20 færslur fundust merktar „hagtölur“

Samdráttur í flugi meginástæða þess að losun íslenska hagkerfisins minnkar hratt
Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu dróst verulega saman í fyrra. Það var annað árið í röð sem það gerist. Stærst ástæðan: samdráttur í umfangi flugs á vegum íslenskra flugfélaga.
8. febrúar 2021
Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir væntan samdrátt
Erlendir ríkisborgarar á Íslandi nálgast það að verða 50 þúsund. Þrátt fyrir efnahagsáföll þá hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað á fyrstu níu mánuðum ársins. Í ljósi þess að hagvöxtur er framundan er ólíklegt að þeim fækki í bráð.
4. nóvember 2019
Hluti þjóðarinnar hefur tekjur af fjármagni.
Fjármagnstekjur lækkuðu milli ára – Voru 138 milljarðar króna
Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman í fyrra frá árinu 2017, þegar þær náðu síðan hæsta punkti frá bankahruni. Á árinu 2018 voru þær um helmingur þess sem þær voru á toppi gamla góðærisins 2007.
12. október 2019
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði hefur skapað mikla eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. Þeirri eftirspurn mætir erlent vinnuafl sem flyst hingað til lands.
Innflytjendum mun fjölga um 12 til 30 þúsund hið minnsta innan fimm ára
Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir því að mun fleiri muni flytja til landsins en frá því frá byrjun þessa árs og til loka árs 2022. Sú aukning er fyrst og fremst vegna þess að erlendir ríkisborgarar flytja hingað.
23. október 2018
Nýskráðum bílaleigubílum hríðfækkar á milli ára
Samdráttur var í skráðum bílum í maí og júní í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Mest munar um þriðjungsfækkun í nýskráðum bílaleigubílum.
18. september 2018
Málari að störfum.
Atvinnuleysið hætt að minnka
Atvinnuleysi á fyrri árshelmingi hefur aukist lítillega frá því í fyrra. Þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt gerist frá árinu 2011.
9. ágúst 2018
Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Líkur á samdrætti aukast
Líklegt er að íslenska hagkerfið finni fyrir nokkrum samdrætti seinna á þessu ári samkvæmt tölfræðigreiningu ráðgjafafyrirtækisins Analytica.
19. júlí 2018
Skuldahlutfall einstaklinga og fyrirtækja var sögulega hátt á árunum 2007-2011.
Skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja þær 7. hæstu í heimi
Skuldir einstaklinga og fyrirtækja hérlendis eru með þeim hæstu í heiminum. Þær hafa hins vegar lækkað hratt frá hruni þar sem þær náðu sögulegu hámarki.
29. júní 2018
Tekjuafkoma ríkisins eykst milli ára
Tekjur umfram gjöld ríkissjóðs hafa aukist umtalsvert frá síðasta ári samhliða lækkun opinberra skulda, þrátt fyrir hærri launakostnað og meiri samneyslu.
14. júní 2018
Tíu staðreyndir um Íslendinga
Íslendingum fjölgar ört, þeir lifa lengur en frjósemi hefur samt sem áður dregist mikið saman. Flest börn fæðast í kreppum en útlendingum fjölgar langmest í góðæri. Hér er rýnt í hagtölur Hagstofu Íslands og dregnar út staðreyndir um þá sem búa á Íslandi.
23. febrúar 2018
Nýskráningum fyrirtækja fækkaði mest í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum.
Gjaldþrotabeiðnum fækkaði um 55%
Minna virðist um inn- og útgöngu á fyrirtækjamarkaði í vor miðað við í fyrra, en verulega hefur dregið úr gjaldþrotaskiptum og nýskráningum.
25. júlí 2017
Gengislækkun krónu gagnvart evru, pundi og dollara má líklega rekja til fjárfestinga lífeyrissjóðanna
Krónan hefur veikst umtalsvert síðustu tvær vikur
Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað umtalsvert gagnvart evru, pundi og Bandaríkjadal á síðustu tveimur vikum.
21. júní 2017
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion
Flytjum inn nær þriðjungi meira af sjónvarpstækjum en fyrir ári síðan
Innflutningur á sjónvarpstækjum hefur aukist um nær þriðjung á einu ári. Neysla ferðamanna hér á landi virðist hins vegar fara lækkandi með fram hærra verðlagi frá þeirra sjónarhorni.
21. júní 2017
Hlutfall innflytjenda í Mýrdalshreppi er hæst allra sveitarfélaga.
53% íbúa Kjalarness eru innflytjendur
Hlutfall innflytjenda af íbúafjölda er langhæst á Kjalarnesi af öllu höfuðborgarsvæðinu, eða 53%. Í Mýrdalshreppi er hæsta hlutfall innflytjenda af öllum sveitarfélögunum, en það er 28%.
20. júní 2017
Búist er við því að innflytjendur verði fjórðungur þjóðarinnar eftir hálfa öld.
Innflytjendur orðnir 10,6% Íslendinga
Aldrei hafa verið fleiri innflytjendur á Íslandi, en þeir voru tæplega 36 þúsund manns í ársbyrjun.
19. júní 2017
Staða ríkiskassans hefur batnað með stöðugum hætti á síðustu þremur árum.
Lægsta skuldahlutfall ríkisins frá hruni
Heildarskuldir ríkisins námu 69,5% af landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi árið 2017. Skuldahlutfallið er það lægsta frá þriðja ársfjórðungi 2008.
14. júní 2017
Íbúðafjárfesting jókst um 29% á fyrsta ársfjórðungi 2017.
Hagvöxtur 5% á fyrsta ársfjórðungi
Hagvöxtur fyrir fyrsta ársfjórðung árið 2017 mælist um 5%, en hann er að mestu leyti drifinn áfram af einkaneyslu.
8. júní 2017
Á hverjum degi fljúga inn tugir flugvéla til Íslands fullar af gjaldeyristekjuskapandi ferðamönnum.
Mesti hagvöxtur sem mælst hefur síðan árið 2007
7. desember 2016
Innflytjendur tíu prósent landsmanna og 16 prósent Suðurnesjabúa
Fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendur hafa aldrei verið hærraa hlutfall af mannfjöldanum hér, eða 10,8 prósent. Samkvæmt mannfjöldaspá verða innflytjendur og afkomendur þeirra fjórðungur landsmanna árið 2065.
25. október 2016
Helmingur starfsfólks leikskóla ófaglært
Leikskólabörnum á Íslandi fækkaði á milli áranna 2014 og 2015. Yfir helmingur starfsmanna leikskóla eru ófaglærðir og menntuðum leiksskólakennurum hefur fækkað um 202 á tveimur árum. Útlenskum börnum hefur hins vegar fjölgað mikið.
5. september 2016