7 færslur fundust merktar „kísilver“

Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017. Félagið sem rak hana varð gjaldþrota árið 2018.
Orkan sem átti að fara í kísilbræðslu í Helguvík nýttist í annað
Ekki var virkjað sérstaklega á sínum tíma til að útvega kísilverinu í Helguvík orku. Landsvirkjun samdi við þáverandi eigendur verksmiðjunnar um afhendingu 35 MW eða 300 gígavattstunda árlega.
3. desember 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
29. september 2022
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju
„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.
12. janúar 2022
Hvorki íbúar í Reykjanesbæ né meirihluti bæjarstjórnar vill að kísilverið í Helguvík verði ræst að nýju.
Ekki í samræmi við viðhorf í loftslagsmálum „að fara að brenna kolum í Helguvík“
Reykjanesbær hefur ítrekað komið þeim sjónarmiðum aukins meirihluta bæjarstjórnar á framfæri við Arion banka að það sé enginn vilji fyrir endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Bankinn á nú engu að síður í viðræðum við áhugasama kaupendur.
3. desember 2021
Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Samningur við Thorsil fallinn úr gildi vegna vanefnda
Engin viðbrögð bárust frá Thorsil ehf. í kjölfar þess að stjórn Reykjaneshafnar ákvað fyrir ári að segja upp lóða- og hafnarsamningi vegna vanefnda. Fyrirtækið hugðist reisa fjögurra ljósbogaofna kísilver í Helguvík.
14. júlí 2021
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Stefna á endurræsingu kísilversins í vor
Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.
14. janúar 2021
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?
Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?
25. júlí 2020