17 færslur fundust merktar „jarðskjálfti“

Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
1. mars 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
24. febrúar 2021
Myndin sýnir fjölda skjálfta á síðustu klukkustundum eins og staðan var kl. 10.35 í morgun.
Staðfest: 5,7 stiga skjálfti – „Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið“
Stór jarðskjálfti, 5,7 stig, fannst vel á öllu suðvesturhorni landsins laust eftir klukkan 10 í morgun. Fjölmargir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
24. febrúar 2021
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
20. október 2020
Land við fellið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur hefur risið um tólf sentímetra frá áramótum.
Tvær skjálftaþyrpingar á Reykjanesi
Á einni viku mældust yfir1.600 jarðskjálftar á Reykjanesi. Þá var að finna í tveimur þyrpingum nærri Grindavík.
21. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesskaga síðustu klukkustundir.
Skjálftahrinan á Reykjanesi ótengd skjálftum á Tjörnesbrotabeltinu
Innan við sólarhring eftir að skjálfti af stærðinni 4,7 varð á Tjörnesbrotabeltinu fór jörð að skjálfa á Reykjanesi. Skjálftarnir ekki fyrirboði um eldgos þrátt fyrir að Grímsvötn séu komin á tíma að sögn jarðvísindamanns.
20. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesi síðustu klukkustundir.
Annar stór skjálfti á Reykjanesi
Skjálfti sem mældist 4,6 stig varð rétt fyrir 6 í morgun á Reykjanesi, á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn í gærkvöldi sem reyndist 5 stig. Grjóthrun varð í nágrenni upptakanna.
20. júlí 2020
5 stiga skjálfti á Reykjanesi
Jarðskjálfti varð á um þriggja kílómetra dýpi norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi á tólfta tímanum í kvöld. Reyndist hann 5 stig að stærð.
19. júlí 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
5. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
2. apríl 2020
Upptök skjálftans var skammt norðan við Grindavík.
Rúmlega fimm stiga skjálfti á Reykjanesi
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, reið yfir norðan við Grindavík kl. 10:25. Skjálftinn fannst mjög greinilega á höfuðborgarsvæðinu.
12. mars 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
26. janúar 2020
Leitað að fórnarlömbum jarðskjálftans á Lombok-eyju.
347 látnir vegna jarðskjálfta í Indónesíu
Yfirvöld í Indónesíu telja nú að nær 350 manns hafa látist í jarðskjálftanum sem reið þar yfir síðastliðinn sunnudag.
8. ágúst 2018