Vandræðin í danska þjóðarflokknum

Það blæs ekki byrlega fyrir danska þjóðarflokkinn um þessar mundir. Fylgið hrynur og margir vilja skipta um karlinn í brúnni. Morten Messerschmidt, sem verið hefur helsta vonarstjarna flokksins, er nú fyrir rétti, ákærður fyrir svindl og misnotkun á fé.

Morten Messerschmidt kemur hér fyrir rétt í Lyngby í vikunni.
Morten Messerschmidt kemur hér fyrir rétt í Lyngby í vikunni.
Auglýsing

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn (DF) var stofn­aður haustið 1995. Stofn­endur voru fjórir félagar úr Fram­fara­flokki Mog­ens Glistr­up. Á þeim bæ hafði, ekki í fyrsta sinn, allt logað í ill­deilum sem lauk með því að vara­for­mað­ur­inn Pia Kjærs­gaard sagði skilið við flokk­inn, ásamt Krist­ian Thulesen Dahl og tveimur þing­mönnum til við­bót­ar. Pia Kjærs­gaard hafði farið með for­mennsku í Fram­fara­flokknum á meðan stofn­and­inn Mog­ens Glistrup afplán­aði fang­els­is­dóm vegna skattsvika. Brott­hvarf fjór­menn­ing­anna mark­aði upp­hafið að enda­lokum Fram­fara­flokks­ins.

Pia Kjærs­gaard var í for­ystu fyrir hópnum sem klauf sig út úr Fram­fara­flokknum og hún varð fyrsti for­maður DF.

DF bauð fyrst fram til þings árið 1998 og fékk þá 13 þing­menn af þeim 179 sem sæti eiga á danska þing­inu (Fol­ket­in­get). Í kosn­ing­unum árið 2001 fékk flokk­ur­inn 22 þing­menn, og var þar með orð­inn þriðji stærsti flokkur lands­ins. Flokk­ur­inn taldi sig ekki til­bú­inn til rík­is­stjórn­ar­þátt­töku en gerð­ist stuðn­ings­flokkur minni­hluta­stjórnar Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur) og Íhalds­flokks­ins (Konservati­ve), undir for­ystu And­ers Fogh Rasmus­sen.

Auglýsing

Sökum stærðar sinnar gat flokk­ur­inn haft mikil áhrif á stefnu og ákvarð­anir stjórn­ar­inn­ar. Það kom ber­lega í ljós árið 2006 en þá studdi DF van­traust­s­til­lögu stjórn­ar­and­stöð­unnar á Lars Bar­foed, ráð­herra neyt­enda­mála. Van­traustið tengd­ist kjöt­hneyksl­inu svo­kall­aða og sner­ist um dag­stimpla á kjöti og slöku mat­væla­eft­ir­liti. Ráð­herr­ann neydd­ist til að segja af sér. Stjórn Ven­stre og Íhalds­flokks­ins sat til árins 2011, allan tím­ann með stuðn­ingi DF. Flokk­ur­inn fékk 25 þing­menn í kosn­ing­unum 2007 en missti 3 í kosn­ing­unum 2011.

For­manns­skipti og DF næst stærsti flokk­ur­inn

Eins og áður sagði var Pia Kjærs­gaard kjör­inn for­maður DF við stofun flokks­ins árið 1995. Hún gegndi for­mennsk­unni til árs­ins 2012. Þá tók Krist­ian Thulesen Dahl núver­andi for­maður við. Fylgi flokks­ins tók stökk upp á við eftir að hann sett­ist í for­manns­stól­inn.

Pia Kjærsgaard var kjörinn fyrsti formaður Danska þjóðarflokksins. Mynd: EPA

Í kosn­ing­unum 2015 fékk DF 37 þing­menn, bætti við sig 15 frá kosn­ing­unum fjórum árum fyrr og var orð­inn næst stærsti flokkur lands­ins. Danskir stjórn­mála­skýrendur töldu ástæður vel­gengn­innar vera skýra stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og flótt­manna, vildi tak­marka „straum­inn til Dan­merk­ur“ eins og það var orð­að. Flokk­ur­inn tal­aði sömu­leiðis skýrt varð­andi aldr­aða og öryrkja, sem hann vildi standa vörð um. Loks má nefna per­sónu­legar vin­sældir for­manns­ins Krist­ian Thulesen Dahl.

Vildi ekki í stjórn

Eftir kosn­ing­arnar 2015 tók stjórn Ven­stre, undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen við völd­um. Mörgum þótti und­ar­legt að DF skyldi ekki sækj­ast eftir að kom­ast í rík­is­stjórn eftir að hafa náð jafn góðum árangri í kosn­ing­unum og raun bar vitni. Svar flokks­for­yst­unnar var eins og áður að flokk­ur­inn væri ein­fald­lega ekki til­bú­inn og hafi auk þess haft meiri áhrif utan stjórnar en inn­an. Stjórn­mála­skýrendur veltu fyrir sér hvort kjós­endur myndu ekki á end­anum snúa baki við flokki sem ekki hefur metn­að, eða vill axla þá ábyrgð að stýra lands­mál­unum nema þá úr aft­ur­sæt­inu. Krist­ian Thulesen Dahl gerði lítið úr slíkum vanga­velt­um, sagði kjós­endur flokks­ins vita að hann skyti sér aldrei undan ábyrgð. Annað kom þó á dag­inn fjórum árum síð­ar, árið 2019.

Hrun og óánægju­raddir

Úrslit kosn­ing­anna 5. júní 2019 voru reið­ar­slag fyrir DF. Flokk­ur­inn tap­aði 21 þing­manni, fékk 16. Skýr­ingar á þessu fylgis­tapi voru ekki aug­ljós­ar, en ýmsir stjórn­mála­skýrendur nefndu að sú harða stefna sem flokk­ur­inn fylgdi í mál­efnum inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda hefði að nokkru leyti gufað upp, vegna breyttra aðstæðna. Líka var bent á að Pia Kjærs­gaard fyrr­ver­andi for­maður hafði í umræðum talað í niðr­andi tóni um umhverf­is­sinna, kallað þá loft­sags­flón (klimatosse). Þrátt fyrir þetta mikla tap í kosn­ing­unum virt­ist for­maður flokks­ins, Krist­ian Thulesen Dahl traustur í sessi. Ýmsir stjórn­mála­skýrendur sögðu þó að úrslit kosn­ing­anna hlytu að kalla á breyt­ingar í flokks­for­yst­unni. Yngja þyrfti upp. Í tengslum við þessa umræðu var einkum talað um einn mann sem nýjan leið­toga DF. Morten Mess­erschmidt.

Vin­sæll en umdeildur

Morten Mess­erschmidt, fæddur 1980, er lög­fræð­ingur að mennt. Hann gekk ungur til liðs við DF og var vara­for­maður ung­liða­hreyf­ingar flokks­ins um fimm ára skeið. Hann var kjör­inn á þing árið 2005 og var á þingi tals­maður flokks­ins í Evr­ópu­mál­um.

Merki DF.

Árið 2007 birti dag­blaðið BT frétt um að Morten Mess­erschmidt hefði verið í Tívolí í Kaup­manna­höfn, vel við skál, sungið þýska þjóð­söng­inn og hyllt Adolf Hitler. Þing­mað­ur­inn við­ur­kenndi að hafa verið við skál og sungið fyrsta versið í þýska þjóð­söngnum en harð­neit­aði að hafa hyllt Adolf Hitler. Þetta mál end­aði fyrir dóm­stól­um, Morten Mess­erschmidt var hreins­aður af öllum ásök­unum en blaða­menn BT fengu sektir og dæmdir til að greiða Morten Mess­erschmidt bæt­ur. Í þing­kosn­ingum þetta sama ár þre­fald­aði hann fylgi sitt frá kosn­ing­unum tveimur árum fyrr.

Tíu ár á Evr­ópu­þing­inu

Við kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins árið 2009 fékk Morten Mess­erschmidt 284 þús­und atkvæði, aðeins einu sinni hafði fram­bjóð­andi fengið fleiri atkvæði. Í Evr­ópu­þings­kosn­ing­unum 2014 bætti hann um betur og fékk 466 þús­und atkvæði. Morten Mess­erschmidt hefur alla tíð verið mjög gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bandið og margoft talað fyrir því að það verði leyst upp. Fyrir þing­kosn­ing­arnar í Dan­mörku árið 2019 hafði Morten Mess­erschmidt ákveðið að söðla um, hætta á Evr­ópu­þing­inu og bjóða sig fram fyrir DF á Norður Sjá­landi. Hann hlaut mjög góða kosn­ingu og varð jafn­framt vara­for­maður DF.

Meld og Feld

Árið 2015 varð Morten Mess­erschmidt for­maður félags­ins Meld. Meld (sem ekki starfar leng­ur) var félag þing­manna flokka sem full­trúa áttu á Evr­ópu­þing­inu, flokka sem voru gagn­rýnir á störf og til­veru Evr­ópu­sam­bands­ins. Feld var sjóður tengdur Meld og sá um að úthluta styrkjum til verk­efna. Meld og Feld nutu styrkja frá Evr­ópu­sam­band­inu en styrk­ina mátti ein­ungis nota til verk­efna sem tengd­ust ESB, en ekki til verk­efna tengdum ein­stökum flokk­um, til dæmis í heima­landi við­kom­andi flokks. Ekki til kosn­inga­und­ir­bún­ings eða sam­koma á vegum ein­stakra flokka.

Morten Messerschmidt hefur alla tíð verið mjög gagnrýninn á Evrópusambandið. Mynd: EPA

Rikke Karls­son og reikn­ing­arnir

Í októ­ber 2015 sagði Rikke Karls­son þing­maður á Evr­ópu­þing­inu sig úr DF. Hún hafði árang­urs­laust óskað eftir því við Morten Mess­erschmidt að fá afhenta yfir­lit reikn­inga Meld sem hún átti sæti í. Hún sak­aði Morten Mess­erschmidt um að hafa óhreint mjöl í poka­horn­inu úr því hann vildi ekki afhenda umrædda reikn­inga. Morten Mess­erschmidt gerði lítið úr þessu og hædd­ist að Rikke Karls­son

Í nóv­em­ber 2015 ákvað Evr­ópu­sam­bandið að Meld og Feld skyldu leyst upp og þau skyldu jafn­framt end­ur­greiða pen­inga sem not­aðir hefðu verið til að greiða árlegt sum­ar­ferða­lag DF um Dan­mörku.

Í við­tali við danska fjöl­miðla í maí 2016 neit­aði Morten Mess­erschmidt að hafa mis­farið með fé úr sjóðum ESB og sagð­ist vera fórn­ar­lamb ofsókna and­stæð­inga sinna.

Þremur dögum eftir áður­nefnt við­tal ákvað for­sætis­nefnd Evr­ópu­þings­ins að Meld og Feld (sjóðir þeirra höfðu verið fryst­ir) skyldu end­ur­greiða jafn­gildi 60 millj­óna íslenskra króna sem hefði verið varið til verk­efna sem ekki sam­ræmd­ust regl­um, t.d. kosn­inga­bar­áttu.

18. ágúst 2016 greindi Ekstra­bla­det frá því að Rikke Karls­son, ásamt Jørn Dohrman hefðu verið kosin í stjórn í Meld og Feld, þótt þau væru ekki á staðnum og und­ir­skriftir þeirra á papp­írum frá fund­inum væru fals­að­ar. Sama dag kærði Rikke Karls­son Morten Mess­erschmidt til lög­reglu fyrir skjala­fals.

Rann­sókn­ar­skýrslan

Í sept­em­ber árið 2019 skil­aði eft­ir­lits­stofn­unin OLAF (starfar á vegum fram­kvæmda­stjórnar ESB) skýrslu sinni um Meld og Feld. Í skýrsl­unni kemur fram að fé Meld og Feld hafi verið notað með ólög­legum hætti, upp­hæðin næmi að minnsta kosti jafn­gildi 86 millj­ónum íslenskra króna. Þessi skýrsla leiddi til þess að lög­reglu og ákæru­valdi í heima­löndum þeirra félaga sem áttu aðild að Meld og Feld var falin áfram­hald­andi rann­sókn. Í Dan­mörku leiddi sú rann­sókn til ákæru á hendur Morten Mess­erschmidt. Danska þingið hafði þá sam­þykkt að svipta hann þing­helgi.

Dóms­málið og fram­tíð Morten Mess­erschmidt

Rétt­ar­höldin í máli Morten Mess­erschmidt hófust síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, 4. ágúst. Fjöldi vitna kemur fyrir rétt­inn en gert er ráð fyrir að rétt­ar­höldin standi í sjö daga og dómur verði kveð­inn upp 13. ágúst.

Sak­sókn­ari hefur kraf­ist þess að Morten Mess­erschmidt verði dæmdur í fang­elsi. Verj­endur krefj­ast sýknu.

Póli­tísk fram­tíð Morten Mess­erschmidt er í húfi. Hljóti hann dóm verður að telj­ast hæp­ið, eða úti­lok­að, að hann hefji leið­toga­kyndil Danska þjóð­ar­flokks­ins á loft. Verði hann sýkn­að­ur, sem hann telur sjálfur full­víst, stefnir hann á áfram­hald­andi þátt­töku í dönskum stjórn­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar