Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Það sem KSÍ gerði vitlaust og sýndi „merki þöggunar- og nauðgunarmenningar“

KSÍ fékk upplýsingar um meinta hópnauðgun tveggja landsliðsmanna fyrir ellefu árum síðan í byrjun júní síðastliðinn. Eftir tilkynningu þar um frá starfsmanni sambandsins, tengdamóður þolandans, var meðal annars rætt við annan gerandann. Samt ákvað KSÍ að hlíta ráðleggingu almannatengslafyrirtækis og svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið með villandi hætti. Niðurstaðan er sú að formaður KSÍ missti starfið, stjórn KSÍ sagði af sér, tengdamóðir þolandans hætti eftir 25 ára starf og framkvæmdastjóri KSÍ fékk fjölmargar hótanir.

Sunnu­dag­inn 9. maí síð­ast­lið­inn birt kona frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram um að tveir ónafn­greind­ir, en þekkt­ir, menn hefðu beitt hana kyn­ferð­is­of­beldi árið 2010. Síðar var stað­fest að atburð­ur­inn hafi átt sér stað eftir lands­­leik Íslands og Dan­­merkur þann 7. sept­­em­ber 2010 í Kaup­­manna­höfn. Um meinta nauðgun er að ræða og hún var kærð til lög­reglu á sínum tíma. Sú kæra var dregin til baka en lög­reglan tók rann­sókn máls­ins upp að nýja í haust. 

Tveir þáver­andi lands­liðs­menn, Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði íslenska karla­lands­liðs­ins um margra ára skeið, og Egg­ert Gunn­þór Jóns­son, hafa stað­fest með opin­berum yfir­lýs­ingum að þeir séu menn­irnir tveir sem grun­aðir eru um verkn­að­inn. Þeir neita báðir stað­fast­lega sök.

Í frá­sögn­inni á Instagram sagði konan meðal ann­ars: „Til að gera langa og ömur­lega sögu stutta að þá ældi ég yfir annan þeirra í leigu­bílnum á leið á hót­elið þeirra, svo aftur í rúmið á hót­el­inu en þeir létu það ekki stoppa sig og skipt­ust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúm­inu ber að neðan með ælu í hár­inu, and­lit­inu og föt­un­um.“

Ein­hverjir vissu eitt­hvað

Úttekt­ar­nefnd sem Íþrótta­sam­band Íslands (ÍSÍ) skip­aði fyrr á árinu að beiðni Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ), til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands, skil­aði af sér skýrslu í dag. Þar er með­ferð þessa máls innan KSÍ rakin með ítar­legri hætti en nokkru sinni áður.

Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að úttekt­ar­nefndin hafi rætt við ein­stak­linga sem tengd­ust karla­lands­lið­inu á þeim tíma sem hið meinta brot átti sér stað. Í þeim við­tölum hafi komið fram að ein­hverjir hefðu „fengið vit­neskju um „að eitt­hvað hefði gerst í ferð­inni sem átti ekki að ger­ast“, eins og einn þeirra orð­aði það, og að það hefði lotið að því að tveir lands­liðs­menn hefðu verið með stelpu uppi á her­bergi hjá sér. Þeir ein­stak­lingar sem nefndin ræddi við báru þó ekki að þeir hefðu heyrt frá­sagnir um að kyn­ferð­is­brot hefði átt sér stað en lögð hafi verið áhersla á að leyna atvik­inu með vísan til þess að annar leik­mað­ur­inn hefði átt kær­ustu sem ekki hefði mátt kom­ast að því hvað hefði gerst.“

Geir Þor­steins­son, þáver­andi for­maður KSÍ, greindi nefnd­inni frá því í við­tali að hann hafi ekki heyrt af þessu máli fyrr en í ágúst 2021, löngu eftir að hann hætti störfum hjá KSÍ.

Síðan lá málið í lama­sessi í næstum ell­efu ár.

Tengda­móðir þol­anda greinir frá

Þann 3. júní 2021 barst nafn­laust bréf til Guðna Bergs­son­ar, þáver­andi for­manns KSÍ, Klöru Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóra KSÍ, og Arn­ars Þórs Við­ars­son­ar, lands­liðs­þjálf­ara karla­lands­liðs­ins. 

Bréfið var eft­ir­far­andi:

„Varð­andi val ykkar á lands­liðs­hópnum fyrir næsta verk­efni lang­aði mig að athuga hvort þið hjá KSÍ hefðuð hug­mynd um hverja þið væruð í raun og veru að velja í lið Íslands. Ég efast um að gjörðir og hegðun ákveð­inna aðila í hópnum hafi farið fram­hjá öllum þeim sem vinna fyrir ykkar hönd þar sem þessir ákveðnu aðilar eru sagðir vera kyn­ferð­is­af­brota- og ofbeld­is­menn. Ég velti því fyrir mér hver afstaða ykkar í málum sem þessum er? Viljið þið virki­lega að fyr­ir­myndir allra barna sem hafa áhuga á fót­bolta séu kyn­ferð­is­af­brota- og ofbeld­is­menn? Þar á meðal barn­anna ykk­ar? Viljið þið vera með­sek í að gefa þessum ein­stak­lingum góða stöðu í sam­fé­lag­inu til þess að auð­velda þeim að kom­ast upp með að mis­nota aðra? Þið hafið öll völdin til að velja í liðið og því miður sér maður þessa aðila valda fyrir hönd Íslands aftur og aft­ur. Kveðja, Aðili sem krefst góðra fyr­ir­mynda fyrir börnin okkar.“

Bréfið var meðal annars stílað á landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Starfs­maður KSÍ, kona sem starfað hafði hjá sam­band­inu í á þriðja ára­tug, tók á móti bréf­inu, skann­aði það og sendi áfram á þá sem það var stílað á. 

Eftir að Klara opn­aði póst­inn og las bréfið spurði hún kon­una hvort hún vissi eitt­hvað. Sagði konan henni þá „að tengda­dóttir hennar hefði greint sér frá því tveimur árum áður að tveir leik­menn A-lands­liðs­ins [...] hafi í sam­ein­ingu nauðgað sér í kjöl­far lands­leiks Dan­merkur og Íslands á þjóð­ar­leik­vangi Dana í knatt­spyrnu árið 2010.“ Klara greindi for­manni KSÍ, sem hafði þegar heyrt af mál­inu en vissi ekki af tengsl­unum við starfs­mann sam­bands­ins, frá stöðu mála í kjöl­far­ið.

Frá þeim degi, 3. júní 2021, var því form­leg vit­neskja um málið hjá æðstu stjórn­endum KSÍ.

Guðni ræddi málið við Aron Einar í júlí

Í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­innar segir að í við­tali Guðna Bergs­sonar við hana hafi Guðni greint frá sím­tali sem hann hafi átt við Aron Einar í júlí­mán­uði, eftir að að fréttir bár­ust af rann­sókn á meintum kyn­ferð­is­brotum Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar, ann­ars lands­liðs­manns, gegn barni sem eru til rann­sóknar í Bret­landi. Í því sím­tali minnt­ist Aron Einar að fyrra bragði á frá­sögn kon­unnar sem ásakað hafði hann um nauðg­un. 

Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil og leiddi það meðal annars á tvö fyrstu stórmót þess í sögunni.
Mynd: EPA

Í skýrsl­unni er Aron Einar auð­kenndur með bók­stafnum C og konan með bók­stafnum Z. Þar seg­ir: „Að sögn Guðna sagði C að hann hefði átt kyn­ferð­is­legt sam­neyti við Z ásamt öðrum leik­manni en hafn­aði því alfarið að þeir hefðu brotið á henni. Mun C hafa látið svo um mælt við Guðna að lýs­ingin væri ekki í sam­ræmi við hans upp­lifun og að hann ætl­aði ekki að játa á sig eitt­hvað sem hann hefði ekki gert.“

Guðni sagði síðar hafa komið til tals að máls­að­ilar hitt­ust mögu­lega þegar konan léði máls á því sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá tengda­móður hennar en Guðni kvaðst „ekki hafa talið rétt að KSÍ hefði óum­beðið milli­göngu um það né sátta­ferli í máli sem þessu.“

Vara­for­maður verður fyrir áfalli

Arnar Þór Við­ars­son sagði í við­tali við úttekt­ar­nefnd­ina að hann hefði „fyrst rætt málið við C í ágúst. C hefði þá greint honum frá sinni hlið máls­ins sem hafi verið önnur en þol­anda. Arnar Þór kveðst á þessum tíma hafa haft í hyggju að velja C í liðið enda hafi hann þá ekki vitað annað en að um væri að ræða óstað­festa frá­sögn á inter­net­in­u.“

Starfs­maður KSÍ, tengda­móðir þol­anda, sem er auð­kennd með bók­stafnum Y í skýrsl­unni sagði við nefnd­ina að hún hafi fengið „á til­finn­ing­una á þessum tíma að Guðni, Klara og Arnar Þór hafi verið búin að ákveða að þau gætu ekki gert neitt í mál­inu. Greindi Y þá til­teknum sam­starfs­mönnum innan KSÍ frá þeirri til­finn­ingu sinn­i.“

Stjórn KSÍ var ekki gerð grein fyrir mál­inu á þessum tíma og fram­vinda þess var engin fram að versl­un­ar­manna­helgi. Þá heyrði Borg­hildur Sig­urð­ar­dótt­ir, einn vara­for­manna KSÍ, af því í gegnum dóttur sína. Og varð fyrir áfalli.

Í við­tali við nefnd­ina sagði Borg­hildur frá því að hennar fyrsta hugsun væri sú að tengda­móðir stúlkunnar sem greindi frá því að hún hefði verið beitt ofbeldi væri starfs­maður sam­bands­ins. Borg­hildur sagð­ist hafa áhyggjur af því hversu mikið álag það hlyti að hafa verið fyrir kon­una að hafa vitað af mál­inu og vera að vinna fyrir lands­liðið á sama tíma. 

Hanna Björg opin­berar málið

Ell­efu dögum síð­ar, 13. ágúst, sprakk málið svo upp á opin­berum vett­vangi. Þá birt­ist grein á Vísi eftir Hönnu Björg Vil­hjálms­dóttur sem fjall­aði um mál ungu kon­unn­ar. Þar sagði meðal ann­­ars: „Lýs­ingin á ofbeld­inu er hroða­­leg og glæp­­ur­inn varðar við margra ára fang­elsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á ger­end­­urna (lands­liðs­­menn­ina) en svo að þeir gerðu grín að nauð­g­un­inni dag­inn eft­­ir. For­herð­ingin algjör. Í frá­­­sögn­inni kemur fram hvaða afleið­ingar þessi unga kona hefur þurft að burð­­ast með. Lýs­ingin er þyngri en tárum taki. Þol­and­­anum var ein­­dregið ráð­lagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja.

Fleiri frá­­sagnir eru um lands­liðs­­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­­ferð­is­­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­­gengni þess­­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i.“

Úttekt­ar­nefndin tók við­tal við Hönnu Björgu. Þar sagð­ist hún hafa þekkt kon­una sem lýst hefði ofbeld­inu í færsl­unni á Instagram. Hún hafi haft sam­band við hana og sagt henni frá áformum sínum um að skrifa grein. Að sögn Hönnu Bjargar hafi hvert skref sem hún hefur stigið í mál­inu verið tekið með vit­und og í sam­ráði við kon­una, og hún hafi boðið henni að lesa allt sem hún skrif­að­i. 

KSÍ hringir í KOM

Stjórn KSÍ varð mjög áhyggju­full eftir að pistill­inn birt­ist og skeyta­send­ingar í gegnum tölvu­póst gengu manna á milli. 

Guðni Bergs­son gerði stjórn­inni grein fyrir að von væri á við­brögð­um. Í tölvu­pósti sem hann sendi sagði: „Við erum að und­ir­búa svar í til­kynn­ingu sem við sendum á ykkur á eftir áður en hún birt­ist. Við myndum síðan funda í kjöl­farið og ræða þessi mál. Það sem ég get þó sagt er að þessi pist­ill er ósannur og ómak­leg­ur. Engin mál okkar keppn­is­fólks hafa borist okkur form­lega eða verið á okkar borði síðan ég tók við sem for­mað­ur.“

Í við­tölum stjórnar og starfs­fólks KSÍ við úttekt­ar­nefnd­ina kom fram að Guðni hefði reiðst yfir grein­inni og farið í að und­ir­búa svar við henni ásamt almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. Þaðan hafi þeir Gísli Freyr Val­dórs­son og Frið­jón R. Frið­jóns­son, núver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, komið að ritun yfir­lýs­ing­ar­innar fyrir hönd KOM ásamt Guðna. Aðrir innan KSÍ fengu drög að henni til yfir­lestrar og gagn­rýni á yfir­lýs­ing­una var sett fram.

Friðjón R. Friðjónsson, einn eigenda KOM.
Mynd: Aðsend

Yfir­­lýs­ingin var birt 17. ágúst á heima­síðu KSÍ. Eng­inn var skrif­aður fyrir henni. Þar sagði meðal ann­­ars: „​​Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar til­­raunir til að þagga niður ofbeld­is­­mál eða hylma yfir með ger­end­­um. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ 

Grennsl­ast fyrir um sátt­ar­með­ferð

Í við­tali við nefnd­ina lýsti tengda­móðir þol­and­ans, starfs­maður KSÍ, því að henni hefði þótt gott að mál tengda­dóttur sinnar væri komið upp á yfir­borð­ið. Hún lýsti því jafn­framt í við­tali við nefnd­ina að Guðni hefði haft sam­band við sig að fyrra bragði um miðjan ágúst til að spyrja hana hvað þol­and­inn í mál­inu vildi gera en honum hafi skilist að hún hefði ekki hug á því að nafn­greina Aron Ein­ar. „Að sögn Y mun Guðni einnig hafa grennsl­ast fyrir um það í sam­tal­inu hvort ein­hvers konar sátta­með­ferð milli leik­manns­ins og þol­and­ans kæmi til greina. Sam­kvæmt Y mun hug­myndin að sáttum hafa komið frá Guðn­a.“ 

Konan sagði í við­tali við nefnd­ina að tengda­dóttir sín hefði síðar verið til­búin að hitta Aron Einar og ræða málið en þó aðeins augliti til auglits til að ræða reynslu sína og sárs­auka við hann og alls ekki í gegnum síma.

Ósátt með hvernig Guðni hélt á mál­inu

Guðni lýsti sam­tal­inu þannig hann hefði talið að frum­kvæðið að þessu þyrfti að koma frá aðilum máls­ins og hann ekki verið viss um að svona mál væri hægt að sætta. 

Í við­tali við nefnd­ina greindi tengda­móð­irin frá því að hún hefði spurt Guðna að því í sam­tal­inu hvort hann væri búinn að ræða við ein­hverja aðra en Aron Einar sem hefðu verið innan KSÍ á þessum tíma og gætu hafa vitað eitt­hvað um mál­ið. „Guðni hefði sagt henni að hann hefði rætt við ein­stak­ling sem hefði verið úti með lands­lið­inu á þeim tíma sem frá­sögn Z snerti. Y taldi hins vegar ljóst af sam­tal­inu að Guðni hefði á þessum tíma hvorki rætt við Geir Þor­steins­son, sem var for­maður KSÍ á þeim tíma sem leik­ur­inn fór fram í Kaup­manna­höfn, né Ólaf Inga Skúla­son, sem lék með lands­lið­inu í leiknum en væri nú starfs­maður KSÍ. Y kvaðst síðan hafa spurt Guðna aftur síðar hvort hann hefði rætt við fólk og aflað sér frek­ari upp­lýs­inga um málið en skilist að svo væri ekki.“ 

Í við­tali við nefnd­ina greindi konan frá því að hún hefði verið ósátt við hvernig Guðni hélt á mál­inu.

Ófull­nægj­andi svör

Nú gerð­ust hlut­irnir hratt og fyr­ir­spurnum frá fjöl­miðlum fór að rigna inn. Ein slíkt var frá Kjarn­an­um.

Frá 18. ágúst var ítrekað spurt hvort sam­­bandið hefði ein­hvern tím­ann haft vit­­neskju um ásak­­anir um kyn­­ferð­is­brot eða ofbeldi á hendur lands­liðs­­manna í fót­­bolta, hvort KSÍ hafi ein­hvern tím­ann haft afskipti af málum sem tengj­­ast slíkum ásök­unum gegn lands­liðs­­manni og hvort KSÍ hafi hvatt til aðkomu lög­­­reglu­yf­­ir­­valda eða leitað aðstoðar hjá sam­­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­­mála ef og þegar grunur hafi verið um lög­­brot? 

Þá var spurt sér­­stak­­lega hvort KSÍ hefði vit­­neskju um meint atvik eftir lands­­leik Dan­­merkur og Íslands í Kaup­­manna­höfn í sept­­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­­menn voru ásak­aðir um kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi gegn ungri konu og ef svo væri, í hvaða verk­­ferla það mál hefði far­ið?

Fyrstu svör sam­­bands­ins við fyr­ir­­spurn­unum voru ófull­nægj­andi og í raun svör við öðrum spurn­ingum en spurt var. Þar sagði meðal ann­­ars að „kvart­­anir um meint brot leik­­manna hafa ekki borist inn á borð KSÍ.“ 

KOM látið svara Kjarn­anum

Í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­innar kemur fram að KOM hafi aftur verið kallað til. Þar segir að af gögnum og upp­lýs­ingum sem úttekt­ar­nefndin afl­aði „verður ráðið að upp­leggið að svar­inu hafi komið frá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM sem sinnti ráð­gjöf um málið að beiðni Guðna Bergs­son­ar. Ómar [Smára­son, deild­ar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ] mun aftur á móti hafa lagt til að KSÍ segði frá mál­inu nákvæm­lega eins og það væri, m.a. um að for­svars­menn KSÍ hefðu frétt af umræddri frá­sögn af meintu ofbeldi lands­liðs­manns snemm­sum­ars á þessu ári en ekki borist form­legt erindi um mál­ið. Á þá til­lögu var hins vegar ekki fall­ist.“

Ómar svar­aði fyr­ir­spurn Kjarn­ans á end­anum sjálfur rúmum mán­uði eftir að hún var upp­haf­lega lögð fram, eða 23. sept­em­ber. Fyr­ir­spurnin hafði þá verið marg­ít­rek­uð. Í því svari stað­festi Ómar að ábend­ing um meint atvik eftir lands­­leik Dan­­merkur og Íslands í Kaup­­manna­höfn í sept­­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­­menn voru ásak­aðir um kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi hefði borist 2. eða 3. júní síð­­ast­lið­inn.

Stað­fest fyrir stjórn að meintir ger­endur væru lands­liðs­menn

Sama dag og svarið sem lagt var upp af KOM var sent til Kjarn­ans, þann 20. ágúst, var hald­inn óform­legur fundur hjá stjórn KSÍ. Í við­tali við úttekt­ar­nefnd­ina greindi stjórn­ar­mað­ur­inn Ingi Sig­urðs­son frá því að á þessum fundi hefði í fyrsta sinn verið stað­fest að í frá­sögn kon­unnar á Instagram væri verið að vísa til Arons Ein­ars og Egg­erts. „Guðni hafi hins vegar gert lítið úr mál­inu og sagt að þetta væri bara á sam­fé­lags­miðl­um. Stjórn­ar­fólk hafi hins vegar bent á hvernig tekið væri á svona hlutum á vinnu­stöðum þar sem ekki væri óal­gengt að kalla til utan­að­kom­andi ráð­gjafa til að aðstoða við mál­in.“

Tengda­móðir þol­and­ans hafði sagt sam­starfs­fólki sínu á þessum tíma að hún myndi hætta hjá KSÍ ef Aron Einar yrði val­inn í næsta lands­liðs­hóp, sem átti að til­kynna 25. ágúst. 

Konan og Arnar Þór Við­ars­son lands­liðs­þjálf­ari ræddu í kjöl­farið sam­an. Hún sagði í við­tali við nefnd­ina að fyrstu við­brögð Arn­ars Þórs hefðu verið að það væru tvær hliðar á hverju máli og hann gæti illa dæmt um hvað gerð­ist. Hún hefði upp­lifað hlut­ina innan KSÍ eins og ekki væri vilji til að taka þetta alvar­lega. 

Í við­tali Arn­ars Þórs við nefnd­ina lýsti hann því að hann hefði í sam­tali sínu við kon­una gert sér grein fyrir hversu alvar­legt málið væri fyrir fjöl­skyldu hennar og hversu þungt það lægi á henni. Á þeim tíma hafi verið umræða um að Aron Einar myndi tala við þol­anda, hugs­an­lega í gegnum milli­göngu ann­arra. Aron Einar hafi hins vegar greinst með COVID-19 í að­drag­anda land­s­leikj­anna og var af þeim sökum ekki val­inn í lands­liðs­hóp­inn. 

Sögðu að ekki væri hægt að treysta RÚV til að gæta hlut­lægni

Þrýst­ing­ur­inn á KSÍ óx og óx þessa daga. Þann 26. ágúst fór Guðni í við­­tal við Kast­­ljós þar sem hann sagði að engin til­­kynn­ing hefði borist sam­­band­inu um kyn­­ferð­is­brot að hálfu leik­­manns í lands­liði karla í knatt­­spyrnu.

KOM veitti Guðna enn og aftur ráð­gjöf, í þetta sinn þau ráð að hann ætti ekki að fara í við­talið. Þá ráð­gjöf huns­aði Guðni. „Í tölvu­pósti til úttekt­ar­nefnd­ar­innar sagði Guðni að KOM hafi ráðið honum frá því að mæta í við­talið hjá RÚV þar sem ekki hafi ríkt traust um að RÚV myndi gæta hlut­lægni og hlut­leysis í sínum frétta­flutn­ingi. Lýsti Guðni jafn­framt þeirri afstöðu að miðað við efn­is­tökin mætti segja að það hefði komið í ljós, bæði í vöntun RÚV á að afla sér upp­lýs­inga um málið og hunsun þeirra upp­lýs­inga sem hann lét í té sem skiptu veru­legu máli að hans vit­i.“

Guðni Bergsson í viðtali við RÚV seint í ágústmánuði.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem úttekt­ar­nefndin fékk við athugun sína á mál­inu mun Ómar Smára­son, deild­ar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ, hafa dregið sig út úr allri ráð­gjöf um málið í kjöl­far þeirrar ákvörð­unar Guðna að fara í við­talið. 

Til­kynn­ing barst árið 2018

Sú full­yrð­ing Guðna að engin til­kynn­ing hefði borist sam­band­inu um kyn­ferð­is­brot leik­manns reynd­ist ekki sann­leik­anum sam­kvæm.

Það opin­ber­að­ist dag­inn eftir Kast­ljós­við­talið þegar Þór­hildur Gyða Arn­­ar­s­dóttir steig fram og greindi frá sinni sögu. Þar kom fram að frá 19. mars 2018 hið minnsta hefur legið fyrir að full vit­­neskja var um ofbeld­is­hegðun lands­liðs­­manns­ins Kol­beins Sig­þórs­sonar innan KSÍ. Þá sendi faðir Þór­hildar Gyðu tölvu­­póst á KSÍ, for­­mann sam­­bands­ins og fjöl­marga lyk­il­­starfs­­menn þar sem hann greindi frá því að dóttir hans hefði kært Kol­bein til lög­­­reglu fyrir lík­­ams­árás og grófa kyn­­ferð­is­­lega áreitni. Yfir­­­skrift tölvu­­póst­s­ins var: „Of­beldi og Lands­liðið í fót­­bolta á enga sam­­leið“.

Kol­beinn samdi síðar við Þór­hildi Gyðu og aðra konu um mála­lok og greiddi þeim og Stíga­mótum sex millj­ónir króna gegn því að þær myndu draga kæruna til baka. Kol­beinn bað þær einnig afsök­un­ar. 

Guðni ​​sagði það hafi verið mis­tök að segja að engin til­kynn­ing hafi borist sam­band­inu um kyn­ferð­is­brot af hálfu leik­manns í lands­liði karla í knatt­spyrnu. „Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeld­is­brot og ekki af kyn­ferð­is­legum toga.“

Tengda­móð­irin sendir form­lega til­kynn­ingu

Sama dag, föstu­dag­inn 27. ágúst, hafði tengda­móðir þol­and­ans í mál­inu sem snerti Aron Einar og Egg­ert sent tölvu­póst á stjórn KSÍ um frá­sögn sína sem starfs­maður KSÍ undir yfir­skrift­inni „Að gefnu til­efni – ÁBEND­ING!“.

póst­inum sagði: „Þar sem frá­sögn mín sem starfs­manns KSÍ til að verða 25 ára og tengda­móður þol­and­ans, flokk­ast ekki sem ábend­ing í eyrum og augum for­manns KSÍ sam­kvæmt við­tali í Kast­ljósi sem og fleiri fjöl­miðl­um, sendi ég hér með form­lega ábend­ingu um meint kyn­ferð­is­of­beldi tveggja lands­liðs­manna eftir lands­leik Dan­merkur og Íslands á Parken 7. sept­em­ber 2010. Með­fylgj­andi er frá­sögn tengda­dóttur minnar sem ég er marg búin að ræða um við Guðna og einnig fylgja með skila­boð sem tengda­dóttir mín fékk nýverið frá fyrrum vin­konu þess­ara leik­manna.“

„Mér finnst ógeðs­legt að hugsa til þess hvernig ég tók afstöðu með þeim gegn þér“

Í skjali sem fylgdi tölvu­póst­inum var að finna frá­sögn tengda­dóttur starfs­manns­ins sem sett hafði verið á Instagram í maí og annað við­hengi sem var skjá­skot af Instagram-skila­boðum til hennar frá ótil­greindum aðila. 

Þau voru svohljóð­andi: „Sæl [Z], Ég er búinn að skrifa þessi skila­boð cirka 100 sinnum og stroka út því ég veit í raun­inni ekk­ert hvað ég get sagt. Ég trúi samt á það að við­ur­kenna mis­tök sín og taka ábyrgð og ætla þess vegna að henda þessu til þín. 

Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk sím­tal frá vini mínum út af þessu atviki sem þú lentir í 2010. 

Þetta voru vinir mínir sem gerðu þér þetta. Það hafði spurst út að þú ætl­aðir að kæra þá og vina­hóp­ur­inn átti að fara á fullt að reyna að koma í veg fyrir það til þess að skemma ekki þeirra mann­orð. 

Alger bilun ég veit. 

Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér. Frægð og frama, pen­inga, vin­sældir og voru ekk­ert eðli­lega sann­fær­andi þegar þeir sögðu að þú hefðir viljað þetta allan tím­ann og að þetta væri kjaftæði. Þeir gátu ekki einu sinni staðið saman heldur bentu á hvorn annan og sögðu að hinn hefði gert þetta. Ég var alger­lega heila­þvegin og tók með þeim stöðu. Þú dróst þetta svo til baka og þeir héldu bara áfram með lífið einsog ekk­ert hefði gert, dauð­fegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð. 

Ég hef svo oft hugsað um þetta atvik, og nú mörgum árum seinna þegar ég er búin að slíta öllum mínum sam­skiptum við þá fyrir löngu út af svo mörgum furðu­legum atvikum þar sem ég var neydd til að ljúga fyrir þá og taka með þeim stöðu þá sé ég [...] 

Mér finnst ógeðs­legt að hugsa til þess hvernig ég tók afstöðu með þeim gegn þér. 

Mig lang­aði bara að biðja þig afsök­unar þó að þú hafir fullan rétt á að kasta því út á hafs­auga. Ég er stolt af þér að koma með þetta fram, ég trúi þér og ég stend með þér ef þú ætlar með þetta mál lengra.“

Guðni svar­aði póst­inum sagð­ist telja að um mis­skiln­ing væri að ræða. „​​Það var aldrei ætlun mín [Y] að neita fyrir til­vist þessa máls. Þessi svör sneru að því hvernig það komst til okkar vit­undar og að við værum ekki að hylma yfir einum né neinum í svona mál­um. Mér þykir það leitt að þér hafi sárnað yfir þessu svari.“

Átti að sópa mál­inu undir teppið

Í skýrsl­unni er haft eftir Þor­steini Gunn­ars­syni, stjórn­ar­manni í KSÍ, að þessi tölvu­póstur hefði verið algjör sprengja. „Hann liti svo á að Y hafi til­kynnt þetta og ekk­ert ann­að. Stjórnin hefði aldrei verið látin vita af þessu heldur hafi bara átt að sópa mál­inu undir tepp­ið.“

Íslenska karlalandsliðið naut gríðarlegrar lýðhylli vegna árangurs þeirra, sérstaklega á árunum 2016 til 2018. Þeir landsmenn sem komust ekki út á lokakeppnir hópuðust margir hverjir saman við stóra skjái til að fylgjast með leikjum liðsins.
Mynd: Bára Huld Beck

Á stjórn­ar­fundi sem hald­inn var 28. ágúst var tölvu­póst­ur­inn til umræð­u. 

Í skýrsl­unni seg­ir: „Á fund­inum lýsti stjórn­ar­fólk miklum áhyggjum af því hvort yfir­lýs­ingar og upp­lýs­ingar sem birtar höfðu verið opin­ber­lega fyrir hönd KSÍ hefðu verið rétt­ar. Þannig mun stjórn­ar­mað­ur­inn Ingi Sig­urðs­son hafa spurt Guðna sér­stak­lega hvenær þeim Klöru hefðu fyrst borist upp­lýs­ingar um mál Z, tengda­dóttur Y. Greindi Guðni stjórn þá frá nafn­lausa bréf­inu frá 3. júní og að í kjöl­farið hafi verið rætt við Y.“

Í við­tali við úttekt­ar­nefnd­ina lýsti stjórn­ar­mað­ur­inn Val­geir Sig­urðs­son því að stjórn­ar­fólk KSÍ sem sat fund­inn þennan dag hefði orðið fyrir gríð­ar­legum von­brigð­um. „Fólki hafi liðið eins og það hefði orðið fyrir lest og það hefði spurt sig hvar það væri eig­in­lega statt. Trú­verð­ug­leiki KSÍ út á við væri fok­inn út um glugg­ann og hið sama gilti um traustið til for­manns frá stjórn­.“ 

Stjórn­ar­mað­ur­inn Orri Hlöðvers­son tók í sama streng í við­tali sínu við nefnd­ina. „Þessa helgi hafi um 80–90% stjórnar upp­lifað það að þeim væri haldið full­kom­lega í myrkr­inu af hálfu for­manns og fram­kvæmda­stjóra. Orri taldi að í máls­með­ferð­inni hefðu aug­ljós­lega átt sér stað stjórn­un­ar­leg mis­tök sem fólust í því að stjórn var ekki höfð með í ráðum fyrr í ferl­in­u.“

Dag­inn eftir var hald­inn annar stjórn­ar­fund­ur. Þar þurfti Guðni að segja af sér sem for­maður KSÍ vegna þess að stjórn sam­bands­ins treysti honum ekki leng­ur. 

Sama dag var send út ný yfir­lýs­ing sem hófst á orð­un­um: „Kæru þolend­ur, við í stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands trúum ykkur og biðjum ykkur inni­lega afsök­un­ar.“

Þar var einnig fjallað um yfir­lýs­ing­una frá 17. ágúst, sem KOM hafði lagt upp, og allir þeir sem „stóðu í fram­línu þess að benda á ofbeldið innan KSÍ afsök­unar á yfir­lýs­ing­unni sem gerði lítið úr þeirra ásök­unum og var laus við alla ábyrgð og ein­lægn­i.“

Klara ræddi við for­set­ann

Guðni ræddi aldrei við þol­and­ann síð­ast­liðið sumar þrátt fyrir að tengda­móðir hennar hafi komið því á fram­færi við Guðna að tengda­dóttir hennar væri reiðu­búin að tala við hann. 

Í kjöl­far afsagnar Guðna ætl­aði Klara Bjart­marz að gera það. Hún hefði hins vegar orðið fyrir miklu áreiti og fengið fjöl­margar hót­anir í kjöl­far afsagnar stjórnar og fjöl­miðlaum­fjöll­unar og meðal ann­ars verið ráð­lagt að sækja ekki barn sitt á leik­skóla. Í skýrsl­unni seg­ir: „Þriðju­dag­inn 31. ágúst 2021 mun Klara hafa yfir­gefið höf­uð­stöðvar KSÍ og til­kynnt stjórn að hún væri farin og vissi ekki hvort hún kæmi aft­ur. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem nefndin fékk mun það hafa gerst í beinu fram­haldi af sam­tali Klöru við Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands. Jör­undur Áki Sveins­son, þjálf­ari U-17 ára lands­liðs drengja, mun hafa hlaupið á eftir Klöru og séð til þess að hún yrði sótt í vinn­una.“

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Borg­hildur Sig­urð­ar­dótt­ir, annar vara­for­manna KSÍ mun síð­an, að beiðni starfs­fólks KSÍ, hafa hringt í þol­and­ann í mál­inu og varð þannig fyrsti stjórn­andi eða stjórn­ar­maður sam­bands­ins til að ræða við hana beint.

Tengda­móð­irin sagði upp störfum hjá KSÍ 

Í nið­ur­stöðum úttekt­ar­nefnd­ar­innar um með­ferð KSÍ á máli ungu kon­unnar sem birti frá­sögn­ina á Instagram, um kyn­ferð­is­of­beldi af hálfu tveggja lands­liðs­manna árið 2010, segir að hún telji sýnt að Guðni og Klara hafi, ásamt Arn­ari Þór Við­ars­syni, þjálf­ara A-lands­liðs­ins, 3. júní 2021 fengið upp­lýs­ingar í gegnum tengda­móð­ur­ina að menn­irnir í frá­sögn­inni væru leik­menn lands­liðs karla í knatt­spyrnu.

Úttekt­ar­nefndin telur jafn­framt liggja fyrir að Guðni og tengda­móðir þol­and­ans hafi rætt málið ítrekað og að Guðni hafi einnig rætt málið við Aron Ein­ar, annan leik­mann­anna. 

Af við­tölum nefnd­ar­innar við tengda­móð­ur­ina og annað starfs­fólk KSÍ telur hún fyr­ir­liggj­andi að Guðni og Klara hafi verið ráð­villt um hvernig taka ætti á mál­in­u. 

Nefndin taldi óheppi­legt að tengda­móðir þol­and­ans hafi sem almennur starfs­maður KSÍ verið sett í þá stöðu að hafa milli­göngu um boð til og frá tengda­dóttur sinni sem greint hafði frá ofbeldi af hálfu leik­manna lands­liðs­ins til KSÍ og for­manns. Það hafi verið til þess fallið að vekja hjá henni ótta um starfs­ör­yggi sitt. Slíkt gat enn fremur skapað þrýst­ing á bæði hana og tengda­dóttur hennar um að halda mál­inu í þagn­ar­gildi og fara ekki með það lengra.

Tengda­móðir þol­and­ans sagði upp störfum hjá KSÍ eftir að vinna úttekt­ar­nefnd­ar­innar hófst eftir að hafa starfað í meira en tvo ára­tugi hjá sam­band­in­u. 

Vill­andi yfir­lýs­ingar

Nefndin telur að ekki verði hjá því kom­ist að „benda á það að Guðni Bergs­son lét sem for­maður sam­bands­ins ítrekað frá sér yfir­lýs­ingar um að KSÍ hefði ekki fengið neinar til­kynn­ingar eða ábend­ingar af þessum toga inn á sitt borð síðan hann tók við for­mennsku [...] Ljóst er að þessar yfir­lýs­ingar sem for­maður gaf í nafni KSÍ til fjöl­miðla og almenn­ings voru vill­andi, enda var for­maður KSÍ á sama tíma með á borði sínu til­kynn­ingu Y um ofbeldi gagn­vart tengda­dóttur sinni, auk þess sem for­mað­ur­inn var á sama tíma í sam­skiptum við leik­mann lands­liðs­ins vegna máls­ins.“ Þá hafði KSÍ fengið upp­lýs­ingar um mál Kol­beins sem hafði þær afleið­ingar að hann var sendur heim úr æfinga­ferð lands­liðs­ins.

Auk þess telur nefndin að full­yrð­ing, sem birt­ist í til­kynn­ingu frá KSÍ 17. ágúst 2021, um að tryggt væri þegar mál sem tengd­ust ofbeldi færu í við­eig­andi ferli ef þau kæmu inn á borð sam­bands­ins og að ávallt væri hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda þegar grunur væri um lög­brot „hafi ekki heldur gefið rétta mynd af með­ferð þess­ara mála innan KSÍ [...] Úttekt­ar­nefndin telur að fram­an­greindar yfir­lýs­ingar sem fram komu fyrir hönd sam­bands­ins í máli for­manns og í opin­berum til­kynn­ingum hafi verið til þess fallnar að gera lítið úr málum þeirra kvenna sem greint höfðu frá ofbeldi í sinn garð. [...] Að mati nefnd­ar­innar má til sanns vegar færa að yfir­lýs­ing­arnar hafi borið með sér ákveðin merki þögg­un­ar- og nauðg­un­ar­menn­ing­ar, þar sem því var í reynd hafnað í yfir­lýs­ing­unum að mál kvenn­anna hefðu komið til vit­undar KSÍ.“

Guðni Bergs­­son segir í yfir­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í dag að hann hafi borið ábyrgð á við­brögðum sam­­bands­ins, vegna þeirra ofbeld­is­­mála sem komu upp í for­­mann­s­­tíð hans. Sömu sögu sé að segja um miðlun upp­­lýs­inga til fjöl­miðla og almenn­ings. „Þar hefði ég getað gert bet­­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar