17 færslur fundust merktar „ólympíuleikar“

Hér má líta úkraínsku keppendurna á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í byrjun febrúar áður en ósköpin dundu á.
Ólympíuleikar fatlaðra að hefjast þrátt fyrir brot á ólympíska vopnahléinu
Þrátt fyrir að Rússland hafi brotið friðarsáttmála Ólympíuleikanna kemur það ekki í veg fyrir setningu Ólympíuleika fatlaðra í Peking í Kína í dag. Það var hins vegar ákveðið á síðustu stundu að Rússneskir keppendur fengju ekki að taka þátt í leikunum.
4. mars 2022
Fimm pólitískar uppákomur á Ólympíuleikunum
Nokkrir íþróttamenn notuðu tækifærið til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slíkt kann að vera bannað samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
8. ágúst 2021
Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Hótuðu hlaupakonunni – „Eins og fluga föst í kóngulóarvef“
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur fengið vernd af mannúðarástæðum í Póllandi og eiginmaður hennar hefur flúið Hvíta-Rússland. Tugir íþróttamanna hafa verið handteknir í landinu fyrir að mótmæla forsetanum.
2. ágúst 2021
Gulldrengurinn með tárið
Hann er sannkallaður áhrifavaldur sem vill láta gott af sínu fyrsta ólympíugulli leiða. „Ég er ótrúlega stoltur af því að segja að ég er samkynhneigður karlmaður og einnig ólympíumeistari,“ segir Tom Daley sem hefur reynt við gull á leikunum í 13 ár.
27. júlí 2021
Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Ostrur ógna róðrarkeppni Ólympíuleikanna
Keppnissvæði fyrir róðrarkeppni á Ólympíuleikunum var tilbúið í júní árið 2019, rúmu ári áður en að leikarnir áttu upphaflega að hefjast. Nú er komið babb í bátinn því ostrur hafa hreiðrað um sig á sérstökum ölduvörnum á svæðinu og fært þær í kaf.
19. júlí 2021
Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Ólympíueldurinn tendraður fyrir auðu húsi
Ólympíuleikarnir í Tókýó verða með töluvert öðru sniði í ár en áður. Fyrir utan að vera haldnir ári á eftir áætlun þá verða engir áhorfendur leyfðir. Auðir áhorfendabekkir eru líklegir til að hafa mismikil áhrif á keppendur eftir greinum.
18. júlí 2021
Oksana Chusovitina keppir fyrir Úsbekistan í fimleikum á Ólympíuleikunum. Hún er 46 ára og kemur til með að setja nýtt met sem elsta konan til að taka þátt í fimleikakeppninni.
Ólympíufimleikar ekki lengur unglingakeppni
Þegar elsta fimleikakonan sem skráð er til leiks í Tókýó fór á sína fyrstu Ólympíuleika voru flestar sem hún keppir við nú ekki fæddar. Í fyrsta sinn í áratugi eru táningar ekki í meirihluta í fimleikakeppni kvenna og meðalaldur er nærri 22 ár.
17. júlí 2021
Ástríðan ólgar enn í blóði Biles
Hún er mætt aftur. Full af einstökum krafti og persónutöfrum. Full ákafa, metnaðar og manngæsku. Simone Biles, fremsta fimleikamanneskja allra tíma, er enn að gera stórkostlegar æfingar sem kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.
4. júlí 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
21. júní 2021
Almenningur í Japan hefur verið ansi andsnúinn því að leikarnir fari fram í Tókíó í sumar.
Skattgreiðendur þurfi að borga fyrir tómar áhorfendastúkur
Borgaryfirvöld í Tókíó gætu þurft að niðurgreiða Ólympíuleikana sem þar eiga að fara fram síðsumars um jafnvirði 97 milljarða króna til viðbótar, ef leikarnir þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum.
16. júní 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
22. janúar 2021
Þegar fyrsta fréttin um ásakanir þriggja kvenna um misnotkun Larry Nassar kom út haustið 2016 grunaði fáa hvert umfang málsins yrði, en talið er að Nassar hafi misnotað yfir 500 stúlkur yfir meira en tveggja áratuga tímabil sem landsliðs- og háskólalæknir
Gert út á Ólympíudrauminn en börnin gleymdust
Aðeins mánuði eftir að bandaríska kvennaliðið í fimleikum sópaði til sín verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó birti dagblað í Indíana frétt um að liðslæknirinn Larry Nassar hefði misnotað ungar fimleikastúlkur. Málið var stærra en nokkurn óraði fyrir þá.
2. ágúst 2020
Simone Biles fangaði hjörtu áhorfenda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún æfir nú fyrir Ólympíuleikana sem vonandi verða haldnir 2021.
Verður Ólympíueldurinn ljósið við enda ganganna?
Simone Biles veit ekki hvort hún rakar inn gulli á Ólympíuleikunum 2021 og enginn virðist alveg vita hvað það mun á endanum kosta að fresta Ólympíuleikum um heilt ár. En jafnt skipuleggjendur sem væntanlegir keppendur halda sínu striki.
26. júlí 2020
Guðmundur og danska landsliðið Ólympíumeistari
21. ágúst 2016
Þegar Hitler bauð Íslendingum í sundknattleik
Íslendingar sendu sundknattleikslið til leiks á Ólympíuleika nasistana í Berlin 1936. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í magnaða sögu íslenska sundknattleikslandsliðsins.
13. ágúst 2016
Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Ekkert bann gegn öllum Rússum í Ríó
Ákveðið hefur verið að leyfa rússneskum íþróttamönnum að njóta vafans í RÍó. Allir verða hins vegar að fara í gegnum strangt lyfjaeftirlit. Sérsambönd gætu enn bannað alla Rússa,eins og frjálsíþróttasambandið.
24. júlí 2016
Rússland hugsanlega bannað á Ólympíuleikum
21. júlí 2016