Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda

Hags­muna­gæsla fólks sem hing­að kem­ur í leit að al­þjóð­legri vernd verð­ur frá og með byrj­un maí hjá ein­stök­um lög­fræð­ing­um en ekki Rauða kross­in­um eins og ver­ið hef­ur. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um.

„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fara þá leið að bjóða „hæfum aðilum“, líkt og það er orðað í auglýsingu Útlendingastofnunar, að skila inn umsóknum til að sinna hlutverki talsmanna þeirra sem hingað leita alþjóðlegrar verndar. Talsmannaþjónustan var áður á hendi Rauða kross Íslands samkvæmt samningi við ráðuneytið og Útlendingastofnun, samningi sem undirritaður var í kjölfar útboðs, en sá samningur var ekki endurnýjaður og aðeins framlengdur um tvo mánuði og rennur því út í lok næsta mánaðar.

16.500 kr. á tímann

Lögfræðingar, hvort sem þeir starfa sjálfstætt eða á lögmannsstofum geta sótt um og er greitt samkvæmt fyrirfram ákveðinni verðskrá úr ríkissjóði, 16.500 krónur fyrir hverja „byrjaða klukkustund“, líkt og segir í auglýsingunni, að viðbættum virðisaukaskatti. Hámarksfjöldi tíma er áætlaður í hvert mál. Sem dæmi þá er forgangsmeðferð fullorðins einstaklings hjá Útlendingastofnun áætluð sjö klukkustundir og efnismeðferð fimmtán klukkustundir. Ef um fylgdarlaust barn er að ræða eru áætlaðir fimmtán klukkutímar fyrir forgangsmeðferð og jafn margir tímar fyrir efnismeðferð.

[links]Samkvæmt útlendingalögum ber Útlendingastofnun að tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd talsmann við meðferð máls hjá stjórnvöldum. Talsmaður er sá sem talar máli umsækjanda um alþjóðlega vernd hér á landi og gætir hagsmuna hans við meðferð máls gagnvart íslenskum stjórnvöldum á meðan mál hans er til meðferðar hjá Útlendingastofnun og eftir atvikum kærunefnd útlendingamála. Talsmaður sinnir réttaraðstoð og talsmannaþjónustu vegna umsóknar um alþjóðlega vernd á lægra og æðra stjórnsýslustigi í samræmi við vilja umsækjanda. Hlutverk talsmanns hefst við skipun hans og lýkur við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi.

Ljóst varð í febrúar að dómsmálaráðuneytið ætlaði ekki að bjóða lögfræðiþjónustu við hælisleitendur út líkt og það hafði í samtölum við Rauða krossinn fram að því ítrekað sagt að stæði til. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá ákvörðuninni í fjölmiðlaviðtali og sagði jafnframt að talsmannaþjónustan væri ekki útboðsskyld. Þar sem samningurinn við Rauða krossinn var aðeins framlengdur um tvo mánuði varð að segja upp öllum fimmtán lögfræðingunum sem þar höfðu unnið að talsmannaþjónustunni.

Aftur á svipaðar slóðir

Með þessu breytta fyrirkomulagi, að þjónustan verði hjá einstökum lögfræðingum, er hún komin á svipaðan stað og hún var fyrir árið 2014. Það fyrirkomulag hefur Rauði krossinn gagnrýnt, m.a. í viðtölum við Kjarnann, og sagt að sjálfstætt starfandi lögmenn með mismikla þekkingu á málefnum flóttafólks hafi séð um þjónustuna sem Útlendingastofnun greiddi fyrir ákveðið marga klukkutíma – oft án samhengis við eðli og umfang máls.

Í auglýsingu Útlendingastofnunar kemur fram að umsækjendur skulu vera lögfræðingar með þekkingu á málum er lúta að alþjóðlegri vernd og flóttafólki. Þeir þurfa auk þess að hafa reynslu og haldbæra þekkingu af stjórnsýslurétti og þegar um er að ræða fylgdarlaust barn skulu talsmenn hafa sérþekkingu á málefnum barna.

Uppfylli lögfræðingur hæfisskilyrði er honum raðað á lista með öðrum talsmönnum sem verður aðgengilegur á heimasíðu Útlendingastofnunar.

Tryggja verði órofna þjónustu

Rauði krossinn hefur einnig gagnrýnt hversu stuttur tími á tilfærslu þjónustunnar sé til stefnu. Hundruð einstaklinga nýti sér talsmannaþjónustu Rauða krossins núna.

„Við verðum að vona að dómsmálaráðuneytið og ríkisstjórnin hafi undirbúið þetta vel þótt okkur sé algjörlega ókunnugt um það,“ sagði Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri á alþjóðasviði Rauða krossins, við Kjarnann nýverið „og að umsækjendur um vernd, fólk sem oft er berskjaldað og þolir ekki mikið rask, fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.“

Hverjir eiga rétt á alþjóðlegri vernd?

Þeir sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eiga rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi, segir á vef Útlendingastofnunar.

Ríkisfangslausir einstaklingar eiga rétt á alþjóðlegri vernd á grundvelli ríkisfangsleysis.

Að auki er heimilt að veita umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem ekki telst flóttamaður eða ríkisfangslaus, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða standi til þess ríkar ástæður á borð við alvarleg veikindi eða erfiðar aðstæður í heimalandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár