18 færslur fundust merktar „jarðhræringar“

Skjálfandi Íslendingar í Úganda
Kornunga Ísland og hið æviforna Úganda eiga sitt hvað sameiginlegt. Blaðakona Kjarnans komst að því að það dugar ekki að flýja til miðbaugs til að losna við skjálfandi jörð undir fótum.
20. febrúar 2022
Eldgosið í Geldingadölum stóð í námkvæmlega sex mánuði.
Líklegt að kvikuhlaup sé í gangi
4,2 stiga skjálfti varð norður af Geldingadölum í nótt. Varfærnar yfirlýsingar um endalok eldgossins voru gefnar út fyrir örfáum dögum en nú segja sérfræðingar ekki ólíklegt að kvikuhlaup sé í gangi.
22. desember 2021
Tröllefldir kraftar hrista hinn trygga Keili
Hann er svo einstakur. Svo formfagur. Líkur konungsstól í salnum, líkt og Kiljan orti. Keilir hefur staðið keikur í mörg þúsund ár en nú gæti ein „höfuðskepnan“ – eldurinn – farið að hvæsa í hans næsta nágrenni.
3. október 2021
Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur undanfarna mánuði kortlagt sprungur á Reykjanesi á þeim slóðum sem síðan fór að gjósa.
„Þetta virðist gerast í mestu rólegheitum“
Þrjú gosop hafa opnast á miðjum kvikuganginum á Reykjanesi og við hann eru gönguleiðir að gosstöðvunum. „Það verður að minna á að eldgos eru hættuleg í eðli sínu,“ segir Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur.
8. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Fólk er alveg hreint trítilótt“ í að komast á gosstöðvarnar
„Þegar þúsundir manna eru að snerta sama kaðalinn þá minnir það mig illþyrmilega á Austurríki og Ischgl,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um traffíkina við gosstöðvarnar.
30. mars 2021
Magnús H. Skarphéðinsson
Leyfum þjóðinni og öðrum að sjá gosið og nýja hraunið
24. mars 2021
Hraunið er mest tíu metrar á þykkt og í samanburði við önnur eldgos hér á landi er eldgosið í Geldingadal mjög lítið.
Segir nýtt eldgosatímabil hafið á Reykjanesskaga
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir eldgosið í Geldingadal töluverð tíðindi. „Við verðum að túlka þetta sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hann segir þó engar hamfarir að hefjast.
20. mars 2021
Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Víðir „pínu með í maganum“
Þó að það sé lítið og á lygilega hentugum stað hvað varðar hraunrennsli og gasmengun, er eldgosið í Geldingadal ekki hættulaust. Fólk streymir nú á vettvang til að berja það augum. Hraunið getur flætt marga metra á stuttum tíma og nýjar sprungur opnast.
20. mars 2021
Fagradalsfjall hafði áhrif á gang mannkynssögunnar
Í dag skelfur það og nötrar enda rennur undir því logandi heit kvika sem er að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Fyrir 77 árum komst það í heimsfréttirnar er sprengjuflugvél kölluð Hot Stuff brotlenti þar.
11. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
6. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
4. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
3. mars 2021
Land við fellið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur hefur risið um tólf sentímetra frá áramótum.
Tvær skjálftaþyrpingar á Reykjanesi
Á einni viku mældust yfir1.600 jarðskjálftar á Reykjanesi. Þá var að finna í tveimur þyrpingum nærri Grindavík.
21. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesskaga síðustu klukkustundir.
Skjálftahrinan á Reykjanesi ótengd skjálftum á Tjörnesbrotabeltinu
Innan við sólarhring eftir að skjálfti af stærðinni 4,7 varð á Tjörnesbrotabeltinu fór jörð að skjálfa á Reykjanesi. Skjálftarnir ekki fyrirboði um eldgos þrátt fyrir að Grímsvötn séu komin á tíma að sögn jarðvísindamanns.
20. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesi síðustu klukkustundir.
Annar stór skjálfti á Reykjanesi
Skjálfti sem mældist 4,6 stig varð rétt fyrir 6 í morgun á Reykjanesi, á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn í gærkvöldi sem reyndist 5 stig. Grjóthrun varð í nágrenni upptakanna.
20. júlí 2020
Skjálftavirknin hefur færst vestar en í hrinunni sem byrjaði í janúar.
Um 300 skjálftar við Sýrfell – rólegra hjá Þorbirni
Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur færst til vesturs og norðan við Sýrfell urðu fjölmargir skjálftar í gær. Óvissustig almannavarna er enn í gildi.
5. mars 2020
Fjallið Þorbjörn til vinstri og jarðvarmavirkjunin á Svartsengi fyrir miðri mynd.
„Jörðin skalf öll og pipraði af ótta“
Á einni viku hefur land við fjallið Þorbjörn risið um meira en þrjá sentímetra. Það er þó alls ekki ávísun á eldgos. „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu,“ segir í lýsingum á Reykjaneseldum sem urðu á fyrri hluta þrettándu aldar.
29. janúar 2020