Mynd: Pexels

Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“

Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir, eins og á sviði heilbrigðis, menntunar og menningu. Forseti ASÍ segir að vísað verði til skulda ríkissjóðs til að „afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn.“

Íslenska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Summa hefur unnið að því um nokk­urt skeið að fá íslenska líf­eyr­is­sjóði til að leggja fram fjár­magn í nýjan inn­viða­fjár­fest­inga­sjóð. Sam­kvæmt nýlegri kynn­ingu, sem kall­ast Inn­viðir 2, er áætluð stærð sjóðs­ins allt að 20 millj­arðar króna. 

Í kynn­ing­unni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að sjóð­ur­inn muni fjár­festa í innviðum á Íslandi. Þar verði áhersla lögð á svo­kall­aða hag­ræna inn­viði en einnig verði þeim mögu­leika haldið opnum að fjár­festa í félags­legum innvið­um, ef tæki­færi til þess bjóð­ast. Summa gerði meðal ann­ars til­boð í Mílu í sumar með það fyrir augum að sú eign yrði hluti af eignum hins nýja sjóðs. Sá biti fór hins til franska sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an, sem hefur reyndar boðað að íslenskum líf­eyr­is­sjóðum verði boð­inn hlutur í þeirra fjár­fest­ingu.

Sam­kvæmt kynn­ingu Summu er ávöxt­un­ar­mark­mið sjóðs­ins á bil­inu sex til tíu pró­sent raun­á­vöxtun eftir kost­að. 

Til sam­an­burðar má nefna að íslenska ríkið gaf út vaxta­laus skulda­bréf í evrum í jan­úar á þessu ári upp á 750 millj­ónir evra, um 110 millj­arða króna á núver­andi gengi. Ávöxt­un­ar­krafa þeirra sem keyptu þau skulda­bréf, en fjór­föld eft­ir­spurn var eftir þeim, til sjö ára er 0,117 pró­sent. Ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra rík­is­skulda­bréfa hefur hækkað nokkuð á árinu, krafa styttri flokka hækkað um tæp 1,5 pró­sentu­stig en lengri flokkar um eitt pró­sentu­stig.

Íslenska ríkið ætti þó nokkuð örugg­lega að geta náð í mun ódýr­ara fjár­magn til að borga fyrir inn­viða­upp­bygg­ingu en það fjár­magn sem stefnt er að nýr sjóður Summu komi með að borð­inu.

Tæki­færi til fjár­fest­ingar í nán­ast öllum innviðum

Í kynn­ingu Summu er lagt upp með að ýmis tæki­færi séu til fjár­fest­ingar í innviðum á Íslandi. Kostn­aður vegna við­halds á núver­andi innviðum í eigu ríkis og sveit­ar­fé­laga hafi verið metið á um 420 millj­arða króna af Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Þá sé þörf fyrir fjár­fest­ingu í félags­legum innviðum á borð við hjúkr­un­ar­heim­ili og spít­ala og fjár­fest­ing í öðrum hag­rænum innviðum svo sem í fjar­skipt­um, veitum og orku sé líka nauð­syn­leg. Auk þess liggi fyrir að nýfjár­fest­ing í sam­göngum vegna verk­efna eins og Borg­ar­lín­unn­ar, tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga og Ölf­usár­brúar þurfi að vera um 200 millj­arðar króna.

Í kynningunni er tiltekið að tækifæri séu fyrir fjárfesta í heilbrigðismálum, sérstaklega á þeim sviðum þess sem snúa að umönnun aldraðra.
Mynd: EPA

Sam­an­lagt er gert ráð fyrir að tekjur rík­­­is­­­sjóðs verði 1.128 millj­­­örðum krónum lægri en útgjöld hans á sjö ára tíma­bili, frá byrjun síð­­­asta árs og út árið 2026. Summa sér „tæki­færi til að létta undir með hinu opin­bera“ vegna þessa halla­rekst­urs. Þau tæki­færi liggi meðal ann­ars í því að ríki og sveit­ar­fé­lög gætu verið til­búin að selja hag­ræna inn­viði til að mæta halla­rekstri og taka á móti fjár­fest­ingu til að byggja upp félags­lega inn­viði. Að mati sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins sé aðkoma fjár­festa „lyk­il­for­senda fyrir upp­bygg­ingu inn­viða á Íslandi í fram­tíð­inn­i.“

Félags­legt hús­næði, lög­reglu­stöð og bíla­stæði

Summa segir í kynn­ing­unni að fyr­ir­tækið hafi unnið að fjölda fjár­fest­ing­ar­verk­efna sem Inn­viða­sjóð­ur­inn geti haft aðkomu að​. Heild­ar­pípu­staða í hag­rænum innviðum sé upp á rúm­lega 150 millj­arða króna í hluta­fé. Þar sé um að ræða mögu­lega fjár­fest­ingu í hlutafé vegna veitna, fjar­skipta, orku og sam­gangna. Ávöxt­un­ar­mark­mið fyrir kjarna­inn­viði sé fimm til tíu pró­sent verð­tryggt en fyrir virð­is­auk­andi inn­viði sé það hærra, eða sex til tíu pró­sent verð­tryggt.

Þar er einnig fjallað um geira í fjár­fest­ing­ar­mengi félags­legra inn­viða​. Þar er um að ræða heil­brigði (m.a. elli­heim­ili, sjúkra­hús, heilsu­gæsla, hjúkr­un­ar­heim­il­i), hús­næði (m.a. félags­legt hús­næði og „aðrar nið­ur­greiddar lausnir“, hús fyrir opin­bera þjón­ustu, lög­reglu­stöð, dóms­hús), menntun (leik-, grunn-, mennta- og háskól­ar) og menn­ing (m.a. bóka­söfn, söfn, sam­komu­hús, íþrótta­leik­vangar og hús, sund­laug­ar, tón­lista­hús, almenn­ings­garðar og leik­vell­ir​). Þá eru til­taldar „aðrar raun­eign­ir“ eins og bíla­stæði og sam­fé­lags­lega tengd þjón­usta eins og stræt­is­vagna­stöðv­ar. 

Í aukaglæru­pakka er gert grein fyrir áætl­aðri tíma­setn­ing fyr­ir­sjá­an­legra verk­efna hvað varðar hag­ræna inn­viði. Þá tíma­línu má sjá á mynd­inni hér að neð­an:

Þar er einnig fjallað sér­tækt um tæki­færi í sam­göngu­fram­kvæmd­um, frá­veitu, orku­fram­leiðslu og við ýmis­konar láns­fjár­mögnun sam­hliða hluta­fjár­þátt­töku:

Skuldir afsökun til að afhenda sam­eig­in­legar eigur

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), fjall­aði um stöðu mála hvað varðar inn­viða­fjár­fest­ingar í pistli sem hún birti í gær. Þar segir hún kom­andi rík­is­stjórn, sem verður kynnt til leiks á morg­un, standa frammi fyrir stórum spurn­ing­um. Á meðal þeirra sé hvort verja eigi inn­viði sam­fé­lags­ins eða hvort nýta eigi tæki­færið með vísan til skulda rík­is­sjóðs til að „af­henda fjár­mála­öflum sam­eig­in­legar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krók­inn.“

Í pistl­inum segir Drífa fjár­magns­eig­endur vera með fulla hendur fjár og þeir bíði eftir að kom­ast yfir sam­fé­lags­legar eigur því þar sé helsta gróða­vonin um þessar mund­ir. „Að reka hluta af grunn­innviðum fyrir ríkið „tryggir greiðslu­flæði“ eins og það heitir á fjár­mála­tungu­máli. Á venju­legu máli heitir það að vera með hend­urnar í vasa skatt­greið­enda, eða vera hrein­lega á rík­is­spen­an­um. Inn­við­irnir verða að vera til stað­ar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harð­bakk­ann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjár­magns­eig­endur og hefur um ára­tuga­skeið verið kynnt fyrir almenn­ingi sem hag­kvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einka­að­ila til verka og bind­ast þeim svo not­enda- eða leigu­samn­ings­böndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýr­ari fyrir skatt­greið­end­ur. Hag­kvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjár­magnseigenda.“

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Mynd: Bára Huld Beck

Drífa seg­ist hafa upp­lýs­ingar um að fjár­fest­ing­ar­sjóðir und­ir­búi inn­viða­sókn í traust þess að kom­andi rík­is­stjórn vinni með þeim að því mark­miði. „Það verður áhuga­vert að vita hvaða öfl innan stjórn­mál­anna munu leggj­ast á sveif með almenn­ingi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjár­magns­öfl­unum að vaða uppi. ASÍ mun fylgj­ast náið með þró­un­inni, en almenn­ingur verður líka að eiga sína hags­muna­verði í hópi stjórn­mála­manna. Saman eiga slíkir stjórn­mála­menn, verka­lýðs­hreyf­ingin og félaga­sam­tök að mynda öfl­ugt þrýsti­afl sem stendur vörð um vel­ferð, eignir og þjón­ustu sem við höfum byggt upp síð­ustu ára­tugi og eigum sem sam­fé­lag að njóta góðs af.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar