12 færslur fundust merktar „íþátíð“

Í þá tíð… Villibarnið Viktor frá Aveyron
Fyrir rúmum 200 árum fannst drengur í skóglendi í Suður-Frakklandi. Hann hafði greinilega verið á eigin vegum frá fjögurra eða fimm ára aldri og var algerlega mállaus. Læknir einn reyndi að kenna honum að tala og lifa í samfélagi manna.
21. janúar 2018
Recy Taylor var numinn á brott og nauðgað af hópi manna í Alabama árið 1944.
Í þá tíð… Grunnurinn að réttindahreyfingu lagður eftir hræðilega árás
Recy Taylor var nauðgað af hópi manna í Alabama á fimmta áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir játningar voru nauðgararnir ekki sóttir til saka. Recy lést fyrir skömmu í hárri elli, en Oprah Winfrey rifjaði upp mál hennar og hugrekki nýverið í magnaðri ræðu.
14. janúar 2018
Þjóðarbrot á Balkanskaga hafa borist á banaspjót um langa hríð með miklum afleiðingum fyrir alla Evrópu.
Í þá tíð… Þegar „Púðurtunna Evrópu“ sprakk
Eftir fjögurra alda veru í Evrópu stóð veldi hinna tyrknesku Ottómana á brauðfótum. Deilur þjóðarbrota á Balkanskaga eftir brottrekstur Tyrkja í upphafi aldarinnar, höfðu varanleg áhrif á valdahlutföll í Evrópu.
17. desember 2017
Í þá tíð… Sádi-Arabía og Wahhabíismi
Krónprins Sádi-Arabíu vakti mikla athygli á dögunum þegar hann talaði fyrir því að snúa landi sínu til meiri hófsemi í trúarmálum. En sagan er merkileg og önnur en margir gera sér grein fyrir.
29. október 2017
Anita Hill steig fram þegar Clarence Thomas hafði verið tilnefndur til embættis hæstaréttardómara og sakaði hann um kynferðislegt áreiti. Mál þeirra endurómar enn í dag, aldarfjórðungi seinna.
Í þá tíð… Anita Hill og árdagar þolendauppreisnarinnar
Anita Hill lét í sér heyra þegar fyrrverandi yfirmaður hennar var tilnefndur til embættis hæstaréttardómara í Bandaríkjunum árið 1991. Hún sakaði hann um kynferðislega áreitni og málið vakti mikla athygli. Hann var engu að síður skipaður í embætti.
22. október 2017
Í þá tíð… Fyrsti raðmorðinginn eða fórnarlamb samsæris
Aðalsmaðurinn Gilles de Rais var stríðshetja í Hundrað ára stríðinu og barðist meðal annars við hlið Jóhönnu af Örk. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir morð á 140 börnum, en á seinni tímum hefur örlað á nokkrum vafa á sekt hans.
15. október 2017
Í þá tíð… Sjö sérvalin undur og stórmerki
Hin sjö undur veraldar er hugtak sem nær allir þekkja og hefur tímalausa skírskotun, þó fæstir geti nefnt þau öll. En hvernig var raðað á þennan lista og hvers vegna hefur hann lifað svo lengi óbreyttur.
8. október 2017
Rudolf Hess var einn af fyrstu fylgjendum Adolfs Hitlers og var hans hægri hönd allt fram á stríðsárin.
Í þá tíð… Örþrifaráð Rudolfs Hess
Rudolf Hess er ein af forvitnilegustu persónunum í þeim hildarleik sem Síðari heimsstyrjöldin var. Hann var lengi nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitler en dag einn flaug hann, óumbeðinn og í leyni, til Bretlands til að semja um frið. Það gekk ekki upp.
1. október 2017
Flóðin 1931 höfðu í för með sér skelfilegar hörmungar fyrir tugi milljóna Kínverja. Hundruð þúsunda drukknuðu þegar vatnselgurinn flæddi yfir Mið-Kína og á næstu mánuðum létust hátt í fjórar milljónir manna vegna sjúkdóma og vannæringar.
Í þá tíð… Milljónir fórust í flóðum í Gulafljóti
Gulafljót er oft kallað vagga kínverskrar menningar. Flóð í Gulafljóti hafa þó valdið ómældum skaða í gegnum tíðina, en aldrei í líkingu við það sem gerðist í þremur flóðum á um hálfrar aldar tímabili frá 1887 til 1938 þegar milljónir manna létust.
10. september 2017
David Berkovitz
Í þá tíð... Sonur Sáms og illvirki hans
David Berkowitz hélt New York-búum í heljargreipum í rúmt ár þegar hann drap sex ungmenni og særði önnur sjö. Hann sagðist hafa verið að hlýða skipunum frá hundi nágranna síns.
13. ágúst 2017
Bærinn Roswell er ekki þekktur fyrir nokkuð annað en FFH-málið, en bæjarbúar skammast sín ekkert fyrir það. Í Roswell má nú t.d. finna safn um FFH.
Í þá tíð... Roswell og FFH-fræðin
Dularfullt brak fannst í Roswell í Nýju Mexíkó og hefur síðan verið uppspretta kenninga um tilvist fljúgandi furðuhluta.
25. júní 2017
Það er fátt gott að frétta af Donald Trump þessa dagana. Óvíst er þó hvort hann verði ákærður af þinginu.
Í þá tíð… Forsetaraunir fyrri tíðar
Talsvert hefur hitnað undir Bandaríkjaforseta upp á síðkastið, en þrátt fyrir umræðu um að hann muni jafnvel ekki ljúka kjörtímabilinu er óvíst hvernig fer. Sögubækur geyma tvö tilfelli um ákæru gegn forseta vegna brota í starfi, en hvorugt gekk í gegn.
21. maí 2017