35 færslur fundust merktar „afríka“

Grafið eftir demöntum í Suður-Afríku.
Jákvæð teikn á lofti í Afríku en skuggi faraldurs og stríðs vofir yfir
Framleiðni í mörgum ríkjum Afríku hefur þokast í rétta átt á síðasta áratug og útflutningstekjur nokkurra ríkja aukist. Lönd álfunnar eru enn alltof háð öðrum með aðföng en við blasir tækifæri til að draga úr því.
29. nóvember 2022
Hræ af fíl í Samburu nyrst í Kenía.
Mestu þurrkar í fjóra áratugi – dýrin falla í hrönnum
Fyrst skrælnar gróðurinn. Svo þorna vatnsbólin upp. Þá fara dýrin að falla. Fyrst grasbítarnir. Svo rándýrin. Og manneskjur. Hamfarir vegna þurrka eru yfirvofandi í austurhluta Afríku.
8. nóvember 2022
Stór hluti Úgandabúa aflar sér tekna frá degi til dags með sölu á landbúnaðarvörum og öðrum varningi.
Dregur fyrir sólu í Úganda vegna ebólu
Er stjórnvöld í Úganda gripu til ferðatakmarkana til og frá svæðum þar sem tilfelli ebólu höfðu greinst var það um seinan. Veiran var komin til höfuðborgarinnar. Viðbrögð stjórnvalda í landinu fagra umhverfis Viktoríuvatn og Níl eru harðlega gagnrýnd.
2. nóvember 2022
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
1. október 2022
Veiran greindist í tveimur sjúklingum í Gana sem báðir létust. Beðið er niðurstöðu úr rannsóknum á blóðsýnum fólks sem þá umgekkst.
Hin mjög svo banvæna Marburg-veira
Að minnsta kosti tveir hafa látist í Gana vegna sjúkdóms sem Marburg-veiran veldur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þungar áhyggjur af stöðunni enda voru sjúklingarnir tveir ótengdir. Dánartíðni er talin vera allt upp í 88 prósent.
20. júlí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
19. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
16. maí 2022
Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Líklegt að yfir 60 prósent íbúa Afríku hafi fengið COVID-19
Nýjar rannsóknir benda til þess að tveir þriðju Afríkubúa hafi fengið COVID-19 og að dauðsföll af völdum sjúkdómsins séu þrisvar sinnum fleiri en opinberar tölur segja til um.
16. apríl 2022
Fellibylur olli gríðarlegum flóðum á Madagaskar í janúar.
Ofsaveður í Afríku meiri og verri vegna loftslagsbreytinga
Loftslagsbreytingar orsökuðu meiri rigningar og meiri eyðileggingu en vanalega í nokkrum ofsaveðrum í suðurhluta Afríku fyrr á þessu ári að mati vísindamanna.
14. apríl 2022
Börn í kennlustund í Bumeru-skóla sem var byggður í samvinnu við íslensk stjórnvöld.
Undan mangótrjánum og inn í „íslenska“ skóla
„253“ stendur skrifað á töfluna. Það eru 253 börn í bekknum – samankomin í lítilli skólastofu. Bukewa er dæmigerður grunnskóli í Namayingo-héraði í Úganda. En nú hefur hann, ásamt fimm öðrum, verið endurbyggður fyrir íslenskt skattfé.
3. apríl 2022
Ávaxtasali fer um götur Kampala með varning sinn á reiðhjóli.
Um þrír milljarðar jarðarbúa hafa ekki fengið einn einasta skammt
Á síðustu mánuðum hefur framleiðsla á bóluefnum og dreifing þeirra aukist til muna. Það eru hins vegar ekki fátækustu ríki heims sem eru að fá skammtana, líkt og stefnt var að.
30. mars 2022
Stríðið í Eþíópíu hefur staðið í sextán mánuði. Í nóvember, þegar það hafði staðið í ár, komu margir saman í höfuðborginni Addis Ababa til að mótmæla því.
„Þeir drápu, hópnauðguðu og rændu“
Í eitt og hálft ár hefur stríð þar sem hópnauðgunum, aftökum og fjöldahandtökum hefur verið beitt staðið yfir í Eþíópíu. Þúsundir hafa látist vegna átakanna og hungursneyð vofir yfir milljónum enda hefur neyðaraðstoð ekki borist mánuðum saman.
27. mars 2022
Með „blússandi ADHD“ á meðal villtra dýra Afríku
Mótorhjól. Fjórhjól. Bátar. Bílar og bodaboda. Þrír félagar frá Íslandi nýttu ýmsa fararskjóta á ferðalagi um hið ægifagra Úganda. Þeir gengu með nashyrningum og simpönsum, sáu hlébarða uppi í tré og lentu í árekstri við flóðhest.
6. mars 2022
Ríkari þjóðir heims hafa ekki að fullu staðið við þær skuldbindingar sínar að deila með fátækari ríkjum bóluefni gegn COVID-19
Bóluefnaframleiðsla loks að hefjast í Afríku
80 prósent af íbúum Afríku, heimsálfu þar sem yfir 1,3 milljarður manna býr, hafa ekki enn fengið einn einasta skammt af bóluefni gegn COVID-19. Loksins stefnir í að bóluefnaframleiðsla hefjist í nokkrum Afríkuríkjum í gegnum frumkvæðisverkefni WHO.
26. febrúar 2022
UNICEF og WHO telja áróður þurrmjólkurframleiðenda hafa áhrif á lágt hlutfall brjóstagjafar í heiminum.
Framleiðendur þurrmjólkur herja enn á óléttar konur og foreldra
Frá því að Nestlé-hneykslið var afhjúpað fyrir meira en fjórum áratugum hefur sala á þurrmjólk meira en tvöfaldast í heiminum en brjóstagjöf aðeins aukist lítillega.
26. febrúar 2022
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda
Páll Kvaran vildi hafa áhrif, menntaði sig í þróunarfræðum og hefur síðustu ár unnið að verkefnum sem stuðla að bættum kjörum bænda við miðbaug. Og svo bruggar hann bjór í fyrsta handverksbrugghúsi Úganda.
12. febrúar 2022
Skrítnastur er hann Sushi
Hann getur staðið grafkyrr tímunum saman og myndi vinna störukeppni við hvern sem er. Þau eru mörg villtu dýrin í Úganda sem fá fólk til að taka andköf en risavaxinn fugl sem hneigir sig var þó það sem blaðakona Kjarnans þráði að sjá.
6. febrúar 2022
16,6 miljónir Suður-Afríkubúa eru fullbólusettir eða um 28 prósent landsmanna.
Einkennalausir þurfa ekki að fara í einangrun
Miklar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hafa verið gerðar í Suður-Afríku enda talið að um 60-80 prósent íbúanna hafi fengið COVID-19. Enn er of snemmt að svara því hvort ómíkrón muni marka endalok faraldurs kórónuveirunnar.
1. febrúar 2022
Við Nílarfljót
Saga um lítinn dreng sem lagður var í körfu á Nílarfljóti svo honum yrði ekki drekkt í því skaut upp í huga blaðakonu Kjarnans er hún stóð við upptök þess og sá vatnið hefja margra mánaða ferð sína til Miðjarðarhafsins.
30. janúar 2022
Litla húsið hans Labans
Gríðarstór moska Gaddafís, höll konungs Búganda og hrollvekjandi pyntingaklefi Idi Amins. En heimsókn í litla húsið hans Labans og matur Scoviu konu hans er það sem situr eftir í huga blaðamanns Kjarnans sem skoðaði Kampala.
23. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
19. janúar 2022
Leia getur ekki beðið eftir að byrja í skólanum aftur.
Loksins í skólann eftir 95 vikna lokun
Hvergi í heiminum hafa skólar verið lengur lokaðir vegna faraldursins en í Úganda. Nú er loks komið að því að dyr þeirra verði opnaðar en ljóst þykir að mörg börn munu ekki skila sér. Blaðamaður Kjarnans hitti Leiu sem hlakkar til að hefja nám.
9. janúar 2022
Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Ómíkron virðist hættuminna en „of snemmt að hrósa happi“
Fyrstu vísbendingar um alvarleika ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar eru „nokkuð uppörvandi“ að mati Anthony Fauci, helsta ráðgjafa bandarískra stjórnvalda í faraldrinum. Hann segir þó enn of snemmt að hrósa happi.
6. desember 2021
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
5. desember 2021
Jólagjöfin í ár byrjar á Ó
Nýtt afbrigði. Mögulega meira smitandi. Mögulega hættulegra. Orð á borð við „kannski“, „líklega“ og „sennilega“ umlykja afbrigðið Ómíkron sem hefur fleiri stökkbreytingar en Delta. En það sem einkennir það þó fyrst og fremst er óvissa.
30. nóvember 2021
Bólusetning gengur hægt í Afríku en nokkur lönd skera sig úr, m.a. Túnis, Marokkó og Máritanía.
Bóluefni loks á leiðinni en sprauturnar vantar
5,6 prósent Afríkubúa eru fullbólusettir. Efnaðri þjóðir hafa ekki staðið við stóru orðin og afhent það magn bóluefna sem þau lofuðu en nú þegar skriður virðist loks kominn á það blasir við annar skortur.
29. október 2021
Mara litla í lækisskoðun. Hún var orðin vannærð en er nú hægt og bítandi að ná vopnum sínum með aðstoð lækna og hjúkrunarfræðinga.
Á þröskuldi hörmunga „sem ekki er hægt að ímynda sér“
„Þetta er fordæmalaust. Þetta fólk hefur ekkert gert til að stuðla að loftslagsbreytingum en samt bitna þær helst á því.“ Hungursneyð er hafin á Madagaskar.
22. september 2021
Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Ef loforðin yrðu efnd væri hægt að „stöðva faraldurinn fljótt“
Veikustu hagkerfi veraldar þurfa lengst að búa við takmarkanir vegna COVID-19. Ástæðan: Ríkustu þjóðirnar fengu forgang við bóluefnakaup og hafa ekki staðið við loforð um að deila jafnt. Og hafa svo nú í ofanálag hafið örvun bólusetninga.
9. september 2021
Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
ESB aðeins gefið brot af því bóluefni sem stefnt var að
ESB: 7,9 milljónir. Kína: 24,2 milljónir. Bandaríkin: 59,8 milljónir. Evrópusambandið hefur aðeins afhent fátækum ríkjum 4 prósent af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að gefa á árinu.
4. ágúst 2021
Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Himinn og djúpt haf á milli landa í bólusetningum
Dökk mynd blasir við þegar heimskortið er skoðað með tilliti til bólusetninga. 80 prósent bóluefna hafa farið til ríkari þjóða heims og aðeins um 1 prósent til þeirra fátækustu. Ný bylgja faraldursins er skollin á í nokkrum Afríkuríkjum.
7. júlí 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
20. apríl 2021
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
2. desember 2020
„Við ætlum að fara með hann aftur heim“
Hópur fólks kom inn á safn í París í sumar, tók forngrip traustataki og var á útleið er öryggisverðir stöðvuðu hann. Fólkið segist ekkert hafa tekið ófrjálsri hendi því ekki sé hægt að stela frá þjófi. Gripurinn eigi ekki heima í Frakklandi.
17. október 2020
Heilbrigðiskerfið í Suður-Súdan er vægast sagt bágborið.
Óttast faraldur í einu fátækasta landi heims
Saga yngsta ríkis heims er blóði drifin. Það er vart hægt að tala um innviði, svo bágborið er ástandið. Og nú hefur fólk í flóttamannabúðum greinst með COVID-19 og óttast er um framhaldið.
13. maí 2020