12 færslur fundust merktar „síminn“

Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Fjarskiptaforstjórar hækka í launum samhliða bættum rekstri
Sýn og Síminn skiluðu bæði töluverðum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra, en hann var að miklu leyti tilkominn vegna eignasölu. Forstjórar félaganna beggja hækkuðu einnig töluvert í launum á tímabilinu.
17. febrúar 2022
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
23. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
18. október 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Hefur fundað um sölu á fjarskiptainnviðum
Þjóðaröryggisráð hefur fundað vegna áætlana Sýnar, Nova og Símans um að selja eigin fjarskiptainnviði. Samkvæmt ráðinu er full ástæða til að fylgjast með þessari þróun og greina áhættuþætti tengdum henni.
3. september 2021
Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu
Síminn vill að úrskurður áfrýjunarnefndarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Samkvæmt honum var félaginu gert að greiða 200 milljónir króna í sekt fyrir að bjóða betri kjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
26. júní 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
14. maí 2021
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Hluthafar Símans búnir að fá 8,5 milljarða króna greiðslu
Síminn hefur ráðið tvo banka til að kanna hvort félagið eigi að selja Mílu, félag utan um fjarskiptainnviði Símans. Markmiðið er að hámarka verðmæti eigna Símans fyrir hluthafa og að framtíðarþróun „verði hagfelld fyrir íslenskan almenning“.
29. apríl 2021
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum
Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.
23. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
22. september 2020
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Síminn er að skoða að fjármagna Mílu sérstaklega
Síminn er með það skoðunar að fjármagna dótturfélag sitt Mílu sérstaklega, í stað þess að fjármagna samstæðu fyrirtækisins sem eina einingu. Afkoma Símans á fyrri helmingi árs litast mjög af stjórnvaldssekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna enska boltans.
26. ágúst 2020
Síminn eykur við forskotið á farsímamarkaði hjá þjóð sem er óð í meira gagnamagn
Á áratug hefur gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti 225faldast. Síminn hefur á undanförnum árum endurheimt fyrsta sætið á listanum yfir það fjarskiptafyrirtæki sem er með flesta viðskiptavini í farsímaþjónustu, en mest gagnamagn flæðir um kerfi Nova.
23. maí 2020
Enski boltinn er eitt vinsælasta sjónvarpsefni í heimi.
Sala á áskriftum að enska boltanum umfram væntingar
Hagnaður Símans dróst saman frá sama tímabili í fyrra en er samt samt jákvæður um 1,4 milljarða króna. Áhrif enska boltans á sjónvarpshluta starfseminnar vigta ekki að fullu inn í uppgjör félagsins fyrr en eftir yfirstandandi ársfjórðung.
28. ágúst 2019