66 færslur fundust merktar „kosningaspá“

Uppgjör: Kannanir almennt nálægt úrslitunum og þessir náðu þingsæti
Kjarninn og Baldur Héðinsson gerðu allskyns spár í aðdraganda kosninga sem byggðu á niðurstöðum þeirra skoðanakannana sem framkvæmdar voru. Hér eru þessar spár gerðar upp.
28. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
25. september 2021
Fjórir miðjuflokkar hafa bætt við sig næstum tíu prósentustigum á kjörtímabilinu
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn eru í brekku þegar einn dagur er til kosninga. Báðir hafa tapað fylgi á kjörtímabilinu og mælast nú í sinni lægstu stöðu frá því að kosningaspáin var fyrst keyrð í vor. Níu flokkar mælast inni á þingi.
24. september 2021
Flokkur fólksins á mikilli siglingu og mælist nú nánast í kjörfylgi
Á örfáum dögum hefur fylgi Flokks fólksins aukist um meira en 50 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst hærri í kosningaspánni og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að ná botni sínum.
23. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Hræringar eru í nokkrum kjördæmum og sitjandi þingmenn eru í mikilli fallhættu. Afar mjótt er á mununum víða en líkur nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á að ná þingsæti hafa dregist saman. Kjarninn birtir nýja þingsætaspá.
22. september 2021
Ríkisstjórnin kolfallin, níu flokkar á þingi og Framsókn með pálmann í höndunum
Tveir stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru að mælast með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni frá því að hún var keyrð fyrst í vor. Sá þriðji, Framsókn, er hins vegar vel yfir kjörfylgi .
21. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
20. september 2021
Miðjuflokkar í lykilstöðu nokkrum dögum fyrir kosningar en Sjálfstæðisflokkur tapar enn
Leiðtogaumræður á RÚV fóru fram 31. ágúst síðastliðinn og með þeim hófst kosningabaráttan af alvöru. Frá fyrstu kosningaspá sem keyrð var eftir þær og fram til dagsins í dag hafa þrír flokkar tapað fylgi.
20. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
18. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
17. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
16. september 2021
Ríkisstjórnin fallin og framtíðin virðist geta ráðist á miðjunni
Nýjasta kosningaspá Kjarnans sýnir sviptingar í fylgi flokka sem breyta möguleikum á myndum meirihlutastjórna umtalsvert. Skyndilega eru miðjuflokkar komnir í kjörstöðu og leiðir Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast hverfandi.
15. september 2021
Sjálfstæðisflokkur stefnir í sína verstu útkomu en Framsókn í sína bestu frá 2013
Ríkisstjórnin er nær örugglega fallin, miðað við nýjustu kosningaspá Kjarnans. Nokkrar sterkar fjögurra til fimm flokka stjórnir eru í kortunum. Þær geta verið blanda af flokkum sem hafa verulega ólíkar áherslur í sínum stefnuskrám.
13. september 2021
Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Vinstri græn og Píratar bæta við sig
Það hvort Flokkur fólksins nái inn á þing mun ráða miklu um hvort hægt verði að mynda ríkisstjórn eftir þeim formerkjum sem flestir flokkarnir eru að máta sig við. Sitjandi ríkisstjórn rétt hangir á einum þingmanni ef Flokkur fólksins er úti.
9. september 2021
Er tími fimm flokka stjórna eða minnihlutastjórna runninn upp?
Á hinum Norðurlöndunum eru átta til tíu flokkar á þingi og hefð er fyrir myndum ríkisstjórna margra flokka eða minnihlutastjórna sem njóta verndar annarra gegn falli.
6. september 2021
Engin starfhæf ríkisstjórn sýnileg
Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að verða neitt minna flókin nú þegar rúmar þrjár vikur eru í kosningar. Ríkisstjórnin tapar fylgi og Sósíalistaflokkurinn heldur áfram að kroppa af öðrum félagshyggjuflokkum.
31. ágúst 2021
Líkur á fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks minnka
Sú ríkisstjórn sem er líklegust til að verða mynduð eftir komandi kosningar er sú sem nú situr að völdum. Líkurnar á því að hægt verði að mynda fjögurra flokka félagshyggjustjórn hafa dregist saman undanfarnar vikur.
29. ágúst 2021
Miðflokkurinn heldur áfram að dala en Sósíalistaflokkurinn heldur áfram að rísa
Ríkisstjórnin stendur tæpt og undir helmingur þjóðarinnar hefur í hyggju að kjósa flokkana sem að henni standa. Hin frjálslynda miðja á þingi græðir þó lítið á þeirri stöðu, að minnsta kosti enn sem komið er.
26. ágúst 2021
Rúmlega 60 prósent líkur á því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi meirihluta
Kjarninn birtir líkur flokka á því að koma manni inn á þing og spá um hvaða ríkisstjórnir eru líklegastar. Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar.
10. ágúst 2021
Sjálfstæðisflokkurinn rís í aðdraganda kosninga
Sjálfstæðisflokkurinn er sívinsælli í aðdraganda kosninganna og Vinstri græn tapa fylgi. Lokaspá kosningaspárinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2017 er hér.
28. október 2017
Ríkisstjórn Katrínar frá miðju til vinstri langlíklegust
Mestar líkur eru á því að ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, mynduð af Vinstri grænum og þremur miðjuflokkum, muni setjast að völdum eftir kosningarnar á morgun. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokks á lokametrunum gæti þó skapað stjórnarkreppu.
27. október 2017
Vinstri græn og Miðflokkurinn sterkust í Norðaustri
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru vinsælustu framboðin í öllum kjördæmum og eiga vísa menn á þing allstaðar. Miðflokkurinn er næst stærstur í Norðausturkjördæmi.
26. október 2017
Þingsætaspá
Þingsætaspá Baldurs Héðinssonar og Kjarnans reiknar líkur á því að hver frambjóðandi nái kjöri til Alþingis í kosningum.
24. október 2017
Þrír ráðherrar og forseti Alþingis í fallhættu
Þingsætaspáin reiknar líkur fyrir alla frambjóðendur. Hverjir eru öruggir og hverjir eru í fallhættu? Meira hér.
24. október 2017
Er fjórflokkurinn hruninn?
Tveir þriðju hlutar kjósenda ætla að kjósa einhvern fulltrúa fjórflokksins í kosningum eftir eina viku. Fjórflokkurinn hefur að jafnaði fengið 87% í Alþingiskosningum síðan 1963.
22. október 2017
Þróun stuðnings við ríkisstjórnarflokkana þrjá hefur verið misjöfn undanfarinn mánuð eða svo .
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hnífjöfn í kosningaspánni
Stuðningur við Bjarta framtíð er nánas horfinn og stærstu flokkarnir í kosningaspánni eru með jafn mikið fylgi. Nú er vika til kosninga.
21. október 2017
40% líkur á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn geti myndað stjórn
Stærstu flokkarnir í kosningaspánni gátu myndað 32 manna meirihluta í aðeins 40% tilvika 100.000 sýndarkosninga í þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar.
19. október 2017
Hægri stjórn ólíklegri en vinstri stjórn
Flestir ætla að kjósa Vinstri græn í Alþingiskosningunum 28. október miðað við kosningaspána. Hægri stjórn er mun ólíklegri en vinstri stjórn eftir kosningarnar.
18. október 2017
Kosningaspáin reiknar líkindi þess að einstaka frambjóðendur nái kjöri
Baldur Héðinsson útbýr kosningaspána í fjórða sinn fyrir Alþingiskosningarnar.
13. október 2017
Nærri því helmingur kjósenda íhugar að kjósa annað hvort Vinstri græna, flokk Katrínar Jakobsdóttur, eða Sjálfstæðisflokkinn, flokk Bjarna Benediktssonar.
47,6% vilja annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkinn
Nýjasta kosningaspáin sýnir að Vinstri græn eru vinsælust, Sjálfstæðisflokkur næst vinsælastur og að Samfylkingin er þriðja stærsta stjórnmálaaflið.
11. október 2017
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, ganga í þingsal.
Sjálfstæðisflokkurinn minnkar enn í kosningaspánni
Vinstri græn hafa nú stuðning 27 prósent kjósenda miðað við kosningaspána.
7. október 2017
1% líkur á 27 þingmönnum Vinstri grænna
Mestar líkur eru á að Vinstri græn muni verða stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningar. 69 prósent líkur eru á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn munu samanlagt geta myndað meirihluta á þinginu. Annars eru meirihlutar þriggja flokka líklegastir.
4. október 2017
Sífellt fleiri styðja Vinstri græn
Vinstri græn eru nú með 26,1 prósent fylgi miðað við kosningaspána og eru að ná forskoti á Sjálfstæðisflokkinn. Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins eru með minnstan stuðning allra framboða sem mælast í könnunum.
2. október 2017
Vinstri græn græddu mest á falli ríkisstjórnarinnar
Vinstri græn hafa vaxið mest í kosningaspánni síðan ríkisstjórnin sprakk 15. september síðastliðinn. Flokkurinn er nú vinsælastur allra stjórnmálaflokka á Íslandi, þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga.
27. september 2017
Ástæða þess að kosið er í dag er Wintris-málið og mótmælin sem áttu sér stað í kjölfar þeirra.
Flokkar stofnaðir frá 2012 fá 40 prósent atkvæða
Loka Kosningaspá Kjarnans sýnir að flokkar sem stofnaðir voru á árinu 2012 eða síðar munu fá 40 prósent atkvæða í kosningunum í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir fá samanlagt það sem þeir hafa mælst með þorra þessa árs og vinstristjórn virðist vera möguleiki.
29. október 2016
Samfylking og Framsókn stefna í sögulegt afhroð
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins og hefur verið að bæta við sig fylgi á lokasprettinum. Píratar hafa fundið stöðugleika og VG og Viðreisn geta vel við unað. En tveir rótgrónir flokkar stefna á að fá verstu útreið sína í sögunni.
28. október 2016
Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Fylgi við Samfylkinguna aldrei minna á þessu ári
Samfylkingin mælist með minnsta fylgi á þessu ári þremur dögum fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur.
27. október 2016
61% líkur á að vinstrikvartettinn geti myndað meirihluta
Flokkarnir fjórir sem hafið hafa þreifingar um meirihlutasamstarf að loknum kosningum fengu eins manns meirihluta í aðeins 61% 100.000 sýndarkosninga í Kosningaspánni.
26. október 2016
Píratar ná yfirhöndinni í Reykjavík
Bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eiga á hættu að fá engan mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki öruggastur með kosningu er í Reykjavík norður.
25. október 2016
Það stefnir allt í Reykjavíkurstjórn
Píratar virðast ætla að verða sigurvegarar komandi kosninga og bæta meira við sig en Framsókn gerði 2013. Þrír rótgrónustu flokkarnir stefna allir í sögulegt afhroð. Það er Reykjavíkurstjórn í kortunum.
23. október 2016
Þingflokksformenn þeirra sex flokka sem eiga nú fulltrúa á Alþingi kveðja Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins á fimmtudag.
Einungis 54 prósent ætla að kjósa fjórflokkinn
Fjórflokkurinn svokallaði var lengi vel með 90 prósent fylgi á Íslandi. Sá tími er liðinn og nú ætlar rúmur helmingur landsmanna að kjósa hann. Hugmyndafræðileg skipting atkvæða virðist þó ekki breytast mikið. Það eru bara fleiri flokkar í hverjum klasa.
15. október 2016
Sjö flokkar gætu náð inn á þing
10. október 2016
Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fara fyrir Sjálfstæðisflokkinum í kosningunum í lok mánaðar.
Píratar sökkva en Sjálfstæðisflokkurinn fer á flug
1. október 2016
Ríkisstjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks möguleg?
Aðeins Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað tveggja flokka meirihluta á þingi ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Kosningaspáin krufin.
24. september 2016
Á Alþingi hefur fjórflokkurinn svokallaði yfirleitt notið mikils meirihluta, aukaframboð hafa ekki hoggið stórt skarð. Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða á einkenni íslenskrar flokkaskipan.
Af hruni fjórflokksins
Ný kosningaspá sýnir Sjálfstæðisflokk og Pírata enn stærsta. Viðreisn sækir enn í sig veðrið og er nú fjórða stærsta stjórnmálaaflið.
17. september 2016
Þórunn Egilsdóttir ræðir við Höskuld Þórhallsson í þingsal. Þau hafa bæði gefið kost á sér í oddvitasæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Prófkjör og forystuslagur munu móta landslagið
Enn sýnir kosningaspáin Pírata og Sjálfstæðisflokkinn sem stærstu framboðin. Prófkjör, uppstillingar á framboðslista og forystuslagir munu hafa áhrif á stöðuna.
10. september 2016
Frá stofnfundi Viðreisnar í Hörpu í lok maí.
Viðreisn með fylgi á pari við rótgróna flokka í tilvistarkreppu
Viðreisn mælist enn með um tíu prósent fylgi í nýjustu kosningaspánni, annan mánuðinn í röð. Sjálfstæðisflokkur og Píratar eru enn lang stærstu framboðin sem hyggjast bjóða fram til Alþingis í haust.
3. september 2016
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn sækja í sig veðrið
Kosningaspá sýnir fylgi við Sjálfstæðisflokkinn aukast á kostnað Pírata.
29. júlí 2016
Þingflokk Pírata skipa þrír í dag. Þingflokkurinn verður hins vegar mun stærri eftir kosningar í haust ef fer sem horfir.
Viðreisn, Samfylking og Framsókn hnífjöfn
26. júlí 2016
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Samfylking og Framsókn jafn lítil
7. júlí 2016
Fylgi við Framsókn minnkaði hratt í kjölfar Wintris-málsins. Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkaði lítillega í einni könnun en flokkurinn náði vopnum sínum fljótt aftur. Framsóknarflokkur mælist nú ekki með meira en 10 prósenta fylgi.
Viðreisn og Framsókn jöfn í nýrri kosningaspá
Framsóknarflokkurinn stendur í stað í nýrri kosningaspá en Viðreisn sækir enn í sig veðrið. Ekki mælist marktækur munur milli fylgi flokkanna. Píratar eru enn stærstir og fylgi við Sjálfstæðisflokk minnkar enn.
5. júlí 2016
Halla með mun hærra fylgi en spáð var
26. júní 2016
Guðni Th. Jóhannesson hefur mælst með mest fylgi allra níu frambjóðenda síðan kosningaspáin var gerð fyrst 13. maí.
Guðni leiðir en Halla bætir mikið við sig
Guðni Th. Jóhannesson mun standa uppi sem sigurvegari forsetakosninganna samkvæmt kosningaspánni. Hann mælist með 45,8 prósent fylgi. Kjörsókn getur skekkt niðurstöður kosningaspárinnar miðað við úrslit kosninga.
24. júní 2016
Guðni Th. Jóhannesson mælist með mest fylgi allra frambjóðenda.
Þurfa 2,4% af Guðna á dag til að vinna
Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings meira en helmings kjósenda í embætti forseta Íslands, samkvæmt kosningaspánni.
17. júní 2016
Birgitta Jónsdóttir í viðtali við fréttamenn í skála Alþingis. Leiðtogar hinna stjórnarandstöðuflokkanna fylgjast með.
Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og Píratar eru nú stærstir
15. júní 2016
Halla Tómasdóttir er nú með stuðning 8,7 prósent kjósenda samkvæmt kosningaspánni.
Halla sækir á Andra Snæ
13. júní 2016
Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson verða ekki samflokksmenn á næsta þingi. Ekki liggur fyrir hvort Ragnheiður ætli að bjóða sig fram fyrir Viðreisn eða hvort hún ætli að hætta á þingi.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar og fylgi Viðreisnar eykst
Sjálfstæðisflokkur og Píratar mælast með um 28 prósenta fylgi í nýrri kosningaspá. Viðreisn bætir við sig og er komin með 5,8. Formaðurinn segir þetta góðar fréttir og brátt verði listar mannaðir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er orðuð við flokkinn.
6. júní 2016
Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn eykst nær stöðugt
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið eftir uppljóstranir úr Panamaskjölunum og mælist nú með 29,1 prósent fylgi. Vinstri græn eru eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur vaxið síðastliðinn mánuð.
3. júní 2016
Kosningaspá
Hér birtast allar uppfærslur Kosningaspárinnar og þingsætaspárinnar í aðdraganda kosninga. Úrslit kosninganna verða einnig birt hér þegar þau liggja fyrir sunnudaginn 30. október.
30. maí 2016
Guðni mælist enn með stuðning meira en 60 prósent kjósenda. Aðrir frambjóðendur myndu mest hljóta ríflega 20 prósent atkvæða.
Fylgi við Guðna minnkar en aðrir bæta við sig
Guðni Th. Jóhannesson nýtur enn stuðnings meirihluta þjóðarinnar í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár. Davíð, Andri og Halla bæta við sig fylgi.
29. maí 2016
Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni 7. apríl.
Fylgi Framsóknarflokks ekki minna á árinu
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis samkvæmt nýjustu kosningaspá. Allir flokkar tapa fylgi eða standa í stað utan Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.
28. maí 2016
Guðni og Davíð skiptast á orðum á göngum Háskólans í Reykjavík áður en fundur Lögréttu með frambjóðendum hófst í gær.
Stuðningur við Davíð eykst — Guðni enn langstærstur
Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings langflestra kjósenda samkvæmt kosningaspánni. Fylgi við Davíð Oddsson heldur áfram að aukast.
27. maí 2016
Guðni Th. Jóhannesson nýtur stöðugt mest fylgis samkvæmt kosningaspánni.
Guðni nýtur mests fylgis og Davíð vex í hverri kosningaspá
Niðurstöður Kosningaspárinnar sýna að Guðni Th. Jóhannesson er enn langvinsælasti forsetaframbjóðandinn. Fylgi Davíðs Oddssonar vex stöðugt en nær þó ekki 20 prósent.
26. maí 2016
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í þingsal.
Píratar tapa enn fylgi
17. maí 2016
Nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, var að finna í Panamaskjölunum. Umfjöllun um gögnin virðist hafa sett fylgi stjórnmálaflokka á fleygiferð.
Fylgið fór á flakk eftir Kastljósþáttinn
Píratar og Sjáflstæðisflokkur eru orðnir nær jafn stórir samkvæmt kosningaspánni. Fylgi stjórnmálaflokka fór á flakk strax eftir fyrstu umfjöllun um Panamaskjölin í Kastljósi 3. apríl.
12. maí 2016