Mynd: Pexels

Sagan af manninum sem ekki var eitrað fyrir og blaðamönnunum sem valdið vildi kæla

Þórður Snær Júlíusson skrifar um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum, umfjöllun fjölmiðla um hana, aðkomu stjórnmálamanna og það sem gögn málsins sýna að átt hafi sér stað.

Ég vil byrja á því að taka það fram að þess­ari grein er ekki ætlað að vera rit­stjórn­ar­efni, heldur yfir­lits- og skoð­ana­grein sem ég skrifa í eigin nafni, en ekki sem rit­stjóri eða blaða­maður Kjarn­ans. 

Ástæðan fyrir því að sú óvenju­lega leið er val­in, að birta grein­ina í raun sem aðsenda grein á miðli sem ég stýri, eru þær aðstæður sem skap­aðar hafa verið með virkri lög­reglu­rann­sókn, sem bein­ist meðal ann­ars að mér per­sónu­lega, og snýst um umfjöllun Kjarn­ans og Stund­ar­innar um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­deild Sam­herj­a“. Þær aðstæður skapa ýmsan vafa um hæfi.

Til­efni grein­ar­innar er að fyrir nokkrum dögum síðan fengum ég og lög­maður minn afhent öll gögn máls vegna umræddrar rann­sókn­ar. Gögnin eru umfangs­mikil og afar frétt­næm, í þeim eru upp­lýs­ingar sem eiga mikið erindi við almenn­ing og varpa skýru ljósi á það sem átt hefur sér stað. 

Geta þess mið­ils sem ég stýri til að fjalla um efnið eftir hefð­bundnum leið­um, og fylgja á sama tíma bæði skrif­uðum siða- og starfs­reglum sem óskrif­uð­um, er flók­in, og senni­lega ómögu­leg. Ég get ekki sjálfur fjallað um efnið í frétta­skrif­um, enda and­lag umfjöll­un­ar­inn­ar. Sama gildir um Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­mann á Kjarn­an­um. Við skoð­uðum þann mögu­leika að setja upp far­veg sem úti­lok­aði okkur frá aðkomu að með­ferð gagn­anna, með því að færa rit­stjórn­ar­vald yfir þessu eina máli til frétta­stjóra/fram­kvæmda­stjóra og vinnslu til þeirra blaða­manna sem eiga ekki hlut að máli. Það skapar samt sem áður þá stöðu að biðja blaða­menn að fjalla um mál sem teng­ist nánum sam­starfs­mönn­um. 

Að sama skapi er ekki hægt að birta gögnin í heild sinni, þar sem í þeim eru við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ingar um nafn­greint fólk sem gætu valdið því fólki óþörfum skaða. 

Hér er hægt að styðja við frjálsa og óháða blaðamennsku sem veitir valdhöfum aðhald:

Vertu með
Styrktu sjálfstæðan íslenskan fjölmiðil með mánaðarlegu framlagi.

Önnur leið væri að bjóða öðrum fjöl­miðli eða sjálf­stætt starf­andi blaða­manni gögnin til umfjöll­unar og setja rit­stjórn­ar­legt vald í hans hend­ur. Þar verður þó að taka með í reikn­ing­inn að í gögn­unum eru skjá­skot af kyn­lífs­mynd­bönd­um, sem ég hafði aldrei séð áður, en lög­reglan á Norð­ur­landi eystra hefur nú dreift til mín. Miðað við fyr­ir­liggj­andi laga­túlkun þess lög­reglu­emb­ættis væri ég að brjóta lög með því að deila efn­inu með öðrum, líkt og lög­reglan gerði með mér.

Á end­anum varð það nið­ur­staða mín að besta leiðin til að greina frá helstu mála­vöxtum sé með birt­ingu þess­arar grein­ar. Hún er lýs­ing mín á því ferli sem staðið hefur yfir frá því í maí á síð­asta ári, og sér­stak­lega því sem átt hefur sér stað frá því um miðjan febr­úar 2022. Hún byggir á gögnum og styðst við stað­reyndir til að rekja maka­lausa frá­sögn sem ég tel gríð­ar­lega alvar­lega. Greinin er ítar­leg, og fyrir vikið löng. Ég biðst fyr­ir­fram afsök­unar á því.

Sam­hliða birt­ingu þess­arar greinar hef ég afhent Blaða­manna­fé­lagi Íslands öll gögn máls­ins, enda varðar það störf, starfs­að­stæður og frelsi allra blaða­manna. Það er gert svo fag­fé­lag stétt­ar­innar geti metið sjálf­stætt að hér sé ekk­ert slitið úr sam­hengi. Verði ákveðið að fara á eftir mér fyrir að deila þeim gögnum með fag­fé­lagi blaða­manna, þá verður ein­fald­lega að hafa það.

Boðun og Bjarni

Þann 14. febr­úar 2022 fékk ég sím­tal frá lög­regl­unni á Norð­ur­landi eystra. Ég var boð­aður í skýrslu­töku fyrir að hafa mót­tekið gögn og skrifað fréttir upp úr þeim hluta þeirra sem ég og sam­starfs­menn mínir töldum frétt­næma og ættu erindi við almenn­ing. Umræddar fréttir birt­ust í maí 2021 í umfjöllun sem kennd hefur verið við „Skæru­liða­deild Sam­herj­a“. Með þessu var ljóst að ég hafði stöðu sak­born­ings í mál­inu. Þrír aðrir blaða­menn fengu einnig stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins, þeirra á meðal Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­maður á Kjarn­an­um.

Ekk­ert í umfjöll­un­inni hefur verið hrakið og við­brögð við henni voru nær öll á þann veg að það atferli sem lýst var, og byggði á umræddum gögn­um, var for­dæmt. Sam­herji baðst í kjöl­farið afsök­unar á við­brögðum sínum við fréttaum­fjöllun um meint lög­brot fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem það réðst með offorsi gegn nafn­greindum blaða­mönn­um. 

Degi eftir boðun okkar til skýrslu­töku birti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins til næstum 14 ára og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, langa færslu á Face­book þar sem hann varði og studdi þessar aðgerðir lög­regl­unnar gagn­vart blaða­mönn­um, en lög­reglu­stjór­inn sem ber ábyrgð á þeim, Páley Berg­þórs­dótt­ir, var áður bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum um margra ára skeið og um tíma for­maður bæj­ar­ráðs sem full­trúi flokks­ins. 

Færsla Bjarna var for­dæma­laus og grafal­var­leg, enda öllu skyn­sömu fólki ljóst að þar var valda­mik­ill stjórn­mála­maður að skipta sér af lög­reglu­rann­sókn á blaða­mönnum og koma vilja sínum um fram­gang hennar skýrt til skila. 

Í færsl­unni sagði Bjarni að engar fréttir hefðu verið fluttar af því sem mestu máli skipti varð­andi þetta mál og flesta þyrsti að vita hvað lög­­reglan kunni að hafa undir höndum sem gefi til­­efni til rann­­sókn­­ar. „Þeir sem stjórnað hafa þeirri umræðu eru þeir hinir sömu og nú eru til rann­­sókn­­ar. Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru get­­gátur um það hvað lög­­reglan muni mög­u­­lega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin get­­gátum um það. Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa frétt­­ir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?“

Við vissum

Það sem ég vissi á þessu stigi máls, um miðjan febr­úar og degi eftir að okkur var til­kynnt um sak­born­inga­stöðu, var hvað mér var gefið að hafa gert. Það er að brjóta gegn 228. og 229. greinum almennra hegn­ing­ar­laga sem snú­ast um frið­helgi einka­lífs. Þetta stað­festi lög­regla við mig við fyrstu hring­ingu og einnig að ég væri ekki til rann­sóknar vegna nokk­urra ann­arra brota. Sömu sögu er að segja um hina þrjá blaða­menn­ina sem settir voru á saka­manna­bekk. Þetta var allt fram komið í opin­berri umræðu áður en Bjarni birti færslu sína. Ekk­ert okkar er grunað um að hafa tekið síma ófrjálsri hendi eða fyrir að hafa eitrað fyrir Páli Stein­gríms­syni, skip­stjóra hjá Sam­herja, líkt og haldið hefur verið fram í opin­berri umræðu og sumum fjöl­miðl­um.

Það sem okkur var gefið að hafa gert er að taka við gögn­um, beita hefð­bundnum starfs­að­ferðum og við­miðum blaða­mennsku, innan ramma þeirra siða­reglna og laga sem okkur er gefið að starfa, leggja mat á frétta­gildi hluta þeirra og skrifa upp úr þeim frétt­ir. 

Þegar fyrsti hluti umfjöll­unar Kjarn­ans um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ var birtur 21. maí 2021 var eft­ir­far­andi tekið fram: 

„Ábyrgð­ar­menn Kjarn­ans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grund­völlur umfjöll­unar mið­ils­ins bár­ust frá þriðja aðila. Starfs­fólk Kjarn­ans hefur engin lög­brot framið og fjöldi for­dæma eru fyrir því hér­lendis sem erlendis að fjöl­miðlar birti gögn sem eiga erindi við almenn­ing án þess að hafa upp­lýs­ingar um hvernig þeirra var afl­að. Það var skýr nið­ur­staða ábyrgð­ar­manna Kjarn­ans að hluti gagn­anna ætti sterkt erindi og því eru almanna­hags­munir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætt­i.“

Aldrei var gerð til­raun til að fela að í þessu til­viki, líkt og svo mörgum öðrum á okkar ferli, þá bár­ust okkur gögn sem voru senni­lega illa feng­in, en inni­héldu mik­il­vægar og frétt­næmar upp­lýs­ingar um skipu­lega aðför stór­fyr­ir­tækis gegn frjálsri fjöl­miðlun og lýð­ræð­is­legri umræðu. Í öllum vest­rænum lýð­ræð­is­ríkjum er fullur skiln­ingur á að blaða­menn geti unnið úr slíkum gögnum án þess að vera ofsóttir af lög­reglu og stjórn­mála­mönn­um, og þannig sinnt aðhalds­hlut­verki sínu. Ann­ars hefðu ekki verið neinar opin­ber­anir um banka­hrun­ið, engin Panama­skjöl, ekk­ert Namib­íu­mál. Og svo fram­veg­is. 

Refsi­leysi inn­byggt í lögin

Ákvæðin sem mér og kol­legum mínum er gefið að hafa brotið gegn komu inn í íslensk lög í fyrra og sam­hliða var bætt við sér­stöku refsi­leysi fyrir blaða­menn svo þeir geti áfram sem áður tekið við gögnum og fjallað um þau, telji þeir að gögnin eigi erindi. Í lög­skýr­ingu segir orð­rétt að ákvæðin eigi ekki við „þegar hátt­­­semin er rétt­læt­an­­­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­­­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­­­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­­­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­­­ar­­­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“ 

Færsla Bjarna Bene­dikts­sonar gaf aðgerðum lög­reglu aukið rétt­mæti og stuðn­ings­menn hans not­uðu hana sem stað­fest­ingu fyrir því að hér væri um eðli­lega rann­sókn að ræða. Bjarni, einn þeirra sem kaus með ofan­greindum laga­breyt­ingum sem inni­héldu refsi­leysi blaða­manna, hafði enda sagt það upp­hátt. „Eru fjöl­miðla­menn of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­reglu?“

Brynj­ari Níels­syni, aðstoð­ar­manni æðsta yfir­manns lög­reglu í land­inu, fannst líka fullt til­efni til að tjá sig opin­ber­lega um mál­ið. Á sam­fé­lags­miðlum gerði hann grín að blaða­­mönn­um, sak­­born­ingum í máli í virkri rann­­sókn, fyrir að bera hönd fyrir höfuð sér. Síðar bætti hann við að vegið væri að störfum lög­­­reglu með því að gagn­rýna þau og setti sjálfan sig í hlut­verk lög­­­reglu­­manns í útvarps­­þætti þegar hann krafð­ist þess að fá upp­­lýs­ingar um gögn og heim­ild­­ar­­menn frá fram­­kvæmda­­stjóra Stund­­ar­inn­­ar. Sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla er ólög­legt að gefa upp heim­ild­ar­menn óski þeir eftir nafn­leynd. Aðstoð­ar­maður æðsta yfir­manns lög­reglu­mála í land­inu hvatti því stjórn­anda á fjöl­miðli til að brjóta lög, í beinni útsend­ingu í útvarpi. 

Þegar yfir­maður Brynjars, Jón Gunn­ars­son, dóms­mála­ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, var spurður um þetta atferli síns póli­tíska ráð­gjafa var svarið það að ráð­herr­ann teldi það ekki ganga gegn því grund­vallar sjón­ar­miði að með­­­ferð saka­­mála eigi ekki að lúta póli­­tískum afskiptum vald­hafa á hverjum tíma.

Með öðrum orðum þá lagði hann blessun sína yfir afskipti aðstoð­ar­manns síns af virkri lög­reglu­rann­sókn og sagði með því tak­marka­laust tján­ing­ar­frelsi hans sem vara­þing­manns standa ofar því að traust ríki um eðli­leg­heit virkrar lög­reglu­rann­sókn­ar.

Málað eftir núm­erum á Akur­eyri

Einn kollega minna í blaða­manna­stétt, Aðal­steinn Kjart­ans­son blaða­maður á Stund­inni, lét reyna á fyrir dóm­stólum hvort lög­reglan mætti yfir­höfuð rann­saka blaða­menn fyrir brot á ákvæði sem þeim er tryggt refsi­leysi gagn­vart. Hver er enda til­gangur slíkrar lög­reglu­að­gerðar ef fyrir liggur að aldrei verður hægt að dæma blaða­menn fyrir brot sem lög heim­ila ekki að dæma þá fyr­ir? Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur auk þess skýrt tekið fram að í því að gefa blaða­mönnum stöðu sak­born­inga felist skýr kæl­ing og hefur varað sér­stak­lega við því. 

Þessi ákvörðun Aðal­steins, sem var full­kom­lega rétt­mæt enda málið með öllu for­dæma­laust, skil­aði því að við, sak­born­ing­arn­ir, fengum aðeins meiri inn­sýn inn í mál­ið, meðal ann­ars með því að fá aðgang að grein­ar­gerð aðstoð­ar­sak­sókn­ara lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra, Eyþórs Þor­bergs­son­ar. 

Sú grein­ar­gerð er að uppi­stöðu sam­an­­safn álykt­ana, gild­is­­dóma og aðdrótt­ana sem haldið er fram að séu stað­reyndir en eiga flestar það sam­eig­in­­legt að eiga sér enga stoð í raun­veru­­leik­an­­um. Í henni málar Eyþór að öllu leyti eftir núm­erum sem einn hinna ætl­uðu brota­þola, Páll Stein­gríms­son, hefur látið honum og sam­starfs­mönnum hjá lög­regl­unni á Norð­ur­landi eystra í té.

Þeir sem eiga bara að vera í blóma­skreyt­ingum

Í grein­­ar­­gerð­inni heldur aðstoð­­ar­sak­­sókn­­ar­inn því meðal ann­ars fram að fjöl­miðlar hafi hag­nýtt sér við­­kvæma stöðu heim­ild­­ar­­manns, ein­stak­lings sem er nákom­inn Páli Stein­gríms­syni, ­sem hann veit þó ekk­ert um hvort sé heim­ild­­ar­­maður blaða­­manna sem hann hefur raðað á saka­­manna­bekk. „Í stað þess að staldra aðeins við og veita X [um­ræddur nákom­inn ein­stak­ling­ur] stuðn­­ing og hjálp, virð­­ast fjöl­miðlar fara strax í að nýta sé aug­­ljóst brot hans sér í hag, bæði fag­­lega og fjár­­hags­­lega. Þeir huga ekki að því að þarna er ein­stak­l­ingur í við­­kvæmri stöðu og sýna af sér algjört skeyt­ing­­ar­­leysi um líðan hans og líf,“ skrif­aði Eyþór.

Hlut­verk fjöl­miðla er að segja frétt­ir, veita aðhald og upp­­lýsa almenn­ing, í sam­ræmi við lög, starfs- og siða­regl­­ur. Fjöl­miðlar hafa ekk­ert lög­­bundið sálu­hjálp­­­ar­hlut­verk. Þeir starfa hins vegar eftir siða­reglum sem gera þeim að forð­ast allt, sem valdið getur sak­lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sárs­auka eða van­virðu. Í því felst meðal ann­ars að fara fag­lega yfir gögn og nýta ein­ungis þau sem hafa skýrt frétt­næmi í umfjöll­un, en und­an­skilja önnur per­sónu­grein­an­leg gögn. 

Full­yrð­ing aðstoð­­ar­sak­­sókn­­ar­ans um að fjöl­miðlar hafi nýtt sér brot til að hagn­­ast „fag­­lega og fjár­­hags­­lega“ er ekki rök­studd með neinum hætti í grein­ar­gerð­inni. Hún ber þess þó skýrt merki að Eyþór býr yfir miklu óþoli gagn­vart blaða­­mönnum og þeirra störf­­um. 

Sú til­­f­inn­ing fékkst stað­­fest þegar hér­­aðs­­dómur komst að þeirri nið­­ur­­stöðu, eftir efn­is­­lega umfjöll­un, að fram­­ferði lög­­regl­unnar gagn­vart blaða­­mönnum væri ólög­­mætt. Í sam­tali við Vísi sagði hann: „Ef þú þolir ekki gagn­rýni um sjálfan sig, og það má segja það um blaða­­menn líka, eiga menn bara að vera í blóma­skreyt­ing­­um.“ 

Það er nýtt fyrir mér að aðstoð­ar­sak­sókn­arar eigi að nýta grein­ar­gerðir sem skilað er inn til dóm­stóla og fjöl­miðla­við­töl sem þeir veita sem vett­vang til að gagn­rýna blaða­menn sem honum er illa við. 

Veg­ferð til að kæla fjöl­miðla og tak­marka tján­ing­ar­frelsi þeirra

Í síð­ari grein­ar­gerð Eyþórs, sem lögð var fram við með­ferð Lands­réttar á mál­inu, sagði meðal ann­­ars: „Tján­ing­­ar­frelsi er óum­­deil­an­­lega ein af und­ir­­stöðum lýð­ræð­is­­þjóð­­fé­lags, en á sama tíma er það meðal vand­­með­­­förn­­ustu mann­rétt­inda enda ekki hægt að njóta þess án ábyrgðar og því getur verið nauð­­syn­­legt að setja þessu frelsi ýmsar skorður vegna til­­lits til hags­muna ein­stak­l­inga. Þannig er frið­­helgi einka­lífs ein­stak­l­inga til þess fallin að tak­­marka tján­ing­­ar­frelsi bæði ann­­arra ein­stak­l­inga og fjöl­mið­l­anna – ein­hvers­staðar liggja mörkin og það er dóm­stóla að fjalla um það. Þess vegna er mik­il­vægt að lög­­regla rann­saki mál þar sem reynir á þessi mörk þannig að dóm­stólum verði gert fært að fjalla efn­is­­lega um þessi mörk með hlið­­sjón af öllum þeim gögnum sem aflað hefur verið við rann­­sókn máls­ins.“

Í frétt mbl.is sem birt var 25. maí var fullyrt að síma Páls Steingrímssonar hafi verið stolið á meðan að hann lá í öndunarvél. Með fréttinni birtist mynd sem sýndi hann í slíkri.
Mynd: Skjáskot/mbl.is

Í þess­ari máls­grein felst kjarni þeirrar veg­ferðar sem lög­reglan á Norð­ur­landi eystra er í gagn­vart fjórum blaða­mönnum að sunn­an. Hún telur það sitt hlut­verk að beita afli sínu til að reyna að tak­marka tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla, sem þó eru að starfa eftir settum lögum og reglum í land­inu. Til þess að ná fram þessu mark­miði sínu er umrætt lög­reglu­emb­ætti að beita ákvæði laga sem er með inn­byggt refsi­leysi gagn­vart blaða­mönn­um. 

Síðar lét Þóra Arn­órs­dótt­ir, annar kollega minna sem skipað var á saka­manna­bekk, á það reyna hvort Eyþór og sam­starfs­fólk hans væri van­hæft til að fara með rann­sókn máls­ins vegna gild­is­dóma sem fram voru settir í grein­ar­gerðum hans fyrir dóm­stól­um, og ummælum hans um blóma­skreyt­ingar í fjöl­miðlum í kjöl­far­ið. 

Þetta var túlkað af ýmsum sem til­raunir blaða­manna til að reyna að kom­ast hjá því að mæta í skýrslu­töku. Þar skipti örugg­lega máli að valda­mesti maður lands­ins hafði for­mað málið í opin­berri yfir­lýs­ingu dag­inn eftir að lög­regla hafði sam­band við meinta sak­born­inga og spurt hvort fjöl­miðla­menn væru „of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­reglu?“.

32 mín­útur af til­raunum lög­reglu til að kalla fram lög­brot

Ég hef aldrei nokkurn tím­ann neitað að mæta til skýrslu­töku eða að svara þeim spurn­ingum lög­reglu sem ég get svarað án þess að brjóta lög og trúnað við heim­ild­ar­menn. Í slíka skýrslu­töku mætti ég 11. ágúst síð­ast­lið­inn.

Úr uppskrifaðri skýrslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í henni kemur skýrt fram hver hin meintu brot eru.
Mynd: Skjáskot

Skýrslu­taka yfir mér tók 32 mín­út­ur, að með­töldum form­leg­heitum eins og að spyrja mig um nafn, starf, heim­il­is­fang og að kynna mér rétt­ar­stöðu. Tveir lög­reglu­menn frá Akur­eyri komu til Reykja­víkur til að fram­kvæma hana. Spurn­ingar þeirra sner­ust nær ein­vörð­ungu um hvernig fjöl­mið­ill­inn Kjarn­inn afl­aði gagna til að skrifa umfjöllun og hverjir mögu­legir heim­ild­ar­menn hans gætu ver­ið. Með spurn­ingum sínum var lög­reglan meðal ann­ars að hvetja mig til að brjóta gegn lögum um vernd heim­ild­ar­manna. Það geri ég ekki. Lög­maður minn lagði fram bókun í upp­hafi skýrslu­töku sem ég vís­aði í þegar til­efni var til. Hún var eft­ir­far­andi:

„Und­ir­rit­aður starfar sem blaða­maður og sak­ar­efni þessa máls lýtur að frétta­skrifum mín­um.

Í því ljósi vil ég árétta, áður en skýrslutakan hefst, að vernd heim­ild­ar­manna er tryggð í 25. gr. fjöl­miðla­laga nr. 38/2011, sem leggur bann við því að ég upp­lýsi um heim­ild­ar­menn mína.

Þessi regla hefur ítrekað verið áréttuð í nið­ur­stöðum dóm­stóla, m.a. Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Í dóma­fram­kvæmd hefur verið rík áhersla lögð á að vernd trún­að­ar­sam­bands fjöl­miðla­fólks og heim­ild­ar­manna sé nauð­syn­legur þáttur í tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla og grund­vall­ar­skil­yrði fyrir því að þeir geti sinnt lýð­ræð­is­legu hlut­verki sínu og sækir reglan stoð í bæði 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sem festur hefur verið í lög hér á landi með lögum nr. 62/1994. Ein­göngu er unnt að aflétta þeirri vernd með ákvörðun dóm­ara til sam­ræmis við 3. mgr. 119. gr.  laga um með­ferð saka­mála og er ljóst að það á ekki við í þessu máli.

Ég mun því engum spurn­ingum svara sem á nokkurn hátt geta gefið minnstu vís­bend­ingu um hvort ég hafi heim­ild­ar­menn, hvers eðlis þeir séu eða hvort, hvenær eða hvernig ég hef fengið upp­lýs­ingar um atriði sem leitt hafa til frétta sem ég hef skrif­að. Sé ein­hver vafi á því hvort svör mín við ein­stökum spurn­ingum kunni að gefa vís­bend­ingu um eitt­hvað af þessu mun ég túlka þann vafa í þágu verndar heim­ild­ar­manna og neita að svara. Af ofan­greindu leiðir einnig að ég mun engum spurn­ingum svara um það hvaða hug­lægu afstöðu ég hef á til­teknum atriðum varð­andi þætti sem rann­sókn þessa máls lýtur að.

Réttur minn til að svara ekki spurn­ingum lög­reglu er ótví­ræð­ur, sbr. fram­an­greind laga­á­kvæði og 2. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008. Þögn mín skýrist í öllum til­vikum af ákvæði 25. gr. fjöl­miðla­laga og starfi mínu sem blaða­maður og verður aldrei metin mér í óhag.“

Að lokum var spurt út í það hver beri ábyrgð á birtu efni á Kjarn­anum og hvernig ákvarð­anir séu teknar inni á rit­stjórn um frétt­næmi eða erindi til almenn­ings þegar um gögn er að ræða. Þ.e. hvar ég teldi að mörk tján­ing­ar­frelsis fjöl­miðla liggi. Ég taldi upp lög um fjöl­miðla, siða­reglur Blaða­manna­fé­lags­ins, reglur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði og innri starfs­reglur sem tryggja eiga fag­lega umfjöllun fyrir lög­reglu­mönn­un­um. Og benti þeim á að það væri ekki hægt að svara spurn­ing­unni almennt. Svarið væri alltaf sér­tækt og byggt á því efni sem er undir hverju sinni. Í til­felli umfjöll­unar um „Skæru­liða­deild Sam­herj­a“ hafi á end­anum ekki verið neinn vafi í mínum huga um að hluti þeirra gagna sem við vorum með undir höndum væri afar frétt­næm­ur.

Ekk­ert var spurt um kyn­lífs­mynd­bönd eða dreif­ingu á þeim. Ekk­ert var spurt um þjófnað á sím­tæki. Ekk­ert var spurt um byrlun eða eitr­un. Allt eru þetta samt sem áður ásak­anir sem haldið hefur verið á lofti að séu grund­völlur rann­sóknar á okk­ur. 

Gögn máls­ins eftir næstum 16 mán­aða rann­sókn

Í kjöl­far skýrslu­töku fengum við aðgang að gögnum máls­ins. Um er að ræða 374 blað­síður af meðal ann­ars sam­an­tektum úr skýrslu­tök­um, afritum af rann­sókn­ar­gögnum sem safnað hefur ver­ið, lækna­skýrsl­um, yfir­litum yfir tölvu­pósts- og síma­sam­skipti, mati rétt­ar­meina­fræð­ings, grein­ar­gerðum lög­reglu og ein­hliða upp­lýs­ingum um atburða­rás sem meintur brota­þoli, Páll Stein­gríms­son, hefur komið til lög­reglu­manna.

Ekk­ert er um það í gögn­unum að blaða­menn hafi komið að því að stela síma. Ekk­ert er í þeim um að blaða­menn hafi afritað síma í heilu lagi. Ekk­ert er um að hlustað hafi verið á sím­töl blaða­manna. Ekk­ert er um sam­skipti milli blaða­manna. Ekk­ert er þar að finna um notkun stað­setn­ing­ar­bún­aðar sem eigi að sýna fram á ein­hverja aðkomu blaða­manna að glæpum sem þeir eru ekki ásak­aðir um að hafa framið. Ekk­ert er um að rakn­ing­arapp vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs hafi verið mis­notað gróf­lega, og í and­stöðu við lög og allar opin­berar yfir­lýs­ingar um hver notkun þess átti að vera, til að opin­bera blaða­menn sem harðsvíraða glæpa­menn. Ef ein­hverjar af þessum leiðum hefðu verið not­aðar við rann­sókn á síma­stuldi hefði það enda senni­leg­ast orðið heims­frétt. 

Gögnin sýna hins vegar líka margt merki­legt sem varpar ljósi á þessa furðu­legu, en alvar­legu, veg­ferð sem lög­reglan á Norð­ur­landi eystra hefur verið á frá því maí 2021, eða í um 16 mán­uði. Hér að neðan er dregið saman það helsta.

1. Ekk­ert liggur fyrir um að eitrað hafi verið fyrir Páli Stein­gríms­syni

Páll Stein­gríms­son hefur haldið því fram að fyrir honum hafi verið eitrað með þeim afleið­ingum að hann hafi misst með­vit­und og verið fluttur á sjúkra­hús í Reykja­vík með sjúkra­flugi. Farið hefur verið með þessa stað­hæf­ingu sem stað­reynd víða í þjóð­mála­um­ræð­unni síð­ustu mán­uði, eða allt frá því að mbl.is birti mynd af Páli í sjúkra­rúmi 25. maí 2021.

Við skýrslu­töku sagði Páll að hann teldi að honum hefði verið byrlað svefn­lyf­inu Imovane. Páll hélt því fram að lyf­inu hafi verið blandað í bjór sem honum var færð­ur. Hann sagð­ist auk þess þekkja lyfið vel þar sem „hann var vanur að nota það tengt vinn­u.“

Gögn máls­ins sýna sann­ar­lega að Páll veikt­ist snemma í maí í fyrra og að hann hafi verið í krítísku ásig­komu­lagi. Þau sýna að hann hafi verið fluttur til Reykja­víkur frá Akur­eyri vegna ástands síns. En þau sýna líka svart á hvítu að ekk­ert liggur fyrir um að eitrað hafi verið fyrir mann­in­um. Í þeim eru hins vegar ýmsar aðrar mögu­legar ástæður fyrir ástandi hans viðr­aðar af mun meiri alvöru.

Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir játn­ing þess aðila sem hann sakar um að hafa byrlað sér. Þvert á móti neitar sá aðili því stað­fast­lega, tví­veg­is, við skýrslu­töku að hafa eitrað fyrir Páli. Í öðru lagi liggja fyrir sjúkra­skýrsl­ur, bæði frá Akur­eyri og Reykja­vík, þar sem skýrt kemur fram að ekk­ert bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir hon­um. 

Á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, þann 4. maí 2021, voru fram­kvæmdar fjöl­margar rann­sóknir á Páli en engin ástæða fannst fyrir með­vit­und­ar­skerð­ingu hans. Svo­kallað tox-screen fyrir eit­ur­efnum var nei­kvætt. Það fannst ekk­ert í blóði hans. Í grein­ar­gerð til lög­reglu stend­ur: „Við fundum ekki neinar prufur sem bentu til eitr­un­ar.“ Páll brást heldur ekki við því þegar honum voru gefin mótefni fyrir mor­fín- eða róandi lyfjum á borð við Imovane.

Í rétt­ar­fræði­legri mats­gerð rétt­ar­meina­fræð­ings, sem lög­reglan á Norð­ur­landi eystra keypti fyrir 113.570 krón­ur, kemur fram að hægt sé að gera eit­ur­efna­mæl­ingu á höf­uð­hári. Það krefst þess að minnst 4-6 vikur séu liðnar frá atburð­inum áður en hár­sýni er tekið og að við­kom­andi hafi ekki farið í lit­un/aflitun á hári né meiri­háttar klipp­ingu. Í mats­gerð­inni seg­ir: „Í þessu til­viki upp­lýsti lög­reglan að mað­ur­inn, sem var mjög þunn­hærð­ur, hafði farið a.m.k. 3 sinnum í klipp­ingu og var mjög stutt­klippt­ur. Lög­reglan mat það svo að það væri mjög lang­sótt að hægt væri að fá not­hæft sýni frá mann­in­um, og var fallið frá því að láta á það reyna.“

Nið­ur­staða rétt­ar­mein­ar­fræð­ings­ins er skýr: „Ekki er hægt að kom­ast að frek­ari nið­ur­stöðu hvað olli ástandi manns­ins að svo stöddu. Í fyr­ir­liggj­andi gögnum fund­ust engar hand­fastar vís­bend­ingar um að reynt hafi verið að eitra fyrir hon­um.

Þess­ari nið­ur­stöðu var skilað inn til lög­reglu 15. sept­em­ber 2021. 

Úr skýrslu réttarmeinafræðings sem ráðin var til að reyna að komast að því hvað hefði komið fyrir Pál Steingrímsson.
Mynd: Skjáskot

Þrátt fyrir þetta lét aðstoð­ar­sak­sókn­ari hjá lög­regl­unni á Norð­ur­landi eystra að því liggja í grein­ar­gerð sem hann skil­aði inn til Lands­réttar 2. mars 2022 að ein­stak­lingur nákom­inn Páli hefði byrlað honum með þeim afleið­ingum að hann hefði veikst. Í grein­ar­gerð­inni er einnig látið að því liggja að við­kom­andi væri and­lega van­heill og að fjöl­miðla­fólk hefði nýtt sér ástand hans, án þess að aðstoð­ar­sak­sókn­ar­inn hefði nokkuð annað en orð Páls Stein­gríms­sonar fyrir þessu. Þegar fjöl­miðlar héldu því fram að játn­ing lægi fyrir um byrl­un, og vís­uðu í umrædda grein­ar­gerð, þá gerði lög­reglan enga til­raun til að leið­rétta þann frétta­flutn­ing. Það gerð­ist síð­ast í gær, þegar sagt var í frétt á vef Frétta­blaðs­ins að það liggi „fyrir játn­ing um að eitrað hafi verið fyrir honum með svefn­lyfj­um“ og talað er um aðil­ann „sem ját­aði byrl­un­ina“.

Þessi sama lög­regla sá hins vegar til­efni til að birta yfir­lýs­ingu á heima­síðu sinni um rann­sókn sína á blaða­mönnum og birta sér­staka frétt með hlekk á úrskurð Lands­réttar þegar reynt var á rétt hennar til að rann­saka blaða­menn.

2. Marg­saga Páll er með mikið aðgengi að lög­reglu

Á meðal gagna sem ég og lög­maður minn fengum afhend var tíma­lína sem Páll Stein­gríms­son hafði gert um atburði máls og skilað inn til lög­reglu. Sú tíma­lína sem okkur barst var nokkuð tak­mörk­uð, sér­stak­lega þegar hún er borin saman við upp­færða tíma­línu Páls – sem hann upp­færði í nóv­em­ber 2021 – og fylgdi með gögnum sem lögð voru inn í Lands­rétt fyrr á þessu ári. Engin skýr­ing var gefin á því af hverju við fengum tak­mörk­uðu tíma­lín­una, en ekki þá fyllri sem lög­reglan hefur sann­ar­lega undir höndum og er hluti af gögnum máls­ins. 

Það sem vantar í tíma­lín­una sem við feng­um, en er í tíma­lín­unni sem lögð var inn í Lands­rétt, er meðal ann­ars yfir­lit yfir það mikla aðgengi sem Páll Stein­gríms­son hefur að lög­reglu­mönnum á Akur­eyri og gríð­ar­legt magn ein­hliða upp­lýs­inga sem Páll veitti lög­reglu. Þær upp­lýs­ingar áttu að sýna fram á að ein­stak­lingur sem stendur honum nærri og hann átti í erjum við væri and­lega van­heill. Um sama ein­stak­ling er að ræða og geng­ist hefur við því að taka síma Páls í maí í fyrra. 

Sam­kvæmt gögnum máls­ins fékk Páll fjórum sinnum að gefa skýrslu um meint sak­ar­efni. Fyrst 14. maí 2021 þegar hann lagði fram kæru. Svo aftur 20. og 21. maí sama ár. Og loks 22. nóv­em­ber. Reynslu­miklir lög­menn sem ég hef rætt við segja þetta afar óvenju­legt. Sér­stak­lega í ljósi þess að í hvert sinn sem Páll gaf skýrslu þá breytt­ist saga hans og í kjöl­farið breytt­ist rann­sókn lög­regl­unnar í sama takti. Það er ekki fyrr en í þriðju skýrslu­töku sem hann kærir ein­stak­ling nákom­inn sér fyrir að hafa eitrað fyrir sér, tekið sím­ann sinn og afhent hann fjöl­miðla­mönn­um. 

Grun­aði fyrst Jón Ótt­ar 

Degi áður en Páll lagði fyrst fram kæru, 13. maí 2021, hringdi hann per­sónu­lega í rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inn Jónas Hall­dór Sig­urðs­son og sagði honum frá grun­semdum sín­um. Sá hvatti Pál til að fara á lög­reglu­stöð­ina á Akur­eyri og leggja fram kæru. Páll hringdi beint í þennan rann­sókn­ar­lög­reglu­mann, sem bendir til þess að þeir þekk­ist. Sami rann­sókn­ar­lög­reglu­maður var við­stadd­ur, og tók þátt í, skýrslu­töku yfir mér í ágúst 2022. 

Í fyrstu skýrslu­töku sinni, þann 14. maí, sagði Páll, sam­kvæmt sam­an­tekt lög­reglu, að í síma sínum hafi verið „gögn sem tengd­ust Sam­herja og Namib­íu, trún­að­ar­gögn og því hafi verið um að ræða mjög við­kvæm gögn sem ættu ekki erindi við almenn­ing, eins og hann orð­aði það.“ Hann vissi heldur ekki hvar far­tölva sín væri nið­ur­kom­in. 

Aðspurður um hvort hann hefði ein­hvern grun­aðan um verkn­að­inn nefndi hann „á nafn Jón Óttar Ólafs­son sem er sam­starfs­maður hans hjá Sam­herja. Páll nefndi að hann hefði sést á Akur­eyri þessa sömu helgi og hann hefði skyndi­lega veikst sem og fyrir utan íbúð sem Páll á í [...]. Páli fannst þetta skrítið þar sem Jón Óttar er búsettur í [...] sem er í tals­verðri fjar­lægð frá [...]. Páll hafði ekk­ert fyrir sér í þessum efnum en vildi að þetta kæmi fram. Páll gerði kröfu um að þeim sem stal far­tölvu hans og fór inn á aðganga hans á inter­net­inu yrði gerð refs­ing lögum sam­kvæmt.“

Jón Óttar Ólafsson.
Mynd: Samherji

Vildi ekki lög­reglu­mann sem var tengdur honum

Önnur skýrslutakan yfir Páli fór fram 20. maí 2021. Það er sami dagur og Kjarn­inn hafði sam­band við Pál til að leita við­bragða við umfjöllun um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ sem birt­ist dag­inn eft­ir. Skýrslutakan stóð í 15 mín­út­ur. Í þetta sinn vildi Páll leggja fram kæru á hendur óþekktum aðila sem hann taldi að hefði kom­ist í síma hans og far­tölvu, tekið þaðan gögn og komið þeim til fjöl­miðla. Í tíma­línu Páls, þeirri sem skilað var inn til Lands­réttar en ekki þeirri sem sak­born­ingar fengu afhenta, seg­ir: „Þennan sama dag fer ég upp á lög­reglu­stöð [...] Þá kemur Valur Magn­ús­son rann­sókn­ar­lög­reglu­maður inn, en þar sem hann er vinur minn bað ég hann um að fara því hann væri tengdur mér og ég teldi það ekki rétt að hann kæmi að þess­ari rann­sókn. Sama gilti um Guð­mund St. Svan­laugs­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mann en vegna vin­skapar hans og Örnu [McClure, lög­manns hjá Sam­herja, sem er hinn meinti brota­þolinn í mál­inu] vildi ég ekki að hann kæmi nálægt rann­sókn­inn­i.“

Þann 21. maí, dag­inn sem umfjöll­unin birtist, kom Páll aftur á lög­reglu­stöð­ina með nýjar grun­semdir og afhendir lög­regl­unni síma sinn. Nú taldi hann að ein­stak­lingur náinn honum hefði eitrað fyrir hon­um, lekið gögnum til fjöl­miðla og sent skila­boð úr far­síma sínum á Örnu McClure. Hann ræddi við Örnu þennan sama dag sím­leiðis og hringdi í Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, og sagði honum frá grun­semdum sín­um. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Í skýrslu­tök­unni 21. maí greindi Páll frá því að hann hafi legið á sjúkra­húsi í hátt í viku eftir það sem hann taldi hafa verið eitrun og að umræddur nákom­inn ein­stak­lingur bæri ábyrgð á ástandi hans og stuldi á síma. 

Nú krafð­ist hann þess að saka­mál yrði höfðað á hendur umræddum nákomnum ein­stak­lingi „sem og öðrum sem að máli þessu hafa kom­ið“ fyrir þjófnað á síma sínum og „hugs­an­lega fyrir að hafa eitrað fyrir sér­.“ 

Geð­mat vegna stol­ins síma?

Þegar Páll mætti enn og aftur í skýrslu­töku 22. nóv­em­ber var fram­burður hans á ný frá­brugð­inn því sem hann hafði sett fram í maí. Hann sagð­ist hafa „haft rangar upp­lýs­ingar þá sem hann veit betur nún­a.“ Þær upp­lýs­ingar sner­ust að uppi­stöðu um að sá nákomni ein­stak­lingur sem ját­aði að hafa stolið síma Páls væri and­lega van­heill. Þrátt fyrir að ekk­ert annað liggi fyrir um ástand við­kom­andi en ein­hliða upp­lýs­inga­gjöf Páls, og að við­kom­andi ein­stak­lingur sé ein­ungis búinn að játa að hafa tekið síma af öðrum innan fjöl­skyldu, þá spurði lög­reglan ein­stak­ling­inn í skýrslu­töku í jan­úar á þessu ári hvort við­kom­andi væri til­bú­inn að gang­ast undir geð­mat „í því skyni að kanna and­lega heilsu“ hans. 

Úr skýrslutöku yfir einstaklingnum sem játað hefur að hafa tekið síma Páls, en síðar skilað honum.
Mynd: Skjáskot

Í gögnum máls­ins er ekki skýrt af hverju fólk ætti að gang­ast undir geð­mat vegna rann­sóknar sem snýst að uppi­stöðu um stuld á sím­tæki, sem svo var skilað til rétts eig­anda. Og mér er til efs að for­dæmi séu fyrir því að lög­regla í rann­sókn á síma­stuldi hafi spurt sak­born­ing slíkrar spurn­ingar áður. 

Fundir með Pál­eyju til að ræða málið

Páll Stein­gríms­son hef­ur, sam­kvæmt tíma­línu sinni, verið í ítrek­uðum sam­skiptum við Ingu Maríu Warén, lög­reglu­full­trúa við rann­sókn­ar­deild lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra sem fer með rann­sókn máls­ins, og Eyþór Þor­bergs­son aðstoð­ar­sak­sókn­ara. Taka skal fram að vera má að þau séu ein­hliða og til marks um ýtni Páls og til­ætl­un­ar­sem­i. 

Í tíma­línu hans sem fylgdi þeim gögnum sem lögð voru fyrir Lands­rétt kemur einnig fram að 30. ágúst 2021 hafi Páll átt „spjall við Pál­eyju, lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra, sam­tal sem ég hafði beðið eftir í 3 vik­ur. Í sam­tal­inu ræddum við mál­ið“.

Í tíma­lín­unni skrifar Páll að föstu­dag­inn 12. nóv­em­ber hafi Páley hringt í sig og að hann verði að „muna að setja inn minnis­p­unkta vegna sam­tals­ins“. Þeir minnis­p­unktar eru ekki hluti af gögnum máls­ins.

3. Hlut­verk Páls Vil­hjálms­sonar

Páll Stein­gríms­son rekur í tíma­línu sinni að Páll Vil­hjálms­son, sem titlar sig sem blaða­mann og kenn­ara, hafi byrjað að skrifa um mál sitt á blogg­síðu sína 2. nóv­em­ber 2021. Páll Vil­hjálms­son hefur síðan linnu­laust skrifað um þetta mál og skrifað tugi færslna þar sem hann hefur haldið fram stór­kost­legum rang­færslum sem eru æru­meið­andi fyrir mig og aðra sem þær snúa að. Í þeim hefur hann líka ítrekað haldið á lofti mál­flutn­ingi um að ein­stak­ling­ur­inn sem er nákom­inn Páli Stein­gríms­syni, sem játað hefur að hafa tekið síma hans ófrjálsri hendi, sé and­lega van­heill á sama tíma og við­kom­andi standi í flóknum per­sónu­legum og fjár­hags­legum erjum við Pál Stein­gríms­son. 

Sem dæmi skrif­aði Páll Vil­hjálms­son 41 færslur um þessi mál frá byrjun ágúst til 16. sept­em­ber 2022. Téðum Páli Vil­hjálms­syni hefur einnig verið boðið í Dag­mál á mbl.is og Bítið á Bylgj­unni þar sem hann hefur fengið að rekja þessar rætnu og æru­meið­andi aðdrótt­anir í löngu máli sem stað­reyndir og óáreitt­ur. Með því hafa þær fengið á sig mynd eðli­legrar þjóð­fé­lags­um­ræðu. Þá birt­ist blogg hans reglu­lega á for­síðu mbl.is, næst mest lesna vefs lands­ins. Auk þess end­ur­birtir Frétt­in.is, vef­síða sem er skráður fjöl­mið­ill hjá Fjöl­miðla­nefnd, flestar færslur Páls og frétta­vef­irnir Mann­líf, Hring­braut og DV hafa sömu­leiðis einnig gert sér mat úr þeim og sett fram sem frétt­ir.

Páll Vilhjálmsson, bloggari.
Mynd: Mynd: Mbl.is/Skjáskot

Ljóst er að Páll Vil­hjálms­son hefur fengið aðgengi að ýmsum gögnum máls­ins til að leggja út af á þessu tíma­bili. Nú síð­ast af þeim gögnum sem þeim blaða­mönnum sem gefin hefur verið staða sak­born­ings var afhent eftir að tekin var af þeim skýrsla. Það sem honum virð­ist hafa þótt merki­leg­ast í þeim gögn­um, sem alls eru 374 blað­síð­ur, er að ég hafi sagt í langri reifun á skrifum Kjarn­ans um „Skæru­liða­deild Sam­herja“ að við hefðum á end­anum fengið Blaða­manna­verð­laun Íslands fyrir umfjöll­un­ina. Fyrsta færsla hans upp úr gögn­unum fjall­aði um það. Þær sem hafa síðan fylgt sýna von­brigði hans með raun­veru­leik­ann sem gögnin teikna upp, og ein­kenn­ast fyrst og síð­ast af súr­r­eal­ískri túlkun manns sem er með veikum hætti að reyna að barna eigin sam­sær­is­kenn­ingar og full­yrð­ingum um að lög­reglan haldi enn helstu rann­sókn­ar­gögnum frá meintum sak­born­ing­um.

Við lestur á gögnum máls­ins kemur enda fram að þau hrekja alla þvæl­una sem Páll Vil­hjálms­son hefur borið fyrir les­endur sína síð­asta tæpa árið, og ýmsir fjöl­miðlar hafa étið upp eftir hon­um. Þvælu sem nýtt hefur verið til að smíða hlið­ar­veru­leika orð­ræð­unnar hjá þeim sem sjá sér hag í því. 

Blogg­ari fær gögn máls­ins

Nú liggur fyrir að Páll Vil­hjálms­son er ekki aðili máls og hefur því ekki rétt á að fá rann­sókn­ar­gögn afhend. Sæmi­leg dóm­greind segir manni að engar líkur séu á að þeim sem skipað hefur verið á saka­manna­bekk í þessum farsa hafi afhent honum þessi gögn. 

Einn mögu­leik­inn er að Páll Vil­hjálms­son hafi fengið gögnin hjá lög­reglu, sem væri afar alvar­legt mál og ætti að hafa miklar afleið­ingar fyrir þann lög­reglu­mann sem lét þau af hendi. Það verður þó að telj­ast ósenni­legt. Lík­leg­ast er staðan sú að lög­reglan hefur afhent meintum brota­þolum í þessu máli gögn­in, og annar þeirra, eða lög­menn á þeirra veg­um, hafi látið Pál Vil­hjálms­son fá þau. 

Brota­þol­arnir eru, líkt og áður sagði, tveir: Páll Stein­gríms­son og Arna McClure, starfs­menn Sam­herja.

Lög­maður Örnu með gögn áður en hringt var í blaða­menn

Í gögnum máls­ins er að finna bréf frá lög­manni Örnu, Hall­dóri Brynj­ari Hall­dórs­syni, sem er dag­sett 11. jan­úar 2022, eða rúmum mán­uði áður en lög­reglan boð­aði fjóra blaða­menn í yfir­heyrslur og til­kynnti þeim að þeir hefðu stöðu sak­born­ings í rann­sókn henn­ar. Í beiðn­inni fólst að lög­mað­ur­inn vildi að Arna fengi stöðu brota­þola í yfir­stand­andi rann­sókn á opin­berri umfjöllun á skila­boðum milli þeirra sem köll­uðu sig „Skæru­liða­deild Sam­herj­a“.

Arna hafði þá þegar stöðu brota­þola í öðru saka­máli. Í því hafði hún kært sama ein­stak­ling og hefur játað að hafa stolið síma Páls Stein­gríms­sonar fyrir brot á 232. grein almennra hegn­ing­ar­laga. Vegna þess hafði lög­maður hennar „ný­verið [ver­ið] veittur aðgangur að gögnum þess máls“. Þar hafi meðal ann­ars verið að finna end­ur­rit af skýrslu­töku yfir umræddum ein­stak­lingi, þess efnis að við­kom­andi hefði lesið sam­skipti milli Örnu og Páls Stein­gríms­son­ar. Á þeim grund­velli vildi lög­mað­ur­inn að Arna fengi stöðu brota­þola í rann­sókn­inni á opin­berri umfjöllun um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­deild.“

Páll fékk stærri pakk­ann

Páli Stein­gríms­syni var form­lega skip­aður rétt­ar­gæslu­maður í síð­asta mán­uði. Í gögnum máls­ins er að finna beiðni frá honum um að Garðar G. Gísla­son, lög­maður sem starfar fyrst og síð­ast fyrir Sam­herja eða stjórn­endur þess fyr­ir­tækis og hefur meðal ann­ars komið fram í áróð­urs­mynd­böndum Sam­herja gagn­vart nafn­greindum blaða­mönn­um, yrði skip­aður í þá stöðu. Garðar hefur einnig aðstoðað Pál í skiln­aði sem hann stendur í, sam­kvæmt gögnum máls­ins. Þá var hann við­mæl­andi í frétt mbl.is sem birt­ist 25. maí 2021. Í þeirri frétt tal­aði hann máli Páls Stein­gríms­sonar og „stað­festi“ að síma Páls hafi verið stolið á meðan að hann lá „milli heims og helju“. Garðar sagði þetta ekki, hann „stað­festi“ það. Og blaða­mað­ur­inn tók þá stað­hæf­ingu góða og gilda.

Rétt­ar­gæslu­menn eða lög­menn eiga rétt á gögnum „er varða beint þeirra skjól­stæð­ing“ sem er yfir­leitt þynnri útgáfa en fer til verj­enda. Í þessu til­felli, miðað við að Páll Vil­hjálms­son hefur talað um tæp­lega 400 blað­síðna pakka, virð­ist þó ljóst að lög­reglan á Norð­ur­landi eystra hefur afhent brota­þol­unum tveimur öll gögnin sem meintir sak­born­ingar feng­u.  

Það er óvenju­legt en mér að meina­lausu, í ljósi þess að gögnin stað­festa end­an­lega hversu fjar­stæðu­kennt þetta mál er.

4. Engin gögn liggja fyrir um að blaða­menn hafi framið staf­rænt kyn­ferð­is­brot

Á einum tíma­punkti var látið eins og að blaða­menn hefðu framið staf­rænt kyn­ferð­is­brot. Það er gefið til kynna í grein­ar­gerð Eyþórs Þor­bergs­sonar án þess þó að lög­regla hafi borið það upp á okk­ur. Lög­reglan hefur engin sönn­un­ar­gögn um að fjöl­miðla­fólk hafi mót­tekið né dreift mynd­böndum af Páli Stein­gríms­syni að stunda kyn­líf með ónafn­greindum kon­um. Lög­reglan veit ekki með neinni vissu hvaða gögn fjöl­miðlar eru með undir höndum utan þeirra gagna sem fjallað var um í fréttum þeirra. 

Eng­inn fjöl­mið­ill hefur fjallað um kyn­lífs­mynd­bönd af Páli eða birt, enda ekk­ert til­efni til. Ekk­ert liggur fyrir um að slík mynd­bönd hafi farið í neina almenna dreif­ingu. Eina sem liggur fyr­ir, sam­kvæmt rann­sókn­ar­gögnum máls­ins, er að ein­stak­lingur nákom­inn Páli sendi mynd­bönd úr tölvu­póst­fangi hans á sjálfan sig. Ekk­ert liggur fyrir hvort sá ein­stak­lingur hafi dreift mynd­bönd­unum á nokkurn ann­an.

Ég hef per­sónu­lega aldrei séð slík mynd­bönd. Ég hef hins vegar nú, eftir að lög­reglan á Norð­ur­landi eystra sendi gögn máls­ins, séð skjá­skot af þessum mynd­böndum þar sem sést ber­sýni­lega að um kyn­lífs­at­hafnir er að ræða, þótt þær séu ekki per­sónu­grein­an­leg­ar. Þar með dreifði lög­reglan staf­rænt myndum af kyn­lífi meints brota­þola til fjöl­miðla­manns. Ég bað aldrei um að fá þessar myndir send­ar. Og hefði sann­ar­lega viljað sleppa því að hafa yfir höfuð séð þær.

Ann­ar­legar hvatir

Lög­menn sem ég hef rætt við, og eru með ára­langa reynslu af saka­mál­um, virð­ast flestir á einu máli að sú veg­ferð sem lög­reglan á Norð­ur­landi eystra er á sé drifin áfram af ein­hverju öðru en eðli­legum for­send­um. Að hún sé drifin áfram af ann­ar­legum hvöt­um.

Hér sé ekki verið að rann­saka mál til sektar eða sýknu heldur helgi til­gang­ur­inn með­al­ið. Álagi sé velt á fjöl­miðla­menn og efa­semdum um heil­indi þeirra sáð í sam­fé­lag­ið. Við búumst sem stendur við því að stöðu okkar sem sak­born­ingum verði haldið lif­andi í ein­hvern tíma enn, þrátt fyrir að bók­staf­lega ekk­ert til­efni sé til. Í ljósi þess hversu maka­lausir þessir kæl­ing­ar­til­burðir hafa verið hingað til kæmi manni ekki einu sinni á óvart að þau myndu ákæra okkur í fyr­ir­fram full­kom­lega töp­uðu máli, þrátt fyrir að lög segi að það eigi að fella niður mál ef meiri líkur en minni séu á sýknu. Það er enda ómögu­legt að sak­fella blaða­mann fyrir brot á lögum sem hann nýtur refsi­leysis gagn­vart. Hvað þá án nokk­urra sönn­un­ar­gagna.

Æru­meið­ingar og hót­anir

Við Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­maður Kjarn­ans, höfum neyðst til að stefna Páli Vil­hjálms­syni fyrir æru­meið­ingar vegna stað­hæf­inga sem eru að öllu leyti ósannar og settar voru fram á blogg­síðu hans. Hann hefur full­yrt að við berum, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun Páls Stein­gríms­sonar og stuldi á síma hans. Páll Vil­hjálms­son getur ekki sýnt fram á þetta með nokkrum hætti. Hvor­ugur okkar hefur nokkru sinni hitt Pál Stein­gríms­son né séð sím­tæki hans og hvað þá hand­leikið það. Þá liggur fyr­ir, líkt og rakið er að ofan, að ekki er hægt að sýna fram á að Páli Stein­gríms­syni hafi verið byrl­að.

Áður en Páli Vil­hjálms­syni var stefnt var honum boðið að draga stað­hæf­ingar sínar til baka án þess að nokkur kostn­aður myndi hljót­ast af fyrir hann. Páll Vil­hjálms­son hafn­aði því. Við töldum okkur þar af leið­andi ekki eiga ann­arra kosta völ, enda felur tján­ing­ar­frelsið ekki í sér rétt til að segja hvað sem er um hvern sem er án afleið­inga. 

Hér er einnig hægt að greina frá því að ég, og fleiri fjöl­miðla­menn, höfum kært Pál Stein­gríms­son fyrir hótun í okkar garð sem barst í tölvu­pósti í júlí 2022. Sú kæra hefur verið und­ir­rituð og mót­tekin hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er nú til rann­sóknar þar. 

Mynd: Bára Huld Beck

Full ástæða var talin til að efast stór­lega um dóm­greind manns­ins þegar kemur að okkur og þar af leið­andi varð að taka hót­un­ina alvar­lega. Var þar meðal ann­ars horft til þess að fyrir liggur að Páll Stein­gríms­son hefur gefið það til kynna á sam­fé­lags­miðlum að hann sé ekki frá­hverfur því að nota skot­vopn á blaða­menn. 

Þá er það í sam­ræmi við starfs­reglur Kjarn­ans að kæra beinar hót­anir við aðstæður sem þess­ar. 

Að lokum

Í nið­­ur­lagi grein­­ar­­gerðar Eyþórs Þor­bergs­sonar aðstoð­ar­sak­sókn­ara fyrir Lands­rétti seg­ir: „Það er ekki ein­falt að rann­saka saka­­mál sem rekið er í fjöl­miðlum af jafn miklu offorsi og raun ber vitni. [...] Fjöl­miðlaum­­fjöllun þar sem leynt og ljóst er reynt að hafa áhrif á rann­­sókn lög­­­reglu, á ákæru­­valdið og nið­­ur­­stöður er ekki sæm­andi rétt­­ar­­rík­­i.“

Þar telur ger­andi sig vera þol­anda. 

Það sem er ekki sæm­andi rétt­ar­ríki er sú aðför að frjálsi fjöl­miðlun sem átt hefur sér stað á Íslandi á und­an­förnum árum af hendi eins stærsta fyr­ir­tækis lands­ins, sem beitt hefur fjár­magni og áhrifum til að reyna að hafa æruna og lífs­við­ur­værið af blaða­mönnum sem opin­ber­uðu mögu­leg lög­brot þess.

Um er að ræða aðför að fólki fyrir að vinna vinn­una sína eða nýta stjórn­­­ar­­skrár­varið tján­ing­­ar­frelsi sitt. Vegna þess varð fólk skot­­spónn ofsókna alþjóð­­legs stór­­fyr­ir­tækis og fót­­göng­u­liða þess, sem að upp­i­­­stöðu virð­ist vera fólk með afar lágan sið­­ferð­is­­þrösk­uld, enga virð­ingu fyrir sam­­fé­lags­sátt­­mál­­anum og litla mann­­lega reisn. 

Umfjöllun okkar um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­deild Sam­herja“ opin­ber­aði skýrt að stjórn­­end­­ur, starfs­­menn og ráð­gjafar Sam­herja voru saman í þess­­ari veg­­ferð við að skapa ótta hjá öðrum blaða­­mönn­um, og eftir atvikum öðru fólki með skoð­anir á sam­fé­lags­mál­u­m, ­sem settir voru í skot­línu „Skæru­liða­­deild­­ar­“ ­fyr­ir­tæk­is­ins svo þeir hræð­ist að fjalla um fyr­ir­tæk­ið. Allt er þetta gert eftir sam­­þykkt „mann­anna“, æðstu stjórn­­enda Sam­herja, og til að þókn­­ast þeim.

Ljóst hefur verið frá upp­hafi að umfjöll­unin byggði á ýmsum gögnum sem voru ekki afhent með vit­und og vilja þeirra sem áttu þau. Frá því var greint skil­merki­lega.

Þrátt fyrir að fyr­ir­tækið Sam­herji hafi beðist opin­ber­lega afsök­unar á að hafa „gengið of langt“ í aðgerðum sínum gagn­vart blaða­mönnum sýna gögn máls­ins, og stað­fest atferli fólks á þess vegum á und­an­förnum mán­uð­um, að lítil mein­ing var á bak­við þá afsök­un­ar­beiðni. Enn er unnið skipu­lega að því að grafa undan blaða­mönnum og reynt að skapa aðstæður sem gera þá van­hæfa til að fjalla frekar um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. 

Það sem er ekki sæm­andi rétt­ar­ríki eru kæl­ing­ar­til­burðir lög­regl­unnar í heimabæ Sam­herja gagn­vart sömu blaða­mönn­um, sem virð­ast hafa sama mark­mið og til þess gerðir að senda skýr skila­boð um að þeir skuli passa sig á hvað þeir skrifi um í fram­tíð­inni.

Sá tími og orka sem farið hefur í þennan farsa skapar auk þess gríð­ar­legt álag sem dregur úr getu til að sinna dag­legum störfum af fullum krafti. Það er íþyngj­andi, jafnt fag­lega sem per­sónu­lega, að sitja undir fjar­stæðu­kenndum ásök­unum mán­uðum saman og ég get vel við­ur­kennt að það hefur fengið mig til að hugsa um hvort það sé á sjálfan mig, fjöl­skyldu og sam­starfs­fé­laga leggj­andi að stunda þá blaða­mennsku sem Kjarn­inn hefur ein­beitt sér að frá stofnun fyrir níu árum. Svarið er enn sem komið er áfram já. 

En í mínum huga er það sem er minnst sæm­andi rétt­ar­ríki aðkoma hátt­settra stjórn­mála­manna að þess­ari veg­ferð. Með henni erum við komin á slóðir sem Ísland gefur sig ekki út fyrir að vera á. Þar er eitt að valda­mesti stjórn­mála­maður lands­ins legg­ist á voga­skál­arnar með þeim hætti sem hann gerði, og að aðstoð­ar­maður yfir­manns lög­gæslu­mála í land­inu hafi fylgt í kjöl­farið með blessun yfir­manns síns. En annað og þung­bær­ara er dug­leysi þeirra sem veita þeim vald. Áhrifa­fólk sem maður taldi að myndi standa upp fyrir lýð­ræð­inu og frjálsri fjöl­miðl­un, en hefur setið sem fast­ast. 

Með þögn sinni og aðgerð­ar­leysi hafa þau veitt veg­ferð­inni falskt rétt­mæt­i. 

Skömm þess fólks er mik­il. 

Höf­undur er með stöðu sak­born­ings, blaða­maður og rit­stjóri Kjarn­ans.

Leið­rétt kl 12:51:

Í upp­runa­legri útgáfu stóð að lög­maður Örnu McClure hefði haft aðgang að rann­sókn­ar­gögnum í tengdu máli að minnsta kosti mán­uði áður en ákvörðun var tekin um að gefa blaða­mönnum form­lega stöðu sak­born­ings og þeir upp­lýstir um rann­sókn­ina. Þetta er ekki rétt. Um var að ræða gögn í öðru, en tengdu, saka­máli. Þetta hefur verið leið­rétt í grein­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁlit