árum hefur reglu­lega verið fjallað um það hvernig glæpa­sam­tök nýta sér neyð þess. Frétt­irnar eru þó oft óljósar og bera þess merki að vera flökku­sögur frekar en endi­lega stað­reynd­ir. Í skýrslu sem gefin var út af borg­ar­yf­ir­völdum í Stokk­hólmi í fyrra kom fram að árið 2013 hefðu á milli 300 til 500 ein­stak­lingar verið þving­aðir til að betla. Upp­lýs­ing­arnar koma frá lög­reglu, sveit­ar­fé­lögum og hjálp­ar­sam­tökum og byggja yfir­leitt á sam­tölum eða jafn­vel yfir­heyrsl­um. Martin Val­frids­son var í jan­úar skip­aður af rík­is­stjórn­inni sem umsjón­ar­maður verk­efna sem snúa að betl­ur­um. Hann seg­ist vita til þess að vændi og ofbeldi þrí­fist innan hóps­ins en getur þó ekki sagt hversu algengt það sé.

Hún segir að frum­skóg­ar­lög­málið ráði á göt­unum og að hún þekki dæmi þess að fólk hafi borgað fyrir bestu stað­ina til að betla á.

Auglýsing

Í við­tali við Dag­ens Nyheter segir Geta Iorgu frá Rúm­eníu að glæpa­menn nýti sér neyð fólks­ins. Hún styður því að lög verði sett sem eigi að taka á vanda­mál­inu. Geta betl­aði fyrst eftir að hún kom til Stokk­hólms en í dag selur hún hann­yrða­vörur sem hún bæði býr til sjálf og flytur inn frá Rúm­en­íu. Hún segir að frum­skóg­ar­lög­málið ráði á göt­unum og að hún þekki dæmi þess að fólk hafi borgað fyrir bestu stað­ina til að betla á. Sjálf gerði hún það ekki og hún segir að þeir sem borgi öðrum geti sjálfum sér um kennt, fólk verði að þora að mót­mæla slíkum kröf­um.

Hvað telst vera skipu­lagt betl?Geta segir að hún hafi komið til Sví­þjóðar með fjöl­skyldu sinni og veltir því fyrir sér hvort þau telj­ist því hafa stundað skipu­lagt betl. Það er nefni­lega ekki ljóst hvar eigi að draga mörkin á milli þess að fólk styðji hvert annað og að starf­semin sé orðin skipu­lögð. Þetta er heldur ekki vel skil­greint í til­lögum Modera­terna sem enn eru á vinnslu­stigi. Í grein í Dag­ens Nyheter leggja tveir þing­menn flokks­ins fram nokkrar til­lögur til þess að taka á ástand­inu. Ein þeirra snýr að skipu­lagðri starf­semi en hinar snú­ast um heim­ildir sveit­ar­fé­laga til að bregð­ast við ástand­inu. Á meðal þess sem lagt er til er að örygg­is­verðir megi banna fólki að gista á opin­berum stöðum og einka­lóð­um, en hingað til hefur ekki verið hægt að vísa fólki frá nema með til­stuðlan lög­reglu.

Önnur til­laga Modera­terna virð­ist þó vera hönnuð til þess að sveit­ar­fé­lög geti bannað betl án þess að laga­breyt­ingu þurfi. Sum sveit­ar­fé­lög krefj­ast þess að fólk fái opin­bert leyfi áður en það safnar pen­ingum á opin­berum stöð­um. Ef betl verður fellt undir þessa skil­grein­ingu geta sveti­ar­fé­lögin ein­fald­lega vísað til þess að betl­arar hafi ekki leyfi til að safna pen­ing­um. Aug­ljós­lega er nær engar líkur á því að betl­ari muni sækja um leyfi í þrí­riti og því er betli nær sjálf­hætt í þessum sveit­ar­fé­lög­um.

Ung stúlka við byggð Róma-fólks í Rúmeníu. Mynd: EPA Ung stúlka við byggð Róma-­fólks í Rúm­en­íu. Mynd: EPA

Blendin viðbrögð hinna flokk­annaFlokkur Jafn­að­ar­manna brást nokkuð vel við til­lög­unni og sagði að nauð­syn­legt væri að stöðva þá sem högn­uð­ust á eymd ann­arra. Til­lagan var sögð áhuga­verð þótt ekki væri nánar farið út í hvað átt var við. Umhverf­is­flokk­ur­inn og VInstri flokk­ur­inn gagn­rýndu hins vegar til­lög­una og sögðu að glæpa­væð­ing væri ekki lausnin við því sem í grunn­inn væri fátækt­ar­vanda­mál.

Hjá minni flokk­unum á hægri vængnum voru menn var­kár­ir, sögðu að vissu­lega þyrfti að bregð­ast við vanda­mál­inu en stíga þyrfti var­lega til jarð­ar. Til dæmis mætti ekki haga laga­setn­ingu þannig að fjöl­skyldur sem betl­uðu saman féllu undir skil­grein­ingu á skipu­lagðri starf­semi. Allir virð­ast vera sam­mála um að bregð­ast þurfi við sívax­andi hópi betl­ara í Sví­þjóð, en flokk­ana greinir á um hvar áherslan eigi að vera.

Ráðleggur fólki að gefa ekki pen­inga, heldur mat eða fötReyndar eru það ekki bara stjórn­mála­menn sem glíma við þetta vanda­mál því Svíar eru mjög upp­teknir af því hvernig þeir eigi að hegða sér gagn­vart betl­ur­um. Er til dæmis í lagi að gefa þeim pen­inga, eða eykur það ef til vill bara vanda­mál­ið. Í sænskum miðlum má lesa fjöl­margar greinar um það hvaða áhrif það hefur á fólk að sjá betl­ara á götum úti. Rann­sóknir benda til dæmis til þess að þegar fleiri betl­arar eru á göt­unum minnkar samúð fólks umtals­vert. Fólk hættir að hugsa um þetta sem ein­stak­linga og sér bara hóp­inn. Betl­arar ógna líka þeirri sjálfs­mynd Svía að þeir séu mann­vinir sem berj­ist gegn órétt­læti hvar sem það þrífst. Þegar fátækt er sjá­an­leg á götum úti brestur goð­sögnin um hið góða sam­fé­lag.

For­stöðu­maður rúm­enskra sam­taka sem berst fyrir rétt­indum Róma-­fólks segir að fólk ætti ekki að gefa pen­inga. Það sé þó ekki þar með sagt að fólk eigi ekki að hjálpa. Hann mælir með því að fólk tali við betlar­ana, spyrji hvað þeir þurfi og aðstoði þá við til dæmis mat eða klæðn­að. Pen­inga­gjafir hvetji fólk hins vegar til að flytja til ann­arra landa og gera betl að iðju.

Florin Ivanovici fór til Stokk­hólms í vor og tók við­töl við fjöl­marga betl­ara. Hann sagði að flestir hefðu viljað vera áfram í Rúm­eníu en þar biði þeirra ekk­ert nema fátækt og atvinnu­leysi. Florin hefur enga trú á því að fjölgun betl­ara í Sví­þjóð megi rekja til skipu­lagðar glæp­a­starf­semi eða þess að fólk sé þvingað til að betla. Stað­reyndin sé ein­fald­lega sú að vel hafi gengið hjá þeim sem fyrst fóru og þess vegna hafi fleiri fylgt í kjöl­far­ið. Hann seg­ist vita dæmi þess að fjöl­skyldur hafi snúið aftur frá Sví­þjóð vegna þess að það borgi sig ekki lengur að betla í land­inu. Sam­keppnin sé ein­fald­lega orðin það mik­il.

Sænska rík­is­sjón­varpið heim­sótti fjöl­skyldu í Rúm­eníu sem fer reglu­lega til Stokk­hólms til að betla. Þau hafa farið fimm sinnum og dvelja í þrjá mán­uði í hvert sinn. Upp úr krafs­inu hafa þau um 4.000 sænskar krónur á mán­uði, en þá á eftir að greiða ferðir og uppi­hald. Þetta er engu að síður mun hærri upp­hæð en þau gætu nokkurn tím­ann fengið í rúm­enska bænum þar sem búa enda atvinnu­leysi mikið og fá tæki­færi fyrir ómenntað Róma-­fólk. Þau skipu­leggja nú enn eina ferð­ina til Stokk­hólms en segj­ast eiga þá ósk að þau geti lifað og starfað í heima­land­inu þar sem þau eru nálægt fjöl­skyldu og vin­um. Þar til ástandið í Rúm­eníu lag­ast og Róma-­fólk nýtur fullra rétt­inda eru þó litlar líkur á að það ger­ist.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None