90 færslur fundust merktar „íslandsbanki“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Hádegisverður eigi ekki að varpa mikilli rýrð á störf Bankasýslunnar
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hádegisverðir, eins og starfsmenn Bankasýslunnar þáðu frá fjármálafyrirtækjum í tengslum við störf sín í aðdraganda sölu hluta Íslandsbanka, varpi ekki rýrð á störf hennar.
20. október 2022
Fá lengri frest til að skila umsögn um bankaskýrslu
Að beiðni Bankasýslu ríkisins hefur Ríkisendurskoðun veitt umsagnaraðilum framlengdan frest til 25. október til að skila umsögn um drög að skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
17. október 2022
Jón Gunnar Jónsson formaður Bankasýslunnar.
„Þetta er í vinnslu“
Formaður Bankasýslunnar segir að ekkert liggi fyrir á þessari stundu hvað minnisblað varðar um gjafir og greidda hádegisverði í kjöl­far eða í aðdrag­anda beggja útboða sem fram hafa farið með hluti rík­is­ins í Íslands­banka.
8. júlí 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Úttekt á bankasölunni enginn endapunktur á málinu
Rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni reyndist ekki sú hraðleið sem ríkisstjórnin hélt fram, segir þingflokksformaður Pírata. Þingmaður Samfylkingarinnar segir seinkun á niðurstöðunni ekki koma á óvart.
21. júní 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
20. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Breyti engu hvort einhver hafi viðrað áhyggjur – það sé niðurstaðan sem gildi
Innviðaráðherra segir að „menn hafi viðrað vangaveltur“ og „rætt efasemdir“ um aðferðafræðina í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka áður en hún átti sér stað en það breyti auðvitað engu því niðurstaðan varð sú sem hún varð.
2. maí 2022
Sigríður Á. Andersen.
Tilvalið að dreifa hlutum í Íslandsbanka til almennings í næsta skrefi
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokk sinn lengi hafa talað fyrir því að dreifa hlutum úr ríkisbönkum til almennings. VG og Framsókn hafi hins vegar skotið þessa hugmynd í kaf.
1. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Erum á viðkvæmum stað þegar kemur að trausti“
Þingmaður VG segist vera tilbúinn til þess að farið verði ofan í hvern krók og kima á Íslandsbankasölunni. Hún vill í kjölfarið af rannsókn að ákvarðanir verði teknar um hvernig betur megi standa að sölu ríkiseigna.
30. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Finnst sérfræðingarnir hafa brugðist
Innviðaráðherra segist vera svekktur út í sjálfan sig eftir Íslandsbankasöluna. Hann segir að lærdómur þeirra sem eru í pólitík sé einfaldlega sá „að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“.
29. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Á hvaða forsendum ríkisstjórnin tók ákvörðun um sölu á Íslandsbanka
28. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja: Fjármála- og efnahagsráðherra þegar byrjaður að axla ábyrgð
Viðskiptaráðherra telur að Bjarni Benediktsson sé þegar byrjaður að axla ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið.
28. apríl 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Hugsi eftir fundinn með Bankasýslunni – „Við þurfum væntanlega að endurskoða lögin“
Formaður fjárlaganefndar segir það áhyggjuefni að Bankasýsla ríkisins hafi ekki getað aflað upplýsinga um fjárfesta sem gerðu tilboð í bréfin í Íslandsbanka og höfðu jafnvel skuldsett sig fyrir kaupum.
27. apríl 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til að selja ríkiseignir
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka sé „sannarlega dýrkeypt mistök fyrir íslenskt samfélag“. Ríkisstjórnin eigi eftir að svara því hvort afleiðingar mistakanna verði minni uppbygging innviða eða skattahækkanir.
27. apríl 2022
Oddný G. Harðardóttir
Brask og brall
26. apríl 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Vinstri græn og Framsókn hafa gengið inn í fullmótað kerfi Sjálfstæðisflokksins“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn hafi afsalað sér áhrifum til Sjálfstæðisflokksins og að Katrín Jakobsdóttir sé hætt í pólitík.
26. apríl 2022
Af vanhæfi
None
26. apríl 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: „Hvað tekur við?“
Formaður Miðflokksins segir að svo virðist sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn hafi hist á fundi um páskana og sagt: „Eitthvað þurfum við að gera. Þetta er eitthvað, gerum það.“ – Og í framhaldinu ákveðið að leggja Bankasýslu ríkisins niður.
25. apríl 2022
Sjálfstæðisflokkurinn „holdgervingur“ eitraðs kokteils íslensks viðskiptalífs og stjórnmálalífs
Þingflokksformaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálfstæðisflokknum til valda og Bjarna Benediktssyni í fjármálaráðuneytið. Þær ræddu Íslandsbankasöluna í óundirbúnum fyrirspurnatíma.
25. apríl 2022
Fundinum hefur verið frestað fram á miðvikudag.
Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis og Bankasýslu ríkisins frestað
Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis og Bankasýslu ríkisins, þar sem Bankasýslan átti að leggja fram skýrslu um sölu Íslandsbanka, hefur verið frestað um tvo daga.
24. apríl 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Óteljandi spurningum enn ósvarað
Þingmaður Samfylkingarinnar spyr hvers vegna fjármálaráðherra hafi ekki leiðrétt þær upplýsingar sem Alþingi fékk frá Bankasýslunni um að hann yrði „upplýstur að fullu leyti um hverja sölu“ ef hann ætlaði sér alltaf að samþykkja söluna með „lokuð augun“.
20. apríl 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Ótrúlegt hvað þessir stjórnarliðar leita langt til þess að snúa öllu á hvolf“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar halda áfram að gagnrýna viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vendingum vikunnar varðandi Íslandsbankasöluna.
20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir málflutning stjórnarandstæðinga beinlínis rangan
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það skipti máli að horfa á heildarmyndina varðandi söluna á Íslandsbanka og segir það rangt að hann hafi þurft að fara yfir hvert og eitt tilboð í útboðinu.
20. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Ráðherrar hafi ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu og stjórnvöld verið ítarlega upplýst
Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar segir að framkvæmd útboðsins í Íslandsbanka hafi verið „í nánu samstarfi við stjórnvöld“, sem hafi verið „ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru“ og ekki komið fram með neina formlega gagnrýni.
19. apríl 2022
Krefjast þess að þing komi saman
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent forsætisráðherra og forseta Alþingis bréf þar sem þess er krafist að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á Íslandsbanka.
19. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að rifta Íslandsbankasölunni
Forsætisráðherra ræðir við Kjarnann um Íslandsbankasöluna, m.a. hvort hún hafi rýrt traust almennings til stjórnmálanna og hvort fjármálaráðherra þurfi að víkja.
19. apríl 2022
Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Sömu víkingarnir, sama spillingin
16. apríl 2022
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands.
Segir söluna á Íslandsbanka sukk og svínarí – „Spillingin gerist vart svæsnari“
Fyrrverandi forsætisráðherra tjáir sig með afgerandi hætti á Facebook um Íslandsbankasöluna. „Það er ekki nóg með að skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn heldur virðast dyr lánastofnana hafa staðið þeim opnar til lántöku fyrir góssinu.“
14. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Þögn ráðherra yfir páskahátíðina mun ekki kæfa kröfur um svör“
Þingmaður Viðreisnar segir að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þurfi að svara spurningum um það hvort þau hafi vitað af áhyggjum viðskiptaráðherra varðandi Íslandsbankasöluna og geti þar af leiðandi ekki verið á flótta undan fjölmiðlum.
14. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Boða til mótmæla – „Bjarna Ben burt, spillinguna burt“
Mótmælendur hyggjast hittast á Austurvelli á morgun og krefjast þess að einhverjar afleiðingar verði af Íslandsbankasölunni.
14. apríl 2022
Atli Þór Fanndal
Bjarni hunsaði allar viðvaranir
12. apríl 2022
Nýr ríkisendurskoðandi kosinn í maí – Skil á úttekt á sölu hluta Íslandsbanka áætluð í júní
Sérstök ráðgjafarnefnd hefur verið skipuð vegna kosningar ríkisendurskoðanda sem fyrirhuguð er í maí. Embættið á að skila Alþingi niðurstöðu á úttekt á útboði og sölu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka í júní.
11. apríl 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Vinnubrögðin kalla á afsögn ráðherrans“
Þingmaður Samfylkingarinnar segist hafa verið á móti því að selja hlut í Íslandsbanka og að fjármálaráðherra þurfi að „axla ábyrgð á þessu klúðri öllu“.
11. apríl 2022
Helga Vala og Halldóra voru fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Sprengisandi.
Saka stjórnarliða um að skauta framhjá skýrri ábyrgð fjármálaráðherra
Stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi eru ósammála um ábyrgð fjármálaráðherra vegna sölu Bankasýslunnar í hlut í Íslandsbanka. Minnihlutinn vill að Vinstri græn styðji þau í að koma á fót rannsóknarnefnd Alþingi vegna málsins.
10. apríl 2022
Færsla Páls hafði ekki staðið í klukkustund þegar hún hafði vakið mikla athygli og hörð viðbörgð.
„Tók snúning“ og græddi 10 milljónir á Íslandsbanka á einni nóttu
Páll Magnússon segir frá kunningja sínum sem var boðið að „taka snöggan snúning á Íslandsbanka“ 22. mars síðastliðinn. Hann seldi hlutinn aftur morguninn eftir og græddi 10 milljónir.
9. apríl 2022
Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
Réttast að forstjóri og stjórn Bankasýslunnar víki til þess að endurheimta traust
Þingmaður Vinstri grænna telur gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hafi staðið að sölu í hluta í Íslandsbanka. Hann telur að til að auðvelda endurheimt trúverðugleika stofnunarinnar verði forstjóri og stjórn hennar að víkja.
9. apríl 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn óska eftir því að gert verði hlé á þingfundi – „Við verðum að taka þetta alvarlega“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ásamt öðrum þingmönnum, hefur óskað eftir því að formenn flokka á þingi setjist niður og taki ákvörðun um það að fram fari fagleg rannsókn á sölunni á Íslandsbanka í ljósi orða Sigríðar Benediktsdóttur.
8. apríl 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjáflstæðisflokksins.
Nagar sig í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt spurninga í fjárlaganefnd
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd segist vera svekkt út af lista yfir kaupendur Íslandsbanka. Hún stóð í þeirri meiningu að verið væri fyrst og fremst að leita eftir stórum og öflugum fjárfestum.
8. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Útboðið í ósamræmi við tilmæli OECD um einkavæðingu
Þátttaka söluráðgjafa í lokuðu útboði Íslandsbanka er ekki í samræmi við tilmæli OECD um hvernig eigi að standa að einkavæðingu á fyrirtækjum í ríkiseigu. Stofnunin segir mikilvægt að rétt sé farið að slíkri sölu til að koma megi í veg fyrir spillingu.
8. apríl 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Eigum við ekki að ræða um orðspor?“
Þingmaður Viðreisnar var harðorður á Alþingi í morgun þegar hann spurði fjármálaráðherra hvort hægt væri að tala um traust og heilbrigt eignarhald eftir atburðarásina í kringum útboð á hlut Íslandsbanka.
7. apríl 2022
Kristrún sagði ekkert að marka í tilsvörum Bjarna um sölu Íslandsbanka.
Einhver verði dreginn til ábyrgðar fyrir stjórnlaust útboð á ríkiseign
Kristrún Frostadóttir sakar fjármálaráðherra um að vera á sjálfsstýringu í kjölfar þess sem hún kallar stjórnlaust útboð á ríkiseign og segir hann eiga að hleypa öðrum að, hafi hann ekki áhuga á því að taka pólitíska forystu í málinu.
7. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill fá Ríkisendurskoðun til að skoða Íslandsbankasöluna
Fjármálaráðherra leggur til að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið á hlut í Íslands­banka. Þingflokksformaður Pírata spyr af hverju ætti að leyfa ráðherranum að halda áfram að skipta sér af ríkissjóði þegar föður hans tókst að kaupa hlut í bankanum.
7. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segist ekki hafa vitað af þátttöku föður síns í útboðinu
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hann hafi ekki komið að ákvörðun um út­hlut­un til ein­stakra aðila í útboði Bankasýslu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. „Banka­sýsl­an er sjálf­stæð stofn­un sem út­fær­ir söl­una í sam­ræmi við lög sem gilda.“
7. apríl 2022
„Við viljum ekki að sagan end­ur­taki sig“
Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerðu sölu Íslandsbanka að umtalsefni á þinginu í dag. Allir vilja þeir að upplýst verði hverjir keyptu og að gagnsæi ríki um söluna.
6. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ekki sammála því að við blasi augljós spilling
Forsætisráðherra er ekki sammála formanni Samfylkingarinnar um að salan á Íslandsbanka hafi verið „augljós spilling“ en þau eru sammála um það að almenningur verði að vita hverjir keyptu bankann.
4. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Lagði áherslu á annað en eingöngu hæsta verðið – „Meinti það sem ég sagði“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hann hafi alltaf viljað heilbrigt eignarhald á Íslandsbanka. Það þýði m.a. að áherslan sé ekki á hæsta verðið heldur dreifða eignaraðild.
23. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni hefur ákveðið að hefja söluferli Íslandsbanka
Ákvörðun ráðherra byggir á fyrirliggjandi greinargerð sem lögð var fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingi og felur í sér að bankinn skuli seldur í áföngum fyrir árslok 2023.
18. mars 2022
Fulltrúar stjórnarandstöðuþingmanna í efnahags- og viðskiptanefnd.
Minnihlutinn gagnrýnir fyrirhugað söluferli á Íslandsbanka
Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins gagnrýndu áform um fyrirhugaða sölu ríkisins á Íslandsbanka í umsögn til Bjarna Benediktssonar. Einn þeirra mælti með því að annar ráðherra sæi um söluna, í ljósi fyrri tengsla Bjarna við bankann.
18. mars 2022
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Hraðar uppgreiðslur og minni eftirspurn skýri minni útlán
Útlán Íslandsbanka til byggingargeirans hafa lækkað, en samkvæmt bankanum er ástæðan ekki sú að hann hafi synjað verkefnum. Frekar megi skýra minnkunina með minni eftirspurn og hraðari uppgreiðslum lántakenda.
29. október 2021
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni fyrr á þessu ári.
Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað meira en í öllum öðrum bönkum á Norðurlöndunum
Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um í kringum sjö þúsund frá útboði. Markaðsvirði bankans hefur á sama tíma aukist um 60 prósent og þeir sem hafa selt sig út hafa getað tekið út góða ávöxtun á fjárfestingu sinni á rúmum fjórum mánuðum.
29. október 2021
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Hluturinn sem var seldur í Íslandsbanka í júní hefur hækkað um 31 milljarð króna
Bréf í Íslandsbanka hafa hækkað um 56 prósent frá útboði á hlutabréfum bankans, sem lauk fyrir tveimur mánuðum. Þúsundir hafa þegar selt hlutina sína og leyst út skjótfenginn gróða.
16. ágúst 2021
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
None
25. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
23. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
22. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
21. júní 2021
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Níföld eftirspurn eftir bréfum í Íslandsbanka og hluthafar verða 24 þúsund
Alls fengust 55,3 milljarðar króna fyrir 35 prósent hlut í Íslandsbanka sem þýðir að markaðsvirði hans er 158 milljarðar króna, eða 85 prósent af eigin fé bankans. Fjöldi hluthafa verður sá mesti í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti hefjast.
16. júní 2021
Ríkið fær yfir 50 milljarða króna fyrir hlutinn í Íslandsbanka
Líkur eru fyrir því að lægri boð en 79 krónur á hlut fyrir bréf í Íslandsbanka verði ekki samþykkt.
14. júní 2021
Hverjir eru nýju erlendu eigendur Íslandsbanka?
Tveir erlendir fjárfestingasjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa meira en 5 prósent í Íslandsbanka í yfirstandandi hlutafjárútboði. Hvers konar sjóðir eru þetta?
7. júní 2021
Fjórir búnir að skuldbinda sig til að kaupa 10 prósent í Íslandsbanka
Íslandsbanki tilkynnti fyrr í dag að útboð bankans hæfist klukkan 9 í morgun og að því lyki á þriðjudaginn í næstu viku. Tveir íslenskir lífeyrissjóðir og tveir erlendir fjárfestar hafa skuldbundið sig í að kaupa 10 prósent í bankanum.
7. júní 2021
Stefnt er að hlutafjárútboði og skráningu Íslandsbanka í næsta mánuði.
Stefnt að útboði Íslandsbanka fyrir lok júní
Að öllu óbreyttu gæti hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað farið fram fyrir lok næsta mánaðar, en Bankasýsla ríkisins og bankinn staðfesta áform sín um þetta í tilkynningu í dag.
27. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Spá yfir 3 prósenta vöxtum innan tveggja ára
Íslandsbanki býst við að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir næstu mánuðina, en hækki svo jafnt og þétt frá síðasta fjórðungi ársins fram að árslokum 2023.
26. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
5. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
10 staðreyndir um uppgjör þriggja stærstu bankanna
Þrír stærstu bankarnir skiluðu milljarðahagnaði í fyrra, þrátt fyrir virðisrýrnun á útlánasafni þeirra. Hagnaðurinn var meðal annars til kominn vegna útlánaaukningar og fækkun 260 stöðugilda. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir úr reikningum bankanna.
12. febrúar 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Hagnaður Íslandsbanka tvöfaldaðist á síðasta ársfjórðungi
Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna á síðasta fjórðungi ársins 2020. Það er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili árið á undan.
10. febrúar 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni býst ekki við að Bankasýslan mæli með arðgreiðslum
Fjármálaráðherra þykir það ekki líklegt að Bankasýsla ríkisins mæli með því að Íslandsbanki greiði út arð áður en ríkið selji eignarhlut sinn í því í sumar.
2. febrúar 2021
Indriði H. Þorláksson
Að selja banka eða ekki – það er efinn
29. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
21. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
20. janúar 2021
Umfram eigið fé Íslandsbanka er tæplega 58 milljarðar króna
Kannað verður hvort það sé hagkvæmt að greiða út það eigið fé sem Íslandsbanki á umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins áður en að bankinn verður seldur. Það er rétt tæplega þriðjungur af öllu eigin fé bankans, sem er alls 182,6 milljarðar króna.
20. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
18. janúar 2021
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Leggja á ný til að ríkið selji hluta Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins lagði í dag fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tillaga um sölu bankans var afturkölluð vegna óvissu í efnahagsmálum í mars, en nú er lagt til að ráðist verði í almennt útboð.
17. desember 2020
Byggingin hefur staðið auð frá því árið 2017.
Húsið ekki rifið fyrr en skipulagsvinnu lýkur
Rakaskemmt stórhýsi Íslandsbanka á Kirkjusandi mun ekki verða rifið fyrr en skipulagsvinnu reitsins lýkur, en bankinn vinnur að skipulagi á svæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið hefur verið autt síðan árið 2017.
16. nóvember 2020
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Engin bankakreppa
Ólíkt síðustu efnahagskreppu má ekki sjá samdráttarmerki í þremur stærstu bönkum landsins, sem hafa allir skilað milljarðahagnaði það sem af er ári. Hvernig má það vera?
3. nóvember 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
29. október 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
29. september 2020
Grundvallarbreyting gerð á eigendastefnu ríkisins gagnvart Landsbankanum
Málamiðlun virðist hafa náðst milli stjórnarflokkanna sem gerir það kleift að hægt verði að hefja sölu á Íslandsbanka á yfirstandandi kjörtímabili. Í henni felst grundvallarbreyting á eigendastefnu varðandi Landsbankann.
2. mars 2020
Allir formenn stjórnarflokkanna tilbúnir að hefja sölu Íslandsbanka
Leiðtogar allra þeirra flokka sem standa að sitjandi ríkisstjórn hafa lýst yfir áhuga á að hefja söluferli á öðrum ríkisbankanum í nánustu framtíð. Ferlið gæti orðið flókið þar sem æskilegir kaupendur eru ekki sýnilegir.
10. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín segir skynsamlegt að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka
Forsætisráðherra staðfestir að rætt hafi verið um væntanlegt söluferli á hlut í Íslandsbanka á vettvangi ráðherranefndar um efnahagsmál. Hún segir það ekki ríkisins að ákveða hverjir kaupa. Fjármála- og efnahagsráðherra vill selja að minnsta kosti 25%.
6. febrúar 2020
Cintamani gjaldþrota og Íslandsbanki selur lagerinn
Íslandsbanki hefur auglýst allan vörulager Cintamani, skráð vörumerki fyrirtækisins og lén þess til sölu.
29. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað
Bjarni Benediktsson segir að það sé ekki hægt að fullyrða að Íslandsbanki verði seldur á þessu kjörtímabili. Hann vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað og selja ríkið smátt og smátt niður. Það þurfi að skoða aðra möguleika.
20. nóvember 2019
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Íslandsbanki segir upp 20 manns
Það eru uppsagnir víðar en hjá Arion banka í íslensku bankakerfi. Íslandsbanki, sem er í eigu íslenska ríkisins, hefur sagt upp 20 manns í dag og alls 26 manns í þessum mánuði.
26. september 2019
Lagt til að selja að minnsta kosti 25 prósent í Íslandsbanka í útboði
Bankasýsla ríkisins segir tvær leiðir til að selja Íslandsbanka, annað hvort í gegnum hlutafjárútboð þar sem hann yrði seldur í minni bitum eða í gegnum uppboð þar sem kæmi til greina að selja hann í heilu lagi.
4. september 2019
Riaan Dreyer nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka
Riaan starfaði áður sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka og við hugbúnaðarlausnir hjá Meniga.
15. júlí 2019
Fyrir einu ári síðan: Handtökur og húsleitir vegna Skeljungsmálsins
Embætti héraðssaksóknara réðst fyrir einu ári í umfangsmiklar aðgerðir vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
8. júní 2019
Edda Hermannsdóttir tekur einnig yfir markaðsmálin hjá Íslandsbanka
Markaðsstjóri Íslandsbanka er hættur störfum. Markaðsmál hafa verið sameinuð samskiptum og greiningu innan bankans.
15. janúar 2019
Brynjólfur Stefánsson
Fjárfestingar í grænni framtíð
19. desember 2018
Skeljungsfléttan sem gerði fimm einstaklinga ofurríka
Embætti héraðssaksóknara réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
9. júní 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Havila færir niður virði skipaflotans um 21 milljarð króna
17. febrúar 2016