Þegar Donald Trump fór í stríð við NFL

trump.jpg
Auglýsing

Hin fag­ur­hærði fast­eigna­mó­gúll og for­seta­fram­bjóð­andi Don­ald Trump hefur verið nokkuð áber­andi á sviði íþrótt­anna í gegnum tíð­ina. Hann á fjöl­marga golf­velli um heim allan, hefur skipu­lagt og haldið hnefa­leika­bar­daga og keppt (já keppt) í amer­ískri fjöl­bragða­glímu. Það hefur verið deilt um það hvort Trump sé inni­legur íþrótta­að­dá­andi eða hvort hann sé ein­ungis að koma sjálfum sér á fram­færi. Honum finnst nefni­lega ekki leið­in­legt að vera í sviðs­ljós­inu. Draumur Trump var lengi að eign­ast lið í amer­ísku ruðn­ings­deild­inni NFL. En sú ást var ekki end­ur­goldin því að NFL vildi ekk­ert með Trump hafa.

USFL byrjar



USFL var hug­ar­fóstur kaup­sýslu­manns­ins David Dixon. Hann hafði gengið með hug­mynd­ina í mag­anum í tæp­lega 20 ár áður en hún varð loks að veru­leika árið 1982. Leikir í USFL voru spil­aðir á vorin þegar NFL deildin lá niðri. NFL, sem er lang­vin­sælasta íþrótta­deild Banda­ríkj­anna, hefur lengsta fríið af öllum stóru atvinnu­manna­deild­unum og Dixon sá tóma­rúm sem hann ákvað að nýta sér. Hann hafði mjög skýra sýn á það hvernig deildin ætti að bera sig. Hann þurfti góða fjár­festa, aðgang að stórum völlum á svæðum sem þegar höfðu NFL lið og góða sjón­varps­samn­inga. Hann lagði líka áherslu á aðhald í rekstr­inum og að liðin færu ekki fram úr sér við það að skáka NFL. Deildin átti hægt og bít­andi að skipa sér ákveð­inn sess í íþróttaflóru Banda­ríkj­anna. Hún átti líka að vera öðru­vísi og fersk. Hún var „skemmti­lega deild­in“ með alls kyns reglum sem voru hann­aðar til þess að auka sókn­ar­bolta. Hún var spenn­andi og óút­reikn­an­leg. USFL náðu samn­ingum við ABC og hina nýstofn­uðu ESPN um sýn­ing­ar­rétt. Mynda­takan á leikj­unum var öðru­vísi en áhorf­endur áttu að venjast, þ.e. mikið um snöggar klipp­ingar og end­ur­sýn­ingar og bún­ing­arnir og hjálm­arnir voru lit­ríkir og nýmóð­ins. Leik­menn deild­ar­innar urðu einnig þekktir fyrir að fagna snerti­mörkum á frum­legan hátt. Frægar stjörnur á borð við Burt Reynolds og Loni And­er­son voru fengnar til að kynna deild­ina.





Trump tekur völdin



Trump hafði verið í hópi upp­runa­legu fjár­fest­anna í deild­inni. Hann stofn­aði liðið New Jersey Gener­als sem spil­uðu í East Hanover, rétt sunnan við New York. En áður en fyrst leik­tíðin hófst seldi hann liðið til J. Walter Duncan, olíu­bar­óns frá Okla­homa. Ári seinna keypti Trump liðið aftur og fór þá ekki leynt með áætl­anir sín­ar. Hann skar upp herör gegn NFL til þess eins að þvinga sam­runa deild­anna. Hann sá fyrir sér að nokkur lið (þar með talið hans eig­ið) úr USFL myndu fá aðgang að NFL rétt eins og gerð­ist þegar körfu­bolta­deildin ABA logn­að­ist út af árið 1976. Þá gengu fjögur lið inn í NBA deild­ina. Trump hafði dýpstu vasana af eig­end­unum og stærsta munn­inn. Hann fékk því mestu athygl­ina og varð því nokk­urs konar rödd deild­ar­inn­ar. Það var ekki bara út á við heldur hafði hann tögl og hagldir í eig­enda­hópnum líka. Hann keyrði upp eyðsl­una í deild­inni. Pen­ing­arnir flæddu og USFL liðin yfir­buðu NFL á leik­manna­mark­að­in­um. Bestu leik­menn­irnir úr háskóla­bolt­anum og margir af eldri leik­mönnum úr NFL deild­inni streymdu í hina nýju, ríku og skemmti­legu deild. En það var ekki nóg að keppa við NFL um leik­menn, Trump vildi líka keppa um tíma. Hann vildi færa dag­skránna yfir á haustin og spila sam­hliða NFL. Hann sagði í við­tali að „Ef guð hefði viljað vor-­fót­bolta.....hefði hann aldrei skapað hafna­bolta.“ Þetta gekk alger­lega gegn upp­runa­legu hugjón Dixons en smátt og smátt fékk hann eig­endur hinna lið­anna til þess að sam­þykkja að færa dag­skránna. 13 af 15 eig­endum kusu með því að fjórða tíma­bil­ið, árið 1986 yrði spilað að hausti til.

Deildin hrynur



Þó að deildin hafi byrjað með látum var ljóst að und­ir­stöð­urnar voru veik­ar. Aðsókn á leiki og sjón­varps­á­horf var langt á eftir NFL. Mikil offjár­fest­ing á mjög stuttum tíma kom í bakið á eig­end­un­um. USFL og NFL voru í eig­in­legu launa­stríði til þess að tryggja sér bestu leik­menn­ina. Með­al­laun NFL leik­manna þre­föld­uð­ust á örfáum árum en mun­ur­inn á deild­unum tveimur var sá að eig­endur NFL lið­anna höfðu efni á því. USFL deildin stækk­aði líka alltof hratt. Lið­unum fjölg­aði úr 12 í 18 eftir fyrsta tíma­bil­ið. Eig­endur flestra lið­anna höfðu ekki nærri jafn djúpa vasa og Don­ald Trump og mörg liðin lentu strax í miklum fjár­hags­legum krögg­um. Sum liðin gátu ekki greitt leik­mönn­unum laun. Deildin var ótrygg og nokkur lið voru flutt milli borga eða sam­ein­uð­ust öðr­um. Sam­hliða þeirri ákvörðun að færa dag­skránna yfir á haustið var farið í skaða­bóta­mál gegn NFL sem Don­ald Trump leiddi. Kæran var sú að NFL hefði ein­ok­un­ar­stöðu á haust­mark­aðnum með sjón­varps­samn­ingum við allar þrjár stærstu sjón­varps­stöðv­arn­ar. Vonir margra USFL eig­enda héngu á þess­ari mál­sókn. Dóm­ur­inn féll og NFL deildin var fundin sek af öllum ákæru­lið­um. En kvið­dóm­ur­inn leit svo á að Trump og félagar hans væru ekki í alvöru sam­keppni á haust­mark­aðnum og skaða­bæt­urnar voru því aðeins þrír doll­ar­ar. Í kjöl­farið á dóms­upp­skurði gáfust eig­endur USFL lið­anna upp og deildin var sam­stundis lögð nið­ur.

Eft­ir­málar



Kergjan og bit­urðin voru tölu­verð eftir að USFL hrundi. Ekk­ert af lið­unum var tekið inn í NFL heldur voru þau öll lögð niður en bestu leik­menn­irnir fóru vita­skuld yfir. Trump leit aldrei til baka, hann hefur yfir­leitt varist spurn­ingum um þennan tíma en telur sig þó hafa staðið sig prýði­lega sem leið­togi deild­ar­innar og að hún hafi í raun aldrei átt mögu­leika. Margir aðrir telja þó að upp­runa­lega hug­myndin hafi verið góð og deildin hafi átt prýð­is­góða mögu­leika á að vaxa og dafna á sínum eigin hraða. Þegar deildin hrundi höfðu bæði ABC og ESPN stöðv­arnar boðið umtals­vert betri samn­inga en það var eng­inn til að skrifa und­ir. Sagan af USFL er í raun smækkuð mynd af ferli og lífi Don­alds Trump. Hann kemur inn, sprengir allt í loft upp, fær alla á sitt band og ef allt gengur ekki upp, skilur hann þá eftir í rúst­un­um. Allt snýst um hans eigin per­sónu sem er stans­laust í fjöl­miðlum með sinn stóra munn og aldrei er hlustað á gagn­rýn­is­radd­ir. Það væri senni­lega betra fyrir alla að hann yrði áfram í raun­veru­leika­sjón­varp­inu og slúð­ur­dálk­unum en ekki í hvíta hús­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None