14 færslur fundust merktar „landspítali“

Í gær lágu 13 sjúklingar með COVID-19 á Landspítalanum og tveir á gjörgæsludeild.
Neyðarástand á bráðamóttöku og gjörgæslurýmum fækkað á síðustu árum
Verði ekki brugðist við verður sjúklingum „áfram stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans því þar ríkir neyðarástand,“ segir stjórn Sjúkraliðafélags Íslands. Gjörgæslurýmum hefur fækkað á síðustu árum þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna.
3. nóvember 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
26. júlí 2021
Alma Möller landlæknir.
Landlæknir segir viðbrögð við hópsýkingu á Landakoti hafa mátt vera snarpari
Embætti landlæknis birti í dag niðurstöður rannsóknar sinnar á hópsýkingunni á Landakoti. Í skýrslunni segir meðal annars að vísbendingar séu um að skortur hafi verið á yfirsýn, samhæfingu og upplýsingaflæði þegar þörf var fyrir sterka stjórn.
15. júní 2021
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala á fundinum í dag.
Býst við að Landspítali fari af neyðarstigi í vikunni
Forstjóri Landspítala býst við að spítalinn geti farið af neyðarstigi niður á hættustig í vikunni, sem þýðir að aftur verður hægt að framkvæma valkvæðar aðgerðir á spítalanum. Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti gæti verið kynnt almenningi fyrir vikulok.
9. nóvember 2020
Sóttvarnir þurfa að verða að venjum og „tvinnaðar inn í alla okkar tilveru“
„Í vor vorum við búin að ná góðum árangri, fögnuðum ærlega en gleymdum okkur svo. Við verðum að horfast í augu við það. Við slökuðum of mikið á. Það má ekki gerast aftur,“ segir Runólfur Pálsson forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu LSH.
12. ágúst 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Kalla eftir athugasemdum svo unnt sé að leiðrétta ef við á
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að óánægja bakvarða með lágar álagsgreiðslur hafi verið rædd á fundi framkvæmdastjórnar í dag. Var ákveðið að kalla eftir athugasemdum frá stjórnendum svo unnt væri að gera leiðréttingar ef við á.
30. júní 2020
Arna Rut tók fyrst 10 vaktir á níu dögum. Hún kom aftur til starfa á gjörgæsludeildinni um páskana.
Álagsgreiðsla fyrir 170 vinnustundir í miðjum faraldri „niðurlægjandi“
„Ég gaf mig alla í þetta, gekk mjög nærri sjálfri mér í vinnu við þessar þessar ótrúlega erfiðu aðstæður,“ segir svæfingarhjúkrunarfræðingur sem finnst upphæð álagsgreiðslu vegna starfa í bakvarðasveit og á gjörgæslu vanvirða hennar framlag.
30. júní 2020
Koma gangandi inn á gjörgæslu eftir að hafa verið marga daga í öndunarvél
„Eitt af því sem ég minnist sérstaklega þegar ég lít til baka er hvað allir voru hræddir,“ segir Þóra Gunnlaugsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún segir magnað að fá fólk sem veiktist alvarlega í heimsókn á deildina.
26. júní 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Allt starfsfólk Landspítalans fær umbun vegna COVID
Forstjóri Landspítalans segir að allt starfsfólk spítalans fái umbun vegna COVID-19 nú um mánaðamótin. Upphæðin er þó misjöfn en þeir sem unnu við hvað mest álag fá allt að 250 þúsund krónur.
19. júní 2020
Landspítalinn tekur þátt í samnorrænu lyfjaútboði
Landspítalinn vill auka afhendingaröryggi lyfja með samnorrænu lyfjaútboði.
12. apríl 2019
Aukin fjárframlög til Landspítalans leiða ekki til aukins fjármagns til menntunar og vísinda
Landspítalinn hefur ítrekað óskað eftir auknu fjármagni til að efla vísinda- og menntastarf innan stofnunarinnar en í fjárlagafrumvarpinu er ekkert fjármagn eyrnamerkt fyrir það starf.
4. október 2018
Marta Jónsdóttir og Steinunn Ingvarsdóttir
Hvað ef hjartað hættir að slá?
17. júní 2018
500 fleiri komur á bráðadeild Landspítala
Komum á bráðamóttöku Landspítalans í janúar og febrúar á þessu ári fjölgaði um rúmlega 500 eða 4,6 prósent frá síðasta ári. Spítalinn í vanda vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
19. mars 2018