27 færslur fundust merktar „persónuvernd“

Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson í þingsal.
Innviðaráðuneyti ósammála Persónuvernd um nauðsyn uppflettinga í málaskrá
Allir sem vinna á flugverndarsvæði, til að mynda inni á Keflavíkurflugvelli, þurfa sérstaka aðgangsheimild að svæðinu og til að sækja um slíka heimild þarf lögregla að framkvæma bakgrunnsskoðun. Sú bakgrunnsskoðun er full ítarleg að mati Persónuverndar.
10. júní 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
17. janúar 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sá ráðherra sem bar ábyrgð á framkvæmd Ferðagjafarinnar.
Ráðuneyti braut gegn persónuverndarlögum með framkvæmd Ferðagjafar og fékk sekt
Smáforritið sem notað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda sótti um tíma, án vitneskju eigenda símtækja, aðgang að „myndavél til þess að taka ljósmyndir og myndbönd, svo og að hljóðnema til að taka upp hljóð og breyta hátalarastillingum símtækis.“
25. nóvember 2021
Sigmar Guðmundsson
Hengjum fálkaorðu á forstjóra Persónuverndar
8. september 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
18. júní 2021
Lögregla fór gegn lögum er upplýsingum um Aldísi Schram var miðlað til Jóns Baldvins
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu braut gegn persónuverndarlögum árið 2012 þegar Jón Baldvin Hannibalsson fékk afhentar upplýsingar um Aldísi Schram. Efni bréfsins sem hann fékk afhent stangast á við lögreglugögn sem Aldís hefur undir höndum.
9. október 2020
Höfuðstöðvar VÍS eru í Ármúla.
Vilja fylgjast með aksturshegðun til að ákveða verð trygginga
VÍS hyggst setja á markað vöru sem fylgist með akstri viðskiptavina sinna, verð trygginga taki svo mið af akstrinum. Sérfræðingur í persónuvernd segir mikilvægt að fólk viti út í hvað það er að fara þegar það veitir samþykki fyrir vinnslu á slíkum gögnum.
29. ágúst 2020
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað
Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.
24. júní 2020
Persónuverndarlög hindra ekki birtingu lista yfir fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina
Persónuvernd segir í svari til Vinnumálastofnunar að persónuverndarlög gildi ekki um fyrirtæki og því sé ekkert í þeim sem geri stofnuninni óheimilt að verða við beiðni um birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina.
13. maí 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
1. apríl 2020
Allir flokkarnir sem buðu sig fram til Alþingis árin 2016 og 2017 notuðu Facebook til að ná til kjósenda.
Persónuupplýsingar notaðar til að ná til íslenskra kjósenda með pólitískum skilaboðum
Persónuvernd hefur birt niðurstöðu í frumkvæðisathugunarmáli stofnunarinnar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis í október 2016 og október 2017 til þess að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim.
6. mars 2020
Íslensk erfðagreining rannsakar persónuleika Íslendinga
Sjá má á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Facebook, að margir Íslendingar taka nú þátt í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem persónuleiki þeirra er greindur.
14. febrúar 2020
Verktökum sem hlustuðu á upptökur úr iPhone vikið úr starfi
Apple hefur vikið verktökum sem hlustuðu á upptökur frá Siri, raddþjónustu í iPhone símum, úr starfi. Verktakarnir áttu að meta gæði Siri og hlustuðu þeir á upptökur af viðkvæmum samræðum notenda.
3. ágúst 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
16. júlí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
24. maí 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
23. mars 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, þegar hann kaus í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Dagur: „Það leikur enginn vafi á útkomu kosninganna“
Borgarstjórinn í Reykjavík segir að settar hafi verið fram „allskonar dylgjur“ um það þegar Reykjavíkurborg sendi út skilaboð til að draga ákveðna hópa á kjörstað, sem Persónuvernd hefur úrskurðað að hafi ekki verið í samræmi við lög.
21. febrúar 2019
Einkaskilaboð frá 81 þúsund Facebook-notendum til sölu
Einkasamtöl tugþúsunda notenda samfélagsmiðilsins víða um heim eru komin í hendur hakkara sem hyggjast selja þau á tólf krónur stykkið.
3. nóvember 2018
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tekjur.is og birtingu skattskrár
18. október 2018
Persónuvernd krefst úrbóta vegna Mentor
Persónuvernd hefur gefið fimm grunnskólum frest til að bæta úr öryggi við skráningur viðkvæmra persónuupplýsinga um nemendur í upplýsingakerfið Mentor. Ellegar skoðar Persónuvernd að stöðva frekari skráningu persónuupplýsinga skólanna í Mentor.
7. júní 2018
Segir þingmenn ekki geta farið í sumarfrí
Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf svo umfangsmikla að það sé fúsk að ætla að afgreiða frumvarpið á hundavað. Slíkt sé fullkomlega óábyrgt.
29. maí 2018
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.
Fyrirtæki uppfæra persónuverndarskilmála sína í gríð og erg
Margir hafa undanfarið fengið ógrynni af tilkynningum frá fyrirtækjum sem eru í óða önn við að uppfæra öryggis- og persónuverndarkerfi og þurfa samþykki notenda fyrir breyttum skilmálum. Ástæðan er ný persónuverndarreglugerð tekur gildi í Evrópu í dag.
25. maí 2018
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir málið vera á borði ákærusviðs.
Persónuvernd og lögregla skoða afhendingu gagna Barnaverndarstofu
Persónuvernd telur mögulegt að gögn sem Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hafi brotið í bága við lög.
5. maí 2018
Hagsmunasamtök sameinuð í persónuverndarlaga gagnrýni
Fjöldi samtaka sem sinna hagsmunagæslu fyrir atvinnustéttir gera sameiginlega alvarlegar athugasemdir við frumvarp til nýrra persónuverndarlaga.
26. mars 2018
Persónuvernd segir borgina mega skima börn að uppfylltum öryggiskröfum
Reykjavíkurborg má skima börn fyrir tilfinningavanda. Hún þarf hins vegar að uppfylla ákveðnar kröfur um öryggi ætli hún sér að gera það, samkvæmt ákvörðun Persónuverndar.
16. janúar 2018
Höfuðstöðvar 365 miðla
Gerir ekki athugasemdir við vinnslu persónuupplýsinga 365
Persónuvernd hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún geri ekki athugasemdir við vinnslu persónuupplýsinga 365 við leit þeirra á einstaklingum sem stunda ólöglegt niðurhal.
12. júní 2017
Skrifstofur Kjarnans eru við Laugaveg 3. Ef skráningu Kjarnans er flett upp á vef Já birtist mynd af húsakynnum fyrirtækisins. Það sama á við um einstaklinga. Myndbirtingar af heimilum með skráningum einstaklinga eru nú óheimilar.
Já.is má ekki birta myndir af heimilum fólks
Persónuvernd hefur úrskurðað að Já.is verði að fjarlægja tengingar milli skráningar í símaskrá og myndbirtingar af heimilum fólks.
6. júní 2017