27 færslur fundust merktar „kaupþing“

Unnið að gerð ákæru í Lindsor-málinu í Lúxemborg – Næstum 14 ár frá málsatvikum
Lindsor var aflandsfélag sem keypti skulda­bréf á yfirverði af Kaup­­­þingi, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.
5. maí 2022
Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Von á niðurstöðu um hvort ákært verði í Lindsor-málinu næsta vor
Það liðu tæp tólf ár frá því að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf þar til að rannsókn á málinu lauk þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir verður líklega tekin í vor.
4. október 2021
Árið 2019: Neyðarlánið loks útskýrt fyrir almenningi
Seðlabanki Íslands birti í maí skýrslu um veitingu 500 milljón evra neyðarláns til Kaupþings sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi, þann 6. október 2008. Skýrslan hafði verið rúm fjögur ár í vinnslu.
29. desember 2019
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Sá hluti neyðarlánsins sem var endurgreiddur fór til eigenda og stjórnenda Kaupþings
Deutsche Bank endurgreiddi stóran hluta af þeim fjármunum sem bankinn fékk frá Kaupþingi eftir veitingu neyðarlánsins fyrir þremur árum síðan. Þeir fjármunir fóru til Kaupþings hf. og hækkuðu verulega bónusgreiðslur starfsmanna og stjórnenda þess félags.
30. nóvember 2019
Kevin Stanford og Karen Millen
Opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar
11. nóvember 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
20. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
15. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
14. október 2019
Netreikningar Kaupþings, Kaupthing Edge, nutu mikilla vinsælda enda voru greiddir háir vextir fyrir þau innlán sem lögð voru inn á þá.
Breska ríkið búið að selja síðustu kröfuna á Kaupþing
Ríkissjóður Bretlands hefur selt eftirstandandi kröfur sínar á Kauþing Singer & Friedlander, dótturbanka hins íslenska Kaupþings. Kröfurnar voru tilkomnar vegna Edge-netreikninganna.
14. september 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
22. ágúst 2019
Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sýknaðir í CLN-málinu
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru allir sýknaðir í CLN-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
4. júlí 2019
Einn af fimm dómurum ekki óhlutdrægur í Al Thani-málinu en málsmeðferð annars eðlileg
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð íslenskra dómstóla í Al Thani-málinu hafi í meginatriðum verið eðlileg. Einn af fimm dómurum Hæstaréttar sem dæmdi í málinu hafi hins vegar ekki verið óhlutdrægur.
4. júní 2019
Neyðarlánið sem átti aldrei að veita
Seðlabanki Íslands hefur birt skýrslu um veitingu 500 milljón evra neyðarláns til Kaupþings sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi, þann 6. október 2008. Skýrslan hefur verið rúm fjögur ár í vinnslu.
28. maí 2019
Neyðarlánið var veitt í kjölfar símtals milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Neyðarlánsskýrslan frestast um tvær vikur – Verður birt 14. maí
Skýrsla um neyðarlánið sem Kaupþing veitti haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum, sem boðuð var í febrúar 2015, átti að vera birt í dag. Útgáfu hennar hefur verið frestað til 14. maí næstkomandi.
30. apríl 2019
Kaupþing: Bankinn sem átti sig sjálfur
Kaupþing var allra banka stærstur á Íslandi fyrir bankahrun. Og dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að helstu stjórnendur hans hafi framið fordæmalausa efnahagsglæpi á meðan að bankinn var á lífi.
16. mars 2019
Kevin Stanford og Karen Millen
Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar
17. janúar 2019
Hvernig var neyðarlánið veitt og hvernig var því eytt?
Seðlabankinn fór ekki eftir eigin bankastjórnarsamþykkt við veitingu neyðarlánsins og engin lánabeiðni frá Kaupþingi er til í bankanum. Sama dag og neyðarlánið var veitt fékk félagið Linsdor 171 milljón evra að lán frá Kaupþingi.
17. nóvember 2018
„Þessi banki á sig sjálfur“
Kaupþing var allra banka stærstur á Íslandi fyrir bankahrun. Og dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að helstu stjórnendur hans hafi framið fordæmalausa efnahagsglæpi á meðan að bankinn var á lífi. Í nýrri bók, Kaupthinking.
16. nóvember 2018
Héraðsdómur vísar frá CLN-máli Kaupþingsmanna
CLN-málið, sem snýst um meint stórfelld umboðssvik upp á 72 milljarða króna út úr Kaupþingi, hefur verið vísað frá. Greiðslur frá Deutche Bank til KAupþings breyttu málinu.
11. september 2018
Skattrannsóknarstjóri fær ekki upplýsingar um eigendur Dekhill Advisors
Embætti skattrannsóknarstjóra telur sig hafa „trúverðugar vísbendingar“ um hver sé eigandi aflandsfélagsins Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna til sín í fléttu þegar Búnaðarbankinn var seldur fyrir rúmum 15 árum.
5. september 2018
Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Launakostnaður Kaupþings jókst um milljarð en starfsfólki fækkaði
Alls fengu starfsmenn Kaupþings um yfir 2,6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld í fyrra. Í árslok störfuðu 19 manns hjá félaginu.
4. september 2018
Þrátt fyrir að Kaupþing banki hafi farið á hausinn fyrir tæpum áratug þá er enn verið að vinna úr eignum hans.
Kaupþing upplýsir ekki um hvort milljarðabónusar hafi verið greiddir út
Um 20 starfsmenn Kaupþings gátu fengið allt að 1,5 milljarð króna í bónusgreiðslur ef tækist að hámarka virði óseldra eigna félagsins. Greiða átti bónusanna út í apríl síðastliðnum. Félagið vill ekki staðfesta hvort það hafi verið gert.
16. ágúst 2018
Hverjir kaupa Arion banka og hvað mun gerast í kjölfarið?
Að minnsta kosti 25 prósent hlutur í Arion banka verður seldur í útboði. Íslenska ríkið hefur fallið frá forkaupsrétti í útboðinu. Bankinn ætlar að auka arðsemi eigin fjár úr tæplega fjórum prósentum í yfir tíu prósent.
17. maí 2018
Mikið falið virði í Arion banka og afsláttur í boði
Þrjú dótturfélög Arion banka: greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, tryggingfélagið Vörður og sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir, eru öll metin á undirverði í bókum Arion banka. Þeir sem kaupa hlut í bankanum á meðan svo er fá því „afslátt“ á þessum félögum.
28. febrúar 2018
Telja svigrúm til að taka yfir 80 milljarða út úr Arion banka
Ráðgjafar Kaupþings við sölu Arion banka telja að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til að greiða út yfir 80 milljarða til hluthafa hans í arð, ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið 50 milljarðar.
28. febrúar 2018
Kaupþing borgar 30 manns 1,5 milljarð fyrir að gera störf sín óþörf
1. september 2016
Dagsljós er titlað sem verkefni áhugamanna um réttlæti í Al Thani málinu. Kaupþingsmenn standa að baki verkefninu.
Áhugamenn um réttlæti í Al-Thani máli opna gagnaveitu
Áhugamenn um réttlæti í Al Thani málinu hafa opnað síðu sem nefnist Dagsljós. Sakborningarnir eru á bak við síðuna en Freyr Einarsson er verkefnisstjóri. „Við ætlum að setja inn öll gögn málsins til að þau komi fram í dagsljósið,“ segir Freyr.
5. júlí 2016