23 færslur fundust merktar „húsnæðismarkaður“

Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
24. maí 2022
Halldór Kári Sigurðarson
Fólksfjölgun setur enn frekari þrýsting á húsnæðismarkaðinn
2. desember 2021
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á höfuðborgarsvæðinu og nú.
Hlutfall fyrstu kaupenda með hæsta móti síðastliðið ár
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á eins árs tímabili eins og síðastliðið ár. Hlutfallið er nú um þriðjungur og hefur farið hækkandi frá því að Þjóðskrá hóf að safna upplýsingum um fyrstu kaupendur.
2. ágúst 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
28. júlí 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
18. júní 2021
Hefur áhyggjur af því að greiðslubyrði lána verði meiri en fólk hafði gert ráð fyrir
Í nýlegri hagspá Landsbankans er gert ráð fyrir því að stýrivextir verði komnir í 2,75 prósent við lok árs 2023. Gangi spáin eftir mun vaxtabyrði húsnæðislána aukast mikið líkt og þingmaður Viðreisnar vakti athygli á á Alþingi í dag.
19. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
18. maí 2021
Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Fasteignamarkaður enn í fullu fjöri en toppnum mögulega náð
Enn er mikil virkni á fasteignamarkaðnum. Íbúðir seljast hratt og í auknum mæli á yfirverði, en söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert. Aftur á móti hefur útgáfa húsnæðislána minnkað nokkuð milli mánaða, þótt hún sé enn mikil.
13. janúar 2021
Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um herbergi hjá Félagsstofnun stúdenta
Vegna áhrifa COVID-faraldursins á háskólakennslu eru biðlistar eftir herbergjum með sameiginlegri eldhúsaðstöðu og dvalarrýmum styttri en venjulega hjá Félagsstofnun stúdenta. Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um slík herbergi í fyrsta sinn.
12. janúar 2021
Munu hlutdeildarlán verka gegn skipulagsstefnu höfuðborgarsvæðisins?
Bæði Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýsa yfir áhyggjum af þeim hvötum sem birtust í fyrstu útfærslu hinna nýju hlutdeildarlána, sem nú er hægt að sækja um. Ekki er búið að gefa út endanlega reglugerð.
4. nóvember 2020
Aukið líf á leigumarkaði
Leiguverð hefur lækkað á sama tíma og fleiri íbúðir eru lausar fyrir langtímaleigu eftir hrun í komu erlendra ferðamanna. Á sama tíma hefur virknin aukist, en september var metmánuður í þinglýsingu leigusamninga.
18. október 2020
Íbúðirnar sem falla undir hlutdeildarlánin eiga að vera hannaðar þannig að þær séu „einfaldar að allri gerð“ og „svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur.“ Mynd úr safni.
Hægt verði að fá hlutdeildarlán fyrir 58,5 milljóna króna íbúð
Drög að reglugerð um hlutdeildarlánin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er útfært hvaða húsnæði teljist „hagkvæmt húsnæði“ og því lánshæft. Hægt verður að fá lán fyrir íbúð með einu auka herbergi, m.v. fjölskyldustærð.
6. október 2020
Mikill samdráttur hefur orðið á byggingarmarkaðnum
Þrýstingur eykst á húsnæðismarkaði
Fleiri íbúðir seljast, fleiri taka lán og verð gamalla íbúða hækkar, á meðan minna er byggt af nýjum íbúðum. Saman leiða þessir þættir til aukins þrýstings á húsnæðismarkaði.
10. september 2020
„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan
Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.
29. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
14. júlí 2020
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu ný óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum 48 milljörðum króna.
Nær öll ný húsnæðislán á árinu óverðtryggð
Heimili landsins eru að færa sig úr lánum með föstum vöxtum yfir í lán með breytilegum vöxtum samkvæmt samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur hlutdeild óverðtryggðra lána aldrei verið meiri.
22. júní 2020
Þrátt fyrir verðlækkun milli mánaða hefur fermetraverð nýbyggðra íbúða hækkað um átta prósent á síðustu tólf mánuðum.
Fermetraverð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fermetraverð nýrra íbúða hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða. Munur á verði nýrra íbúða og eldri hefur farið vaxandi á undanförnum þremur árum.
11. júní 2020
Leiguverð hækkað um 95 prósent á síðustu 8 árum
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð árið 2018. Á síðustu átta árum hefur íbúðaverð aftur á móti hækkað að meðaltali meira en leiguverð. Íbúðaverð hefur hækkað um 103 prósent frá árinu 2011 en leiguverð 95 prósent.
15. janúar 2019
Mikil aukning í óverðtryggðum íbúðalánum
Í október voru óverðtryggð lán um 94 prósent hreinna íbúðalána. Í heildina eru íbúðalán heimilanna um 79 prósent verðtryggð á móti 21 prósent óverðtryggðra. Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað um 0,5 prósentustig síðan í september.
11. desember 2018
Leiguverð hækkar nú meira utan höfuðborgarsvæðisins
Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði leiguverð um 12,9 prósent og um 14,5 prósent annars staðar á landsbyggðinni. Leiguverð í 101 Reykjavík er þó enn hæst en þar er leiguverð um 3.000 krónur á fermetrann.
13. nóvember 2018
Líf Magneudóttir
Endurheimtum íbúðarhúsnæði á langtímaleigumarkaði
14. maí 2018
Guðmundur Guðmundsson
Alveg öfugt við nágrannalöndin
23. janúar 2017
Talið er að líklegasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána séu hagstæðari kjör lánanna.
Lífeyrissjóðir lána mun meira til húsnæðiskaupa
Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu miðað við síðustu ár. Nær fjórfalt meira var lánað með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
28. apríl 2016