11 færslur fundust merktar „flóttamannamál“

Útlendingastofnun afgreiðir mál Venesúelabúa hægar en áður og rýnir í stöðu mála
Útlendingastofnun er búin að hægja á afgreiðslum umsókna um alþjóðlega vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Á fyrstu 10 mánuðum ársins sóttu 764 einstaklingar frá Venesúela um vernd á Íslandi og ljóst er að stjórnvöld vilja minnka þann fjölda.
13. desember 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Félagsmálaráðherra fagnar ákvörðun héraðsdóms í máli Husseins
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra sagðist í ræðustóli Alþingis leyfa sér að fagna niðurstöðunni í máli Hussein Hussein og að hann teldi að tryggja þyrfti að umsókn hans um vernd fengi efnismeðferð hér á landi.
12. desember 2022
Viktoría og Anton Garbar eru nú í haldi ítalskra yfirvalda, eftir að hafa verið fylgt frá Íslandi í fylgd fjögurra lögregluþjóna.
Ítalskir lögregluþjónar hafi undrast komu Antons og Viktoríu
Hinn rússneski Anton Garbar, sem vísað var úr landi ásamt Viktoríu eiginkonu sinni í gær, segir að ítalskir lögreglumenn hafi undrast komu þeirra til Mílanó í fylgd fjögurra íslenskra lögregluþjóna. Hjónin eru nú í haldi ítalskra yfirvalda.
17. nóvember 2022
Þessi vegalausa fjölskylda frá Afganistan var mynduð af fréttaljósmyndara EPA í miðborg Aþenu haustið 2020. Þau höfðu, eins og margir aðrir flóttamenn sem fengið hafa hæli í Grikklandi, hafst við á götunni.
Þýskaland sendir nánast ekki nokkurn flóttamann aftur til Grikklands
Þýskir dómstólar telja endursendingar flóttafólks til Grikklands fela í sér hættu á að það verði fyrir ómannúðlegri meðferð. Einungis einn flóttamaður sneri frá Þýskalandi til Grikklands í fyrra. Rúm 50 þúsund sem hafa vernd í Grikklandi eru í Þýskalandi.
9. nóvember 2022
Nilofar Ayoubi og Katarzyna Scopiek.
„Allir eiga skilið að vera með hreinan kodda undir höfðinu“
Viðbragð Póllands við einni stærstu flóttamannabylgju frá seinna stríði hefur verið borið uppi af almenningi og hjálparsamtökum. Katarzyna Skopiec leiðir ein slík samtök. Kjarninn ræddi við hana og Nilofar Ayoubi frá Afganistan í Varsjá á dögunum.
10. apríl 2022
Vinna að því alla daga að koma Úkraínumönnum frá Póllandi
Pólskur sjálfboðaliði sem vinnur með sænskum samtökum að því að skipuleggja ferðir flóttafólks frá Póllandi til Svíþjóðar segir Pólland ekki geta hýst fleiri. Koma þurfi fólki í burtu svo Pólland hafi pláss fyrir aðra stóra bylgju flóttafólks frá Úkraínu.
1. apríl 2022
Pólland breiðir út faðminn fyrir þau sem Rússar hrekja á brott
Stöðugur straumur úkraínsks flóttafólks er enn yfir landamærin til Póllands. Sum segjast þó vita að Pólland geti ekki hýst mikið fleiri og ætla sér að halda lengra til vesturs. Blaðamaður Kjarnans heimsótti landamærabæinn Medyka á dögunum.
31. mars 2022
Mæðginin Júlía og Daníl frá Karkív voru í skoðunarferð um Varsjá, borgina sem verður tímabundið heimili þeirra, síðasta laugardag.
Mamma grætur á hverjum degi
Mæðginin Júlía og Daníl frá Karkív í Úkraínu voru í skoðunarferð um Varsjá á laugardag. Þau hafa verið tæpar tvær vikur á flótta undan sprengjum Pútíns og stefna á að komast til Kanada með vorinu. Eiginmaður Júlíu og faðir Daníls varð eftir í Karkív.
29. mars 2022
Abdul er sjálfboðaliði og flóttamaður í Varsjá.
„Við finnum hér fyrir bræðralagi mannanna“
Þúsundir sjálfboðaliða í Póllandi hafa undanfarinn mánuð lyft grettistaki við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Blaðamaður Kjarnans er í Varsjá og hitti þar fyrir Abdul, flóttamann frá Afganistan sem er sjálfboðaliði á einni lestarstöð borgarinnar.
26. mars 2022
„Þú ert hér,“ segir á þessu upplýsingaskilti í aðalsal lestarstöðvar í Varsjá.
Hundruð þúsunda hyggjast bíða stríðið af sér í Varsjá
Að minnsta kosti 300 þúsund flóttamenn frá Úkraínu eru taldir dveljast í Varsjá, höfuðborg Póllands, um þessar mundir, þar af um 100 þúsund börn. Blaðamaður Kjarnans heimsótti eina helstu miðstöð mannúðarstarfsins í borginni í gær.
23. mars 2022
Atli Viðar Thorstensen
Hvað gerir Rauði krossinn vegna átakanna í Úkraínu og hvernig getur þú lagt þolendum átaka lið?
11. mars 2022