10 gleymdar útihátíðir

Yfir stendur fjöldi útihátíða þessa verslunarmannahelgi líkt og venjan hefur verið síðustu hálfa öld. Þótt siðurinn sé gamall lifa hátíðirnar hins vegar mislengi, en Kjarninn tók saman tíu þeirra sem urðu umtalaðar og skammlífar.

Frá útihátíðinni í Atlavík árið 1984
Frá útihátíðinni í Atlavík árið 1984
Auglýsing

1. Fimm þús­und smokkar á Húna­veri

Haldnar voru þrjár úti­há­tíðir um versl­un­ar­manna­helg­ina í Húna­veri á árunum 1989-91 á vegum Jak­obs Frí­manns Magn­ús­sonar og Stuð­manna. Sú fyrsta er fræg­ust þeirra, en þar mættu alls 7-8 þús­und manns. Blaða­maður Tím­ans lýsti úti­há­tíð­inni svo­leið­is: „Stans­laus tón­list í þrjá og hálfan sól­ar­hring. Drukknir ung­ling­ar, sof­andi, dans­andi, hlæj­andi, í fam­lög­um;skríð­andi vafr­andi, grát­andi, leit­andi. Rusl, enda­laust rusl, fjúk­andi papp­ír, bjór­dós­ir, gos­dós­ir, gos­flöskur, vín­flösk­ur.“ Hátíðin var einnig þekkt fyrir smokka­þurrð, en á föstu­degi hátíð­ar­innar sagði Jakob Frí­mann að búið væri að selja fimm þús­und smokka og verið væri að senda eftir meiri birgð­u­m. 

2. Rauð­hetta 1977

Úti­há­tíðin Rauð­hetta var haldin þrisvar yfir versl­un­ar­manna­helgi á árunum 1976-78, en hún var skipu­lögð af skáta­hreyf­ing­unni. Fyrsta hátíðin var fjöl­mennu­st, en þar mættu um sex þús­und manns. Sam­kvæmt Glatkist­unni var skemmt­unin sögð vera áfeng­is­laus, en lítið væri þó um eft­ir­fyglni og ekki leitað að áfengi á ungum gest­um, „sem margir skemmtu sér dauða­drukkn­ir.“ Í Dag­blað­inu stóð einnig að hátíðin 1977 hafi farið fram vel, „þrátt fyrir mikla vætu útvortis sem inn­vort­is.“ Þar var einnig sagt frá ýmsum keppnum sem áttu sér stað á hátíð­inni, þar á meðal mara­þons­kossa­keppni, þar sem sig­ur­veg­ar­arnir voru í sleik í rúman klukku­tíma uppi á svið­i. 

3. Húsa­fells­há­tíðin

Ung­menna­sam­band Borg­ar­fjarðar hélt sum­ar­há­tíð í Húsa­fells­skógi  um versl­un­ar­manna­helg­ina á árunum í kringum 1970. Fræg­ust þeirra var hátíðin árið 1969, þar sem talið er að aðsóknin hafi náð upp í 20 þús­und manns. Þar spil­uðu meðal ann­ars hljóm­sveit Ingi­mars Eydal og Trú­brot, sem titluð var „vin­sælasta ung­linga­hljóm­sveitin um þessar mund­ir“ af blaða­manni Tím­ans. Morg­un­blaðið sagði að hljóm­sveit­irnar á hátíð­inni hefðu verið „svo góðar að margir ung­lingar gleymdu að dansa en stóðu bara og hlust­uð­u.“ Blöðin voru sam­mála um að hátíðin hafi tek­ist vel, þrátt fyrir tölur um á að þriðja hund­rað hefðu verið „teknir úr umferð“ og sex tjöld hafi brunn­ið. 

Auglýsing

4. Salt­stokk

Ekki var jafn­vel fjallað um Saltvík­ur­há­tíð­ina sem fór fram á Kjal­ar­nesi um hvíta­sunnu­helg­ina árið 1971. Hátíðin sótti fyr­ir­mynd sína til Wood­stock-há­tíð­ar­innar í Banda­ríkj­unum og var því oft kölluð Salt­stokk. Að baki hátíð­inni stóð Æsku­lýðs­ráð Reykja­víkur og talið er að um 10 þús­und manns hafi sótt hana. Þar léku meðal ann­arra Trú­brot, Ríó Tríó, Roof Tops og Árni Johnsen, en sam­kvæmt blaðaum­fjöll­unum um Saltvík­ur­há­tíð­ina var þar „al­menn ölvun“ og talað um „litla sjálfs­stjórn ung­menna.“ Ekk­ert ald­urs­tak­mark var á hátíð­ina sjálfa, en sam­kvæmt einum aðstand­enda hennar tók tón­leika­dag­skráin mið af smekk fjórtán ára ung­linga. 

5. Smíða­kenn­ar­inn í Atla­vík

Úti­há­tíðin í Atla­vík í Hall­orms­stað­ar­skógi var haldin yfir versl­un­ar­manna­helg­ina árin 1980-1985, en að henni komu Stuð­menn og Ung­menna-og íþrótta­sam­band Aust­ur­lands (UÍ­A). Fræg­ust þeirra er úti­há­tíðin árið 1984, en þá kom Bít­ill­inn Ringo Starr og tók lagið með Stuð­mönn­um. Ringo sagð­ist líka vel við sig meðal heima­manna, en frægt er þegar Íslend­ingur kom upp að honum og spurði hvort bít­ill­inn hefði ekki kennt honum smíðar á Eiðum árið áður.  Sam­kvæmt umfjöllun DV komu yfir 6000 manns til Atla­víkur það árið og var þar „brjálað fjör og mikil ölv­un.“

6. Við­eyj­ar­há­tíðin 84

Á sama tíma og Ringo mætti til Atla­víkur 1984 var haldin úti­há­tíð í Viðey þar sem margar helstu hljóm­sveitir lands­ins á þeim tíma tróðu upp.  Hátíðin var þó talin vera eitt stórt klúð­ur, en hennar er minnst sem „veisl­unnar sem aldrei varð,“ sökum fámenn­ist. Búist var við 2500 gest­um, en rétt tæp­lega 400 manns mættu. Sam­kvæmt umfjöllun DV um málið skrif­ast fámennið bæði upp á rok og rign­ingu sem var í Viðey á þeim tíma sem og komu Ringo Starr á Hall­orms­staði.

7. Eiðar 1993-1994

UÍA hélt svo aftur úti­há­tíð á Eiðum á Hér­aði árin 1992 og 1993, þar sem Ringo Starr átti að hafa kennt smíð­ar. Þar komu meðal ann­ars fram Jet Black Joe, Nýdönsk og GCD, en fjöldi tón­leika­gesta var þó mun minni en í Atla­vík ára­tugi fyrr og talið er að hann hafi ekki náð yfir tveimur þús­und­um. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Jónas Þór Jóhanns­son, skipu­leggj­andi hátíð­ar­inn­ar, að erf­ið­lega hafi gengið að fá fólk úr Reykja­vík, bæði sökum kostn­aðar og sam­keppni við aðrar úti­há­tíðir víðs vegar um land­ið. 

8. Fyrsta rave-ið

Sú hátíð sem veitti Eiðum ef til vill hvað mesta sam­keppni var úti­há­tíðin Eld­borg á Kald­ár­melum 1992. Henni var lýst sem íþrótta-og fjöl­skyldu­há­tíð, en þar komu meðal ann­ars fram SSSól, Nýdönsk og Hemmi Gunn. Meðal nýj­unga á hátíð­inni var þó sér­stakt „ra­ve-­tjald,“ þar sem raf­tón­list var spiluð í botni. Hátíðin var svo end­ur­tekin aftur árið 2001, en hún var öllu umdeild­ari og þekkt­ust fyrir fjölda nauðg­un­ar-og fíkni­efna­mála sem komu upp á borð lög­reglu vegna henn­ar. 9. Uxi 95

Önnur umdeild hátíð var haldin árið 1995 á Kirkju­bjæj­ar­klaustri og bar heitið UXI ’95. Þar komu fram erlendar stór­stjörnur á borð við Björk, Prodigy og Aphex Twin, en ekki hafði þekkst að bjóða svona stórum núm­erum á tón­leika yfir versl­un­ar­manna­helgi áður. Í fjöl­miðlum varð hátíðin hins vegar þekkt fyrir áfeng­is- og eit­ur­lyfja­notkun og þurftu nokkrir að leita til læknis vegna E-pillu­neyslu.Lög­reglan á Suð­ur­landi þótti hins vegar ekki mikið um lyfja­neyslu á svæð­inu og sagði fíkni­efna­sala hafa hrein­lega horfið af svæð­inu vegna þess að eng­inn hafi viljað kaupa neitt frá þeim. Svip­myndir frá UXA má sjá hér að ofan.

10. Halló Akur­eyri

Á Akur­eyri var sex versl­un­ar­mann­ar­helgar í röð haldin hátíðin Halló Akur­eyri, á milli áranna 1994 og 1999. Fjöldi hátíð­ar­gesta fór vax­andi með árun­um, allt frá 5 þús­und árið 1994 upp í 15 þús­und árið 1999. Hátíðin var þá mikið gagn­rýnd fyrir ung­linga­drykkju og lagð­ist af því af. Sam­kvæmt grein í DV voru heima­menn afar gagn­rýnir á mik­inn drykkju­skap og ólæti aðkomu­manna, en það leiddi til þess að engin frek­ari leyfi voru gefin til svo umfangs­mik­ils skemmt­ana­halds innan bæj­ar­markanna. Því var engin úti­há­tíð haldin í bænum árið 2000, en ári eftir það kom svo hátíðin Ein með öllu, sem enn er haldin fyrir norð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar