6 færslur fundust merktar „sýrland“

Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Þrjár konur og fjórtán börn
Þrjár danskar konur sem dvalist hafa í Sýrlandi um árabil sitja nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Þeirra bíða réttarhöld. Fjórtán börn þeirra komu með til Danmerkur en fá ekki að dvelja hjá mæðrum sínum, í bili að minnsta kosti.
10. október 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
17. maí 2021
Eygló Harðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra taka hér á móti flóttamönnum á Keflavíkurflugvelli í upphafi árs 2016.
Heimildarmynd um flóttamenn sem hlaut styrki frá ráðuneyti og ríkisstjórn sögð tilbúin
Heimildarmynd um móttöku og aðlögun sýrlenskra flóttamanna á Íslandi er sögð tilbúin. Gerð hennar hófst árið 2016 og átti að taka um eitt ár. Myndin fékk sex milljóna króna styrki frá æðstu stöðum í stjórnkerfinu, sem vakti athygli á sínum tíma.
5. september 2020
Bandaríski herinn taldi sig hafa drepið Baghdadi árið 2014 í loftárás á bílalest í Mosúl. Að ofan má sjá prófíl breska dagblaðsins The Guardian frá árinu 2014.
Rússar segja ISIS-leiðtoga vera fallinn
Abu Bakr al-Baghdadi féll í loftárás rússneska hersins á leiðtogafund ISIS í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda.
16. júní 2017
Sergei Lavrov og Rex Tillerson ræddu saman í dag.
Rússar hylma yfir efnavopnaárásir, segja Bandaríkin
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Moskvu. Hann er mjög gagnrýninn á þátt Rússa í átökunum í Sýrlandi. Rússar segja Bandaríkjamenn stunda áróður gegn sér og Sýrlandi.
12. apríl 2017
Varði mánuðum með sjálfsmorðssprengjumönnum
Í nýjustu mynd sinni fylgist Pål Refsdal, norskur kvikmyndagerðarmaður, með ungum mönnum sem bíða þess að fórna lífi sínu í sjálfsmorðssprengjuárásum Al-Kaída í Sýrlandi. Kjarninn spjallaði við Refsdal um myndina Dugma - The Button.
21. mars 2017