96 færslur fundust merktar „namibía“

Hér sjást Bernhard Esau (t.v.) og Tamson Hatuikulipi (t.h.) ráðfæra sig við lögmann sinn.
„Fitty“ segist ekki hafa beðið tengdapabba um að redda Samherja kvóta í Namibíu
Tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu mætti aftur fyrir dóm í Namibíu í dag og hafnaði því þar að fjölskyldutengsl hans við ráðherrann hefðu verið það sem réði því að hann var fenginn til ráðgjafarstarfa fyrir Samherja í landinu.
24. ágúst 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og sakborningur í þeim anga Fishrot-málsins sem hefur verið til rannsóknar þar í landi.
Fishrot-málið bar á góma hjá utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings
Randy Berry, sem líklega verður brátt skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Namibíu, ræddi um Fishrot-skandalinn og spillingarvarnir í Namibíu er hann kom fyrir þingnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í liðinni viku.
31. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
„Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“
Einn hinna ákærðu í Samherjamálinu í Namibíu segir Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.
15. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.
Fitty segir milljónirnar hafa verið ráðgjafagreiðslur frá Samherja
Síðustu greiðslurnar sem Tamson „Fitty“ Hatuikulipi segist hafa fengið fyrir að veita Samherja ráðgjöf bárust honum í september 2019. Fitty sagði sína hlið á málum fyrir dómi í gær.
15. júlí 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Íslensk skattayfirvöld sóttu 250 milljónir af fénu sem Samherji greiddi til Færeyja
Síðasta vor greiddi Samherji færeyskum skattayfirvöldum á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna, vegna þess sem félagið kallaði „mistök“ við skráningu sjómanna. Skatturinn á Íslandi hefur nú óskað eftir og fengið jafnvirði 250 milljóna af fénu til sín.
5. apríl 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni.
7. janúar 2022
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Namibísk samtök boða málsókn gegn Samherja
Namibísku samtökin Affirmative Repositioning hafa boðað að þau ætli sér að höfða einkamál gegn Samherja í samvinnu við breskt fyrirtæki, til að reyna að sækja til baka meintan ólöglegan ágóða af viðskiptum Samherja í Namibíu.
10. desember 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð aflaheimilda skilaði árangri í annarri tilraun Namibíumanna
Önnur tilraun stjórnvalda í Namibíu til þess að bjóða upp aflaheimildir heppnaðist og skilaði jafnvirði tæplega 3,5 milljarða króna í ríkissjóð. Fjármálaráðherra landsins segir stjórnina sannfærða um að uppboð séu rétta leiðin til að úthluta kvótanum.
5. nóvember 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
26. október 2021
Unnur Orradóttir Remette fyrrverandi sendiherra í Úganda og Netumbo Nandi-Ndaitwah ráðherra alþjóðasamstarfs í Namibíu.
Framsalsmál rædd af sendiherra Íslands við ráðherra í Namibíu í febrúar 2020
Samkvæmt namibíska dómsmálaráðuneytinu var möguleikinn, eða öllu heldur ómöguleikinn, á framsali Íslendinga til Namibíu til umræðu á fundi sendiherra Íslands í Úganda og namibísks ráðherra, sem fram fór í febrúar árið 2020.
21. september 2021
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur margsagt að hann muni fara til Namibíu og bera vitni.
Ríkissaksóknari Namibíu segir Samherjamenn vera í „veiðitúr“
Saksóknari í Samherjamálinu í Namibíu hafnar því alfarið að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari muni ekki koma til landsins og bera vitni í málinu sem þar er rekið.
15. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Fara fram á að tölvupóstum frá Íslandi og vitnisburði Jóhannesar verði vísað frá
Lögmaður á vegum Samherjafélaga í Namibíu hefur sett fram kröfu um að nýjum sönnunargögnum sem sett voru fram í sumar og vitnisburði uppljóstrarans Jóhannessar Stefánssonar verði ekki meðal sönnunargagna í málinu sem þar er rekið.
2. september 2021
Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu
Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleika á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.
7. ágúst 2021
Bernhard Esau, annar tveggja namibísku stjórnmálamannanna sem Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn.
Bandaríkin beita namibísku ráðherrana í Samherjamálinu refsiaðgerðum
Bandaríska utanríkismálaráðuneytið hefur gefið það út að Sacky Shanghala og Bernhard Esau, fyrrverandi ráðherrar í namibísku stjórninni sem sæta spillingarákærum vegna Samherjamálsins, megi ekki koma til Bandaríkjanna, vegna þátttöku sinnar í spillingu.
15. júní 2021
Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Namibísk stjórnvöld vilja fá þrjá Samherjamenn framselda
Íslensk lög heimila ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseldir. Því hefur vararíkissaksóknari hafnað beiðni namibískra stjórnvalda um að þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja verði framseldir til landsins.
23. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Sjö af tíu hafa verra álit á Samherja og 92 prósent telja að mútur hafi verið greiddar
Íbúar á Akureyri og Dalvík trúa því síður að Samherji hafi greitt mútur fyrir aðgang að kvóta en aðrir landsmenn. Samherji hefur líka látið kanna viðhorf almennings en ekki birt þær niðurstöður.
19. febrúar 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu
Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.
5. febrúar 2021
Hvar stendur Samherjamálið?
Meintar mútugreiðslur, skattasniðganga og peningaþvætti Samherja og tengdra aðila eru til rannsóknar víða. Rannsóknirnar eru mismunandi að umfangi og komnar mislangt, rúmu ári eftir að Samherjamálið var fyrst opinberað.
29. desember 2020
Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Réttarhöld í Samherjamálinu í Namíbíu hefjast í apríl
Ákveðið hefur verið að réttarhöld hefjist í spillingarmáli sem tengist mútugreiðslum Samherja í Namibíu í apríl. Saksóknari boðar að þrír til viðbótar verði ákærðir í málinu, auk þeirra sjö sem hafa setið í gæsluvarðhaldi um lengri tíma.
14. desember 2020
Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um margra ára skeið.
Jón Óttar taldi stjórnvöld í Namibíu ekki hafa burði til að hafa uppi á leynireikningum
Ríkissaksóknari Namibíu lýsir sexmenningum sem eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja, og fimm Íslendingum undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, sem skipulögðum glæpahóp. Rannsakandi Samherja átti í samskiptum við einn mannanna í maí 2019.
11. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
5. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
3. desember 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Engin símtöl til Namibíu
Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan Samherjamálið kom upp á yfirborðið fyrir rösku ári síðan, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.
20. nóvember 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum
Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.
7. október 2020
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram
Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.
8. september 2020
Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú
Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.
12. ágúst 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Bjóða upp aflaheimildir til þess að kjást við COVID-19
Namibísk yfirvöld ætla sér að bjóða upp hluta aflaheimilda, meðal annars 60 prósent hrossamakrílskvótans sem stjórnvöld hafa til úthlutunar. Sjávarútvegsráðherra landsins segir nauðsynlegt að ná inn gjaldeyri til að fást við kórónuveirufaraldurinn.
10. ágúst 2020
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána
Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.
25. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
8. júlí 2020
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Namibísk yfirvöld ætla að bjóða upp kvótann sem áður fór til Fishcor
Namibíska ríkisstjórnin ætlar sér að setja þann kvóta sem áður var úthlutað til ríkisútgerðarinnar Fishcor á uppboð. Þetta er gert til að fá auknar tekjur af aflaheimildunum og auka gagnsæi, segir sjávarútvegsráðherra landsins.
8. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
3. júní 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
29. maí 2020
Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu
Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.
8. febrúar 2020
Heinaste kyrrsett á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi
Kyrrsetningu togarans Heinaste, sem er í eigu Samherja, var aflétt í fyrradag. Í morgun var hann hins vegar kyrrsettur á ný. Sekt sem Samherji greiddi vegna brota skipstjóra Heinaste var greidd í reiðufé.
7. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Segjast ætla að leigja út Heinaste til namibískra aðila
Samherji vinnur nú að því að gera skipið Heinaste út í Namibíu og er, samkvæmt fyrirtækinu, nú unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld.
6. febrúar 2020
Arngrímur Brynjólfsson og Heinaste.
Kyrrsetningu á Heinaste aflétt og Arngrímur ekki lengur í farbanni
Íslenski skipstjórinn sem verið hefur í farbanni í Namibíu ætti að óbreyttu að geta farið frá landinu síðar í dag. Samherji mun greiða sekt sem hann var dæmdur til í morgun. Samhliða hefur kyrrsetningu á skipinu Heinaste verið aflétt.
5. febrúar 2020
Sjómenn á Geysi leita upplýsinga um stöðu sína eftir að skipinu var siglt frá Namibíu í gærkvöldi.
Annað skip Samherja yfirgefur Namibíu – 100 sjómenn í óvissu
Spillingarlögreglan í Namibíu hefur ráðlagt stjórnvöldum þar að leyfa skipum Samherja ekki að fara frá landinu nema að lögreglan verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Samherja í Namibíu farið á síðustu dögum. Það þriðja er kyrrsett.
3. febrúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
20. janúar 2020
Sexmenningarnir í Namibíu
Sexmenningarnir áfram í haldi í Namibíu
Dómari í Namibíu komst að þeirri niðurstöðu í dag að sexmenningarnir, sem eru í haldi vegna Samherjamálsins, verði það áfram. Þeir höfðu farið fram á að hand­taka þeirra yrði felld úr gildi á þeim for­sendum að hún hefði verið ólög­mæt.
27. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
12. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
9. desember 2019
Sexmenningarnir leiddir fyrir rétt fyrir helgi.
Ákærur liggja fyrir í Namibíu
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og þrír aðrir hafa verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 milljónir namibískra dollara í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Samherja eftirsóttan kvóta í landinu.
2. desember 2019
Sexmenningarnir leiddir fyrir rétt fyrir helgi.
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar
Þeir aðilar sem handteknir voru í síðustu viku í tengslum við spillingu og mútur varðandi úthlutun afla­heim­ilda í Namib­­íu hafa dregið beiðni sína um lausn gegn tryggingu til baka.
2. desember 2019
Mál sexmenninganna tekið fyrir í dag
Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið í Namibíu koma fyrir dómara í dag. Þar verður tekin fyrir beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu en tvívegis hefur þurft að fresta afgreiðslu málsins.
2. desember 2019
Örn Bárður Jónsson
Sem spyrtir þorskar
30. nóvember 2019
Máli sexmenninganna frestað
Ekki var hægt að taka mál þeirra aðila fyrir í dag sem handteknir voru í vikunni í tengslum við rann­­sókn á Sam­herj­­a­skjöl­unum og spill­ingu er teng­ist úthlutun afla­heim­ilda í Namib­­íu þar sem lögmenn þeirra voru ekki með atvinnuleyfi.
29. nóvember 2019
Sexmenningarnir voru leiddir fyrir rétt í dag.
Eiga yfir höfði sér ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi
Spillingarlögreglan í Namibíu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sexmenninganna sem komu fyrir dómara í dag.
28. nóvember 2019
Sexmenningarnir mæta fyrir rétt
Þeir aðilar sem handteknir voru í gær í tengslum við rann­sókn á Sam­herj­a­skjöl­unum og spill­ingu sem teng­ist úthlutun afla­heim­ilda í Namib­íu mættu fyrir rétt í dag.
28. nóvember 2019
Shanghala og Hatuikulipi handteknir
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, hafa verið handteknir í tengslum við rann­sókn á spill­ingu og ætl­uðum mútu­greiðslum í Samherjamálinu.
27. nóvember 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Saknar þess að utanríkisráðherra hafi ekki haft samband við stjórnvöld í Namibíu
Þingmaður Vinstri grænna segir það vera gríðarlega mikilvægt að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og auki hlutfall af þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu og tryggi að þeir fjármunir renni í áhrifamikla þróunarsamvinnu.
26. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
22. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
20. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
19. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Samherjamálið: „Verið að segja að Namibía sé í stuttu pilsi“
19. nóvember 2019
Samherji til skoðunar hjá íslenskum bönkum
Arion banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja. Sitjandi forstjóri Samherja segir að eitt skip fyrirtækisins, sem er hluti af erlendri starfsemi þess, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.
19. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson, stærsti eigandi Samherja.
Kristján Vilhelmsson kvartaði yfir skrifum Jóns Steinssonar við Columbia
Kjarninn greindi frá því árið 2014 að íslenskur áhrifamaður hefði sent bréf til Columbia-háskóla vegna skrifa Jóns Steinssonar um íslenskan sjávarútveg. Í bréfinu var spurt hvort slíkur pólitískur áróður samræmdist siðareglum Columbia-háskóla.
18. nóvember 2019
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
17. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
16. nóvember 2019
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
None
16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
16. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Sagðir hafa óskað eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga – Hafna fréttinni
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
15. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska ­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
14. nóvember 2019
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
14. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
13. nóvember 2019
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
None
13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
13. nóvember 2019
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
12. nóvember 2019