Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“

Hún var „yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn sem byrjaði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og útnefnd ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 af Time Magazine. Elizabeth Holmes var á toppnum en hefur nú verið sakfelld fyrir að svíkja fjárfesta.

Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Auglýsing

Rétt­ar­höldin yfir Eliza­beth Hol­mes, stofn­anda tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Thera­nos, hófust fyrir tæpum fjórum mán­uð­um. Kvið­dómur komst að nið­ur­stöðu í gær eftir að hafa rætt málin í sjö daga. Holmes var ákærð í ell­efu liðum og fundin sek í fjórum þeirra sem snúa að svikum við fjár­festa. Kvið­dóm­ur­inn sýkn­aði hana meðal ann­ars af því að hafa vís­vit­andi logið að almenn­ingi. Hver ákæru­liður getur leitt til allt að 20 ára fang­els­is­vistar og því á Holmes yfir höfði sér allt að 80 ára dóm. Aðeins var sak­fellt í mál­inu í gær en dómur verður kveð­inn upp síð­ar. Sak­fell­ingin sendir skýr skila­boð til Kís­ildals­ins: Það eru afleið­ingar af því að ljúga að fjár­festum.

Eliza­beth Holmes er fædd árið 1985 og ólst upp á vel stæðu heim­ili í Was­hington DC. Hún hélt sig til hlés sem barn en var kurt­eis. Níu ára gömul skrif­aði hún föður sínum bréf þar sem hún sagð­ist „þrá mest af öllu að upp­götva eitt­hvað nýtt, eitt­hvað sem mann­kynið vissi ekki að væri mögu­leg­t“.

Auglýsing
Holmes hóf nám í efna­verk­fræði við Stan­for­d-há­skóla árið 2002 þar sem hún fékk þá hug­mynd að fram­leiða plástra sem geta sagt til um sýk­ingar og veitt sýkla­lyf eftir þörf­um. Phyllis Gar­dner, sér­fræð­ingur í klínískri lyfja­fræði við háskól­ann, sagði Holmes að slíkt myndi ekki ganga upp. „Hún starði bara á mig,“ segir Gar­dner í sam­tali við BBC. Holmes var sann­færð um eigin snilli­gáfu að sögn Gar­dner. „Hún hafði ekki áhuga á sér­þekk­ingu minni og það vakti með mér óhug“.

Örfáir blóð­dropar áttu að geta sagt til um hund­ruð sjúk­dóma

Holmes hélt ótrauð áfram, hætti í háskóla­nám­inu og stofn­aði líf­tækni­fyr­ir­tækið Thera­nos árið 2003, þá aðeins 19 ára göm­ul. 13 árum síðar kom hún af krafti inn í Kís­ildal­inn þegar hún hélt því fram að hafa þróað bylt­ing­ar­kennda blóð­skimun­ar­tækni sem gæti greint hund­ruð sjúk­dóma, líkt og krabba­mein og syk­ur­sýki, með örfáum blóð­drop­um. Með þess­ari bylt­ing­ar­kennda nýju tækni yrðu nálar úr sög­unni. Holmes sann­færði marga valda­mikla ein­stak­linga til að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu eða sitja í stjórn þess. Eða bæði. Þeirra á meðal eru fjöl­miðla­jöf­ur­inn Rupert Mur­doch og tækniris­inn Larry Elli­son. Þá áttu tveir áhrifa­miklir stjórn­mála­menn sæti í stjórn Thera­nos, Henry Kiss­in­ger fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og James Mattis fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra.

James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bar vitni í réttarhöldunum yfir Holmes.

Þegar best lét var Thera­nos metið á níu millj­arða doll­ara eða sem nemur tæpum 1.200 millj­örðum króna. Árið 2015 fór að halla undan fæti þegar upp­ljóstr­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins steig fram og sagð­ist efast um grein­ing­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins. The Wall Street Journal skrif­aði ítar­legar frétta­skýr­ingar um fyr­ir­tækið þar sem í ljós kom að Thera­nos stund­aði rann­sóknir sínar með tækjum sem þegar voru aðgengi­leg á mark­aði. Fljót­lega kom í ljós að um stærð­ar­innar blekk­ing­ar­leik var að ræða. Starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var aft­ur­kallað árið 2016 og tveimur árum síðar var Thera­nos leyst upp.

Holmes var hand­tekin í júní 2018, sökuð um að hafa svikið fjár­festa um 945 millj­ónir doll­ara, sem nemur rúm­lega 123 millj­örðum króna. Holmes var látin laus gegn trygg­ingu og árið 2019 gift­ist hún William Evans, 27 ára erf­ingja Evans-hót­el­keðj­unn­ar. Þau eign­uð­ust son í júlí í fyrra. Nýtil­komið móð­ur­hlut­verk Holmes var talið geta haft áhrif á ákvörðun kvið­dóms­ins en svo virð­ist ekki hafa ver­ið.

Neitar öllum ásök­unum en við­ur­kennir mis­tök

Holmes neit­aði sök í öllum ákæru­liðum og á meðan rétt­ar­höld­unum stóð sak­aði hún fyrr­ver­andi kærasta sinn og við­skipta­fé­laga, Ramesh “Sunny” Balwani, um and­legt ofbeldi og kyn­ferð­is­lega mis­notkun sem átti sér stað á þeim tíma sem hún á að hafa svikið fjár­festa. Holmes segir að ofbeldið hafi haft áhrif á and­legt ástand hennar á þessum tíma.

Elizabeth Holmes og eiginmaður hennar Billy Evans.

Balwani, sem er 19 árum eldri en Hol­mes, neitar ásök­un­unum Holmes og segir þær sví­virði­leg­ar. Rétt­ar­höld yfir Balwani hefj­ast í næsta mán­uði en ákærur á hendur honum byggja á svip­uðum for­sendum og gegn Holmes. Talið er lík­legt að dómur verði ekki kveð­inn upp yfir Holmes fyrr en þeim rétt­ar­höldum lýk­ur. Holmes er því frjáls ferða sinna, enn sem komið er, og mun eflaust nýta tíma sinn vel með hálfs árs syni sín­um. Blaða­menn sem voru við­staddir sak­fell­ing­una í gær segja að Holmes hafi sýnt litlar sem engar til­finn­ingar þegar nið­ur­staða kvið­dóms­ins var kunn­gjörð. Hún faðm­aði eig­in­mann sinn og for­eldra áður en hún yfir­gaf dóm­sal­inn.

Málið hefur óneit­an­lega vakið heims­at­hygli og til er bók og heim­ilda­mynd um Holmes og Thera­nos. Á næst­unni er svo von á sjón­varps­þátta­röð og kvik­mynd þar sem atburða­rásin verður rakin nán­ar. Enn hefur þó ekki verið útskýrt nákvæm­lega hvað Holmes gekk til með því að ljúga til um blóð­skimun­ar­tækn­ina.Var það þrýst­ing­ur­inn um að ná árangri sem bar Holmes ofur­liði? Rétt­ar­höldin vörp­uðu í raun ekki ljósi á hvað nákvæm­lega átti sér stað þar sem Holmes hélt því statt og stöðugt fram að hún hefði aldrei logið með­vitað að fjár­fest­um. Hún við­ur­kenndi ein­gunis að hafa gert mis­tök.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar