10 færslur fundust merktar „landspítalinn“

Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi verkefni stjórnenda Landspítala lengi.
Starfsmenn sem sinna COVID-sjúklingum fá álagsgreiðslu
Sérstakar álagsgreiðslur starfsmanna sem sinna COVID-sjúklingum sem stjórnendur Landspítala ákváðu nýlega að greiða, geta numið allt að 360 þúsund krónum á mánuði. Mönnun á smitsjúkdómadeild er tæp.
24. desember 2021
Landspítalann vantar 1,8 milljarð til að geta staðið undir óbreyttum rekstri og þróun
Landspítalinn á að fá um 82,5 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er ekki nóg að mati starfandi forstjóra. Hún segir alls vanta tæplega 1,6 milljarða króna til að standa undir óbreyttum rekstri.
14. desember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
30. nóvember 2021
Útgjaldaaukning til Landspítalans að miklu leyti vegna launahækkana
Gylfi Zoega segir að ef tillit sé tekið launahækkana þá hafi fjárframlög hins opinbera til Landspítalans ekki aukist jafnmikið og þörfin fyrir sjúkrahúsþjónustu á síðustu árum.
30. ágúst 2021
Andri Ólafsson
Andri Ólafsson tekur tímabundið við fjölmiðlasamskiptum Landspítalans
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, er á leiðinni í frí og mun Andri Ólafsson taka við samskiptum við fjölmiðla tímabundið.
26. ágúst 2021
Upplifði „allskonar tilfinningar“ í byrjun faraldursins
„Það eru allir í hálfgerðri sóttkví heima á milli vakta,“ segir Hafdís E. Bjarnadóttir sjúkraliði um starfsfólk Landspítalans. Hún sinnir því mikilvæga starfi að sótthreinsa skurðstofur og tæki og tól sem notuð eru í aðgerðum.
1. maí 2020
Líður eins og íþróttamanni með stuðningsmenn á hliðarlínunni
Hún var enn þrútin í andliti eftir kvöldvaktina er hún setti grímuna á sig í morgun. Gríman gerir það líka að verkum að sjúklingarnir sjá ekki brosið hennar svo hún límdi mynd af sér á hlífðargallann. Sjúkraliðar á Landspítala hugsa í lausnum.
18. apríl 2020
Veikindi virðast minnka þegar samfélagið róast
Þegar ró færist yfir samfélagið vegna bankahruns eða samkomubanns virðast færri veikjast alvarlega. Mikið álag hefur verið á gjörgæslum Landspítala vegna COVID-19 og þó að farið sé að draga úr því mun starfsfólk ekki kveðja varnarbúningana í bráð.
16. apríl 2020
Tók U-beygju í lífinu eftir örmögnun en er komin aftur „heim“ á gjörgæsluna
„Ég stend á öxlum risa,“ segir Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur um endurkomu sína á gjörgæsludeildina og hið færa fagfólk sem þar starfar. Laufey er í bakvarðasveitinni. „Ég hlustaði á hjarta mitt sem er minn besti vegvísir.“
13. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
10. apríl 2020