7 færslur fundust merktar „þorlákshöfn“

Heidelberg Materials hefur fengið úthlutað 55 þúsund fermetra lóð við höfnina í Þorlákshöfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa stóra verksmiðju með 40-50 metra háum sílóum.
Gagnrýni stofnana „vakið nokkra undrun“ hjá Heidelberg
Hver verður loftslagsávinningur þess að mylja niður íslenskt fjall, vinna efnið í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda það með skipi á markað í Evrópu? Það fer eftir því hver er til svars: Framkvæmdaaðilar eða eftirlitsstofnanir.
22. nóvember 2022
Náman eins og hún er í dag.
Vilja stækka og dýpka gjallnámu í Seyðishólum – Flutningabílar ferja efnið til Þorlákshafnar
Til stendur að vinna sama magn efnis úr gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi á fimmtán árum og gert hefur verið síðustu 70 árin. Meirihlutinn yrði fluttur úr landi.
10. september 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum. Námuvinnsla í fellinu og fyrirhugaður útflutningur á efni þaðan frá Þorlákshöfn hefur valdið styr á sviði bæjarmála í Ölfusi.
Útiloka að Litla-Sandfell verði flutt eftir Þrengslavegi – Námuvegir og færibönd
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi útiloka að jarðefni verði flutt með almennri umferð frá Litla-Sandfelli til Þorlákshafnar og horfa til lausna eins og sérstakra námuvega og færibanda. Slíkar lausnir eru ekki metnar í umhverfismatsskýrslu.
29. ágúst 2022
200 metra göngugata, skrifstofur, íbúðahúsnæði og verslanir verða hluti af nýjum miðbæ Þorlákshafnar. Framkvæmdafélga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis hefur gert drög að samningi við Ölfus um framkvæmdir á svæðinu.
Félag í eigu Björgólfs Thors byggir nýjan miðbæ í Þorlákshöfn
Arnarhvoll, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur samið við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu nýs miðbæjar í Þorlákshöfn. Minnihluti bæjarstjórnar telur vinnubrögð meirihlutans ekki boðleg.
10. maí 2022
„Ónýta blokkin“ í Þorlákshöfn
Íbúar og húsfélag í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn undirbúa málsókn vegna galla og skemmda í íbúðum og sameign. Íbúi í húsinu segir húsið þekkt sem „ónýtu blokkina í Þorlákshöfn“ og skammast sín fyrir að búa þar.
11. mars 2022
Yfir þúsund umsóknir bárust um 34 lóðir í Vesturbergi í Þorlákshöfn í desember. Úthlutunin fór fram milli jóla og nýárs, um þremur vikum seinna en til stóð.
Kæra gjaldtöku vegna lóðaúthlutunar í Þorlákshöfn
Innviðaráðuneytinu hefur borist kæra vegna gjaldtöku sveitarfélagsins Ölfuss á umsóknum um byggingarlóðir. Úthlutunarferlið sjálft er einnig gagnrýnt fyrir pólitísk hagsmunatengsl og er ráðuneytið hvatt til að taka ferlið til rannsóknar.
10. febrúar 2022
Páll Hermannsson
Stórskipahöfnin Þorlákshöfn
16. ágúst 2021