21 færslur fundust merktar „sveitarfélög“

Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Hugmynd innviðaráðherra um hækkun útsvars hefur ekki farið í gegnum ríkisstjórn
Forsætisráðherra segir endanlega útfærslu á tillögu innviðaráðherra um hækkun útsvars en lækkun tekjuskatts ekki liggja fyrir. Formaður Samfylkingar spyr hvort ekki sé kominn tími til að látlausum yfirlýsingum frá ráðherrum Framsóknarflokksins linni?
17. október 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Ræddi um að útsvar verði hækkað um 0,26 prósentustig en tekjuskattur verði lækkaður
Sveitarfélögin telja að það vanti tólf til þrettán milljarða króna á ári til að tekjur vegna málefna fatlaðs fólks standi undir kostnaði. Innviðaráðherra segir vandann það stóran að tilefni gæti verið til að mæta honum með ráðstöfunum til bráðabirgða.
13. október 2022
Áform um að leggja útsvar á þá sem eru einvörðungu með fjármagnstekjur rataði inn í stjórnarsáttmálann. Bjarni Benediktsson mun leggja fram frumvarp þess efnis næsta vor.
Frumvarp sem lætur fjármagnseigendur borga útsvar til sveitarfélaga lagt fram í apríl
Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem felur í sér að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Hingað til hefur þessi hópur ekki greitt skatta til sveitarfélaga.
16. september 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, þénuðu mest allra borgar-, bæjar- og sveitarstjóra í fyrra.
Laun 30 dýrustu bæjarstjóranna voru samtal 698 milljónir króna í fyrra
Alls eru 64 sveitarfélög á landinu eða eitt sveitarfélag fyrir hverja tæplega sex þúsund íbúa landsins. Þorri þeirra er með færri en tvö þúsund íbúa. Alls voru 100 sveitarstjórnarmenn með yfir eina milljón á mánuði í fyrra.
20. ágúst 2022
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Gagnrýnir akstursgreiðslur til bæjarstjóra Kópavogs
Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi segir að engin rök séu fyrir háum akstursgreiðslum Ásdísar Krist­jáns­dótt­ur bæjarstjóra. „Það er engin þörf fyrir bæjarstjóra Kópavogs til að keyra svona mikið vegna starfa sinna.“
15. júní 2022
Halli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á þremur árum
Rekstrarhalli íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á jafnmörgum árum og var tæpir 9 milljarðar árið 2020. Til stendur að skipa starfshóp um tillögur varðandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins.
7. maí 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Víða „pottur brotinn“ í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga
Tíu þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar vilja að Reykjavíkurborg fái framlög úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla. „Burt með útilokunarregluna gegn Reykjavík,“ segir þingmaður Samfylkingarinnar.
31. mars 2022
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þingheimur verði að átti sig á áhrifum ákvarðana á fjárhag sveitarfélaga
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að mörg sveitarfélög eigi í erfiðleikum með sín stærstu verkefni og sjái einfaldlega ekki fram á að ráða við þau þrátt fyrir góðan vilja.
27. mars 2022
Skuldir Ísafjarðar aukast um 17 prósent vegna nýrra reikninga á lífeyrisskuldbindingum.
Skuldir sveitarfélaga stóraukast vegna nýrra útreikninga
Lífeyrisskuldbindingar nær allra sveitarfélaga jukust töluvert í fyrra, þar sem þær voru endurmetnar með tilliti til hærri meðalaldurs lífeyrisþega. Vegna þessarar breytingar aukast meðal annars skuldir Ísafjarðarbæjar um tæpan fimmtung.
4. mars 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórnarfólk fái skammirnar fyrir það sem er á forræði ríkisins
Þingmaður Viðreisnar segir að sveitarfélaganna bíði veruleg fjárfesting í innviðum og því sé brýnt að endurskoðun á tekjustofnum þeirra gangi bæði hratt og vel fyrir sig.
30. janúar 2022
Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Sveitarfélag með stórfellt fiskeldi geti setið uppi með engar tekjur af nýtingu fjarðarins
Skorað er á stjórnvöld að endurskoða regluverk um sjókvíaeldi og tryggja að tekjur af eldinu renni til sveitarfélaganna þar sem það er stundað í ályktun sem samþykkt var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.
24. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg búin að stefna ríkinu og vill 8,7 milljarða króna úr ríkissjóði
Deilur Reykjavíkurborgar við íslenska ríkið um milljarðaframlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru á leið fyrir dómstóla. Borgarstjóri hefur boðið að sáttaviðræður geti haldið áfram samhliða málarekstri.
10. janúar 2021
Á meðal þess sem fellur undir veitta félagslega þjónustu sveitarfélaga er þjónusta þeirra við aldraða.
Kostnaður íbúa í Reykjavík jókst um þrefalt hærri upphæð en íbúa í Kópavogi
Íbúar Reykjavíkur borga mun meira í veitta félagslega þjónustu hver en íbúar nágrannasveitafélaganna. Sum þeirra hafa aukið framlög í málaflokkinn síðust ár en önnur hafa hlutfallslega setið eftir. Eftir sem áður er munurinn milli sveitarfélaga sláandi.
13. desember 2020
Akureyri.
Íbúar Akureyrar greiða mest allra fyrir veitta félagsþjónustu
Þeir íbúar á landinu sem greiða hæstu upphæðina hver fyrir veitta félagsþjónustu eru íbúar höfuðstaðar Norðurlands. Nágrannasveitarfélög Akureyrar, sem greiða mun minna fyrir félagsþjónustu, eru öll andvíg þvingaðri sameiningu sveitarfélaga.
12. desember 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Spurði ráðherra hvort verið væri að brjóta á Reykjavíkurborg
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að það sé ekkert sem bendir til annars en að krafa Reykjavíkurborgar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sé fullkomlega réttmæt. Hún spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í málið á þingi í dag.
7. desember 2020
Reykvíkingar með félagsþjónustu höfuðborgarsvæðisins á herðunum
Íbúar í Reykjavík borga hver og einn sjö sinnum hærri fjárhæð í fjárhagsaðstoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda en íbúar á Seltjarnarnesi. Þeir greiða tvöfalt meira fyrir alla veitta félagsþjónustu en íbúar í Kópavogi og Garðabæ.
7. desember 2020
Ráðhús Reykjavíkur
Lágar skuldir og hátt þjónustustig í Reykjavík
Skuldir A-hluta Reykjavíkurborgar eru minni en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þegar tekið er tillit til mannfjölda. Þrátt fyrir það virðist þjónustustigið þar vera hærra en í mörgum öðrum sveitarfélögum.
22. október 2020
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur telur að ríkissjóður þurfi að hjálpa sveitarfélögunum að komast í gegnum kófið án þess að fara í verulegan niðurskurð í þjónustu eða fjárfestingu.
Mikilvægt að muna að ríkissjóður er ekki rekinn eins og fyrirtæki
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Kviku banka stígur inn í umræðu um stöðu sveitarfélaga í COVID-krísunni og segir það hættulegt út frá efnahagslegu sjónarmiði að gera sveitarfélögunum að mæta miklu tekjutapi sínu með niðurskurði.
18. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
1. október 2020
Fjörtíu manns búa í Árneshreppi.
Fjörutíu færri sveitarfélög árið 2026
Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að ekkert sveitarfélag verði með færri en 1000 íbúa árið 2026. Meiri en helmingur sveitarfélaga á Íslandi er í dag með færri en þúsund íbúa en sveitarfélögin munu fá fjárhagslegan stuðning til sameiningar.
25. september 2019
Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Fjármagnstekjur áfram hærri á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman milli áranna 2017 og 2018. Það var í fyrsta sinn í nokkur ár sem slíkt gerist. Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar eru með mun hærri slíkar að meðaltali en aðrir íbúar stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
12. ágúst 2019