Viðskiptavinir með mestu umsvifin hjá Arion banka fengu afslátt á hlutum í Simanum

Þegar bankinn valdi þann hóp sem fékk að kaupa á lægra verði í aðdraganda útboðs var horft á umsvif og vilja til að kaupa óskráð bréf.

arion banki
Auglýsing

 

Þegar Arion banki vald­i þann hóp sem fékk að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum í lok sept­em­ber á 2,8 krónur á hlut var horft til umsvifa við­skipta þeirra. Allir kaup­end­urnir eru við­skipta­vinir í einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skiptum bank­ans. Auk þess var horft til þeirra sem höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa í óskráðum félög­um. Því ­fengu þeir við­skipta­vinir sem voru með mesta fjár­magnið í stýr­ingu for­gang á að ­kaupa hlut­inn. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um ­mál­ið.

Sala Arion banka á hlut­u­m í Sím­anum í aðdrag­anda útboðs félags­ins, sem fram fór fyrr í októ­ber­mán­uð­i, hefur verið harð­lega gagn­rýnd að und­an­förnu. Ofan­greindir vild­ar­við­skipta­vin­ir ­bank­ans fengu að kaupa fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,8 krónur nokkrum dögum áður­ en almennt útboð á hlutum í Sím­anum hófst. Fimm­föld umfram­eft­ir­spurn var í út­boð­inu og þeir sem fengu að kaupa í til­boðs­bók B þurftu að greiða 3,4 krón­ur á hlut fyrir bréf sín. Gengi Sím­ans í dag, rúmri viku eftir að við­skipti með­ bréf í Sím­anum hófust, er 3,64 krónur á hlut. Hlutir vild­ar­við­skipta­vin­anna, þeirra sem eru með mest umsvif í einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skiptum hjá ­Arion banka, hefur því hækkað um 30 pró­sent. Virði hlutar þeirra hefur aukist um 447 millj­ónir króna á einum mán­uði. Þessi hópur má selja bréf sín í jan­ú­ar næst­kom­andi, eftir rúma tvo mán­uði.

Auglýsing

Aðrir við­skipta­vinir gagn­rýna bank­ann 

Gagn­rýnin hefur komið úr ­mörgum átt­um. Þannig hafa aðrir við­skipta­vinir í einka­banka­þjón­ustu og ­mark­aðsvið­skiptum Arion banka, sem var ekki boðið að kaupa hluti í Sím­anum á þessu verði, haft sam­band við Kjarn­ann og lýst yfir megnri óánægju með verk­lag ­bank­ans. Þeir telja að bank­inn sé að mis­muna sínum eigin við­skipta­vinum með því að hand­velja hóp sem fái að kaupa bréf á afslátt­ar­verði. Aðrir leik­endur á fjár­mála­mark­aði, sér í lagi smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki, hafa einnig gagn­rýnt ­söl­una. Það skekki sam­keppn­is­stöðu ann­arra fyr­ir­tækja sem reki einka­banka­þjón­ustu eða sinni mark­aðsvið­skiptum ef stór banki sé að verð­launa sína við­skipta­vini umfram aðra. Þar sem stóru bönk­unum hafi verið fal­in end­ur­skipu­lagn­ing flestra þeirra fyr­ir­tækja sem rati á mark­að, og sjái nánast alltaf sjálfir um skrán­ingar á „sín­um“ fyr­ir­tækj­um, sé alltaf minni og minn­i hvati til þess að vera í þjón­ustu hjá öðrum aðilum.

Í grunn­inn snýr gagn­rýn­in að því sem kalla má aðstöðumun. Valdir hópar sitja að betri tæki­færum til að hagn­ast en allir aðr­ir. Þessi gagn­rýni hefur ratað út í þjóð­fé­lagið þar sem ­mikil reiði er á meðal almenn­ings með hátt­ar­lag Arion banka í mál­inu. Sú reið­i hefur skilað sér inn á stjórn­mála­sviðið þar sem hún náði fullum skrið­þunga þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði söl­una klúð­ur, aðferð­ar­fræðin væri ólíð­andi og að engin þol­in­mæði væri fyrir slíku í sam­fé­lag­inu.

Lán­aði fyrir hluta af kaup­unum

Arion banki sagði frá því í gær að bank­inn hefði fjár­magnað kaup þess­arra við­skipta­vina að hluta. Það þýðir að umsvifa­miklu við­skipta­vin­irnir lögðu ein­ungis fram hluta þess fjár sem ó­dýru bréfin voru keypt fyr­ir. Bank­inn þeirra lán­aði þeim fyrir rest­inni.

Kjarn­inn leit­aði eft­ir ­upp­lýs­ingum um hversu stórt hlut­fall af við­skipt­unum hefði verið fjár­magnað með­ þessum hætti. Arion banki vildi ekki svara því nánar en að segja að lít­ill hluti kaupanna hefði verið fjár­magn­aður af bank­an­um.

Arion banki við­ur­kenndi í gær að ofan­greind sala til vild­ar­við­skipta­vina bank­ans skömmu fyrir útboð hefð­i ekki verið í lagi. Gagn­rýn­i á söl­una hafi verið rétt­mæt og verk­lagi varð­andi sölu á stærri eign­ar­hlut­u­m verði í kjöl­farið breytt.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, setti saman fjárfestahópinn sem handsalaði kaup í Símanum í maí.

Bank­inn varði hins veg­ar ­sölu á fimm pró­sent hlut til hóps stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra, sem var hand­söluð í maí en til­kynnt um í ágúst. Sá hópur fékk að kaupa á 2,5 krón­ur á hlut og virði hlutar þeirra hefur því vaxið um hálfan millj­arð króna. ­Sölu­hömlur eru á hlutnum til jan­úar 2017. Arion banki telur að verðið hafi verið í takt við það verð sem mátti ætl­ast til við að fá fyrir Sím­ann í maí 2015, þegar verðið var ákveð­ið.

Hann við­ur­kennir hins ­vegar að „óheppi­legt“ hafi verið að segja ekki frá sam­komu­lag­inu fyrr en 21. ágúst, ­þremur mán­uðum eftir að það var gert.  

Nú er einnig komið í ljós að stjórn­end­ur Sím­ans keyptu 0,5 pró­sent hlut til við­bótar við þau fimm pró­sent sem áður hafð­i verið greint frá, á sama verði. Sam­tals var keypti hóp­ur­inn því 5,5 pró­sent hlut. Miðað við gengi Sím­ans í dag hefur virði hlutar þeirra hækkað um 46 ­pró­sent.  Það gera um 670 millj­ónir króna.

Sölu­hömlur eru á fyrstu fimm pró­sent­un­um til 1. jan­úar 2017. Stjórn­endur Sím­ans mega hins vegar selja 0,5 pró­sent hlut s­inn strax í mars á næsta ári, eftir rúma fjóra mán­uði.

Ekki ­sagt frá Árna og Hall­birni

Þótt Arion banki standi með þess­ari ­sölu, og segi hana hafa sam­rýmst mark­miðum bank­ans um að styrkja félag­ið, þá hefur hún einnig verið harð­lega gagn­rýnd. Fyrir utan verð­ið, sem lang­flest­ir við­mæl­endur Kjarn­ans í við­skipta­líf­inu segja að alltaf hafi blasað við að hafi verið mjög lágt, hefur sam­setn­ing fjár­fest­inga­hóps­ins verið gagn­rýnd. Sú leynd ­sem haldið var yfir hluta hans framan af hefur aukið á þá gagn­rýni.

Þegar til­kynnt var um söl­una, þann 21. ágúst síð­ast­lið­inn, var lögð mikil áhersla á að í hópnum væru erlendir fjár­festar með mikla reynslu af fjar­skipta­mál­u­m. Þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um hvernig sam­setn­ing hóps­ins væri gaf Sím­inn upp nokkur nöfn, þeirra á meðal nöfn erlendu fjár­fest­anna.

Bjarni Benediktsson hefur gagnrýnt söluna á hlut í Símanum til vildarviðskiptavina Arion banka opinberlega. Hann sagði söluna klúður.

Í því svari var hins vegar ekki sag­t hvernig fimm pró­sent hlut­ur­inn skipt­ist á milli stjórn­enda Sím­ans, alþjóð­legra fjár­festa og ann­arra sem til­heyrðu hópn­um. Þar var enn fremur til­greint að þrí­r einka­fjár­festar væru í hon­um: þeir Sig­ur­björn Þor­kels­son, sem starf­aði leng­i ­sem yfir­maður hjá Lehman Brothers, var einn eig­andi Haga og stofn­aði fyrr á þessu ári verð­bréfa­miðl­un­ina Fossa mark­aði með nokkrum fyrrum lyk­il­starfs­mönn­um úr Straumi, Stefán Áka­son, fyrrum for­stöðu­maður skulda­bréfa­miðl­unar Kaup­þings, og Ómar Svav­ars­son, fyrrum for­stjóri Voda­fone á Íslandi.

Íslend­ing­arnir stærstir í hópnum

Síðar kom í ljós Sig­ur­björn var ekki einn á ferð­inni. Fjár­fest­ing hans var í gegnum félagið Æða­nes ehf., sem er í eigu hans og tveggja með­fjár­festa hans: Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­son­ar. Í til­kynn­ingu Arion banka segir að aðkoma Sig­ur­bjarnar hafi leg­ið ­fyrir þegar ákvörðun um söl­una til fjár­festa­hóps­ins var tekin „en aðkoma Árna og Hall­björns lá fyrir við frá­gang við­skipt­anna“. Samt var ekki til­kynnt um að­komu þeirra þegar salan var gerð opin­ber 21. ágúst.

Arion banki segir að með­ við­skipt­unum hafi bank­inn viljað „styrkja félagið fyrir útboð og gera það ­sölu­væn­legra með því að fá í hluta­hafa­hóp­inn hluta af stjórn­enda­teymi Sím­ans á­samt alþjóð­legum fag­fjár­festum með mikla reynslu af fjár­fest­ingum og fjar­skiptum í fjölda landa. Stjórn­endur Sím­ans settu fjár­festa­hóp­inn saman en ­Arion banki gerði kröfu um að hann byggi yfir alþjóð­legri reynslu og tengsl­u­m“.

Nú er komið í ljós að Æða­nes sé stærsti eig­and­inn innan fjár­festa­hóps­ins. Að félagið hafi keypt stærstan hluta af þeim fimm pró­sent hlut í Sím­anum sem seldur var á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Arion banki vildi hins vegar ekki upp­lýsa um hversu stór hlutur Æðar­nes er þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því. Það hafa Sím­inn og fjár­fest­arnir sjálfir heldur ekki viljað gera.

Sig­ur­björn, Árni og Hall­björn eru allir umsvifa­miklir fjár­festar á íslenskum mark­aði sem hafa náð ­miklum árangri í fjár­fest­ingum sínum eftir hrun, sér­stak­lega með kaupum á hlut í Högum í aðdrag­anda útboðs smá­söluris­ans árið 2011. Sá hlutur marg­fald­að­ist í verði. Og það er hægt að rök­styðja að Sig­ur­björn sé alþjóð­legur fjár­festir og að Árni hafi reynslu af fjar­skipta­mark­aði, en hann sat í stjórn Voda­fone á árum áð­ur. Gagn­rýn­is­raddir benda þó á að fjöldi ann­arra íslenskra fjár­festa get­i ­flokk­ast sem alþjóð­legir fjár­festar og búi yfir ein­hverri reynslu af fjar­skiptum eða hafi tengst félögum sem stundi slíka þjón­ustu. Það hefur einnig ­aukið á tor­tryggni vegna aðkomu þeirra að Sím­inn upp­lýsti ekki um Árna og Hall­björn þegar til­kynnt var um söl­una og að í það var látið skína að erlend­ir fjár­festar væru leið­andi í fjár­festa­hópn­um.

Arion banki segir að hann hafi ekki veitt neina fjár­mögnun til þessa fjár­festa­hóps.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None