8 færslur fundust merktar „konungsfjölskyldan“

Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
9. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
2. desember 2022
Elizabeth Debicki og Dominic West fara með hlutverk Díönu og Karls í fimmtu seríu The Crown. West þykir helst til heillandi fyrir hlutverk Karls.
The Crown: „Barmafylli af vitleysu sem seld er fyrir dramatísk áhrif“
Aðdáendur The Crown hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með nýjustu seríuna, þá fimmtu. Gagnrýnendur segja nóg komið og val á leikurum hefur fengið fólk til að klóra sér í kollinum, ekki síst yfir hraustlegum og sjóðheitum Karli Bretaprins.
20. nóvember 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
3. október 2022
Danadrottning  með barnabörnunum á svölum Amalíuborgar á 76 ára afmælisdaginn 2016. Í vikunni tilkynnti hún að barnabörnin verða svipt prinsa- og prinsessutitlum frá og með næstu áramótum.
Niðurskurður í höll Margrétar Þórhildar
Þótt nær daglega séu fluttar fréttir af niðurskurði er óhætt að fullyrða að niðurskurðartíðindin sem borist hafa úr dönsku konungshöllinni hafi nokkra sérstöðu. Enda snúast þær fréttir um titla en ekki peninga eða samdrátt í viðskiptalífinu.
2. október 2022
Í yfir átta áratugi átti Elísabet Englandsdrottning að minnsta kosti einn, oftast fleiri, corgi-hunda.
Prins án konunglegra titla tekur við dásemdum drottningar
Hlutskipti sona Englandsdrottningar heitinnar eru ólík eftir andlát hennar. Karl er konungur en Andrés tekur við hundum drottningar sem skipuðu stóran sess í lífi hennar í yfir 80 ár.
14. september 2022
Harry Bretaprins vill vernda ömmu sína – En fyrir hverju?
Harry Bretaprins vill vernda Elísabetu Englandsdrottningu. Fyrir hverju nákvæmlega er óljóst. Harry og Meghan hittu drottninguna nýlega og er þetta í fyrsta sinn sem Meghan kemur til Bretlands eftir að hjónin afsöluðu sér konunglegum titlum.
21. apríl 2022
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð
Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.
16. febrúar 2022