19 færslur fundust merktar „vestfirðir“

Nót húðuð með koparoxíði rétt eins og Arctic Sea Farm vill gera í Arnarfirði.
Vilja nota kopar á kvíar í Arnarfirði – eitrað og jafnvel skaðlegt segir Hafró
Að mati Hafrannsóknastofnunar er það áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi.
28. desember 2022
Sveitar- og bæjarfulltrúar og sveitar- og bæjarstjórar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fóru í vettvangsferð ásamt fulltrúum KPMG í haust.
Sameinað sveitarfélag yrði „sterkari rödd frá sunnanverðum Vestfjörðum“
Óformlegar viðræður um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar eru hafnar. Samgöngubætur eru eitt helsta baráttumál beggja sveitarfélaga í dag „og stærra sveitarfélag og sterkara,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
19. desember 2022
Á gervitunglamynd sem tekin var nú í september sést blóminn mjög vel í Arnarfirði.
Líklegra að blóminn tengist hnattrænni hlýnun en laxeldi
Hafrannsóknarstofnun telur að þörungablómi í fjörðum á Vestfjörðum, sem ekki hefur áður sést að hausti í íslenskum firði, sé ekki tilkominn vegna sjókvíaeldis. Loftslagsbreytingar séu líklegri skýring.
18. september 2022
Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Sveitarfélag með stórfellt fiskeldi geti setið uppi með engar tekjur af nýtingu fjarðarins
Skorað er á stjórnvöld að endurskoða regluverk um sjókvíaeldi og tryggja að tekjur af eldinu renni til sveitarfélaganna þar sem það er stundað í ályktun sem samþykkt var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.
24. október 2021
Tryggvi Felixsson
Vegagerð um Teigsskóg – íslensk náttúra á útsölu
4. september 2021
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
23. október 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
21. september 2020
Gylfi Ólafsson á skrifstofu  sinni á Ísafirði.
„Þá féll spilaborgin alveg“
Á hjúkrunarheimilinu Bergi sjást lítil ummerki um kórónuveiruna sem tuttugu íbúar og starfsmenn sýktust af. Þau sjást helst á máðum gólfum eftir stöðuga þvotta. „Þetta var náttúrlega alvarlegt. Það dó fólk og það var mikil sorg og hræðsla.“
25. júní 2020
Dæmi um sýnileika eldiskvía. Myndin tekin af áningarstaðnum við Kambsnes.
Arnarlax telur „ósennilegt“ að eldi í Djúpinu skaði villta laxastofna
Fjögur fyrirtæki vilja framleiða samtals um 25.700 tonn af eldisfiski árlega í Ísafjarðardjúpi. Samlegðaráhrifin yrðu margvísleg auk þess sem hætta á sjúkdómum og erfðablöndun við villta laxastofna eykst.
13. maí 2020
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki
Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.
5. maí 2020
Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum.
Smitum enn að fjölga á Vestfjörðum
Alls eru nú 74 tilfelli COVID-19 skráð á Vestfjörðum. Tvö ný smit voru greind í gær, bæði hjá fólki sem hefur tengsl við hjúkrunarheimilið Berg.
14. apríl 2020
Íbúi á hjúkrunarheimili í Bolungarvík lést vegna COVID-19
Karlmaður á níræðisaldri, íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, lést í gær eftir að hafa smitast af COVID-19. Sex manns hafa nú látist eftir að hafa smitast af sjúkdómnum hér á landi.
6. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
5. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
1. apríl 2020
Svaf á fjörutíu sentímetra löngum steinbít
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur er komin suður eftir reglubundna vettvangsferð að vetri í friðlandið á Hornströndum. Hún segir okkur sögur af brimsköflum sem skoluðu reiðinnar býsn af sjávarfangi á land svo refirnir urðu saddir og sælir.
31. mars 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
21. febrúar 2020
Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Landsvirkjun ætlar ekki í Austurgilsvirkjun
Landsvirkjun hefur ákveðið að undangenginni skoðun á fyrirhugaðri Austurgilsvirkjun að halda ekki áfram með verkefnið af sinni hálfu. Forsvarsmaður verkefnisins segir að næstu skref verði tekin eftir afgreiðslu rammaáætlunar.
4. febrúar 2020
Karolina Fund: Litlir staðir, stórar hugmyndir
Karolina Fund-verkefni vikunnar er vefritið ÚR VÖR, sem fjallar um hvernig fólk alls staðar að af landinu notar skapandi aðferðir til úrlausna á verkefnum.
11. nóvember 2018
Snúa þarf vörn í sókn á Vestfjörðum
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í júní um málefni Vestfjarða leggur til að innviðafjárfestingar verði auknar til muna í landshlutanum.
21. september 2016