5 færslur fundust merktar „tryggingamál“

NOVIS braut aftur lög
Evrópska tryggingafélagið NOVIS, sem yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tryggt sig hjá, braut lög í fyrra samkvæmt eftirlitsaðilum, þar sem félagið stundaði of áhættusaman rekstur og hafði ekki nægilegt gjaldþol.
26. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
21. janúar 2022
„Ekki er hægt að álykta annað en að stjórnendur Sjóvár hafi sagt viðskiptunum upp til að refsa FÍB fyrir gagnrýni á fimm milljarða króna greiðslur til hluthafa tryggingafélagsins,“ segir í tilkynningu FÍB.
FÍB segir Sjóvá hafa rift samningi í hefndarskyni
Félag íslenskra bifreiðaeiganda telur Sjóvá hafa rift samningi um vegaaðstoð í hefndarskyni eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir fimm milljarða króna greiðslur til hluthafa.
21. janúar 2022
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
9. desember 2021
Auglýsingar fyrir þessa nýjung frá VÍS hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu.
Safna upplýsingum um allar ferðir notenda á prufutímabili
Þeir sem ákveða að prófa nýtt forrit sem VÍS notar til að fylgjast með aksturslagi viðskiptavina sinna þurfa að samþykkja að veita tryggingafélaginu aðgang að snjallsímagögnum um ferðir sínar á meðan prufutímabili stendur.
30. mars 2021