12 færslur fundust merktar „múlaþing“

Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju.
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10. janúar 2023
Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Skipulagsstofnun dregur fram kosti Miðleiðar að Fjarðarheiðargöngum
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar um Hérað að Fjarðarheiðargöngum hefði verulega neikvæð áhrif á gróðurfar á meðan Miðleið hefði minni áhrif að mati Skipulagsstofnunar sem efast auk þess um þá niðurstöðu að Miðleið hefði neikvæð samfélagsáhrif á Egilsstöðum.
5. janúar 2023
Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Vindmyllur við Lagarfoss þurfa í umhverfismat
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat. Orkusalan vill öðlast reynslu á rekstri vindmylla.
29. desember 2022
Í orkuverinu yrðu á bilinu 70-100 vindmyllur, sem eru 200 metra háar aflstöðvar hver fyrir sig. Myndin er frá vindorkuveri í Svíþjóð
Áforma að reisa 70-100 vindmyllur í grennd við Stuðlagil
Ef fyrirætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 70-100 vindmyllur rísa á Fljótsdalsheiði, í um 4-5 kílómetra fjarlægð frá Stuðlagili. Svæðið er í dag óbyggt en Zephyr segir það tilvalið undir vindorkuver enda vindafar ákjósanlegt og stutt í háspennulínur.
8. desember 2022
Ellefu skilyrði Skipulagsstofnunar vegna Geitdalsárvirkjunar
Þar sem Geitdalsárvirkjun yrði umfangsmikil framkvæmd á ósnortnu svæði og að hluta innan miðhálendislínu þarf Arctic Hydro að gera sérstaka grein fyrir skerðingu víðerna í umhverfismati.
22. október 2022
Suðurleið færi yfir skóglendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Vilja suðurleið og þungaumferð út fyrir bæinn – „Umhverfisslys í einstöku náttúruvætti“ segir fulltrúi Miðflokks
Meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir aðalvalkost Vegagerðarinnar um veglínu að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Ráðið felldi tillögu fulltrúa Miðflokksins um íbúafund.
6. september 2022
Tölvugerð mynd af gangamunna Seyðisfjarðarmegin.
Jarðgöng undir Fjarðarheiði með lengstu veggöngum í heimi
Fjarðarheiðargöng yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostnaðurinn yrði á bilinu 44-47 milljarðar króna en með framkvæmdinni yrði hæsta fjallvegi milli þéttbýlisstaða á landinu útrýmt.
22. júní 2022
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils
Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.
26. febrúar 2022
Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Sagðist „hæddur og spottaður fyrir að nefna nafn Jesú Krists“ á sveitarstjórnarfundi
Tekist var á um trúmál og loftslagsmál á bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi á miðvikudag. Bæjarfulltrúi Miðflokksins afneitaði loftslagsvísindum og þakkaði bænahópi í Reykjavík fyrir að biðja fyrir Seyðfirðingum morguninn áður en stærsta skriðan féll.
7. janúar 2021
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
30. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
29. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
18. september 2020