Konungleg langtímafýla

Ummæli Karls 16. Gústafs Svíakonungs í nýjum heimildaþætti í sænska sjónvarpinu hafa vakið undran og hneykslan. Skoðunin sem konungur lýsti í viðtalinu er ekki ný af nálinni.

Karl Gústaf Svíakonungur.
Karl Gústaf Svíakonungur.
Auglýsing

Karl 16. Gústaf (Karl Gúst­af) er fæddur 30. apríl 1946 og er sjö­undi í röð kon­unga Sví­þjóðar af ætt Berna­dotte. Þjóð­höfð­ingjar Sví­þjóðar hafa allir verið karl­ar, burt­séð frá því hvar þeir hafa verið í ald­urs­röð­inni. Var enda bundið í lögum að þjóð­höfð­ing­inn skyldi vera karl. Karl Gústaf er yngstur fimm systk­ina, hann á fjórar eldri syst­ur. Faðir þeirra systk­ina, Gústaf Adólf fórst í flug­slysi í jan­úar 1947, hann var erfða­prins, en ekki krón­prins, þar sem faðir hans, Gústaf 6, og afi voru báðir á lífi þegar slysið varð. Núver­andi kon­ung­ur, Karl Gúst­af, erfði krún­una frá afa sínum (sem var líka afi Mar­grétar Þór­hildar Dana­drottn­ing­ar).

Eins og áður sagði á Karl Gústaf kon­ungur fjórar eldri syst­ur. Aldrei kom til greina að sú elsta yrði þjóð­höfð­ingi. Lögin heim­il­uðu það ekki og breyt­ingar komu á þeim tíma ekki til álita. 

Kon­ungur 1973

Við frá­fall Gúst­afs 6. árið 1973 varð Karl Gústaf kon­ungur Sví­þjóð­ar, hann var þá 27 ára. Á Ólymp­íu­leik­unum í Munchen kynnt­ist hann Silvíu Sommerl­ath frá Heidel­berg sem var túlkur á leik­un­um. Þau gengu í hjóna­band árið 1976. Silvía hafði lagt stund á tungu­mála- og túlka­nám og tal­ar, auk þýsku og sænsku, frönsku, spænsku, portú­gölsku, ensku og sænskt tákn­mál.

Auglýsing
Karl Gústaf er les­blindur og það háði honum í námi. Hann lauk stúd­ents­prófi og stund­aði nám við háskól­ana í Upp­sölum og Stokk­hólmi og gegndi her­þjón­ustu. Kon­ung­ur­inn hefur tekið mik­inn þátt í starfi skáta­hreyf­ing­ar­innar í Sví­þjóð og er mik­ill áhuga­maður um veiðar og bíla, Volvo 544 (kryppan svo­nefnda) er í sér­stöku upp­á­haldi.

Börnin og heið­urs­skotin

Sænsku kon­ungs­hjónin eiga þrjú börn. Elst er Vikt­oría fædd 1977, Karl Fil­ippus fæddur 1979 og yngst er Magda­lena fædd 1982. Tvö eldri börnin eru les­blind eins og fað­ir­inn.

Löng hefð er fyrir því að fagna, með fall­byssu­skotum (púð­ur­skot­um) fæð­ingu í fjöl­skyldu Svía­kon­ungs. Þegar rík­is­arfi kemur í heim­inn eru skotin 42 tals­ins en ann­ars eru skotin 21.

Þegar Vikt­oría kom í heim­inn 14. júlí 1977 var hleypt af 21 skoti, hún var jú sam­kvæmt gild­andi lögum ekki rík­is­arfi. Karl Fil­ippus fædd­ist 13. maí 1979 og þá var hleypt af 42 skot­um, rík­is­arfi var kom­inn í heim­inn.

Laga­breyt­ingin 1980

Þótt miklar umræður um breyt­ingar á rík­is­ar­falög­unum hefðu átt sér stað í Sví­þjóð á síð­ari hluta átt­unda ára­tug­ar­ins voru gömlu lögin um að karlar gengju framar konum í röð­inni enn í gildi þegar Vikt­oría og Karl Fil­ippus fædd­ust. En 1. jan­úar 1980 tóku ný lög gildi. Sam­kvæmt þeim skyldi elsta barn ríkj­andi þjóð­höfð­inga, óháð kyni, erfa krún­una. Með sam­þykkt þess­ara laga var sjö og hálfs mán­aðar krón­prins­tíma­bil Karls Fil­ippusar á enda og Vikt­oría sem hafði borið prinsessu­titil var nú orðin krón­prinsessa. 

Ósáttur við breyt­ing­una

Í sjón­varps- og blaða­við­tölum eftir laga­breyt­ing­una í árs­byrjun 1980 lýsti kon­ung­ur­inn óánægju sinni. Sonur sinn hefði fæðst sem krón­prins og nú hefði hann svo verið sviptur titl­inum „allt tekið af hon­um“ eins og kóngur orð­aði það. Hann sagði að ekki væri hægt að breyta lögum á þennan hátt, aft­ur­virkt. Karl Gústaf sagði enn­fremur að kon­ungs­starfið væri of erfitt fyrir stúlk­ur.

Þessi ummæli kon­ungs vöktu mikla athygli og hneykslan margra. Þetta er reyndar ekki í eina skiptið sem orð og gerðir hans hafa vakið undran og jafn­vel reið­i. 

Karl Gústaf með Viktoríu dóttur sinni í fyrra. Mynd: EPA

Árið 2004 fór Karl Gústaf í opin­bera heim­sókn til Brú­nei. Sú heim­sókn olli mik­illi gagn­rýni Svía og ekki síður ummæli kon­ungs í við­tölum eftir að heim­sókn­inni lauk. Sold­án­inn í Brú­nei er ein­valdur sem stjórnar ríki sínu með harðri hendi, hann er allt í senn, for­sæt­is­ráð­herra, varn­ar­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra. Þar að auki er hann yfir­maður hers­ins og lög­regl­unn­ar. Í Brú­nei situr þing en það er algjör­lega valda­laust.

Þegar frétta­menn ræddu við Karl Gústaf eftir heim­sókn­ina 2004 spurðu þeir hvort hann teldi að sold­án­inn væri ein­ræð­is­herra sagði kóngur það af og frá. Sold­án­inn væri í nánum tengslum við þjóð sína (sem telur um 400 þús­und manns) og árlega byði hann þús­undum landa sinna í höll­ina þar sem boðið væri upp á veit­ingar og almenn­ingur fengi þar tæki­færi til að ræða við sold­án­inn og hátt setta emb­ætt­is­menn. 

Þáver­andi for­seti sænska þings­ins gagn­rýndi kon­ung­inn harð­lega fyrir heim­sókn­ina, ekki léti hann nægja að blanda sér í stjórn­mál, sem væri ekki hlut­verk hans, heldur hefði hann hyllt ein­ræð­is­herr­ann. 

Stendur fast við fyrri ummæli

Í nýjum heim­ilda­þætti sænska sjón­varps­ins, SVT, eru áður­nefnd ummæli kon­ungs um óánægju sína með laga­breyt­ing­una árið 1980 rifjuð upp, og sömu­leiðis þau orð sem hann lét falla um sold­án­inn í Brú­nei. 

Í við­tali sem tekið var við kon­ung við gerð nýja heim­ilda­þátt­ar­ins sagði hann það enn skoðun sína að rangt hefði verið að breyta lög­unum um rík­is­arf­ann, með aft­ur­virkum hætti. Hann und­ir­strik­aði að þetta teldi hann eiga að gilda um öll lög. Hann sagði enn­fremur í við­tal­inu að hann bæri fullt traust til Vikt­oríu dóttur sinnar og sam­komu­lagið í fjöl­skyld­unni væri eins og best yrði á kos­ið. 

Þessi orð kon­ungs hafa sænskir fjöl­miðlar tekið óstinnt upp. Benda á að Vikt­oría sé vin­sæl meðal Svía en það sama verði ekki sagt um alla í fjöl­skyld­unni. Við­horf kon­ungs sé gam­al­dags og lýsi karl­rembu. Og þótt hann seg­ist bera fullt traust til Vikt­oríu séu ummæli hans, nú end­ur­tekin 40 árum síð­ar, van­virð­ing við dótt­ur­ina. 

Varð­andi ummælin um Brú­nei og sold­án­inn eftir heim­sókn­ina 2004 sagði kóngur að orð sín hefðu verið mis­skil­in. Hann hefði verið að tala um tengsl sold­áns­ins við þjóð sína. Og end­ur­tók síðan ummæli sín um gott sam­band sold­áns og þjóð­ar. En bætti svo við að stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagið í Brú­nei væri annað en hjá Sví­um. 

Heim­ilda­þátt­ur­inn er aðgengi­legur á streym­isveitu sænska sjón­varps­ins SVT en verður sýndur á aðal­rás SVT 12. jan­úar næst­kom­and­i.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar