12 færslur fundust merktar „íran“

Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
7. desember 2022
Elnaz Rekabi bar ekki slæðu við keppni á asíska meistaramótinu í klifri um síðustu helgi. Írönsk stjórnvöld þvinguðu hana til að biðjast afsökunar.
Íþróttakonur sem hafa ekki frelsi til að velja
Mótmælendur í Íran hafa í mánuð barist fyrir frelsi kvenna til að velja. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hafði ekki frelsi til að velja þegar hún var þvinguð til að biðjast afsökunar á að bera ekki slæðu við keppni. Og hún er ekki ein.
23. október 2022
Ólafur Páll Jónsson
Stuðningur við íranskar konur og baráttu þeirra fyrir mannréttindum
21. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
1. október 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
26. september 2022
Mahsa Amini var 22 ára gömul Kúrdi sem lést í haldi siðgæðislögreglu í Íran í síðustu viku. Andlát hennar hefur leitt til feminískrar byltingar þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Dauði saklausrar konu kornið sem fyllti mælinn
Að sjá saklausa konu drepna að ástæðulausu var kornið sem fyllti mælinn hjá írönsku þjóðinni að mati Írana sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir nokkrum árum. Hræðsla stöðvar ekki þátttöku í mótmælum þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
25. september 2022
Kona á gangi fyrir framan veggmynd í Teheran þar sem valdatafli Bandaríkjanna er mótmælt.
Tekst Biden að endurnýja kjarnorkusamkomulagið við Íran?
Bandaríkjastjórn vinnur nú að því að ganga aftur inn í kjarnorkusamkomulagið við Íran um leið Joe Biden reynir að gera utanríkisstefnuna faglegri. Spurningin er hvort Bandaríkin séu föst í gömlu fari sem muni verða Biden fjötur um fót.
7. febrúar 2021
Trudeau: Líklega var vélin skotin niður
Forsætisráðherra Kanada hefur krafist þess að ítarlega verði rannsakað hvernig á því stóð, að 737 800 farþegaþota hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að allir um borð létust, þar á meðal 63 Kanadamenn.
9. janúar 2020
Stór hluti farþega sem lést í Íran frá Kanada
Forsætisráðherra Kanada segir öllum steinum verði velt við til að fá upplýsingar um það hvers vegna 737 Boeing vél brotlenti í Íran. Allir um borð létust, þar af 63 þrír Kanadamenn.
8. janúar 2020
Morðið í Miðausturlöndum sem orsakað gæti styrjöld
Hann er sagður arkítekt stríðsins í Sýrlandi, vera hugmyndasmiður utanríkisstefnu Írans og áhrifamaður í stjórnmálum um öll Miðausturlönd. Nú er hann allur.
6. janúar 2020
Hassan Rouhani, forseti Írans.
Íranir svara Trump með hugsanlegum mótaðgerðum
Stjórnvöld í Teheran í Íran hafa sagst munu banna allan olíuútflutning úr Persaflóa fari Bandaríkin í harkalegar aðgerðir gegn landinu.
24. júlí 2018
Hassan Rouhani, nýkjörinn forseti Íran.
Endurkjör Rouhani og opnun Íran
Hassan Rouhani vann stórsigur í forsetakosningunum í Íran um síðustu helgi. Rouhani, sem er umbótasinni, hefur heitið því að halda áfram opnun Íran eftir tímamótasamninga við Bandaríkin um afnám verslunarþvingana gegn stöðvun á kjarnorkuáætlun landsins.
26. maí 2017