Þrjár konur og fjórtán börn

Þrjár danskar konur sem dvalist hafa í Sýrlandi um árabil sitja nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Þeirra bíða réttarhöld. Fjórtán börn þeirra komu með til Danmerkur en fá ekki að dvelja hjá mæðrum sínum, í bili að minnsta kosti.

Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Auglýsing

Árið 2014 fóru kon­urnar þrjár til Sýr­lands. Þær áttu það sam­eig­in­legt að vera í sam­búð með mönnum sem fæddir voru utan Dan­merk­ur. Kon­urnar eru allar danskir rík­is­borg­arar en ein þeirra með tvö­faldan rík­is­borg­ara­rétt, danskan og aust­ur-­evr­ópsk­an. Þær höfðu allar snú­ist til íslams­trúar og tóku þá ákvörðun að flytja til Sýr­lands ásamt eig­in­mönnum sínum og börn­um. Ástæð­urnar að baki þeirri ákvörðun voru, að þeirra sögn, að flýja frá for­dómum í heima­land­inu, Dan­mörku, og trúin á mál­stað­inn. Ein kvenn­anna sagð­ist margoft hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hún fór að hylja lík­ama sinn og and­lit, kölluð hettu­máv­ur, norn og fleira þaðan af verra.

Árið 2014 voru aðstæður í Sýr­landi allt aðrar en síðar varð og kon­urnar segj­ast allar hafa hald­ið, þegar þær tóku ákvörðun um flytja frá Dan­mörku, að íslamska ríkið (IS­IS) yrði að veru­leika.

Auglýsing

Tug­þús­undir í fanga­búðum

Síðan íslamska ríkið var brotið á bak aftur 2018-2019 hafa tug­þús­undir kvenna og barna hafst við í fanga­búðum í Norð­aust­ur- Sýr­landi. Eig­in­menn kvenn­anna, feður barn­anna, eru ýmist flúnir úr landi, í fang­elsi eða hafa fallið í bar­dög­um. Fanga­búð­irnar eru í umsjón Kúrda og þeir segja að fjöld­inn sem þar dvelur sé miklu meiri en þeir ráði við. Alþjóða­stofn­anir segja ástandið algjör­lega óvið­un­andi, það skorti lyf og mat­væli. Tugir barna hafa lát­ist í búð­unum á þessu ári og sam­tökin Save the Children segja fjölda ríkja bregðst börn­un­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sam­tak­anna er fólk af 58 þjóð­ernum í búð­un­um, sumir úr þessum hópi hafa dvalið þar í fjögur ár.

Flóttafólk frá Sýrlandi Mynd: EPA

Vildu fara heim til Dan­merkur

Í hópi þeirra sem dvalist hafa í fanga­búð­unum í Norð­aust­ur-­Sýr­landi eru að minnsta kosti sjö danskar konur og börn þeirra. Þrjár þess­ara kvenna eru danskir rík­is­borg­ar­ar, fjórar hafa misst rík­is­borg­ara­rétt­inn. Kúrdarnir sem stjórna fanga­búðum hafa fyrir nokkru síðan til­kynnt að þær konur sem hafi rík­is­borg­ara­rétt í löndum utan Sýr­lands, og séu ekki grun­aðar um neitt mis­jafnt, eins og það er orð­að, eigi rétt á því að fara til síns heima­lands. Þetta á við um áður­nefndar þrjár danskar kon­ur, og börn þeirra. Sem eru 14 tals­ins. Kon­urnar þrjár höfðu fyrir löngu látið vita af því að þær vildu snúa heim til Dan­merk­ur, með börn­in. Slíkt getur hins vegar ekki gerst si svona, til þess þarf sam­þykki stjórn­valda.

Vildu fá börnin en ekki mæð­urnar

Snemma í mars síð­ast­liðnum lýsti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana því yfir að ekki kæmi til greina að kon­urnar kæmu til Dan­merkur og „við viljum þvert á móti ganga langt til að tryggja að Dani sem farið hefur úr landi til að berj­ast fyrir mál­stað ann­arra (fremmed­kriger) komi ekki inn fyrir landa­mæri Dan­merk­ur“. Þrátt fyrir þessa yfir­lýs­ingu danska for­sæt­is­ráð­herr­ans jókst þrýst­ing­ur­inn á dönsk stjórn­völd og undir lok mars skip­aði stjórnin starfs­hóp í sam­ráði við fimm flokka á þing­inu, Fol­ket­inget.

Mette Frederiksen Mynd: EPA

Starfs­hópnum var ætlað að rann­saka hvort mögu­legt væri að fá börnin 14 til Dan­merkur en mæð­urnar yrðu eft­ir. Starfs­hóp­ur­inn vann hratt og vel, eins og til var ætl­ast og nið­ur­staða hans var sú að það eina rétta væri að fá kon­urnar þrjár og börnin til Dan­merkur sem fyrst. Öryggi þeirra væri ekki tryggt í búð­unum í Sýr­landi og mat dönsku leyni­þjón­ust­unnar (PET) væri að kon­urnar hefðu ekki tekið þátt í hern­aði né fengið þjálfun í með­ferð vopna. Þær gætu kannski reynt að hafa áhrif á skoð­anir ann­arra varð­andi trú­mál en sú hætta væri þó hverf­andi. Í lok maí til­kynnti danska rík­is­stjórnin að unnið yrði að því að koma kon­unum og börn­unum til Dan­merk­ur.

Leyni­leg rétt­ar­höld

Í júlí­mán­uði síð­ast­liðnum fór fram í Dan­mörku, með mik­illi leynd, rétt­ar­hald. Þar voru kon­urnar þrjár úrskurð­aðar í gæslu­varð­hald, að þeim fjar­stöddum (in absentia) fyrir að hafa farið til Sýr­lands og starfað með og fyrir hryðju­verka­sam­tök. Kon­unum var gert ljóst að ef þær kæmu til Dan­merkur yrðu þær hand­tekn­ar, og settar í fang­elsi. Óvíst væri að þær fengju að hafa börnin hjá sér í gæslu­varð­hald­inu. Sam­kvæmt mati danska rík­is­lög­manns­ins mega kon­urnar búast við þriggja til fimm ára fang­els­is­dómi. Ein kvenn­anna er sjö barna móð­ir, önnur á fimm börn og sú þriðja tvö. Kon­urnar eru á aldr­inum 32 til 37 ára.

Heim­ferðin

Und­ir­bún­ingur heim­flutn­ings kvenn­anna þriggja og barn­anna tók langan tíma og var unn­inn í sam­vinnu við Þjóð­verja en ætl­unin var að 8 þýskar konur og 23 börn þeirra yrðu sam­ferða Dön­un­um. Kon­urnar og börnin voru í al-Roj fanga­búð­unum og aðfara­nótt sl. mið­viku­dags var lagt af stað þaðan í rútu frá kúrdísku svæð­is­stjórn­inni. Eftir stuttan stans í Qamis­hli, þar sem full­trúar danskra og þýskra stjórn­valda komu um borð í rút­una var haldið áfram til flug­vall­ar­ins í Rumeilan, sem er undir stjórn Banda­ríkja­manna. Þar fór hóp­ur­inn um borð í banda­ríska her­flutn­inga­vél, sem flutti hóp­inn til her­flug­vall­ar­ins Ali Al Salem í Kúveit, um þús­und kíló­metra leið. Þar beið flug­vél frá tékk­neska flug­fé­lag­inu Smartwings, en hana höfðu þýsk og dönsk stjórn­völd tekið á leigu. Frá Kúveit var flogið beina leið til Frank­furt (4 þús­und kíló­metra). Þar fóru Þjóð­verjarnir frá borði og síðan var ferð­inni haldið áfram til síð­asta áfanga­stað­ar, Karup flug­vallar á Jót­landi. Þar lenti vélin klukkan þrjú aðfara­nótt sl. fimmtu­dags.

Heimferð kvennanna þriggja og barnanna Mynd: DR

Hand­teknar á flug­vell­inum

Kon­urnar voru hand­teknar um leið og þær stigu frá borði. Börnin fengu ekki að fylgja þeim og eru í for­sjá yfir­valda í sam­ráði við danska ætt­ingja. Ein kvenn­anna var leidd fyrir dóm­ara í Esbjerg, önnur á Frið­riks­bergi og sú þriðja í Kold­ing. Þær voru allar úrskurð­aðar í gæslu­varð­hald, ein til 1. nóv­em­ber og tvær til 4. nóv­em­ber. Tvær þeirra áfrýj­uðu úrskurði dóm­ara til Lands­rétt­ar.

Verj­endur kvenn­anna þriggja, sögðu að gæslu­varð­halds­úr­skurð­ur­inn hefði ekki komið á óvart en það væru von­brigði að þær skyldu ekki fá að hafa börnin hjá sér.

Fjórar til við­bótar í fanga­búðum

Fjórar kon­ur, sem áður voru danskir rík­is­borg­ar­ar, eru nú í fanga­búðum í Sýr­landi ásamt fimm börnum þeirra. Danski dóms­mála­ráð­herr­ann hefur lýst því yfir að kon­urnar fái ekki að koma til Dan­merk­ur. Börn­unum fimm standi það hins­vegar til boða, en sam­þykki mæðr­anna sé skil­yrði fyrir að svo geti orð­ið. Mæð­urnar hafa ekki sam­þykkt það

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar