Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“

Hún var „yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn sem byrjaði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og útnefnd ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 af Time Magazine. Elizabeth Holmes var á toppnum en hefur nú verið sakfelld fyrir að svíkja fjárfesta.

Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Auglýsing

Rétt­ar­höldin yfir Eliza­beth Hol­mes, stofn­anda tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Thera­nos, hófust fyrir tæpum fjórum mán­uð­um. Kvið­dómur komst að nið­ur­stöðu í gær eftir að hafa rætt málin í sjö daga. Holmes var ákærð í ell­efu liðum og fundin sek í fjórum þeirra sem snúa að svikum við fjár­festa. Kvið­dóm­ur­inn sýkn­aði hana meðal ann­ars af því að hafa vís­vit­andi logið að almenn­ingi. Hver ákæru­liður getur leitt til allt að 20 ára fang­els­is­vistar og því á Holmes yfir höfði sér allt að 80 ára dóm. Aðeins var sak­fellt í mál­inu í gær en dómur verður kveð­inn upp síð­ar. Sak­fell­ingin sendir skýr skila­boð til Kís­ildals­ins: Það eru afleið­ingar af því að ljúga að fjár­festum.

Eliza­beth Holmes er fædd árið 1985 og ólst upp á vel stæðu heim­ili í Was­hington DC. Hún hélt sig til hlés sem barn en var kurt­eis. Níu ára gömul skrif­aði hún föður sínum bréf þar sem hún sagð­ist „þrá mest af öllu að upp­götva eitt­hvað nýtt, eitt­hvað sem mann­kynið vissi ekki að væri mögu­leg­t“.

Auglýsing
Holmes hóf nám í efna­verk­fræði við Stan­for­d-há­skóla árið 2002 þar sem hún fékk þá hug­mynd að fram­leiða plástra sem geta sagt til um sýk­ingar og veitt sýkla­lyf eftir þörf­um. Phyllis Gar­dner, sér­fræð­ingur í klínískri lyfja­fræði við háskól­ann, sagði Holmes að slíkt myndi ekki ganga upp. „Hún starði bara á mig,“ segir Gar­dner í sam­tali við BBC. Holmes var sann­færð um eigin snilli­gáfu að sögn Gar­dner. „Hún hafði ekki áhuga á sér­þekk­ingu minni og það vakti með mér óhug“.

Örfáir blóð­dropar áttu að geta sagt til um hund­ruð sjúk­dóma

Holmes hélt ótrauð áfram, hætti í háskóla­nám­inu og stofn­aði líf­tækni­fyr­ir­tækið Thera­nos árið 2003, þá aðeins 19 ára göm­ul. 13 árum síðar kom hún af krafti inn í Kís­ildal­inn þegar hún hélt því fram að hafa þróað bylt­ing­ar­kennda blóð­skimun­ar­tækni sem gæti greint hund­ruð sjúk­dóma, líkt og krabba­mein og syk­ur­sýki, með örfáum blóð­drop­um. Með þess­ari bylt­ing­ar­kennda nýju tækni yrðu nálar úr sög­unni. Holmes sann­færði marga valda­mikla ein­stak­linga til að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu eða sitja í stjórn þess. Eða bæði. Þeirra á meðal eru fjöl­miðla­jöf­ur­inn Rupert Mur­doch og tækniris­inn Larry Elli­son. Þá áttu tveir áhrifa­miklir stjórn­mála­menn sæti í stjórn Thera­nos, Henry Kiss­in­ger fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og James Mattis fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra.

James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bar vitni í réttarhöldunum yfir Holmes.

Þegar best lét var Thera­nos metið á níu millj­arða doll­ara eða sem nemur tæpum 1.200 millj­örðum króna. Árið 2015 fór að halla undan fæti þegar upp­ljóstr­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins steig fram og sagð­ist efast um grein­ing­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins. The Wall Street Journal skrif­aði ítar­legar frétta­skýr­ingar um fyr­ir­tækið þar sem í ljós kom að Thera­nos stund­aði rann­sóknir sínar með tækjum sem þegar voru aðgengi­leg á mark­aði. Fljót­lega kom í ljós að um stærð­ar­innar blekk­ing­ar­leik var að ræða. Starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var aft­ur­kallað árið 2016 og tveimur árum síðar var Thera­nos leyst upp.

Holmes var hand­tekin í júní 2018, sökuð um að hafa svikið fjár­festa um 945 millj­ónir doll­ara, sem nemur rúm­lega 123 millj­örðum króna. Holmes var látin laus gegn trygg­ingu og árið 2019 gift­ist hún William Evans, 27 ára erf­ingja Evans-hót­el­keðj­unn­ar. Þau eign­uð­ust son í júlí í fyrra. Nýtil­komið móð­ur­hlut­verk Holmes var talið geta haft áhrif á ákvörðun kvið­dóms­ins en svo virð­ist ekki hafa ver­ið.

Neitar öllum ásök­unum en við­ur­kennir mis­tök

Holmes neit­aði sök í öllum ákæru­liðum og á meðan rétt­ar­höld­unum stóð sak­aði hún fyrr­ver­andi kærasta sinn og við­skipta­fé­laga, Ramesh “Sunny” Balwani, um and­legt ofbeldi og kyn­ferð­is­lega mis­notkun sem átti sér stað á þeim tíma sem hún á að hafa svikið fjár­festa. Holmes segir að ofbeldið hafi haft áhrif á and­legt ástand hennar á þessum tíma.

Elizabeth Holmes og eiginmaður hennar Billy Evans.

Balwani, sem er 19 árum eldri en Hol­mes, neitar ásök­un­unum Holmes og segir þær sví­virði­leg­ar. Rétt­ar­höld yfir Balwani hefj­ast í næsta mán­uði en ákærur á hendur honum byggja á svip­uðum for­sendum og gegn Holmes. Talið er lík­legt að dómur verði ekki kveð­inn upp yfir Holmes fyrr en þeim rétt­ar­höldum lýk­ur. Holmes er því frjáls ferða sinna, enn sem komið er, og mun eflaust nýta tíma sinn vel með hálfs árs syni sín­um. Blaða­menn sem voru við­staddir sak­fell­ing­una í gær segja að Holmes hafi sýnt litlar sem engar til­finn­ingar þegar nið­ur­staða kvið­dóms­ins var kunn­gjörð. Hún faðm­aði eig­in­mann sinn og for­eldra áður en hún yfir­gaf dóm­sal­inn.

Málið hefur óneit­an­lega vakið heims­at­hygli og til er bók og heim­ilda­mynd um Holmes og Thera­nos. Á næst­unni er svo von á sjón­varps­þátta­röð og kvik­mynd þar sem atburða­rásin verður rakin nán­ar. Enn hefur þó ekki verið útskýrt nákvæm­lega hvað Holmes gekk til með því að ljúga til um blóð­skimun­ar­tækn­ina.Var það þrýst­ing­ur­inn um að ná árangri sem bar Holmes ofur­liði? Rétt­ar­höldin vörp­uðu í raun ekki ljósi á hvað nákvæm­lega átti sér stað þar sem Holmes hélt því statt og stöðugt fram að hún hefði aldrei logið með­vitað að fjár­fest­um. Hún við­ur­kenndi ein­gunis að hafa gert mis­tök.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar