Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.

Gabby Petito
Gabby Petito
Auglýsing

Gabrielle Ven­ora Petito var 22 ára banda­rísk kona sem þráði að skapa sér nafn á sam­fé­lags­miðl­um. Í sumar ákvað hún að láta draum­inn ræt­ast þegar hún lagði upp í ferða­lag um Banda­ríkin ásamt kærasta sín­um, Brian Laun­drie. Gabby, eins og hún var gjarnan köll­uð, deildi frá ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um, aðal­lega Instagram og Youtu­be.

Ferða­lagið hófst í júní. Gabby og Brian ferð­uð­ust á hvítum Ford sendi­ferða­bíl sem Gabby átti og ætl­aði parið að ferð­ast um ríki og þjóð­garða í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna. Gabby var í góðu sam­bandi við fjöl­skyldu sína á ferða­lag­inu en síð­ustu vik­una í ágúst heyra þau lítið sem ekk­ert frá henni og SMS-skila­boð sem hún sendi vöktu upp grun­semd­ir.

Fjöl­skyldan til­kynnti um hvarf Gabby 11. sept­em­ber. Fimm dögum síðar biðl­aði fjöl­skylda Gabby til fjöl­skyldu Bri­ans að aðstoða við leit­ina. Dag­inn eft­ir, 17. sept­em­ber, til­kynnti fjöl­skylda Bri­ans að hann væri einnig horf­inn. Lík Gabby finnst tveimur dögum síðar í skógi í Wyom­ing. Öll spjót bein­ast að Brian sem lög­regla leitar enn.

Frá þús­und fylgj­endum í 1,3 millj­ónir

Málið hefur vakið gríð­ar­lega mikla athygli, ekki síst þar sem Gabby og Brian höfðu leyft fylgj­endum að fylgj­ast með ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um. Gabby var með um 1.000 fylgj­endur á Instagram en þegar fregnir bár­ust af hvarfi hennar stækk­aði fylgj­enda­hóp­ur­inn ört. Mjög ört. Í dag, tæpum mán­uði eftir að lík hennar fann­st, eru fylgj­endur hennar 1,3 millj­ón­ir.

Auglýsing
Þessi öra fjölgun er lík­lega skýrasta dæmið um breyttan veru­leika þegar kemur að rann­sókn saka­mála. Hlað­vörp þar sem fjallað er um sönn saka­mál, svokölluð „true cri­me“-hlað­vörp, njóta gríð­ar­legra vin­sælda og hlaupa á tug­um, ef ekki hund­ruð­um. Nú getur líka hver sem er sett sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu með auknu upp­lýs­inga­flæði og leiðum til að miðla efni, ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um.

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, segir þessa þróun ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Við ofmetum hætt­una eða lík­urnar á því að vera drepin af morð­ingja eða maka til dæm­is. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna. En fyrir marga er þetta bara spennu­saga en þetta gefur okkur meira af því þetta er að ger­ast núna og þetta er alvöru og því meira spenn­and­i.“

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði.

Mál Gabby, að mati Mar­grét­ar, upp­fyllir flest skil­yrði til að vekja athygli almenn­ings. „Þetta er fórn­ar­lamb sem er auð­velt að hafa samúð með, og ég tala nú ekki um að hún er ung, hún er hvít, hún er fal­leg. Þetta fal­lega unga hvíta par passar akkúrat inn í það sem fræðin hafa verið að fjalla um og benda á að sé til þess fallið að mál fái mikla athygli. Í þessa sögu vantar bara hetju og þá væri þetta full­kom­ið, í þeim skiln­ingi að vekja athygli almenn­ings.“

Ýmis gagn­rýni hefur komið upp í tengslum við mál Gabby, ekki síst vegna þeirrar miklu athygli sem það hefur feng­ið. Gagn­rýnin snýst m.a. um svo­kallað „hvítrar konu sakn­að“-heil­kenni þar sem fjöl­skyldur þeldökkra Banda­ríkja­manna gagn­rýna athygl­ina sem mál eins og mál Gabby fá á meðan mál þeldökkra Banda­ríkja­manna sem hverfa spor­laust fá litla sem enga athygli. Mar­grét segir þessa gagn­rýni eiga rétt á sér þar sem stað­reyndin er sú að þessi mál fá mun minni athygli. „Fatlað fólk, hinsegin og kynsegin fólk og fólk sem er ekki hvítt er lík­legra til að vera þolendur ofbeld­is­glæpa og heim­il­is­of­beld­is. En þau mál fá ekki eins mikla athygli því almenn­ingur hefur ekki áhuga.“

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Aukin athygli yfir­stand­andi morð­rann­sókna geta þó haft jákvæðar hlið­ar. „Lög­reglan fær upp­lýs­ingar sem hún myndi ann­ars aldrei fá en það verður miklu erf­ið­ara fyrir lög­reglu að greiða úr þeim þar sem meiri­hluta upp­lýs­ing­anna er ekki hjálp­leg­ur,“ segir Mar­grét. Flækju­stigið eykst hins vegar með auknum áhuga. „Það munu miklu fleiri stíga fram sem vitni þegar umfjöllun verður svona mikil en frá­sagnir vitn­anna verða á móti ómark­tæk­ari af því að öll umfjöllun sem er í gangi hefur áhrif á hvernig fólk man það sem það sá. Stöðug umfjöllun hefur áhrif á það hvernig við munum atburði sem við sjáum og teljum okkur þess vegna ekki vera að ljúga.“

En er þetta hættu­leg þró­un?

„Fyrir fjöl­skyldur þolenda og ger­enda held ég að þetta sé slæmt af því að frið­helgi einka­lífs þeirra er ekki virt,“ segir Mar­grét. Þá bendir hún á að það sé ekki gott fyrir fólk að ein­blína frekar á hættur og hið nei­kvæða í umhverf­inu frekar en hið jákvæða. Hvað umfjöllun fjöl­miðla um rann­sókn yfir­stand­andi morð­mála segir Mar­grét að það sé undir miðl­unum sjálfum komið hvernig fjallað er um mál­in. „Það fer eftir þeirra eigin siða­reglum hvert þeir vilja fara. En við verðum að gera okkur grein fyrir að í huga almenn­ings er þetta afþrey­ing.“

Saka­mála­hlað­vörp, heim­ilda­myndir og ýmsar frá­sagnir á sam­fé­lags­miðlum eru einmitt fyrst og fremst afþrey­ing og Mar­grét segir mik­il­vægt að gera skýran grein­ar­mun á afþr­ey­ing­unni og morð­rann­sókn­unum sjálfum og þau áhrif sem hún hefur á fjöl­skyldu þolenda. „Heim­ilda­þættir vekja oft athygli á ein­hverju sem þarf að laga í sam­bandi við rétt­ar­kerf­ið, sem er jákvætt, en ef fólk vill í alvöru læra eitt­hvað um saka­mál og af hverju ein­stak­lingur ákveður að fremja voða­verk þá mæli ég með því að fólk læri afbrota­fræð­i.“

Auglýsing

Mar­grét segir þó ekki telj­andi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum aukna áhuga á morð­málum sem kemur skýr­ast fram á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég held að við þurfum ekki að hafa sér­stakar áhyggjur af þessu. Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing. Sem afbrota­fræð­ingur veit ég það vel að fólk hefur lít­inn áhuga á fréttum um að afbrotum sé að fækka en mik­inn áhuga ef þeim er að fjölga eða ef það er eitt­hvað sér­stakt mál. Það er ekk­ert skrít­ið, það er bara eins og það er, en rann­sóknir sýna að það er ekki endi­lega gott fyrir okkur sem neyt­endur að vera stöðugt að fók­usera á voða­verk.“

Haley Toumaian er ein af fjöl­mörgum TikT­ok-not­endum sem hafa fjallað um Gabby. Hún er með 650 þús­und fylgj­endur á TikTok og hefur fylgst með máli Gabby frá upp­hafi og deilt fréttum og eigin hug­renn­ingum um málið frá 16. sept­em­ber. Toumaian greinir frá því í sam­tali við BBC að fyrstu dag­ana eyddi hún um sex klukku­stundum á dag í að afla sér upp­lýs­inga um Gabby og rann­sókn máls­ins.

Mar­grét segir að svo lengi sem not­endur fari eftir fyr­ir­mælum lög­reglu sé ekk­ert athuga­vert við þessa frá­sagn­ar­að­ferð. „Ef þau virða fyr­ir­mæli lög­reglu um að fara ekki á ákveðið svæði eða nota ákveðnar upp­lýs­ing­ar, að fara eftir ákveðnum regl­um, þá þurfum við ekki að koma ákveðnum skila­boðum til þeirra.“

„Mér líður eins og ég þekki Gabby“

Áhug­inn á rann­sókn á morði Gabby er ekki ein­ungis bund­inn við Banda­rík­in, hann er einnig grein­an­legur hér á landi. Inga Krist­jáns­dótt­ir, rit­höf­undur og stjórn­andi hlað­varps­ins Ill­verks, fjall­aði um málið í þætti sínum 25. sept­em­ber. Inga segir að áhugi hennar á mál­inu hafi kviknað þar sem hún geti tengt við Gabby á marga vegu.

„Mér líður eins og ég þekki Gabby því málið var svo opið alheim­in­um. Sama má segja um Bri­an, þótt það sé orðið ansi ljóst að meira býr að baki hans karakt­ers. Það er hægt að tengja við þau á svo marga vegu og held ég að margir hafi sömu drauma og þau, langi að ferðast, vera stór á sam­fé­lags­miðlum og eiga þetta ævin­týra­líf,“ segir Inga.

Inga Kristjánsdóttir heldur úti hlaðvarpinu Illverk.

Inga hefur gefið út rúm­lega 100 þætti um hin ýmsu saka­mál. Í fyrstu voru 90% hlust­enda konur en í dag er hlut­fallið jafnt og segir Inga hafa fundið fyrir auknum áhuga und­an­far­ið. Þátt­ur­inn um Gabby hefur til að mynda fengið þrefalt meiri hlustun en meðal þáttur Ill­verka.

Aðspurð hvort það sé mik­ill munur á að fjalla um mál þar sem rann­sókn stendur enn yfir, líkt og í máli Gabby, og málum sem eru upp­lýst segir hún að svo sé. „Vana­lega get ég hlustað á bækur og aflað mér upp­lýs­inga á net­inu í nokkra daga áður en ég sem hand­rit­ið. Þegar ég rann­saka svona nýleg mál eru alltaf að bæt­ast við upp­lýs­ingar svo ég er stans­laust að bæta við hand­rit­ið.“ Þá segir Inga að alls konar get­gátur sem upp koma á sam­fé­lags­miðlum geti flækt málin þar sem þær eru mis­gáfu­leg­ar. „Það er vissu­lega meira krefj­andi að skrifa svona þátt, því þú vilt ekki fara með fleip­ur, en mun líf­legra og skemmti­legra.“

TikTok eigi þátt í að varpa ljósi á sann­leik­ann

Inga er sann­færð um ágæti TikTok við rann­sókn saka­mála. „Sann­leik­ur­inn er sá að TikTok á stóran part í að koma sann­leik­anum upp á yfir­borð­ið. Ég er ekki viss um að málið væri komið jafn langt ef ekki væri fyrir for­rit­ið. En öllu má nú ofgera. Per­sónu­lega finnst mér slæmt þegar fólk er farið út fyrir ákveðin mörk og mögu­lega farið að traðka á vinnu lög­reglu. Ég skil vel að fólk vilji að málið gangi hraðar og það vill hjálpa. En það hefur gerst ítrekað að upp­lýs­ingar hafa lekið sem gætu skemmt fyr­ir. Sem er ekki gott.“

Rann­sókn­ar­vinna Ingu heldur áfram en hún er hætt að nýta sér TikTok og Instagram. „Þetta er komið út fyrir öll mörk og leið­inda „get­gátupés­ar“ komnir af stað. Ég fylgist með spjall­síðu á Face­book þar sem rúm­lega 50.000 manns fylgj­ast með og skoða reglu­lega frétta­síð­ur. Mitt plan er svo að gera fljót­lega annan þátt þar sem ég mun fara yfir allt sem er búið að stað­festa.“

Brian Laundrie og Gabby Petito.

Inga telur að draga megi ýmsan lær­dóm af máli Gabby, meðal ann­ars að ekki er allt sem sýn­ist á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég vona að vit­und­ar­vakn­ing verði um bæði allt sem þú sérð á net­inu, að þú ættir að taka því með fyr­ir­vara, og að við pössum upp á hvort ann­að. Vinir okkar og vanda­menn gætu verið í hræði­legum sam­bönd­um. Það er okkar verk­efni að spyrja og hunsa ekki rauð flögg sem við sjá­um.“

Morðið á Gabby Petito er fyrst og fremst harm­leik­ur. Stað­reyndin er hins vegar sú að málið vekur athygli og lög­regla jafnt sem sam­fé­lags­miðla­not­endur kepp­ast við að kom­ast að sann­leik­anum um lát henn­ar. Krufn­ing­ar­skýrsla Gabby var gerð opin­ber á mið­viku­dag og þar kemur fram að dán­ar­or­sök hennar var kyrk­ing og að hún hefði verið látin í þrjár til fjórar vikur þegar líkið fannst 19. sept­em­ber. Leit stendur enn yfir af Bri­an, kærasta Gabby, sem er sá eini sem hefur rétt­ar­stöðu grun­aðs í mál­inu. En þá er bara spurn­ing hvort hetj­an, sem Mar­grét minnt­ist á hér að ofan, verði sá eða sú sem nær að leysa mál­ið. Og ætli það verði lög­reglan eða jafn­vel TikT­ok-­stjarna?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar