22 færslur fundust merktar „námuvinnsla“

Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
10. janúar 2023
Náma hefur verið starfrækt í Seyðishólum í yfir sjö áratugi.
„Við eigum ekki orð yfir þessa fáránlegu hugmynd“
Sumarhúsa- og hóteleigendur í nágrenni Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi leggjast gegn áformum um áframhaldandi námuvinnslu. Suðurverk hyggst vinna meira efni og á skemmri tíma en hingað til. Efnið yrði að mestu flutt úr landi.
1. janúar 2023
Horft yfir vinnslusvæði Lavaconcept ofan af Fagradalshamri. Myndin er tekin á framkvæmdatíma þegar unnið var að jarðvinnu. Svæðið er rétt við þjóðveg 1 í lúpínubreiðu austan við Vík, Reynisdrangar sjást í fjarska.
Enn ein námuáformin – Vilja vinna sand við Hjörleifshöfða
Sömu íslensku aðilarnir og eiga aðkomu að áformaðri vikurvinnslu á Mýrdalssandi hafa kynnt áform um að taka sand úr fjörunni syðst á Kötlutanga, skola hann og sigta og flytja svo til Þorlákshafnar í skip. Vörubílar færu fullhlaðnir sex ferðir á dag.
10. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
9. desember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
28. nóvember 2022
Greta Thunberg hefur barist fyrir loftslagið í mörg ár.
Greta Thunberg leggur baráttu Sama lið
Íbúar í norðurhluta Svíþjóðar, þeir hinir sömu og stjórnarformaður breska námufyrirtækisins Beowulf sagði engu máli skipta, ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir járngrýtisnámu með stuðningi Gretu Thunberg.
26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
26. nóvember 2022
Heidelberg Materials hefur fengið úthlutað 55 þúsund fermetra lóð við höfnina í Þorlákshöfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa stóra verksmiðju með 40-50 metra háum sílóum.
Gagnrýni stofnana „vakið nokkra undrun“ hjá Heidelberg
Hver verður loftslagsávinningur þess að mylja niður íslenskt fjall, vinna efnið í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda það með skipi á markað í Evrópu? Það fer eftir því hver er til svars: Framkvæmdaaðilar eða eftirlitsstofnanir.
22. nóvember 2022
Litla þorpið sem á að bjarga þýska risanum
Tesla með hestakerru, mengunarlaus verksmiðja og hljóðlát skip komu við sögu á fjölmennum fundi íbúa Þorlákshafnar. „Erum við að menga okkar land þannig að þýskt fyrirtæki geti lækkað sitt kolefnisspor?“
19. nóvember 2022
Mikið vikurnám er áformað við Hafursey á Mýrdalssandi. Ef fyrirætlanir EP Power Minerals ganga eftir yrði efnið unnið úr námunni næstu hundrað árin eða svo.
Skýrslan uppfyllir ekki „eðlilega kröfu um valkostagreiningu“
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að EP Power Minerals, sem áformar námuvinnslu á Mýrdalssandi, skoði að skipa vikrinum upp af ströndinni við Vík. Sveitarstjórinn segir að eftir eigi að skoða hvernig höfn á þessum slóðum þyrfti að vera.
12. nóvember 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Of lítið gert úr umhverfisáhrifum námu í Litla-Sandfelli
Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru ekki sammála niðurstöðu umhverfismatsskýrslu Eden Mining sem ætlar að vinna efni úr Litla-Sandfelli í Þrengslum þar til það hverfur af yfirborði jarðar.
31. október 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum
Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.
20. október 2022
Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Segja námufyrirtækið hafa hótað gjaldtöku og sýnt hroka
Fyrirtækið EPPM sem vill vinna vikur í stórum stíl á Mýrdalssandi segist vilja vinna að verkefninu í sátt og samlyndi við heimamenn. Ferðaþjónustufyrirtæki segja viðmótið allt annars eðlis og einkennast af hroka og rógburði.
16. október 2022
Vík í Mýrdal.
Ályktanir um áhrif vikurnáms á Mýrdalssandi lýsa „miklu skilningsleysi“
Ef fara á í vikurnám á Mýrdalssandi ætti að flytja efnið stystu leið og í skip sunnan við námusvæðið en ekki til Þorlákshafnar, að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem lýsir sig reiðubúna til viðræðna um hafnargerð.
14. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
7. október 2022
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
6. október 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Námuvinnsla skilur eftir sig spor ...
13. september 2022
Náman eins og hún er í dag.
Vilja stækka og dýpka gjallnámu í Seyðishólum – Flutningabílar ferja efnið til Þorlákshafnar
Til stendur að vinna sama magn efnis úr gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi á fimmtán árum og gert hefur verið síðustu 70 árin. Meirihlutinn yrði fluttur úr landi.
10. september 2022
Dr. Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk náttúrulegra possólanefna í sementsframleiðslu
21. ágúst 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell mun hverfa
„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.
12. febrúar 2022
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
20. september 2021