43 færslur fundust merktar „þýskaland“

Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
10. janúar 2023
Þessi vegalausa fjölskylda frá Afganistan var mynduð af fréttaljósmyndara EPA í miðborg Aþenu haustið 2020. Þau höfðu, eins og margir aðrir flóttamenn sem fengið hafa hæli í Grikklandi, hafst við á götunni.
Þýskaland sendir nánast ekki nokkurn flóttamann aftur til Grikklands
Þýskir dómstólar telja endursendingar flóttafólks til Grikklands fela í sér hættu á að það verði fyrir ómannúðlegri meðferð. Einungis einn flóttamaður sneri frá Þýskalandi til Grikklands í fyrra. Rúm 50 þúsund sem hafa vernd í Grikklandi eru í Þýskalandi.
9. nóvember 2022
Olaf Scholz forsætisráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Framleiðsluverðsvísitalan í Þýskalandi tæpum 46 prósentum hærri en fyrir ári
Raforkuverðshækkanir í Þýskalandi skýra mikla og ófyrirséða hækkun á framleiðsluverðsvísitölunni í landinu. Á sama tíma berast fregnir af því að þýska ríkið hafi náð samkomulagi um þjóðnýtingu Uniper, sem er stærsti gasinnflytjandi landsins.
20. september 2022
Kolaverin hafa verið ræst að nýju í Þýskalandi.
Kolaflutningar fá forgang í þýskum járnbrautarlestum
Þýska ríkisstjórnin hefur samþykkt að kolaflutningar fái forgang í járnbrautarlestum landsins. Stjórnvöld hafa stefnt að því að hætta brennslu kola en stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á þau áform.
25. ágúst 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
26. júní 2022
Frá mótmælum gagnvart aðgerðum Rússa í Berlín í dag.
Breyttur heimur blasir við: Eftirsjár vart í Þýskalandi
„Ég er svo reið út í okkur,“ segir fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýnin á linkind Þjóðverja og annarra Evrópuríkja gagnvart Rússum. Utanríkisráðherra landsins segir Pútín að hann muni ekki ná að drepa drauma Úkraínumanna.
24. febrúar 2022
Robert Habeck, efnahagsráðherra og varakanslari Þýskalands.
Segir nauðsynlegt að fjölga innflytjendum í Þýskalandi
Efnahags- og umhverfisráðherra Þýskalands segir að bregðast þurfi við ört hækkandi meðalaldri þjóðarinnar með fleiri innflytjendum ef þýska hagkerfið á að viðhalda eigin framleiðslugetu.
12. janúar 2022
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
27. september 2021
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
26. september 2021
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Jón Ormur Halldórsson skrifar um þingkosningarnar í Þýskalandi sem fara fram sunnudaginn 26. september.
19. september 2021
Olaf Scholz fjármálaráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Sósíaldemókratar sækja í sig veðrið
Fliss á flóðasvæðum hefur að margra mati breytt kosningabaráttunni í Þýskalandi mikið. Olaf Scholz leiðtogi Sósíaldemókrata er nú sá sem flestir vilja sjá sem næsta kanslara, samkvæmt skoðanakönnunum.
21. ágúst 2021
Bóluefni Pfizer og BioNTech, Corminaty.
BioNTech gæti aukið hagvöxt Þýskalands um hálft prósentustig
Áætlaðar tekjur hjá BioNtech, sem framleiðir bóluefni gegn COVID-19 í samstarfi við Pfizer, nema tæpum 16 milljörðum evra í ár. Þetta jafngildir hálfu prósenti af landsframleiðslu Þýskalands í fyrra.
10. ágúst 2021
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum
Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.
23. júlí 2021
Græna miðjan og þýska spurningin
Jón Ormur Halldórsson skrifar um komandi valdaskipti í Þýskalandi og möguleg áhrif sterkrar stöðu þýskra græningja.
30. maí 2021
Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Græningjar taka forystu
Þegar fimm mánuðir eru til kosningar í Þýskalandi hafa Græningjar, sem eru í dag sjötti stærsti flokkurinn í þýska þinginu, tekið forystu í skoðanakönnunum. Af kanslaraefnum þriggja stærstu flokkanna vilja flestir sjá Önnulenu Baerbock taka við.
4. maí 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
20. apríl 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
7. mars 2021
Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Stórhertar sóttvarnaráðstafanir í Þýskalandi yfir hátíðarnar
Það verður lítill ys og þys í Þýskalandi í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Allar verslanir sem selja annað en nauðsynjavöru eiga að loka dyrum sínum frá og með miðvikudegi og samgangur fólks á að vera í algjöru lágmarki.
14. desember 2020
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Þýskaland, Frakkland og Bretland herða aðgerðir
Samhliða fjölgun smita í haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu hafa þrjú Evrópulönd tilkynnt hertar svæðisbundnar sóttvarnaraðgerðir.
15. október 2020
Nord Stream gasleiðslurnar
Óvissan um stóra rörið
Þýskir þingmenn, með Merkel kanslara í broddi fylkingar eru foxillir út í Rússa vegna tilræðisins við Alexei Navalní og tala um að fresta jafnvel að taka nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands í notkun. Það hefði mikil áhrif á efnahag Rússa.
4. október 2020
Alexei Navalní liggur enn þungt haldinn á spítala í Berlín.
Nýliði í tebolla
Taugaeitur af gerðinni novichok fæst ekki keypt úti í búð. Það er einungis talið í höndum rússneskra yfirvalda, sem nú eru krafin svara við áleitnum spurningum, eftir að leifar eitursins fundust í líkama andófsmannsins Alexei Navalnís.
3. september 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
9. ágúst 2020
Litla stúlkan með sérstæðu augun
Myndir af Madeleine McCann eru aftur komnar á forsíður blaða, þrettán árum eftir að hún hvarf sporlaust í Portúgal. Í þýskri borg er karlmaður í fangaklefa grunaður um að hafa rænt henni og skaðað – maður sem hefur ítrekað gerst sekur um kynferðisbrot.
29. júlí 2020
Verkamennirnir standa fyrir utan vinnubúðir sínar við grænmetis-  og ávaxtabýlið. Þar eru þeir allir í einangrun eða sóttkví.
Enn fleiri farandverkamenn sýktir í Þýskalandi
Að minnsta kosti 174 farandverkamenn sem vinna á ávaxtaökrum í nágrenni bæjarins Mamming í Þýskalandi hafa greinst með kórónuveirusmit. Hundruð annarra farandverkamanna sýktust í verksmiðjum í landinu fyrir nokkrum vikum.
27. júlí 2020
Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Snögg fjölgun smita í Þýskalandi
Þýskaland og Suður-Kórea eru í hópi landa sem glíma nú við skyndilega fjölgun nýrra smita af COVID-19. Þetta hefur gerst í kjölfar þess að ákveðnum aðgerðum til að hindra útbreiðsluna hefur verið aflétt.
12. maí 2020
Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu  Femern-ganganna.
Loksins hillir undir göngin
Eftir áralangar umræður og þrætur, að ógleymdum óteljandi kærumálum, hillir loks undir að göng undir Femern sundið milli Danmerkur og Þýskalands verði að veruleika. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2021.
26. apríl 2020
Þýsku leiðinni svipar til þeirrar íslensku – margir greinst en dánartíðni enn lág
Þrátt fyrir að staðfestum smitum fjölgi hratt í Þýskalandi og að 239 hafi látist þar í landi úr COVID-19 hafa yfirvöld boðist til að taka við ítölskum og frönskum sjúklingum. Dánartíðni er lægri í Þýskalandi en mörgum löndum.
26. mars 2020
Andrea Nahles flytur ræðu 1. maí síðastliðinn.
Að sætta sig við framtíðina
Að sætta sig við framtíðina er hlutskipti nýs formanns þýskra jafnaðarmanna, Andreu Nahles, fyrstu konunnar í því embætti.
13. maí 2018
Anna Garðarsdóttir
Íbúð er ekki vara heldur heimili
12. maí 2018
Martin Schulz má með réttu kalla sveiflukóng.
Karl Marx og kratakrísan
Þýskir kratar hafa glímt við margháttuð vandræði í vetur. Þótt formannsskipti hafi átt sér stað blása enn naprir vindar um flokkinn.
11. maí 2018
Angela Merkel og Martin Schulz eru mögulega að fara að mynda ríkisstjórn.
Hvað gerir hálf milljón krata?
Ný stjórn í Þýskalandi – eða þannig, kannski.
10. febrúar 2018
„Stjórn taparanna“ endurnýjuð?
Þýska forsetanum tókst að draga sinn flokk að borðinu þrátt fyrir afdráttarlausar yfirlýsingar. Þröstur Haraldsson skrifar frá Berlín um aðventuna.
9. desember 2017
Merkel vill nýjar kosningar frekar en minnihlutastjórn
Stjórnarkreppa kom upp úr kössunum í kosningunum í Þýskalandi í september og sér ekki fyrir endann á henni.
21. nóvember 2017
Aftur á byrjunarreit eða inn í kjörklefann?
Stjórnarmyndun í Þýskalandi er runnin út í sandinn. Þröstur Haraldsson skrifar frá Berlín um stöðuna sem upp er komin.
20. nóvember 2017
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður eflaust áfram kanslari en stuðningurinn hefur minnkað.
Bandalag Merkel stærst en stuðningurinn minni
Angela Merkel leiðir enn stærsta stjórnmálaaflið í Þýskalandi eftir þingkosningar. Stuðningurinn hefur hins vegar minnkað og öfgahægriflokkur hefur náð góðri fótfestu.
25. september 2017
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mætti Martin Schultz í kappræðum í gærkvöldi.
Merkel vann kappræðurnar í Þýskalandi
Flestir töldu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa verið sigurvegara einu kappræðanna í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi.
4. september 2017
Angela Merkel og Donald Trump mæta á blaðamannafundinn eftir að hafa rætt saman í Hvíta húsinu í Washington. Viðstaddir gátu ekki hrist af sér vandræðatilfinningu með samskipti leiðtoganna.
„Þessar þjóðir verða að borga það sem þær skulda“
Bandaríkjaforseti ítrekar þá afstöðu sína að ríki NATO verði að borga fyrir varnir síðustu ára.
19. mars 2017
Angela Merkel og Donald Trump eftir fyrsta fund þeirra í Hvíta húsinu.
Trump við Merkel: Við vorum bæði hleruð
Angela Merkel er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.
18. mars 2017
Mikil fagnaðarlæti mættu Adolf Hitler og hans mönnum er þeir óku inn í Vín eftir innlimunina.
Í þá tíð… Innlimun Austurríkis: Fyrsta fórnarlamb Hitlers?
Þýskaland innlimaði Austurríki árið 1938. Í kjölfarið fylgdi innrás í Tékkóslóvakíu og Pólland.
12. mars 2017
Hans og Sophie Scholl ásamt Christopher Probst. Þau voru meðlimir andófshópsins Hvítu rósarinnar á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi. Þau handtekin á þessum degi fyrir 74 árum og tekin af lífi fjórum dögum síðar.
Í þá tíð… Nasistar uppræta Hvítu rósina
Gestapo handtók Scholl-systkinin og voru þau hálshöggvin fyrir andóf gegn stjórn nasista árið 1943.
18. febrúar 2017
Lögregla hefur girt af stórt svæð þar sem skotárásin átti sér stað í verslunarmiðstöð. Misvísandi upplýsingar hafa borist um árásina.
Fjölmiðlar segja sex látna eftir skotárás í München
22. júlí 2016
Þýski flugvallarskandallinn
Fyrir 20 árum var ákveðið að byggja skyldi nýjan flugvöll fyrir Berlín. Völlurinn átti að vera tilbúinn 11 árum síðar en hver skandallinn hefur rekið annan svo völlurinn er ekki nærri því tilbúinn. Borgþór Arngrímsson kynnti sér málið.
19. júní 2016
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tekið harða afstöðu í málum Bretlands kjósi þeir að yfirgefa ESB.
Bretar fá engan EES-samning
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, þvertekur fyrir það að Bretar geti samið um aðild að EES ef þeir kjósa að ganga úr ESB. Kosið verður 23. júní. Ísland, Noregur og Liechtenstein eru einu löndin utan sambandsins með aðild að EES.
14. júní 2016