34 færslur fundust merktar „bóluefni“

Bóluefni Pfizer er í augnablikinu af skornum skammti til í landinu.
Um 25 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til í landinu
Um 100 þúsund skammtar af bóluefni gegn COVID-19 eru til í landinu. Mest er til af bóluefni Moderna. Sóttvarnalæknir hefur stytt tímann milli annars skammts og örvunarskammts úr 5-6 mánuðum í fjóra.
19. janúar 2022
Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Kjörinn fulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi firrir sig ábyrgð á bólusetningu barna
Lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað opið bréf fyrir hönd sveitarstjórnarmanns í Múlaþingi, þar sem varað er við bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára. Fulltrúinn firrir sig ábyrgð á bólusetningum barna í sveitarfélaginu.
6. janúar 2022
Arnar Þór Jónsson lögmaður Samtakanna Frelsi og ábyrgð og varaþingmaður.
Krefjast þess að Lyfjastofnun afturkalli markaðsleyfi bóluefnis fyrir 5-11 ára
Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa beint stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins og fara fram á að Lyfjastofnun afturkalli útgefið markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer handa 5-11 ára börnum.
3. janúar 2022
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
9. desember 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
7. maí 2021
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
23. apríl 2021
Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Þörf á „þriðju sprautunni“ líkleg innan árs
Bóluefnaframleiðendur telja líklegt að endurbólusetja þurfi fólk innan við ári eftir að það hefur fengið fyrstu skammta. Árleg bólusetning gegn COVID-19 er „líkleg sviðsmynd“.
16. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
14. apríl 2021
Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson
Notkun bóluefnis sem fyrirtækið Johnson & Johnson framleiðir hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa í kjölfar bólusetningar.
13. apríl 2021
Bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca var þróað af vísindamönnum við Oxford-háskóla.
Þúsundir skammta af AstraZeneca bíða á lager
Þrjátíu ára. 56 ára. 65 ára. Sjötugt. Aldursmörk þeirra sem fá bóluefni AstraZeneca eru mismunandi eftir ríkjum. Sum ætla að gefa yngra fólki annað bóluefni í seinni skammti. Önnur hafa sett það í geymslu og enn önnur hyggjast ekki nota það yfir höfuð.
9. apríl 2021
Indriði H. Þorláksson
Um ætlaðan vöntunarskort á bóluefnisleysi
6. apríl 2021
Þrjár jákvæðar staðreyndir um bólusetningar til að peppa Felix Bergsson
Eikonomics hefur áhyggjur af bugun þjóðargersemar og gleðigjafa. Og reynir að hugga hann.
27. mars 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Engin hætta á ferðum en stórslys sett á svið“
Þingmaður Viðreisnar furðar sig á viðbrögðum stjórnvalda við fréttaflutningi af meintu útflutningsbanni ESB á bóluefni til Íslands. Hún segir stjórnvöld hafa „manað upp“ storm í vatnsglasi og flutt æfðar ræður um hættu sem aldrei var til staðar.
26. mars 2021
Janssen er dótturfélag bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.
Búist við litlu magni af bóluefni Janssen í apríl en síðan vaxandi fjölda skammta
Gert er ráð fyrir því að fyrsta sending af bóluefni Janssen komi hingað til lands 16. apríl. Ekki er ljóst hve mikið magn kemur, en búist er við að það verði lítið. Norsk og dönsk yfirvöld reikna með að fá færri skammta í apríl en áður var gert ráð fyrir.
25. mars 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Nýjar reglur ESB muni ekki hafa áhrif á Ísland
Stjórnvöld segja forsætisráðherra hafa fengið „skýr skilaboð“ í dag frá forseta framkvæmdastjórnar ESB um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefnum muni ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands.
24. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
4. mars 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
26. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur telur mikilvægt að tryggja landamærin betur
Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að tryggja landamærin betur áður en hægt verði að slaka meira á innanlands. Landlæknir vonar að persónubundnar sóttvarnir séu komnar til að vera. Góðar fréttir hafa verið að berast af dreifingu bóluefna.
15. febrúar 2021
Orðrómur um bóluefnisrannsókn Pfizer fór á flug í kringum síðustu helgi. Af rannsókninni varð þó ekki.
Ekki lá fyrir hvernig bóluefnisrannsókn yrði háttað fyrir Pfizer-fund
Staða kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur mikið breyst síðan viðræður við Pfizer hófust. Ekki hefði verið hægt að afla mikilvægra gagna fyrir svokallaða fjórða fasa rannsókn þegar svo lítið er um smit í landinu.
13. febrúar 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Hefði verið mjög djarft að binda okkur ekki við Evrópusambandið
Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þegar Ísland var að semja um samflot við ESB í bóluefnakaupum hafi ekkert verið fast í hendi hvað bóluefni varðaði. Það hefði verið „mjög djörf ákvörðun“ að reyna að feta veginn ein.
21. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
20. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Ísland gæti gefið fátækum Evrópuþjóðum umframskammta af bóluefni
Íslensk stjórnvöld munu gefa alla umframskammta af bóluefni sem þau hafa tryggt sér gegn COVID-19 til lágtekjuþjóða. Um er að ræða bóluefni fyrir 340 til 440 þúsund einstaklinga og gæti kostnaðurinn vegna þeirra numið 0,4 til 1,6 milljarða króna.
13. janúar 2021
Bóluefni Pfizer og BioNtech fékk nafnið Comirnaty.
Og hvað á bóluefnið að heita?
Hvernig er nafn valið á bóluefni sem á eftir að breyta heiminum? Efni sem var þróað á methraða og er á allra vörum – og rennur bráðlega um margra æðar?
9. janúar 2021
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segist hafa náð samningum við Pfizer með því að tala 17 sinnum beint við forstjóra lyfjarisans í síma.
Ísrael búið að gera samning við Pfizer, eins og Ísland vonast eftir
Forsætisráðherra Ísraels segist hafa náð samningi við Pfizer um að selja ríkinu nægt bóluefni til að bólusetja alla Ísraela fyrir lok mars. Í staðinn fær Pfizer tölfræðigögn frá Ísrael, sem hefur bólusett 18 prósent landsmanna til þessa.
8. janúar 2021
Höfuðstöðvar Moderna, í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Lyfjastofnun Evrópu gefur bóluefni Moderna grænt ljós
Bóluefnið frá Moderna mun fá íslenskt markaðsleyfi von bráðar, en Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að framkvæmdastjórn ESB veiti skilyrt leyfi til notkunar þess í Evrópu.
6. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir undirrita tilkynninguna ásamt Rúnu Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Ekkert bendir til þess að bólusetning hafi valdið andlátum, en það verður rannsakað
Eins og sakir standa er ekkert sagt benda til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og fimm alvarlegra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar, en óháðir öldrunarlæknar verða fengnir til að rannsaka atvikin.
5. janúar 2021
Pfizer boðið upp í bóluefnadans: Kári og Þórólfur saman til næsta fundar um málið
Vonast er til þess að lyfjarisinn Pfizer sjái hag sinn í því að gera Ísland að einskonar rannsóknarmiðstöð fyrir samþykkt bóluefni sitt og BioNTech. Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason munu fara saman á næsta fund með Pfizer um málið, segir Kári.
26. desember 2020
Stjórnvöld hafa tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar
Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar tryggt sér bóluefni fyrir um 200 þúsund einstaklinga. Á Þorláksmessu verður skrifað undar samning sem mun tryggja bóluefni fyrir tæplega 120 þúsund í viðbót.
20. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
4. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
3. desember 2020
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga
Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.
3. desember 2020
Pfizer sækir um leyfi fyrir dreifingu bóluefnis á næstu dögum
Bóluefni Pfizer og BioNTech er sagt hafa 95 prósent virkni og engar alvarlegar aukaverkanir, samkvæmt nýjum niðurstöðum. Pfizer ætlar að sækja um leyfi til dreifingar í Bandaríkjunum á næstu dögum.
18. nóvember 2020
33 prósent Íslendinga gætu fengið bóluefnið frá Pfizer með samningi ESB, en það væri ekki nóg til að mynda hjarðónæmi.
Þriðjungur Íslendinga gæti fengið Pfizer-bóluefnið
Evrópusambandið semur nú um kaup á allt að 300 milljónum skammta af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Gangi sá samningur eftir mætti búast við að þriðjungur Íslendinga yrði bólusettur af því.
10. nóvember 2020