5 færslur fundust merktar „fjárhættuspil“

„Þetta er bara alveg út í hött, þetta er bara einhver vitleysa,“ segir Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, um hugmyndir Happdrættis Háskóla Íslands að opna spilavíti.
Hugmyndir Happdrættis Háskóla Íslands um spilavíti „alveg út í hött“
Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, segir hugmyndum starfshóps háskólans um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ekki hafa verið framfylgt. Í staðinn talar HHÍ fyrir hugmyndum um spilavíti.
18. desember 2022
Íslandsspil, Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Getspá og Getraunir áttu fulltrúa í starfshópi um happdrætti og fjárhættuspil og mynduðu þannig meirihluta í hópnum. Fulltrúarnir reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Sérleyfishafar á happdrættismarkaði neituðu að skrifa undir skýrslu starfshóps
Starfshópur um happdrætti og fjárhættuspil sem dómsmálaráðherra skipaði í apríl í fyrra hefur skilað inn tillögum, tæpu einu og hálfu ári á eftir áætlun. Sérleyfishafar á happdrættismarkaði reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
16. desember 2022
Happdrætti Háskóla Íslands hefur lagt til við starfshóp um happdrætti og fjárhættuspil að sérleyfishöfum skjávéla og söfnunarkassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi.
Íslendingar eyddu 10,5 til 12 milljörðum króna í fjárhættuspil á síðasta ári
Happdrætti Háskóla Íslands vill opna spilavíti á Íslandi og vísar meðal annars í árlega upphæð sem Íslendingar eyða í fjárhættuspil máli sínu til stuðnings, sem nam um 12 milljörðum króna á síðasta ári. HHÍ vill einnig bjóða upp á fjárhættuspil á netinu.
14. desember 2022
Í greinargerð sem fylgir frumvarpi um bann við spilakössum segir að spilakassar séu hannaðir til þess að skapa fíkn.
Vandinn sem fylgir spilakössum verði ekki leystur með boðum og bönnum
Í umsögn Háskóla Íslands við frumvarp um bann við spilakössum er kallað eftir því að málin „séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ enda sé árlegt framlag HHÍ skólanum mikilvægt. Embætti landlæknis styður aftur á móti bann við spilakössum.
28. maí 2021
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
18. september 2019