19 færslur fundust merktar „reykjanesbær“

Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017. Félagið sem rak hana varð gjaldþrota árið 2018.
Orkan sem átti að fara í kísilbræðslu í Helguvík nýttist í annað
Ekki var virkjað sérstaklega á sínum tíma til að útvega kísilverinu í Helguvík orku. Landsvirkjun samdi við þáverandi eigendur verksmiðjunnar um afhendingu 35 MW eða 300 gígavattstunda árlega.
3. desember 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Arion útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna í Helguvík
Arion banki stefnir enn á að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík og segir meginmarkmiðið að hún verði áfram starfrækt þar en útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna. Áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa PCC stendur nú yfir.
8. maí 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Viðræður standa enn yfir um sölu kísilversins í Helguvík
Arion banki og PCC eiga enn í viðræðum um kísilverið í Helguvík, verksmiðjuna sem Arion vill selja og PCC, sem rekur kísilver á Húsavík, mögulega kaupa. Viljayfirlýsing var undirrituð í janúar og samkvæmt henni skal viðræðum lokið í sumar.
9. apríl 2022
Kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka.
Kísilverið „timburmenn sem þarf að hrista úr kerfinu“
Stóriðjudraumar síðustu ára í Helguvík hafa kostað Reykjanesbæ um 10 milljarða. Allir hafa þeir runnið út í sandinn. „Og samfélaginu blæðir,“ segir formaður bæjarráðs. Þingmaður Pírata segir kísilver í Helguvík „dreggjar“ stóriðjustefnunnar.
1. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
„Raunverulega ekki boðlegur kostur“ að flytja kísilverið
Fulltrúar Arion banka segja það að flytja kísilverið úr Helguvík yrði „svo óskaplegt“ að það sé „raunverulega ekki efnahagslega boðlegur kostur“. Þeir segja „engar gulrætur frá ríkinu“ fylgja sölunni.
1. febrúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Stjórnendur Arion banka vona að niðurstaðan verði í „sem mestri sátt við samfélagið“
Yfirlýst stefna Arion banka er að verkefni sem hann styðji hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Kjarninn spurði stjórnendur bankans hvort þeir teldu sölu og endurræsingu kísilversins í Helguvík samræmast hinni grænu stefnu.
14. janúar 2022
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
„Við munum berjast til síðasta blóðdropa“
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir allt verða reynt til að stöðva endurræsingu kísilversins í Helguvík. Hann hefur tjáð PCC á Bakka, sem vill kaupa verksmiðjuna, að áhugi bæjarins á starfseminni sé enginn.
13. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju
„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.
12. janúar 2022
Hannes Friðriksson
Er Arion banki „grænn banki“?
11. janúar 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
155 þúsund tonn af kolum þarf til framleiðslunnar árlega
Mati á umhverfisáhrifum endurbóta á kísilverinu í Helguvík er lokið. Miðað við fulla framleiðslu mun losun gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjunni jafngilda 11 prósentum af heildarlosun Íslands árið 2019.
11. janúar 2022
Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Samningur við Thorsil fallinn úr gildi vegna vanefnda
Engin viðbrögð bárust frá Thorsil ehf. í kjölfar þess að stjórn Reykjaneshafnar ákvað fyrir ári að segja upp lóða- og hafnarsamningi vegna vanefnda. Fyrirtækið hugðist reisa fjögurra ljósbogaofna kísilver í Helguvík.
14. júlí 2021
Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Hart tekist á um aukin útgjöld vegna jólagjafa í Reykjanesbæ
Þegar atvinnuleysi í bæjarfélagi stendur í rúmum 20 prósentum, er þá réttlætanlegt að hækka útgjöld vegna jólagjafar bæjarstarfsmanna? Eða er það taktlaust? Tekist var á um þessar spurningar á hitafundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudaginn.
19. nóvember 2020
Vilja ekki kísilverið
Flestir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ eru mótfallnir því að kísilverið í Helguvík verði endurræst eins og eigandi þess hyggst gera. Aðrir vilja stíga varlega til jarðar og að gerðar verði ítrustu kröfur til eigendanna.
14. september 2020
Skipaþjónustuklasinn gæti skapað fjölda starfa í bæjarfélaginu.
Mögulegur skipaþjónustuklasi og kolefnisförgun í Reykjanesbæ
Reykjanesbær stefnir að uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað yfir hundrað störf, auk þess sem hann hefur samþykkt að heimila rannsóknarvinnu á kolefnisförgun í Helguvík.
20. ágúst 2020
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær kominn með fulla stjórn á fjármálum sínum á ný
Reykjanesbær hefur á síðustu árum farið í gegnum sársaukafullar aðgerðir til að ná niður himinháu skuldahlutfalli sínu, sem hafði myndast eftir viðvarandi hallarekstur. Nú er Reykjanesbær laus undan því að lúta eftirliti með fjármálum sínum.
9. janúar 2020
25 ára Reykjanesbær stendur betur en nokkru sinni fyrr
Reykjanesbær var fyrir nokkrum árum skuldsettasta sveitarfélag landsins og skuldir þess námu um 250 prósent af reglulegum tekjum þess. Á örfáum árum hefur orðið mikil viðsnúningur.
11. júní 2019
Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon hættir í stjórnmálum
Fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og borgarstjóri Reykjavíkur hefur tilkynnt að hann sé hættur í stjórnmálum. Hann segist hafa verið drifinn áfram af löngun til að skapa betra samfélag.
24. janúar 2018
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017