14 færslur fundust merktar „ítalía“

Giorgia Meloni verður fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu.
Andstæðingur samkynja hjónabanda vill verða leiðtogi allra Ítala
Hún stofnaði stjórnmálaflokk sem á rætur að rekja til flokks sem stofnaður var úr rústum fasistaflokks Mussolini. En hún segir ítalskan fasisma heyra sögunni til. Giorgia Meloni verður fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.
2. október 2022
Kona stendur við lík manns eftir árás Rússa í borginni Kharkiv.
„Gagnslaust“ að tala við Pútín
Forsætisráðherra Ítalíu segir það „tímaeyðslu“ að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir viðskiptaþvinganir hingað til engu hafa skilað. „Evrópa heldur áfram að fjármagna Rússland með því að kaupa olíu og gas.“
18. apríl 2022
Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Freyðir í munni en eyðir jörð
Aðeins nokkrum vikum eftir að hæðirnar umhverfis ítalska þorpið Miane voru settar á heimsminjaskrá UNESCO fóru undarlegir hlutir að gerast. Það hafði þó ekkert með UNESCO að gera heldur hið heimsfræga freyðivín prosecco.
11. september 2021
Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Drápsgasið í Pompei
Árið 79 varð mikið gos í eldfjallinu Vesúvíusi á Ítalíu. Bærinn Pompei grófst undir ösku og tvö þúsund létust úr gaseitrun. Ný rannsókn sýnir að það tók gasið aðeins 17 mínútur að gera út af við íbúana.
28. mars 2021
Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu
Mario Draghi fær stjórnarmyndunarumboð
Fyrrum seðlabankastjóri Evrópu hefur fengið leyfi til þess að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu. Þó er erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem ýmsir stjórnmálaflokkar þar í landi eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart stjórn með hann í fararbroddi.
3. febrúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
17. janúar 2021
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
12. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
4. júlí 2020
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
24. mars 2019
Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, tekur hér í höndina á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Forseti Framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, fylgist með.
Störukeppni milli Ítalíu og ESB
Hvorki ítölsk stjórnvöld né yfirstjórn ESB virðast ætla að gefa sig í deilu um fjármál Ítalíu á næsta ári. Sérfræðingar eru uggandi yfir stöðunni, en þeir telja hana geta stefnt Evrópusamstarfi í hættu og styrkt málstað þjóðernissina víða um álfuna.
4. nóvember 2018
Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
„Fátæktinni útrýmt“ með nýjum fjárlögum
Fyrsta fjármálafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu verður tekið fyrir á þingi næstu dagana. Samkvæmt formanni eins ríkisstjórnarflokksins mun frumvarpið marka útrýmingu fátæktar í landinu, en aðrir eru ekki jafnsannfærðir um það.
30. september 2018
Óttast að tugir séu látnir í Genúa eftir að brú hrundi
Mikil umferð var á brúnni þegar hún hrundi skyndilega.
14. ágúst 2018
Ítölsk stjórnvöld koma bankakerfinu til bjargar
Ítalskir bankar standa höllum fæti. Margar af elstu bankastofnunum landsins þurfa á aðstoð að halda til að koma í veg fyrir fall þeirra.
23. desember 2016
Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Ósigur Renzi og næstu skref á Ítalíu
Paolo Gentiloni var á sunnudaginn síðastliðinn útnefndur nýr forsætisráðherra Ítalíu og hefur staðið í ströngu þessa viku við að skipa nýja ríkisstjórn. Hún er sú 64. í röðinni eftir seinni heimsstyrjöld.
17. desember 2016