17 færslur fundust merktar „vegagerðin“

Suðurleið færi yfir skóglendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Vilja suðurleið og þungaumferð út fyrir bæinn – „Umhverfisslys í einstöku náttúruvætti“ segir fulltrúi Miðflokks
Meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir aðalvalkost Vegagerðarinnar um veglínu að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Ráðið felldi tillögu fulltrúa Miðflokksins um íbúafund.
6. september 2022
Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Vegaframkvæmdir á Héraði munu valda „mjög miklu og óafturkræfu raski“ á gömlum birkiskógi
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar á veglínu á Héraði að gangamunna Fjarðarheiðarganga myndi valda mestu raski allra kosta á skógi og votlendi. Birkitrén eru allt að 100 ára gömul og blæaspir hvergi hærri á landinu.
25. ágúst 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
14. maí 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
13. maí 2022
Dyrhólaós er búsvæði fjölmargra fuglategunda.
Neita því að umhverfismatið sé aðeins til málamynda
Eina raunhæfa aðgerðin sem getur komið í veg fyrir mikil og neikvæð umhverfisáhrif af færslu hringvegarins í Mýrdal er að færa hann ekki niður að strönd, segir Umhverfisstofnun.
1. maí 2022
Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Fallist á matsáætlun um færslu hringvegar með ellefu skilyrðum
Mikilvægt er að forsendur færslu hringvegarins í Mýrdal séu settar fram á hlutlægan hátt og staðhæfingar studdar gögnum, segir Skipulagsstofnun sem vill nýrri gögn og nákvæmari um slysatíðni og færð á núverandi vegi.
30. apríl 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
22. janúar 2022
Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Breyta áformum og þyrma Straumstjörnum
Vegagerðin ákvað á síðustu metrum umhverfismats að endurskoða veghönnun við tvöföldun síðasta kafla Reykjanesbrautar. Straumstjörnum, sem eru einstakar á heimsvísu, verður ekki raskað.
28. desember 2021
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast
Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.
15. júlí 2021
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar
Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.
13. október 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
7. ágúst 2020
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta
Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.
29. júlí 2020
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Krefjast stöðvunar framkvæmda Vegagerðarinnar við Hljóðakletta
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera alvarlegar athugasemdir við verklag í kringum framkvæmdaleyfi og umhverfismat veglagningar við Hljóðakletta. Matið sé fjórtán ára gamalt og framkvæmdir Vegagerðarinnar ekki í samræmi við það.
23. júlí 2020
Möguleg útfærsla  fyrir mislæg vegamót við Norðlingavað.
Þrenn mislæg gatnamót á 5,3 kílómetra kafla
Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur, um 5,3 kílómetra leið. Byggð verða þrenn mislæg gatnamót og fyllingar settar í Rauðavatn. Framkvæmdasvæðið liggur um friðlýst svæði, fólkvanginn Rauðhóla.
23. maí 2020
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki
Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.
5. maí 2020
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra.
Bergþóra hæfust að mati nefndarinnar
Hæfnisnefnd um embætti forstjóra Vegagerðarinnar mat Bergþóru Þorkelsdóttur dýralækni hæfasta í starfið.
2. júlí 2018
Bergþóra verður skipuð forstjóri Vegagerðarinnar
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir verður skipuð í embætti forstjóra Vegagerðarinnar á næstu dögum.
1. júlí 2018