17 færslur fundust merktar „ÁTVR“

Fjöldi brugghúsa um allt land gætu löglega hafið smásölu á bjór beint til gesta sinna ef frumvarp dómsmálaráðherra yrði að veruleika. Mynd úr brugghúsi Kalda á Árskógssandi.
Hættulegt lýðheilsu þjóðarinnar að brugghús fái að selja bjór beint frá býli
ÁTVR ítrekar andstöðu sína við það að brugghús fái að selja bjór í smásölu á framleiðslustað og segir frumvarp dómsmálaráðherra um efnið til þess fallið að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis líði undir lok.
8. júní 2022
Ólíklegt er að Vínbúð opni á Fiskislóð 10 á Granda, samkvæmt aðstoðarforstjóra ÁTVR.
ÁTVR og Reitir hafa ekki náð saman og „ólíklegt“ að það verði Vínbúð á Fiskislóð
Samningaviðræður ÁTVR um að taka húsnæði í eigu Reita við Fiskislóð 10 á leigu undir Vínbúð hafa ekki skilað árangri. Atvinnuhúsnæðið, sem er í eigu Reita, hefur verið auglýst til leigu á fasteignavefjum.
6. júní 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
19. maí 2022
Borgarstjóri segir forstjóra ÁTVR hafa lofað því að það verði áfram Vínbúð í miðborginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR hafi handsalað það á fundi að jafnvel þótt Vínbúðin í Austurstræti myndi loka yrði auglýst eftir 1-2 nýjum staðsetningum fyrir Vínbúðir í miðborg Reykjavíkur.
6. apríl 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja skylda ÁTVR til að eiga samráð við sveitarfélög um staðsetningu Vínbúða
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa lagt fram frumvarp sem myndi gera ÁTVR skylt að hafa samráð við sveitarfélög um staðarval undir nýjar Vínbúðir. ÁTVR leist mjög illa á frumvarpið þegar það var áður lagt fram árið 2019.
1. mars 2022
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Framsóknar vilja að ÁTVR fái heimild til að hafa opið á sunnudögum
Sex þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að áfengisútsölustöðum verði heimilt að hafa opið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Þau telja það ekki samræmast tíðarandanum að útsölustöðum sé bannað með lögum að hafa opið.
21. febrúar 2022
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
26. nóvember 2021
ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
Vínbúðin gagnrýnd fyrir að leita sér að bílvænni stað í miðborginni
Fréttir af því að ÁTVR kanni möguleikann á að finna nýjan stað undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ýmsum. Ríkisfyrirtækið hefur áður sætt gagnrýni fyrir að reka stefnu sem miði að því að fólk komi keyrandi að kaupa vín.
27. október 2021
ÁTVR hefur lagt fram kæru gegn Arnari og fyrirtækjum hans fyrir meint skattsvik.
Krefur forstjóra ÁTVR um opinbera afsökunarbeiðni í prent- og netmiðlum
Vínkaupmaðurinn Arnar Sigurðsson fer fram á að Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR biðji hann opinberlega afsökunar og afturkalli kærur sem lagðar hafa verið fram gagnvart honum og fyrirtækjum hans.
19. júlí 2021
ÁTVR borgaði Rolf Johansen bætur fyrir að hætta að kaupa neftóbakið Lunda
Fyrir tæpum áratug ætluðu nokkrir aðilar að fara í samkeppni við ÁTVR í sölu á löglegu neftóbaki, sem þó var aðallega notað sem munntóbak. ÁTVR brást við með því að hætta innkaupum á vörum samkeppnisaðila.
10. júní 2021
Faraldurinn stórjók áfengiskaup hjá ÁTVR en neftóbakssalan hrundi
ÁTVR stendur í stórræðum. Síðasta rekstrarár reyndist langt um betra en reiknað var með þar sem landsmenn keyptu nær allt áfengi sem þeir neyttu í vínbúðum fyrirtækisins. Það ástand mun ekki vera til lengdar og neftóbakssala ÁTVR hefur hrunið. A
2. júní 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
17. maí 2021
Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
ÁTVR bregst við aðfinnslum yfirvalda og hleypir inn 25 að hámarki
ÁTVR hefur ákveðið að hámarka fjölda viðskiptavina í stærstu verslunum sínum frekar, til að koma til móts við sóttvarnayfirvöld. Áfengi er skilgreint sem matvara í lögum og fellur því undir undanþáguákvæði í reglugerð ráðherra um samkomutakmarkanir.
3. nóvember 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
22. janúar 2020
Gera ráð fyrir mannmergð í ÁTVR fyrir verslunarmannahelgi
Í fyrra seldust um 767 þúsund lítrar af áfengi og um 137 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar vikuna fyrir verslunarmannahelgi.
30. júlí 2018
Saga ÁTVR gefin út 13 árum eftir að ritun hennar hófst
Saga ÁTVR verður gefin út í næstu viku að sögn aðstoðarforstjóra ÁTVR. Árið 2016 var áætlað að kostnaður við verkefnið myndi nema 22 milljónum.
27. apríl 2018
Ungt fólk, á aldrinum 16 til 25 ára, eyðir að meðaltali um 5.000 krónum í Vinbúðinni á mánuði.
Drekka meira með aldrinum
Íslendingar eyða hærri upphæðum í Vínbúðinni eftir því sem þeir eldast. Samkvæmt tölum Meniga eyðir fólk yfir 66 ára aldri að meðaltali um 11 þúsund krónum í áfengi þar í mánuði.
24. mars 2016