Þrjár konur og fjórtán börn

Þrjár danskar konur sem dvalist hafa í Sýrlandi um árabil sitja nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Þeirra bíða réttarhöld. Fjórtán börn þeirra komu með til Danmerkur en fá ekki að dvelja hjá mæðrum sínum, í bili að minnsta kosti.

Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Auglýsing

Árið 2014 fóru kon­urnar þrjár til Sýr­lands. Þær áttu það sam­eig­in­legt að vera í sam­búð með mönnum sem fæddir voru utan Dan­merk­ur. Kon­urnar eru allar danskir rík­is­borg­arar en ein þeirra með tvö­faldan rík­is­borg­ara­rétt, danskan og aust­ur-­evr­ópsk­an. Þær höfðu allar snú­ist til íslams­trúar og tóku þá ákvörðun að flytja til Sýr­lands ásamt eig­in­mönnum sínum og börn­um. Ástæð­urnar að baki þeirri ákvörðun voru, að þeirra sögn, að flýja frá for­dómum í heima­land­inu, Dan­mörku, og trúin á mál­stað­inn. Ein kvenn­anna sagð­ist margoft hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hún fór að hylja lík­ama sinn og and­lit, kölluð hettu­máv­ur, norn og fleira þaðan af verra.

Árið 2014 voru aðstæður í Sýr­landi allt aðrar en síðar varð og kon­urnar segj­ast allar hafa hald­ið, þegar þær tóku ákvörðun um flytja frá Dan­mörku, að íslamska ríkið (IS­IS) yrði að veru­leika.

Auglýsing

Tug­þús­undir í fanga­búðum

Síðan íslamska ríkið var brotið á bak aftur 2018-2019 hafa tug­þús­undir kvenna og barna hafst við í fanga­búðum í Norð­aust­ur- Sýr­landi. Eig­in­menn kvenn­anna, feður barn­anna, eru ýmist flúnir úr landi, í fang­elsi eða hafa fallið í bar­dög­um. Fanga­búð­irnar eru í umsjón Kúrda og þeir segja að fjöld­inn sem þar dvelur sé miklu meiri en þeir ráði við. Alþjóða­stofn­anir segja ástandið algjör­lega óvið­un­andi, það skorti lyf og mat­væli. Tugir barna hafa lát­ist í búð­unum á þessu ári og sam­tökin Save the Children segja fjölda ríkja bregðst börn­un­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sam­tak­anna er fólk af 58 þjóð­ernum í búð­un­um, sumir úr þessum hópi hafa dvalið þar í fjögur ár.

Flóttafólk frá Sýrlandi Mynd: EPA

Vildu fara heim til Dan­merkur

Í hópi þeirra sem dvalist hafa í fanga­búð­unum í Norð­aust­ur-­Sýr­landi eru að minnsta kosti sjö danskar konur og börn þeirra. Þrjár þess­ara kvenna eru danskir rík­is­borg­ar­ar, fjórar hafa misst rík­is­borg­ara­rétt­inn. Kúrdarnir sem stjórna fanga­búðum hafa fyrir nokkru síðan til­kynnt að þær konur sem hafi rík­is­borg­ara­rétt í löndum utan Sýr­lands, og séu ekki grun­aðar um neitt mis­jafnt, eins og það er orð­að, eigi rétt á því að fara til síns heima­lands. Þetta á við um áður­nefndar þrjár danskar kon­ur, og börn þeirra. Sem eru 14 tals­ins. Kon­urnar þrjár höfðu fyrir löngu látið vita af því að þær vildu snúa heim til Dan­merk­ur, með börn­in. Slíkt getur hins vegar ekki gerst si svona, til þess þarf sam­þykki stjórn­valda.

Vildu fá börnin en ekki mæð­urnar

Snemma í mars síð­ast­liðnum lýsti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana því yfir að ekki kæmi til greina að kon­urnar kæmu til Dan­merkur og „við viljum þvert á móti ganga langt til að tryggja að Dani sem farið hefur úr landi til að berj­ast fyrir mál­stað ann­arra (fremmed­kriger) komi ekki inn fyrir landa­mæri Dan­merk­ur“. Þrátt fyrir þessa yfir­lýs­ingu danska for­sæt­is­ráð­herr­ans jókst þrýst­ing­ur­inn á dönsk stjórn­völd og undir lok mars skip­aði stjórnin starfs­hóp í sam­ráði við fimm flokka á þing­inu, Fol­ket­inget.

Mette Frederiksen Mynd: EPA

Starfs­hópnum var ætlað að rann­saka hvort mögu­legt væri að fá börnin 14 til Dan­merkur en mæð­urnar yrðu eft­ir. Starfs­hóp­ur­inn vann hratt og vel, eins og til var ætl­ast og nið­ur­staða hans var sú að það eina rétta væri að fá kon­urnar þrjár og börnin til Dan­merkur sem fyrst. Öryggi þeirra væri ekki tryggt í búð­unum í Sýr­landi og mat dönsku leyni­þjón­ust­unnar (PET) væri að kon­urnar hefðu ekki tekið þátt í hern­aði né fengið þjálfun í með­ferð vopna. Þær gætu kannski reynt að hafa áhrif á skoð­anir ann­arra varð­andi trú­mál en sú hætta væri þó hverf­andi. Í lok maí til­kynnti danska rík­is­stjórnin að unnið yrði að því að koma kon­unum og börn­unum til Dan­merk­ur.

Leyni­leg rétt­ar­höld

Í júlí­mán­uði síð­ast­liðnum fór fram í Dan­mörku, með mik­illi leynd, rétt­ar­hald. Þar voru kon­urnar þrjár úrskurð­aðar í gæslu­varð­hald, að þeim fjar­stöddum (in absentia) fyrir að hafa farið til Sýr­lands og starfað með og fyrir hryðju­verka­sam­tök. Kon­unum var gert ljóst að ef þær kæmu til Dan­merkur yrðu þær hand­tekn­ar, og settar í fang­elsi. Óvíst væri að þær fengju að hafa börnin hjá sér í gæslu­varð­hald­inu. Sam­kvæmt mati danska rík­is­lög­manns­ins mega kon­urnar búast við þriggja til fimm ára fang­els­is­dómi. Ein kvenn­anna er sjö barna móð­ir, önnur á fimm börn og sú þriðja tvö. Kon­urnar eru á aldr­inum 32 til 37 ára.

Heim­ferðin

Und­ir­bún­ingur heim­flutn­ings kvenn­anna þriggja og barn­anna tók langan tíma og var unn­inn í sam­vinnu við Þjóð­verja en ætl­unin var að 8 þýskar konur og 23 börn þeirra yrðu sam­ferða Dön­un­um. Kon­urnar og börnin voru í al-Roj fanga­búð­unum og aðfara­nótt sl. mið­viku­dags var lagt af stað þaðan í rútu frá kúrdísku svæð­is­stjórn­inni. Eftir stuttan stans í Qamis­hli, þar sem full­trúar danskra og þýskra stjórn­valda komu um borð í rút­una var haldið áfram til flug­vall­ar­ins í Rumeilan, sem er undir stjórn Banda­ríkja­manna. Þar fór hóp­ur­inn um borð í banda­ríska her­flutn­inga­vél, sem flutti hóp­inn til her­flug­vall­ar­ins Ali Al Salem í Kúveit, um þús­und kíló­metra leið. Þar beið flug­vél frá tékk­neska flug­fé­lag­inu Smartwings, en hana höfðu þýsk og dönsk stjórn­völd tekið á leigu. Frá Kúveit var flogið beina leið til Frank­furt (4 þús­und kíló­metra). Þar fóru Þjóð­verjarnir frá borði og síðan var ferð­inni haldið áfram til síð­asta áfanga­stað­ar, Karup flug­vallar á Jót­landi. Þar lenti vélin klukkan þrjú aðfara­nótt sl. fimmtu­dags.

Heimferð kvennanna þriggja og barnanna Mynd: DR

Hand­teknar á flug­vell­inum

Kon­urnar voru hand­teknar um leið og þær stigu frá borði. Börnin fengu ekki að fylgja þeim og eru í for­sjá yfir­valda í sam­ráði við danska ætt­ingja. Ein kvenn­anna var leidd fyrir dóm­ara í Esbjerg, önnur á Frið­riks­bergi og sú þriðja í Kold­ing. Þær voru allar úrskurð­aðar í gæslu­varð­hald, ein til 1. nóv­em­ber og tvær til 4. nóv­em­ber. Tvær þeirra áfrýj­uðu úrskurði dóm­ara til Lands­rétt­ar.

Verj­endur kvenn­anna þriggja, sögðu að gæslu­varð­halds­úr­skurð­ur­inn hefði ekki komið á óvart en það væru von­brigði að þær skyldu ekki fá að hafa börnin hjá sér.

Fjórar til við­bótar í fanga­búðum

Fjórar kon­ur, sem áður voru danskir rík­is­borg­ar­ar, eru nú í fanga­búðum í Sýr­landi ásamt fimm börnum þeirra. Danski dóms­mála­ráð­herr­ann hefur lýst því yfir að kon­urnar fái ekki að koma til Dan­merk­ur. Börn­unum fimm standi það hins­vegar til boða, en sam­þykki mæðr­anna sé skil­yrði fyrir að svo geti orð­ið. Mæð­urnar hafa ekki sam­þykkt það

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar