9 færslur fundust merktar „skaðaminnkun“

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Upphafleg umsögn borgarinnar um afglæpavæðingu „óþarflega neikvæð“
Borgarfulltrúi Pírata óskaði eftir að Reykjvíkurborg uppfærði umsögn sína um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta þar sem ekki kom nógu skýrt fram að borgin styðji frumvarpið.
24. október 2022
Afglæpavæðing: Fyrir valdhafa eða fólkið?
Íslenskt samfélag á langt í land þegar kemur að notendasamráði að mati Kristjáns Ernis Björgvinssonar, sem situr í starfshópi um afglæpavæðingu neysluskammta. Óvíst er hvort hópnum takist ætlunarverk sitt, ekki síst vegna tregðu lögreglunnar.
16. október 2022
Frú Ragnheiður er á meðal skaðaminnkandi verkefna sem Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir. Rauði krossinn fagnar því að aftur sé verið að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta.
Vandi vímuefnanotenda verði meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu
Rauði krossinn styður þær breytingar sem lagðar eru fram í frumvarpi til laga um afglæpavæðingu neysluskammta og segir lagasetninguna styðja við uppsetningu og þróun skaðaminnkandi þjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt frumvarp er lagt fram.
8. október 2022
Síðsutu ellefu ár, frá 2010-2021 hafði lögregla afskipti afskipti af 7.513 einstaklingum vegna vörslu neysluskammta. Flest voru tilfellin árið 2014 en fæst í fyrra.
Þeim fækkar sem lögregla hefur afskipti af vegna neysluskammta
Lögreglan hafði afskipti af 781 einstaklingi í fyrra vegna neysluskammta og hefur ekki haft afskipti af færri einstaklingum vegna vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota á síðustu tíu árum.
1. júní 2022
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir segir ríkisstjórnina hafa enn eina ferðina „frestað því að afgreiða gríðarlega mikilvægt mannréttindamál, afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna.“
„Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót“
Þingmaður Pírata spurði innviðaráðherra á Alþingi í dag hvort ekki væri bara best að viðurkenna að núverandi ríkisstjórn myndi aldrei afglæpavæða neysluskammta? Ráðherra sagði það óþarfi.
28. mars 2022
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Segir núverandi ástand bitna mest á jaðarhópum en ekki banka­mönnum á „kóka­ín-djamm­inu“
Fyrir liggur að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta verður ekki á dagskrá þingsins á þessu misseri. Þingmaður Pírata gagnrýnir þá ákvörðun harðlega.
21. mars 2022
Ylja er fyrsta færanlega neyslurýmið á Íslandi þar sem fólki, 18 ára og eldra, býðst að sprauta sig með vímuefnum í æð í öruggu umhverfi.
Fyrsta neyslurýmið á Íslandi endurspegli viðhorfsbreytingu á skaðaminnkun
Ylja, fyrsta neyslurýmið á Íslandi, tók til starfa í vikunni. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir viðhorf til hugmyndafræði sem byggir á skaðaminnkun hafa breyst til hins betra og vonast til að Ylja komi til með að fækka lyfjatengdum andlátum.
12. mars 2022
Frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta var fyrst lagt fram á þingi haustið 2019 af Halldóru Mogensen auk átta annarra þingmanna úr þing­­flokk­um P­írata, Sam­­fylk­ing­­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Flokks fólks­ins.
Embætti landlæknis styður afglæpavæðingu neysluskammta en kallar eftir heildrænni stefnu
Embætti landlæknis styður frumvarp Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta en segir í umsögn sinni um breytingarnar að það sé varhugavert að stíga þetta skref án þess að móta heildarstefnu í málaflokknum.
1. mars 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðgert er að hann leggi fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta í febrúar.
Afglæpavæðing neysluskammta er enn á dagskrá hjá ríkisstjórninni
Ekki er stafkrók að finna um afglæpavæðingu neysluskammta í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er áætlað að heilbrigðisráðherra endurflytji frumvarp fyrri heilbrigðisráðherra um málið, með breytingum, í febrúarmánuði.
2. desember 2021