Kaupmáttur Íslendinga: Hærri laun en minna svigrúm til neyslu

15127298022-fda337805f-z.jpg
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, pró­fessor í hag­fræði og dós­ent við Háskóla Íslands, segir það ekki skrýtið þótt ein­hverjir skynji launa­þróun í land­inu öðru­vísi en vísi­tala Hag­stof­unnar yfir kaup­mátt launa gefi til kynna. Í dag eru lands­menn að greiða upp lán, öfugt við mikla lán­töku fyrir hrun­ið, sem þýðir minna svig­rúm til neyslu. Almennt fer þó staða heim­ila batn­andi og hefur gert frá árinu 2010, segir Gylfi.

Í gær birt­ist frétt á vef Kjarn­ans um kaup­mátt launa sem hefur aldrei mælst hærri en í jan­úar 2015. Vísi­tala kaup­máttar launa hefur hækkað um 5,5 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Það þýð­ir, eða ætti að þýða, að launa­fólk getur að jafn­aði keypt 5,5 pró­sentum meira af vörum og þjón­ustu fyrir launin sín í dag en það gerði fyrir ári síð­an.

Auglýsing


Mörgum fannst fréttin ekki koma heim og saman við eigin raun­veru­leika. Gylfi Magn­ús­son var því spurður að því hvort það geti virki­lega verið að kaup­máttur sé í dag meiri en hann var fyrir efna­hags­hrunið 2008.

Mis­jafnt eftir hópum

„Það er út af fyrir sig ekk­ert skrýtið þótt ein­hverj­ir, og jafn­vel margir, skynji launa­þróun öðru­vísi en vísi­tölu kaup­máttar launa. Hluti skýr­ing­ar­innar liggur í því að launa­taxtar og ráð­stöf­un­ar­tekjur eru ekki það sama. Það munar raunar tals­verðu vegna þess að fjár­magnstekjur voru mun hærri í bólunni, en dreifð­ust raunar mjög mis­jafnt. Jafn­framt dróst yfir­vinna tals­vert saman í krís­unn­i,“ segir Gylfi í svari við skrif­legri fyr­ir­purn Kjarn­ans og Stofn­unar um fjár­mála­læsi.



Gylfi segir það sama gilda um laun og fjár­magnstekj­ur, þau séu mis­jöfn milli hópa og þótt með­al­-­launa­taxtar hækki örar en verð­lag þá eigi það ekki við um alla hópa. Sama gildi um útgjalda­hlið­ina. „Þeir sem eru á leigu­mark­aði, og eru ef til vill að reyna að skrapa saman fyrir fyrsta hús­næði, eiga mun erf­ið­ara upp­dráttar en þeir sem búa í eigin hús­næði, þótt skuld­setn­ingin skipti auð­vitað máli fyrir þann hóp. Vísi­tala neyslu­verðs [sem mælir verð­bólgu] sýnir ekki endi­lega mjög vel útgjalda­þróun hjá öll­um, hún er líka með­al­tal eins og launa­vísi­talan,“ segir Gylfi en vísi­tala kaup­máttar launa ræðst af launa­þróun (þ.e. launa­vísi­töl­unni) ann­ars vegar og verð­bólgu­þróun hins veg­ar. „Frá­vik frá með­al­tali skipta ekki minna máli en með­al­tölin sjálf,“ segir Gylfi.

Neyslan var fjár­mögnuð með lánum

Vísi­tala kaup­máttar launa var í met­hæðum frá jan­úar 2007 til mars 2008, þegar hún stóð í kringum 120 stig. Eftir mikla lækkun sam­hliða efna­hag­skrís­unni, þá tók vísi­talan að hækka á ný um mitt ár 2010 og hefur hækkað ört síð­ustu mán­uði. Eins og fyrr segir hefur hún aldrei verið hærri en í dag, eða 121,9 stig.



Þýðir þetta að kaup­máttur lands­manna er, að með­al­tali, meiri í dag en hann var árið 2007?



„Rétt er að hafa í huga að í bólunni jókst mjög skuld­setn­ing heim­ila, það er þau voru að fjár­magna neyslu að ein­hverju marki með lánum [en ekki laun­um]. Nú eru heim­ilin þvert á móti að með­al­tali að greiða niður lán, sem þýðir vita­skuld að svig­rúm til neyslu er minna en ella, og fólk skynjar það vænt­an­lega í ein­hverjum mæli sem lægri tekj­ur, þótt þetta sé auk­inn sparn­aður frekar en lægri tekj­ur,“ segir Gylfi og bætir við að lokum að allt þetta breyti því ekki að staða heim­ila fari almennt batn­andi og hafi gert frá árinu 2010. „En á meðan það eru vænt­ingar um meiri eða örari bata þá verða ein­hverj­ir, jafn­vel margir, óánægð­ir,“ segir hann.

Mun­ur­inn á launum og ráð­stöf­un­ar­tekjum

Hag­stofa Íslands birtir mán­að­ar­lega þróun kaup­máttar launa. Kaup­máttur sýnir hversu mikið af vöru og þjón­ustu er hægt að kaupa fyrir laun. Óbreyttur kaup­máttur frá fyrra ári þýðir að hægt er að kaupa sam­bæri­lega vöru­körfu og fyrir ári. Með þessum hætti er litið til launa­þró­unar í land­inu að teknu til­liti til verð­lags­breyt­inga, þ.e. verð­bólg­unn­ar. Lág verð­bólga á Íslandi und­an­farið ár auk launa­hækk­ana hefur þannig áhrif til hækk­unar á vísi­tölu kaup­máttar launa.



Árlega birtir Hag­stofan síðan vísi­tölu kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna. Þar er tekið til­lit til fleiri þátta en heild­ar­launa, svo sem ann­arra tekna og til­færslna eins og barna- og vaxta­bóta, að frá­dregnum skött­um. Litið er til skatta­fram­tala við útreikn­ing kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna og eru nýj­ustu tölur Hag­stof­unnar fyrir árið 2013.



Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýnd­ir voru á RÚV. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.



ferd-til-fjar_bordi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None