7 færslur fundust merktar „tíska“

Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Árið sem Íslendingar hentu minna af fötum en kínverskur tískurisi hristi upp í hlutunum
Fatasóun Íslendinga hefur dregist saman síðustu fimm ár, úr 15 kílóum á íbúa að meðaltali í 11,5 kíló. Á sama tíma blómstrar netverslun. 85 prósent Íslendinga versla á netinu og vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir.
30. desember 2022
Það virðist alltaf vera útsala á Shein. Tískurisinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið gegn reglum um vinnutíma í tveimur fataverksmiðjum. Eftir standa rúmlega þrjú þúsund verksmiðjur í Kína.
Shein „fjárfestir“ í bættum vinnuaðstæðum í fataverksmiðjum
Kínverski tískurisinn Shein viðurkennir að reglur um vinnutíma hafi verið brotnar í verksmiðjum sem fyrirtækið nýtir sér. Viðurkenningin nær þó aðeins til tveggja af yfir þrjú þúsund fataverksmiðjum sem framleiða háhraðatískuflíkur fyrir Shein.
13. desember 2022
Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Hvernig 50 ára gamlir þýskir klossar urðu það allra eftirsóttasta
Klossar frá þýska skóframleiðandanum Birkenstock af tegundinni „Boston“ hafa verið á markaðnum frá því á 8. áratugnum en hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú og eru nær ófáanlegir. Af hverju? Svarið er einfalt: TikTok.
16. október 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
25. júní 2022
Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Deila um hvort Kim Kardashian hafi skemmt kjól sem var í eigu Marilyn Monroe
Í vikunni voru birtar myndir sem sýna áttu slit á sögufrægum kjól sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala. Fyrirtækið sem lánaði kjólinn segir nýja kynslóð hafa kynnst arfleifð Marilyn Monroe í kjölfar lánsins og hafnar því að hann hafi skemmst.
19. júní 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
18. maí 2022
Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi.
H&M opnar í Smáralind í ágúst
Fyrsta verslun fatarisans sem opnar hérlendis mun verða 3.000 fermetrar, staðsett í Smáralind og selja allar fatalínur H&M.
8. maí 2017